Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 11
TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson „Þetta eru strókar að mínu skapi VI BLIKARNIR endurheimtu 1. deildarsætið sitt, sem þeir misstu 1973,1 gærkvöldi, þegar þeir unnu yfirburöasigur (4:1) yfir Þrótti á grasvellinum i Kópavogi. Blikarnir höfðu algjöra yfirburði i leiknum og léku þeir sér að Þrótturum, eins og köttur að mús — þeir hreinlega yfirspiluðu þá i byrjun og gerðu út um leikinn. Markakóngurinn Hinrik Þórhallsson kom Blikunum á — sagði Þorsteinn Friðþjófsson, þjólfari Breiðabliks-liðsins r POSl 1 HÖLF ■ i m m ■ ' ÍÞRÓTTAMANNA BRADY, RICE OG KIDD SKORUÐU FYRIR ARSENAL Kæra iþróttasiða! Við erum hér tveir Arsenal-að- dáendur á Akureyri, sem höfum mikinn áhuga á ensku knatt- spyrnunni. Gætir þú sagt okkur, hvaða leikmenn Arsenal skoruðu mörkin gegn Sheffield United sl. þriðjudag og hvernig Arsenal- liðið var skipað, og hverjir skoruðu mörkin f hinum leikjun- um, sem voru leiknir i ensku 1. deiidarkeppninni þá. Einnig vær- um við mjög ánægðir, ef þú gætir frætt okkur um, hvað Sheffield United borgaði Southend fyrir markaskorarann Chris Guthrie. Arsenal-aðdéndur — Arsenal-liðið, sem vann hinn góða sigur (3:1) yfir Sheffield United var skipað þessum leik- mönnum: Rimmer, Rice, Nelson, Kelly, Mancini, O’Leary, Armstrong, Cropiey, Hornsby, Kidd og Brady. Mörk liðsins skoruðu þeir Liam Brady, Pat Rice og Brian Kidd, en mark United skoraði Keith Eddy Ur vitaspyrnu. Þá má geta þess að Sainmy Nelson var rekinn áf leikvelli i leiknum. Þessir leikir voru leiknir á þriöjudaginn: Birmingham-Man. Utd.........0:2 Burnley-Everton.............1:1 Coventry -Derby.............1:1 Liverpooi-VVestHam .........2:2 Q.P.R.-Aston Viila .........1:1 Sheff. Utd. -Arsenal........1:3 Sammy Mcllroy skoraði bæði mörk Manchester United. Gerry Francis fyrirliði enska lands- liðsins, skoraði mark Q.P.R. á Loftus Road i Lundunum, en Leonardjafnaði fyrir AstonVilla 1 siðari hálfleik. Aian Tayior, hetja West Ham frá Wembiey, skoraði bæði mörkin gegn Liver- pool, en þeir Callaghan og John Toshack skoruðu mörk Liverpool. Mike Coop skoraði mark Coventry gegn Derby, en mark Derby skoraði fyrirliðinn Roy McFarland. Þá skoraði .Ray Hankin mark Burnley, en Dave Smallman skoraði fyrir Everton. — Sheffield United borgarði Southend 100 þús. pund fyrir Chris Guthrir. bragðið, þegar hann skoraði fyrsta markið á 12. mlnútu eftir hornspyrnu. Þór Hreiðarsson bezti maður vallarins, bætti slðan við öðru marki fyrir leikhlé. Þá kom Heiðar Breiðfjörð með þriðja markið i byrjun siðari hálf- leiksins og ólafur Friðriksson innsiglaði siðan sigur Blikana á 25. minútu. Þróttarar náðu ekki að svara fyrir sig, fyrr en á siðustu sekúndum leiksins, þegar Sverrir Brynjólfsson sendi knöttinn i mark Breiðabliks- liðsins. — Þetta eru strákar að minu skapi, sagði Þorsteinn Friðíóns- son, þjálfari Breiðabliks-liðsins eftir leikinn. — Þeir sýndu góða knattspyrnu, sem hvaða lið sem er i 1. deildarkeppninni mætti vera ánægt með, Og þeir sýndu að þeir eiga heima i 1. deildinni, sagði Þorsteinn. — Við ætlum okkur stóra hluti i 1. deildar- keppninni næsta keppnistimabil, sigurinn i kvöld er aðeins áfangi að enn frekari frama Breiðabliks, sagði Haraldur Eriendsson.fyrir- liði Breiðabliks. Það er ekki hægt að segja annað, en að framtiðin blasi við Breiðabliks-mönnum. Þeir hafa yfir góðum knattspyrnumönnum að ráða og þeir eiga góðan gras- völl sem á örugglega eftir að veita þeim mikla ánægju i framtiðinni. Iþróttasiða óskar Kópavogsbúum til hamingju með 1. deildarsætið, sem þeir hafa nú endurheimt. Ætlar Knapp að yfir- qefa sökkvandi skip án þess að gera tilraun til að bjarga því? NO ER KOMIN upp sú staða, að svo getur farið að KR-ingar láni ekki þjálfarann sinn TONY KNAPP i ferð iandsliðsins til Frakklands, Belgiu og Rússlands. KR-ingar hafa bent á, að Knapp sé ráðinn hing- að sem þjálfari KR, en ekkilandsiiðsins — og að þeir þurfi að nota starfskrafta hans í leikjum KR-iiðsins I deildar- og bikarkeppninni, sem eru nú framundan hjá félaginu. En svo getur fariö aö KR-ingar þurfi að leika aukaleik um fallið, og einnig aukaleik gegn Keflavik f bikarkeppninni, ef svo færi aö KR-ingar gerðu jafntefii i Keflavik. KR-ingar ætla sér aö leggja hart að sér i baráttunni um tilverurétt sinn f 1. deildarkeppninni — og þeir stefna að þvi, aö endurheimta bikarinn. Það getur þvi farið svo, að þeir þurfi að nota þann tima, sem landsliðið verður úti, tii að æfa og undirbúa sig fvrir átökin — og þeir eru ekki ánægðir að þurfa að geraþaö utan þjálfara sfns sem þeir hafa kostaö til landsins. íþróttasiðan hefur frétt, aö KR-ingar séu ekki ánægöir með ummælin, sem Tony Knapp lét hafa eftir sér i viðtali i .einu dagblaðanna i gær — þar sem þeir segja að kom- ið hafi greinilega fram, að Knapp taki landsliöið fram yfir KR-liöið, sem þó réði hann til landsins, sem þjálfara. Tony Knapp sagði þetta i við- talinu: — Ég hef ekki heyrt neitt um þetta mál formlega, sagði Knapp. — Hinu neita ég ekki að ég hef heyrt þessu hvislað, aö það eigi aö stoppa mig hér á Islandi, og þú getur rétt Imyndað þér að ég myndi varla una glaður viö það hlutskipti. Ferð landsliðsins I haust er hápunktúrinn af starfi minu sl. tvö. ár, og það er svo sannarlega hræöileg tilhugsun að verða beinlinis kyrrsettur hérna. En ég hef eins og ég segi ekki heyrt neitt opinberlega frá þeim og get þvl ekkert sagt ennþá um það, hvort ég muni hlita þeim skipúnum sem þeir koma e.t.v. til með að gefa mér. KR-ingar benda á, aö á þessum ummælum sjáist, að Knapp sé al- búinn að láta KR-inga svifa niður i 2. deild, án þess aö gera minnstu tilraun til að bjarga þeim. Hann sé tilbúinn að yfirgefa skip, sem virðist vera aö þvl komið að sökkva. Þá eru KR-ingar mjög ó- ánægðir með það, að Knapp hafi gefið það I skyn, aö svo geti farið, að hann hunzi skipanir, sem koma frá félagi, er réöi hann til landsins. Það er greinilegt, að nokkur ó- ánægja er hjá KR-ingum, vegna ummæla Knapps og framkomu hans gagnvart þeim. Það var ekki mikil gleði i her- búöum KR-inga, eftir tapleik þeirra gegn Vlkingi og ekki bætti þaö úr skák, að þeir voru óánægð- TONY KNAPP...þjálfari KR- liðsins. ir með ummælin sem Knapp két hafa eftir sér I einu dagblaðanna — en þau voru þessi: „Viljinn til aö vinna er ekki lengur fyrir hendi hjá sumum piltanna, og þeir eru ekki eins og I fyrra, þegar þeir voru tilbúnir til að berjast og deyja fyrir KR. Ef þeir ná ekki þessum rétta anda upp aftur I þeim tveim leikj- um, sem eftir eru blasiö fallið við. Það er sama hvað þjálfarinn heit- ir og hvað er gert — ef viljann hjá leikmönnunum til að vinna vant- ar, er ekki hægt aö ná árangri.” Já, KR-ingar eru ekki ánægðir þessa dagana, enda ekki nema von. Það virðist sem Knapp ætli sér aö láta þá sigla sinn sjó og snúa sér algjörlega aö málum landsliösins. Viljinn hjá honum, til að bjarga KR-liöinu frá falli virðist ekki vera fyrir hendi og ekki eru ummælin, sem Knapp lét hafa eftir sér I einu dagblaðanna I gær, til að bæta andann hjá leik- mönnum KR-liðsins — anda, sem Knapp segirað vanti hjá þeim, en virðist sjálfur ekkert ætla að gera til að bæta þann anda. Enda kannski anda-laus? Knapp skellir skuldinni á leik- . menn KR-liðsins, og segir það á- hugaleysi þeirra að kenna, að árangur hefur ekki náðst hjá þvi. ööru visi mér áður brá. — Alls staðar I heiminum er þjálfari dæmdur eftir árangri liða sinna, og forráðamenn félaga hafa hik- laust losað sig við þjálfara, sem ná ekki árangri — samanber Preston, sem þvingaði Bobby Charlton til aö láta af störfum I gær. Hvað hefði veriö gert við Knapp, ef hann hefði veriö þjálf- ari hjá Preston? Að lokum má geta þess, að um þetta mál hefur veriö rætt á fundi hjá stjórn KSI, sem er nú að kanna ýmsar leiðir til að reyna aö leysa þetta vandamál. Það kom skýrt fram á fundinum hjá KSl, að KR-ingar eiga allan rétt á Knapp, og stjórn KSI veröi aö fara að öllum óskum KR-inga, varðandi landsliösþjálfun. —SOS Haukur í leikbonni — hann leikur ekki með KR-liðinu gegn FH í dag KR-INGAR leika án Hauks Otte- sen, þegar þeir leika hinn þýðing- armikia leik gegn FH-ingum á Laugardals.vellinum i dag — kl. 2. Iiaukur var dæmdur i eins leiks bann af Aganefnd KSÍ, og mun taka út ieikbannið gegn FH-ing- um. Þetta er mikil blóðtaka fyrir KR-liðið, sem berst nú um til- verurétt sinn I 1. deildarkeppn- inni. Vestmannaeyingar berjast á botninum ásamt KR-ingum. Leikur þeirra gegn Keflvikingum i Keflavik kl. 4 mun áreiðanlega vekja mikla athygli. Þessi leikur er siðasti leikur KR og Vest- mannaeyja i deildinni, áður en liðin mætast i siðustu umferðinni. Staða þeirra i deildinni er nú þessi: Vestmey........12 2'4 6 11:21 8 KR ........ 12 2 3 7 11:17 7 ÁNÆGJULEG STUND ÞAÐ VAR ónægjuieg stund fyrir Sigurð Jónsson, formann HSI á fimmtudaginn, þegar hann afhenti Vikingum annan tsiandsmeistara- bikarinn á árinu, fyrir unnið afrek I handknattleik. Hér á myndinni sést Sigurður (t.v.) afhenda Páli Björgvinssyni, fyrirliða Vikings, bikarinn fyrir sigur Vikings I handknattleik utanhúss, en Víkingur er einnig Is- landsmeistari innanhúss 1975. Iþróttasiðan óskar Víkingum til ham- ingju. (Timamynd G.E.) Fram- arar víg|a — nýtt félags- heimili á morgun FRAMARAR vlgja nýtt féiags- heimiliá svæði slnu við Alftamýr- arskólann á morgun, en þá er Framdagurinn. Nýja félagsheim- ilið verður þá opið og til sýnis, og einnig verður kynnt féiagsstarf Fram. Framdagurinn hefst i fyrramálið með ieikjum í yngri flokkum féiagsins I knattspyrnu, sem verða í sviðsljósinu alian daginn. Þá verður einnig keppt i handknattleik og körfuknattleik. Framarar fá nýkrýnda tslands- meistara Vikings i handknattleik utanhúss iheimsókn. Einnig leika Framstúlkurnar gegn Armenn- inguin, og hefst sá leikur kl. 14.30. Strax á eftir mæta Framarar ts- | iandsmeisturum Vikings.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.