Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. ágúst 1975 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæindastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Nútímalegri vinnuaðferðir Sumri er tekið að halla. Ýmsir hafa raunar nefnt það sumarið, sem aldrei kom. Vist er um það, að rigningardagarnir hafa verið miklu fleiri en sólardagarnir a.m.k. sunnan- og vestanlands, og sumarið hefur reynzt bændum á þessum stöð- um afar erfitt, sökum hinna langvarandi óþurrka. Þeim hefur reynzt ókleift að hirða hey af túnum, og sums staðar hefur það hrakizt. í sumum tilfellum hafa bændur lika dregið allt of lengi að slá, og þvi hefur grasið trénað vegna of- sprettu. Þegar þannig er ástatt, koma ósjálfrátt upp i hugann ljóðlinur Stephans G. Stephanssonar: ,,Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni....” Sú var tiðin, að bændur og búalið áttu allt sitt undir sól og regni i orðsins fyllstu merkingu, en sem betur fer hefur tækninni fleygt svo fram, að nú er mögulegt að beita fleiri aðferðum við hey- skap en hinum gömlu, hefðbundnu aðferðum, sem byggðust eingöngu á þvi að nota sólina og vindinn til að þurrka heyið. Samt virðist svo sem islenzkir bændur séu treg- ir til að tileinka sér nýjar aðferðir, sem byggjast á verkun votheys og súgþurrkun. Þeir eru þó býsna margir, sem tileinkað hafa sér þess konar vinnubrögð og standa nú betur að vigi en aðrir, sem vanafastari eru og vona sifellt, að það glaðni til á morgun eða hinn daginn. Sjálfsagt eru til margar skýringar á tregðu islenzkra bænda til að beita nýrri tækni á þessu sviði, en Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri sagði i viðtali við Timann nýlega, að bændur væru fyrst og fremst vanafastir i þessum efnum. Margir bændur gætu t.d. verkað meira vothey með þvi að koma sér upp útbúnaði i þurrheyshlöðum. Enn fremur sagði búnaðarmálastjóri orðrétt: ,,Það verður að teljast sjálfskaparviti hjá bændum, hvað þeir verka litið vothey, þvi að á sumrum sem þessum eiga bændur að vera við þvi búnir að geta gripið til þess ráðs að verka'meira vothey en i meðalári. Þetta stafar ekki af þvi, að það skorti áróður fyrir votheysverkun eða góða styrki til byggingar á votheysgeymslum, heldur hinu, að votheyið er beinlinis óvinsælt hjá mörg- um bændum, og þeim finnst erfiðara að gefa það og hvimleiðara á allan hátt.” Sem betur fer er ástandið ekki alls staðar jafn slæmt. Hjá bændum á Norður- og Austurlandi, þ.e. á svæðinu frá Hrútafirði austur um land og vestur að Mýrdalssandi, hefur heyskapur yfir- leitt gengið vel, og margir bændur eru búnir að ná heyi i hlöður. Sunnanlands hafa svo komið nokkr- ir ágætir þurrkdagar i vikunni og bætt úr iskyggi- legu ástandi. Engu að siður er ástæða til að taka undir hvatningarorð búnaðarmálastjóra þess efnis, að bændum beri að huga betur að votheysverkun og öðrum þeim aðgerðum, sem gera þá óháðari duttlungum veðurguðanna. Vel má vera, að reynslan frá þessu sumri verði einmitt til þess að bændur endurskoði afstöðu sina. -a.þ.- TÍMINN ERLENT YFIRLIT Berlinguer nýtur vaxandi trausts Hann þykir sérstæður meðal ítalskra stjórnmálamanna SÍÐAN kommúnistar unnu mikinn sigur i héraðsstjórna- kosningunum á Italiu i júni- mánuði siðast liðnum, hefur vaxandi athygli beinzt að leið- toga þeirra, Enrico Berlingu- er, ekki sizt af hálfu erlendra fjölmiðla. Það hefur ekki dregið úr þessari athygli, að Berlinguer hefur gagnrýnt ýmsa starfshætti flokks- bræðra sinna i Portúgal. Berlinguer er að ýmsu leyti sérstakur meðal leiðtoga kommúnista. Hann hefur t.d. aldrei tekið beinan þátt i verkalýðsbaráttu. Hann er al- inn upp i rikidæmi og hefur aldrei unnið erfiðisvinnu. Raunar er það að verða al- gengara nú en áður, að leið- togar kommúnista viða um lönd séu sprottnir upp úr svipuðum jarðvegi. Þar er um að ræða menntamenn, sem aldrei hafa kynnzt kjörum al- þýðunnar af eigin raun, og lit- ið eða ekkert nálægt verka- lýðsbaráttu komið. Hreyfing kommúnista er lika viða orðin meira tengd menntamönnum en verkalýð. A.m.k. gildir þetta um hinn ráðandi kjarna i flokkunum. ENRICO Berlinguer fæddist á Sardiniu 25. mai 1922. Faðir hans var þekktur málflutn- ingsmaður, sem sat á þingi um skeið sem fulltrúi sósial- ista, og barðist þar við hlið Matteottis, sem hélt uppi frægri baráttu gegn Mussolini, unz fasistar myrtu hann. 1 kjölfar þess afnam Mussolini þingræðið. Eftir að lýðræðið var endurreist i lok siðari heimsstyrjaldarinnar, náði Berlinguer eldri aftur kosn- ingu til þings sem sósialisti, en Enrico sonur hans var þá far- inn að vinna fyrir kommún- ista. Að ætterni er Enrico meira spánskur en italskur, og hann á til aðalsmanna að telja i báðar ættir. Hann lauk menntaskólanámi og hóf siðan laganám, en lauk þvi aldrei. Hugur hans var þá orðinn bundnari stjórnmálabaráttu en námi. Hann þótti ekki framúrskarandi námsmaður, og vakti helzt athygli á sér sökum þess, hve einrænn hann var og samrýmdist litið skóla- félögum sinum. Um það leyti sem styrjöldinni lauk, sakaði lögreglan hann um að hafa reynt að skipuleggja mótmæli húsmæðra vegna skorts á matvælum. Hann var hafður i varðhaldi i 100 daga, en var siðan sleppt án ákæru. Það hefur sennilega ráðið mestu um örlög Berlinguers, að hann hitti Togliatti, leið- toga kommúnista, er hann heimsótti Salerno 1944. Togli- atti, sem þá var nýlega kom- inn heim úr útlegð, gazt svo vel að Berlinguer, að hann gerði hann fljótlega að leið- toga ungkommúnista i Milanó, og siðar i Róm. Berlinguer þótti reynast svo vel, að 1946 var hann kjörinn formaður i Alþjóðasambandi lýðræðis- æskunnar, en það voru grimu- klædd samtök, sem voru aðal- lega skipuð ungkommúnist- um. Þessu starfi gegndi hann i þrjú ár, og er hann sagður hafaaflað sér mikillar þekking ar á alþjóðamálum á þessum tima, auk þess sem starfið hafi reynzt honum góður skóli á ýmsan annan hátt. Eftir þetta var Berlinguer starfs- maður flokksstjórnarinnar og Enrico Berlinguer mjög handgenginn þeim Togliatti og Luigi Longo, sem tók við flokksstjórninni að Togliatti látnum. Longo veikt- ist fljótlega eftir að hann tók við flokksformennskunni, og varð Berlinguer einskonar staðgengill hans. A flokksþingi kommúnista- flokksins 1972 var Berlinguer svo kjörinn formaður flokks- ins, og hefur hann gegnt þvi starfi siðan. Ýmsir áttu þá von á, að flokkurinn veldi sér for- mann, sem hefði verið öllu meira i sviðsljósinu og tekið virkari þátt i verkalýðsbarátt- unni. Berlinguer hafði það hins vegar umfram keppi- nauta sina, að hann hafði tiltrú innsta hringsins, ef svo mætti segja, og hann tilheyrði hvorki vinstra né hægra armi flokks- ins. Þvi náðist bezt samkomu- lag um hann. BERLINGUER hafði á margan hátt annan feril að baki en fyrirrennarar hans, þeir Togliatti og Longo. Þeir höfðu báðir dvalizt lengi i Sovétrikjunum og töluðu rúss- nesku. Hvorugt gilti um Berlinguer. Hann hafði hins vegar drukkið i sig þá kenn- ingu Togliattis, að ef kommúnismi ætti að sigra á Italiu, yrði það að vera italsk- ur kommúnismi, sniðinn eftir þeim sérstöku aðstæðum, sem fyrir hendi væru á Italiu. Vafalitið hefur Berlinguer tal- ið það vera i anda þessarar kenningar, þegar hann lýsti yfir þvi fyrir tveimur árum, að lausnin á rikjandi vanda- málum ítaliu yrði að byggjast á samstarfi milli aðalflokk- anna, þvi að útilokað væri að annar helmingur þjóðarinnar gæti haldið hinum helmingn- um utan dyra og hindrað eðli- lega þátttöku hans i lausn vandamálanna. Ýmsir hinna róttækari flokksbræðra hans voru litið hrifnir af þessum boðskap, en hann virðist hafa fengið góðan hljómgrunn hjá almenningi, eins og áðurnefnd kosningaúrslit virðast bera vitni um. Þá hafa atburðirnir i Chile þótt sönnun þess, að Berlinguer hafi haft rétt fyrir sér. Sennilega verða átökin, sem nú fara fram i Portúgal, einnig til að styðja kenningu hans. Ýmsir andstæðingar Berlinguers halda þvi fram, að þessi nýja kenning hans um samstarf við andstæðingana sé ekki sprottin af stefnu- breytingu varðaridi sjálft markmiðið. Takmarkið sé eft- ir sem áður að koma á kommúnistisku skipulagi á ttaliu. Berlinguer geri sér hins vegar vonir um að geta með þessu klofið og veikt and- stæðingana, og auðveldað þannig valdatöku kommún- ista. EINS OG áður segir, þótti Berlinguer fremur einrænn á skólaárum sinum. og þykir það hafa haldizt. Flokksbræð- ur hans, sem þekkja hann bezt, orða þetta þannig, að hann sé góður félagi, án þess þó að^vera félagslyndur. Blaðamaður, sem eitt sinn ræddi við Berlinguer, sagði eftir á, að hann hefði verið svo fámæltur og þurr á manninn. að hann hefði næstum gle-ymt spurningum sinum. Berlingu- er er góður ræðumaður, og óvenjulega gagnorður af itölskum stjórnmálamanni að vera. t ræðum sinum þykir hann jafnframthöfða meira til skynseminnar en tilfinning- anna. Ef til vill er það einmitt þessi sérstaða hans, sem hefur aflað honum meira trausts en aðrir italskir stjórnmálamenn virðast njóta um þessar mundir. Meðal kvenþjóðar- innar spillir það ekki fyrir honum, að hann er friður mað- ur og unglegur, jafnt i útliti sem fasi. Berlinguer er kvæntur mað- ur, fjögurra barna faðir, og lifir m jög kyrrlátu heimilislifi. Kona hans og börn koma ekki fram með honum opinberlega, og itölskum blöðum hefur sjaldan tekizt að birta mynd af honum með fjölskyldunni. I sumarleyfum sinum dvelst Berlinguer venjulega i fiski- þorpi á Sardiniu, og stundar m.a. siglingar. Hann hefur orð á sér fyrir að vera mikill reglumaður i hvivetna, enda spara flokksbræður hans ekki að lofa heiðarleika hans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.