Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. ágúst 1975 TÍMINN 15 Raf- verk- takar lögðu undir sig Laug- arvatn ALLT frá þvi fyrir siðari heims- styrjöldina hafa norrænu raf- verkhaka«amb haft með sér sam- starf, sem er að ýmsu leyti óvenjulegt og með nokkuð öðrum hætti en venja er um hefðbundin félagasambönd. Fyrir þessari samvinnu stendur engin sérstök stjórn eða formaður, skrifstofa er engin, og engin sérstök gjöld eru greidd til samstarfsins. Engu að siður er þetta sam- starf nokkuð fast i forminu, hald- in eru almenn mót fyrir rafverk- taka (NEM), þriðja hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum, en á milli þeirra eru haldnir smærri fundir, svokallaðir NEPU-fundir, þar sem formenn og fram- kvæmdastjórar hittast og ræða ýmis mál og skiptast á upplýsing- um. Dagskrár fundanna eru áður undirbúnar sameiginlega af framkvæmdastjórum allra sam- takanna. Segja má að þátttaka islenzkra rafverktaka i þessu samstarfi hefjist fyrir alvöru árið 1964, er fyrsti NEPU-fundurinn er hald- inn hér á Islandi, en slikur fundur var aftur haldinn hér 1971. í ár var röðin komin að Islandi að halda almennt rafverktaka- mót (NEM), en vegna fjarlægðar var nokkur vafi talinn á að mótið yrðisótt sem skyldi. Raunin varð þó önnur, þvi mót þetta varð hið allra fjölmennasta, sem haldið hefur verið til þessa. Komu hingað 44 frá Sviþjóð, 45 frá Finn- landi, 70 frá Danmörku og 123 frá Noregi, eða samtals 282. Skráðir voru 36 islenzkir þátttakendur, svo samtals var tala mótsgesta 317. Æskilegt var talið að halda mót sem þetta utan Reykjavikur og varð Laugarvatn fyrir valinu m.a. með tilliti til hins mikla hótelrýmis sem þar er, en hin mikla þátttaka gerði það að verk- um að hótelin á Laugarvatni og annað húsrými sem þar var að fá nægði ekki og var fengið inni i Hótel Valhöll á Þingvöllum fyrir um 60 manns, sem fluttir voru á milli kvölds og morgna. 'Sama kvöldið og flestir móts- gestir komu til landsins hafði raf- magnsstjórinn i Reykjavik boð inni fyrir mótsgesti að Kjarvals- stöðum og skýrði hann þar i stuttu máli starfsemi Rafmagnsveitu Reykjavikur, gerði grein fyrir helztu virkjunum og raforku- dreifingu. Næsta dag, eftir skoðunarferð um Reykjavik, var haldið áleiðis að Laugarvatni, með viðkomu i dælustöð Hitaveitu Reykjavikur að Reykjum i Mosfellssveit og snætt að Þingvöllum og staðurinn skoðaður undir leiðsögn þjóð- garðsvarðar. Föstudaginn 8. ágúst var mótið sett af formanni Landssambands islenzkra rafverktaka, Kristni Björnssyni, og við það tækifæri flutti Kristinn Kristmundsson Ferð til Vínarborgar september Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við flokksskr if stofuna. Nánari upplýsing- ar um ferðina á flokksskrifstofunni. Simi 2-44-80. Síðustu forvöð UTANLANDSFERÐ Sumarhátíð Framsóknarmanna í Arnessýslu verður haldin að Arnesi 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðsson ráðherra og Gerður Stein- þórsdóttir kennari. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur, Baldur Brjánsson töframaður skemmtir og Stuðlatrió leikur fyr- ir dansi. Allir velkomnir. Héraðsmót í Neskaupstað Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Ásgrlmsson alþingismaður. Ómar Ragnarsson, hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar og Halli og Laddi flytja nýja skemmtidagskrá. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Héraðsmót í Skagafirði Framsóknarfélag Isafjarðar heldur héraðsmót kl. 20,30 i félags- heimilinu Hnifsdal 23. ágúst. Eirikur Sigurðsson setur mótið. Ræöur flytja Steingrimur Hermannsson og Ólafur Jóhannesson. . óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Agnesar Löve Villi, Gunnar og Haukur leika fyrir dansi. Allir velkomnir. Stjórnin. skólameístari stutt ágrip af sögu Laugarvatns. Að þvi loknu hófust fundahöld og var nú tekið upp það nýmæli, að konurnar héldu sérstakan fund, þar sem þeim gafst kostur á að ræða áhugamál sin og frú Hulda Stefánsdóttir fyrrverandi skólastjóri kynnti islenzkan heimilisiðnað. Fundurinn var haldinn i hátiða- sal húsmæðraskólans og stýrði honum frú Ásthildur Pétursdótt- ir. Fundur karlmannanna var i hátiðasal menntaskólans og voru þar fyrir hádegi flutt tvö erindi, Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra flutti erindi um sam- starf Norðurlanda innan Noröur- landaráðs og rakti framtiðar- áætlanir, svo og um innlendan iðnað, orkuöflun o.fl. Að loknu erindinu svaraði ráðherra fyrirspurnum. Erindi ráðherra var afburða vel tekið, en þau mál er hann ræddi eru mjög- ofarlega á baugi á öllum Norður- löndunum. Gisli Jónsson verkfræðingur flutti erindi um orkunýtingu með tilliti til húshitunar, en um húshit- un með rafmagni er nú meira hugsað en áður eftir oliukrepp- una, og gerði Gisli þessu máli góð skil. Eftir hádegi var farið að Geysi, Gullfossi og Búrfelli, þar sem virkjunarmannvirki voru skoðuö. Daginn eftir, laugardag, fóru konurnar i skoðunarferð i Hvera- gerði og að Selfossi, en fundum karlmannanna var fram haldið að Laugarvatni. Á dagskrá fund- arins þann dag voru m.a. eftirfar- andi málefni: 1. Eftirmenntun rafvirkja i Dan- mörku og samvinna Norður- landanna á þvi sviði. 2. Greinargerð frá alþjóðamóti m------------—------------ Frá setningu móts norrænna raf- verktaka á Laugarvatni. Páll Þorláksson, mótsstjóri, ávarpar mótsgesti. rafverktaka i Paris i Júni 1975. 3. EDB-bókhalds- og reikninga- skriftamiðstöðvar. 4. Almennir söluskilmálar á raf- lagnaefni 5. Tungumálavandamál i sam- bandi við norræna upplýs- ingastarfsemi. 6. Innbyrðis þróun starfsgreinar- innar. 7. Ný löggjöf varðandi sænskan vinnumarkað. Auk þessa var i umræðuhópum rætt um ýmis dagleg rekstrar- vandamál rafverktakafyrir- tækja. Mótinu lauk með sameiginlegu hófi i Húsmæðraskólanum. Mótsstjóri var Páll Þorláksson rafverktaki. (Frá L.i.R.) Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið að Miðgarði 30. ágúst og hefst það kl. 21. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF flytja ræður. Operusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carls Billich. Gautar leika fyrir dansi. Kjördæmisþing á Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. ágúst. Þingið hefst kl. 14. Auglýsicf í Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.