Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. ágúst 1975 TÍMINN 13 jm wii iiff 'Hf fi 11 Enn málaskorðan o. fl. Jóhann Sveinsson frá Flögu skrifar: „Gamall pennavinur minn, Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli ritariTimann (Landfara) 13. júni s.l. um skýringar minar á visu sr. Eiriks Hallssonar: Suörabát viö gómagöng o.s. frv. Eru athuga- semdir hans skynsamlegar og settar fram af hófstillingu. Ég er honum samdóma i þvi, aö mála- skoröa eöa mála skoröa (jafnrétt, hvort ritaö er i einu orði eða tveimur) sé ekki nein ágætis- kenning. Verst er, að mér hefir ekki tekizt að finna þessa kenningu annars staðar, né held- ur beinar hliðstæður við hana. Það er laukrétt hjá H.K., að skorða merkir vanaleg e-ð, sem skorðar, heldur föstu, en einnig e-ð, er veitir stuðning, sbr. að fara úr skorðum: fara úr lagi (sjá orðab. menningarsjóðs undir skorða). Vera má að skáldið kenni tunguna þannig, af þvi að hún skorði, setji takmörk milli máls og þagnar. Einnig mætti hugsa sér, að það teldi tunguna skorða málið, þ.e. fella það I skorður ljóðstafa og rims. í þriðja lagi er orðið skorð(a) notað sem stofnorð i kenningum, i öðrum samböndum, svo sem i kven- kenningum, t.d. nálaskorð(a) Þá er skorða, oft ritað skorð, látið tákna tré, sem raunar er, sbr. auðareik. Nú er tunga oft kennd sverð máls (Snorra-Edda), fleinn máls og jafnvel tangi máls (sbr. Mærðarsnúran myndast veik/- máls af tanga flnum, lausavisa, er ég kann engin Skil á, og virðist málstangi hljóta að merkja tungu) Skáldið gæti þvi jafnvel nefnt tunguna tré máls (mála) Skáldin voru heldur ekki sérlega nákvæm I kenningum og fóru ekki nákvæmlega eftir kennslu- bókinni, Snorra-Eddu. Eftir orðanna hljóðan mætti skilja orðið málaskorða stöðvun máls, eiginlega þá þögn og það virðist mér H.K. helzt gera. Reyndar nefnir hann ekki beinlínis hvað mála merki, enda spyr hann um það. Ekki get ég samt fallizt á skýringu H. K., m.a. af þvi, að skáldið er einmitt að hefja kveðskapinn. Heldur hefði skýring H.K. átt við, ef visan hefði staðið I endi rimu, og ég ’ held, að málaskorða hljóti að vera tunga, hvernig svo sem þaö er hugsað. Hins vegar hafi ég ekki ætlað mér þá dul, að ég sé neinn hæstiréttur I þessum efnum frem- ur en öðrum. Um orðið gómagöng er öðru máli að gegna. Þar eru til hlið- stæður, en þær verður maður helzt að hafa, en ekki skýra orð eða orðasambönd sem einangrað fyrirbæri. Ég held, að H.K. skilji orðið of bókstaflega. En á þeim tima, er rimurnar voru ortar og reyndar miklu siðar, höfðu menn sáralitla þekkingu á likama mannsins, stórum minni en vér nú á dögum, þótt ekki séum sérlærðir I þeim efnum, enda ekki nákvæmir um merkingu orða. Snorri segir I Skáldskaparmálum: „Munn skali svo kenna að kalla — hús- tungu — góma, vara eða þvilikt.” (E.S.St., Rvik 1907, útg. F. Jóns- sonar, bls. 262) 1 Lokrum (1, 15) kemur fyrir góma rann (Rlmna- safn ved Finnur Jónsson, Kaup- mannahöfn, 1905-12) og leggur FJ. það út munnur. En rann ihvk), merkir, eins og við báðir vitum, hús sbr. granni (úr ga-ranni, eiginl. maður I sama ranni) Arni Böðvarsson kveður: — „Benja- min og bragnar hans/báru vln að góma skans” (Rimur af Olfari sterka (XI, 14) Viöeyjarklaustri 1834) Að visu er hér ekki talað um göng gómanna, en ég held, að niðurstaðan verði sú sama. Skáld fyrri alda voru og eru reyndar ekki enn hárnákvæm I meðferð orða og kenninga. Má finna þess mörg dæmi úr rlmum, þótt ekki verði gert hér, og göng eru vissu- lega hluti húss. Hér hefir orðið langt mál af litlu tilefni. En mér þykir alltaf vænt um, þá er menn, sem ekki eru sérlærðir, og á ég þar einkum við Islenzk fræði, leggja e-ð til málanna, ef það er gert af viti og skilningi, eins og H. K. hefir gert, þótt við séum ekki sammdla. Ýmsir áhugamenn I islenzkum fræðum, hafa sýnt lofsverðan áhuga á þeim, sumt góðra gjalda vert. Að sömu ber það við, að sllkir menn bera fram staðhæfingar, sem staðreyndir væri, og getur það villt um fyrir almenningi. Vissulega er mikils vert að njóta handleiðslu góðra kennara I háskóla, en vara mega menn sig á þvi að feta einungis troðnar slóðir en llta hvorki til hægri né vinstri og yppta öxlum hugsunarlltið við öllu, er brýtur I bág viðhefðbundnar kenningar af vanafestu eða jafnvel lærdóms- hroka. En mikið eigum vér for- feðrum vorum á liðnum öldum upp að inna. Þeir héldu við ís- lenzku máli og menningu, rituðu við daufan bjarma fífukveiksins I köldum torfbæjum, og áttu þar engu slður hlut að máíi sjálf- menntaðir menn en lærðir. — Nú um stundir virðast bandarlsk menningaráhrif eða ómenningar vera að heltaka íslenzkt þjóðlif. Kemur það m.a. fram hjá fjöl- mörgum, sem tala og skrifa I fjöl- miðla, að þá vantar tilfinnanlega Islenzka málkennd. En meðan margt er sjálfmenntaðra áhuga- manna, sem sinnir Islenzkum fræðum, hver svo sem árangur- inn verður, jafnvel einungis áhuginn einn, þá örvænti ég ekki mjög um Islenzkt mál og menningu. En ef vér látum fyrir róða menningu vora og mál, en tökum upp erlenda sníkju- menningu I staðinn, menningu hvaða þjóðar sem er,hættumvið vissuleg að vera sérstök þjóð. Bíða vor þá sömu örlög og Orkneyinga og Hjalta, svo að e-ð sé nefnt.” SYRPA UR VERKUM HALL- DÓRS LAXNESS FVRIR nokkrum árum hóf Rikis- útgáfa námsbóka útgáfu nýs bókaflokks, sem ber heitið Bók- menntaúrval skólanna. Mark- miðið er fyrst og fremst að greiða fyrir aukinni kynningu bók- mennta og glæða áhuga á þeim, sérstaklega I skólunum. Þriðja bókin i þessum flokki er Pétur Guðfinnsson: Athugasemd t frétt I Timanum er þvi rang- lega haldið fram, að Sjónvarpið hafi verið samstarfsaðili Magnúsar Jónssonar við gerð myndarinnar „Ern eftir aldri” og hafi átt að greiða ákveðinn hluta kostnaðar við gerð myndarinnar. Hið rétta er að Sjónvarpið gerði samning við Magnús Jónsson um kaup á tilteknum sýningarrétti I sjónvarpi á þessari mynd. Samið var um ákveðna greiðslu kr. 1.350.000,- og átti Magnús Jónsson að skila myndinni fullbúinni til Stjónvarpsins. Þessi upphæð skyldi greiðast i nokkrum áföng- um, eftir þvi sem verkinu miðaði áfram. Magnús Jónsson upplýsti i samningaviðræðum við Sjón- varpið, að hann teldi að kostnaður við gerð myndarinnar yrði kr. 1.700.000. Engin tök voru á þvi að sannreyna þá tölu, þar sem aöeins lá fyrir ófullkomið handrit af söguþræði. í samningnum var heldur ekkert ákvæði umþað, að Sjónvarpið gæti fylgzt mcð kostnaði við gerð myndarinnar, enda óþarft, þar sem samið var um fasta greiðslu fyrir sýningar- rétt, en ekki gert ráð fyrir, að Sjónvarpið bæri tiltekinn hluta framleiðslukostnaðar. Mér þykir einnigréttað vekja athygli á þvi að talan 1.350.000, sem vitnað er I sem 3/4 greiðslu af kostnaðinum 1.700.000 er ekki 3/4 af þeirri tölu. nú komin út. Nefnist hún Syrpa, úr verkum Halldórs Laxness. i henni eru valdir kaflar, sem Hall- dór Laxness hefur valið úr verk- um sinum til þessarar útgáfu, hinir elztu úr Vefaranum mikla, en hinn yngsti úr Innansveitar- kroniku. Bókina prýöa teikningar eftir Harald Guðbergsson. Höfundur ritar inngangsorð að efni bókar- innar,en að auki hefur hann sam- ið orðskýringar aftan við hvern leskafla. Fremst i bókinni fer ritgerð um höfundinn eftir Matthias Johannessen ritstjóra, sem hann nefnir Nokkur orð um fjallræðu- fólk og fleira i skáldskap Halldórs Laxness. Þess má geta, að síðasti kafli bókarinnar, Sagan af brauð- inu dýra, er prentaður hér i fyrsta skipti I Islenzkri útgáfu eftir texta þeim, sem gefinn var út I Sankt Gallen I Sviss árið 1972, en siðan birtisthann breyttur I Innansveit- arkroniku. Syrpa úr verkum Halldórs Lax- ness er 222 bls. að stærð. Ólafur Pálmason sá um útgáfuna. Set- berg prentaði. t ráði er að gefa út á hljóm- bandi lestur höfundar á völdum köflum úr bókinni. t bókaflokknum Bókmenntaúr- val skólanna hefur áður komið út Leikur að stráum eftir Gunnar Gunnarsson (1970) og Kristrún i Hamravik eftir Guðmund G. Hagalin (1972). Heyskap borgið með tíu daga þurrkatíð, segir Halldór Pdlsson, búnaðarmólastjóri Flugleið 5.200 kr. ir bjóða r-3% LANDVERND Gsal—Reykjavlk — Þessir tveir þurrkdagar i vikunni hafa gert mikið gagn, en hvergi nærri nóg. Bændur sem áttu flatt hey og hey i görðum, þegar þurrkurinn kom, hafa margir hverjir náð þvi öllu inn. Þeir bændur sem hins vegar byrjuðu ekki að slá fyrr en glaðn- aði til, munu flestir hafa fengið vætu ofan i. Ef það kæmi vika til tiu daga samfelldur þurrkur væri heyskap á Suðurlandi borgið, sagði Ilalldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, þegar Timinn ræddi við hann i gærdag. Halldór kvað það engum vafa undirorpið, að margir bændur hefðu fengið vætu ofan I hálfþurrt hey I gær. Sagði hann, að það munaði miklu fyrir bændur, hvort þurrkdagarnir væru tveir eða þrir, því það hey, sem bændur hefðu slegið fyrsta þurrkdaginn hefði tæpast verið orðið þurrt i fyrrakvöld. Margir bændur hafa sett það hey i garða, en fáir hirtþað til fulls.öðru máli gegnir um þá bændur, sem áttu flatt hey á þriðjudaginn, — þeir hafa náð þvi öllu inn, áður en byrjaði að rignaigærmorgun, sagði Halldór. — Þessir þurrkdagar hafa gert mikið gagn, en hvergi nærri nóg miðað við þörfina, sagði búnaðar- málastjóri að lokum. BH-Reykjavik. — Skömmu áður en fundur i félagi flugfreyja og flugþjóna hófst á fimmtudags- kvöldið, barst félaginu sáttatilboð frá flugfélögunum, þar sem gengið var til móts við kröfur félagsins, að þvi leyti að verðlags uppbætur i krónutölum kr. 5.200,- skyldu greiddar, að frádregnum prósentuhækkunum, 3%, sem enn er deilt um. Þótti félagsmönnum rétt að at- hug þetta tilboð frekar, og var á fundinum samþykkt að fela samninganefnd áframhaldandi viðræður — en gripa ekki að sinni til aðgerða til að leggja áherzlu á kröfurnar. AUGLÝSIÐ I TIMANUM SNOGH0J Nordisk folkehojskole (v/ den gl. Lillebaeltsbro) 6 mdrs. kursus fra 1/11 send bud efter skoleplan DK 7000 Fredericia, Danmark tlf.: 05 - 95 2219 Forstander Jakob Krdgholt o Vesturför Seattle I Bandarlkjunum og I lok ferðar heimsóttum við einnig Is- lenzkt heimili I Vancouver, en þar sýndi ég að kvöldlagi skugga- myndir að heiman, eins og á ein- um tveim stöðum öðrum. íslendingar þjóðræknastir Norður- landabúa vestra Ljóst er eftir ferðina, að Vestur- slendingar hafa mikinn áhuga á að halda tengslum við gamla landið og að halda við málinu eft- ir þvi sem kostur er, þótt mönn- um sé ijóst að erfiðleikar á þvi fara vaxandi eftir þvi sem frá lið- ur. Ég sat fund með útgáfustjórn Lögbergs Heimskringlu, og er mikill hugur i henni að halda áfram útgáfu blaðsins. En allir virðast sammála um að það sé meginatriði til að tengja þetta sarnpn. Svo er að sjá sem tslend- ingar i Kanada geri meira en nokkrir aðrir Norðurlandabúar til að halda við sinum tengslum við sina fornu ættjörð. — SJ. ÞESSI ungu skáld (sjá mynd) verða meðal þeirra, sem flytja verk sin I Norræna húsinu i dag 23. ágúst klukkan 15(3 e.h.). Flest skáldin lesa ljóð, sum við undir- leik. — Bækur þeirra verða til sölu á staðnum. — Aðgangur er kr. 200. Þessir flytja: Árni Lars- son, Bernharður Bjarni, Birgir Svan, Dagur Sigurðarson. Einar Ölafsson, Ernir Snorrason, Geir- laugur Magnússon, Hrafn Gunn- laugsson, Megas, Ólafur Gunn- arsson, Ölafur Haukur Simonar- son, Ólafur H. Torfason, Pétur Gunnarsson. Pétur Hafstein Lár- usson, Sigurður Guðjónsson, Sig- urður Pálsson, Stefán Snævarr, Steinunn Sigurðardóttir. Kynnir er Sveinn Allan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.