Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 1
Landvélarhf 190. tbl. — Laugardagur 23. ágúst —59. árgangur M TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 -SÍMI (91)19460 Verður engin loðnu- vertíð næsta vetur? OÓ-ReykjavIk. — Ég get ekki eygt nokkra möguleika á þvi að gert verði út á loðnu á næstu vertið með þvi verði sem út- gerðarmönnum er skammtað fyrir aflann. Hægt var að halda flotanum úti á sfðustu vertlð með þvi að greiða 350 millj. kr. úr verðjöfnunarsjóði, en nú er hann galtómur, þvf að hann var allur étinn upp, og eins og horfir er ekki I öninii' hús að venda og þvi allar horfur á að ekki verði gert út á loðnu upp úr næstu áramótum. Þetta sagði Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands Isl. útgerðarmanna I viðtali við Tlmann I gær. Litið sem ekkert er hægt að gera við allan þann skipaflota, sem byggður er til síldar- og loðnuveiða utan loðnuvertlðar og strangir slld- veiðikvótar I Norðursjó hamla þvi að hægt sé að gera út þangað eins og sakir standa. Tilraun þeirri, sem gerð var til loðnuveiða fyrir Norðurlandi I sumar, er lokiö með uppkvaðningu þess verðs er ákveðið var fyrir loðnuveiðar þar. Liggja þvl langflest ísfirðingar fara verzlunarferðir til Bolungarvíkur — og Flateyingar og Súðvikingar aka í gegnum ísafjörð þegar þeir fara í búð — í Bolungarvík Gsal—Reykjavik — Þegar rætt er um hugsanlegan byggða- kjarna fyrir Vestfirði kemur einn staður öðrum fremur til álita, þ.e. ísafjörður. Þtítt landshlutaáætlun fyrir Vestfirði sé tiltölulega skammt á veg komin, er búið aö gera nokkra athugun á verzlunarþjónustu I fjórðungnum, — en allir þjón- ustuþættir þar verða Itarlega rannsakaðir, Það sem kannski vekur hvað mesta athygli, hvað verzlunarþjónustunni viðkem- ur, er sú staðreynd, að Ibúar isafjarðar sækja að þvf er virðist I auknum mæli til Bolungarvikur með verzlunar- viðskipti, — og meira að segja Ibiíar Flateyrar og Suðavikur sækja til Bolungarvikur sömu erinda, og fara þá f gegnum tsa- fjörð! SigfUs Jónsson, hjá áætlana- deild Framkvæmdastofnunar rikisins sagði I viðtali við Tim- ann, að þétta atriði yrði jafnvel stærsta vandamálið, ef reynt yrði, að-efla tsafjörð sem ein- hvers konar byggðarkjarna á Vestfjörðum. — En hver er ástæðan? — Vegna sinnar sögulegu hefðar er mikið af litlum bUð- um á tsafirði, sem hafa aðsetur I gömlum og litlum husum, og bjóða ekki upp á mikið vöruúr- val. Svo dæmi séu nefnd, þá eru fjórar eða fimm verzlanir á Isa- firði, sem verzla með bygging- arvörur. Ein slik verzlun er á Bolungarvik, og er hún mun stærri og býður fjölbreyttara vöruúrval. Sú verzlun er rekin á miklu hagkvæmari hátt en verzlanirnar á ísafirði, — og nU er svo komið ao verzlunin á Bolungarvlk er svo að segja bU- in að yfirtaka alla verzlun með byggingarvörur i fjórðungnum. SigfUs sagði, að það sýndi glöggt hversu alvarlegt ástand- ið væri I verzlunarþjónustu Isa- fjarðar, þegar ibUarnir þar væru farnir að sækja til annarra staða með verzlunarviðskipti. Þá eru einnig talsverð brögð að þvl, að IbUar Flateyrar og SUða- vlkur sæki með verzlunarvið- skipti til Bolungarvlkur, — og fer þá fólk I gegnum ísafjörð til verzlunarstaðarins, sagði Sig- fUs. Almennt um verzlunarþjón- ustu á Vestfjörðum sagði SigfUs, aö það væri áberandi hvað mik- ið misræmi væri I verzlunum hvað vöruúrval snerti, — og i heild væri vöruúrval vestfirzkra verzlana mun minna en i verzl- unum annarra landsfjórðunga. — Velflestar verzlanir berjast 1 bökkum, sagði hann, — og þvl hefur verið haldið fram, að leyfileg álagning taki ekki tillit til verzlana úti á landsbyggð- inni, heldur sé hún miðuð við kjörbúð í Reykjavlk. Verzlunar- menn Uti á landsbyggðinni hafa talið, að með einhverjum ráðum verði að ráða hér bót á, t.d. með þvi að leyfa verzlununum að hafa hærri álagningu ellegar söluskatt mismunandi eftir landshlutum. — En hvað sem verður til ráða, er ljóst, að þær ráðstafanir^ verða að vera á þann veg, að þær létti byrði verzlana Uti á landi mjög veru- lega, sagði SigfUs. Á bls. 2 eru frekari fréttir um nokkra þætti Vestfjarðaáætlun- ar. loðnuveiðiskipin bundin I höfnum og bágt er að sjá hvaða verkefni er hægt að fá fyrir þau. Er hér um að ræða 60 skip, 200 til 350 lestir að stærð. Eftir miðjan september verður leyft að veiða 7500 lestir slldar við ísland. Þaö magn veiðist á nokkr- um dögum, ef að Hkum lætur. Samkvæmt slldveiðikvótanum I Norðursjó verður tslendingum leyft að veiða þar 135 lestir. Eru það tvær veiðiferðir á skip ef flotinn fer þangað. Enn er ekki upplýst hvernig veiðum I Norður sjó verður háttað. Ðanir hafa sagt, að þeir muni ekki sætta sig við þann kvóta, sem þeim var skammtaður, en þeir veiða mest allra af sfld á þeim miðum. Veiða þeir aðallega I bræðslu. tslenzku veiðiskipin veiða sfldina aftur á móti til manneldis, og er henni landað isaðri I kössum. Ekki hef- ur verið staðfest af opinberri hálfu,að Danir muni veiða sild I trássi viö nefndan kvóta, og ekki hefur verið ákveðið hvað ts- lendingar gera I þessu efni, hvort þeir sætta sig við þær veiði- takmarkanir, sem þeim eru sett- ar eða virða ekki kvótann. Eins og sakir standa er ekki um annað að ræða fyrir sfldar- og loðnuflotann en að fara á þorska net eða troll, og eru reyndar nokkur skipanna á slikum veiðum en gengur misjafnlega. Skipin eru ekki hentug til sllkra veiða, og ekki samkeppnisfær við þau skip og báta, sem sérstaklega eru smiðuð til þeirra veiða. En hvað er til ráða? Má þjóðar- bUið við því að hætt verðiaðgera Ut á slld og loðnu frá Islandi. Kristján Ragnarsson svarar þessu ekki öðru, en eftirfarandi: — Ætlum við að halda áfram að lifa á fiskveiðum, eða einhverju öðru? Það verður að koma i ljós. Blokkin í 56 sentum ö.B. Reykjavik. —Þorskblokkarverð á Bandarikjamarkaði er nú 56 sent eða rétt um 90 krónur, að sögn Sigurðar MarkUs- sonar, forstjóra sjávaraf- urðardeildar SIS. 9. jUH slðastliðinn var blokkin á 56- 58 sent, 26. julí var hUn á 56- 57 sent, en hefur nú lækkað niður I 56 sent, og hefur það verö haldizt siðan 6. ágUst. Sigurður tjáði blaðinu i gær að hann áliti að blokkin væri nokkuð föst f þessu verði, en menn hefðu reyndar spáð þvi i vor, að hvað sem öllu öðru liði, þá myndi blokkin ekki lækka frá þvlverði, sem hUn var i þá, en þaö mun hafa verið um 60 sent. Áleit Sigurður, að þorskblokkin myndi nU frekar hækka i verði en lækka, þvi að framboð af fiski væri ekki of mikið um þessar mundir. Þurrkdagarnir gerðu gagn — en ekki nóg — segir búnaðar- málastjóri Viðræður við Norð- menn 10.-20. sept. Oó-Reykjavfk.A fundi utanrikis- ráðherra Norðurlanda, sem lauk i Osló I gær, fjallaði Einar AgUsts- sonsérstaklega um hafréttarmál, og fór fram á, að rfkisstjórnir annarra Norðurlanda sæju sér fært að styðja tslendinga I íit- færslu i 200 milur. En það reyndist ekki hægt. Einar sagði Timanum I gær eftir að fundinum lauk aðfslenzka sendinefndin hafi barizt töluvert fyrir því að fá óskoraðan stuðning I málinu, og að lokum hafi fengizt fram ályktun, þar semutanrikis- ráðherrarnir létu i ljós skilning á hinum sérstöku aðstæðum ts- lendinga i málinu. Er ályktunin á þá leið, að utan- rlkisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svfþjóðar láta i ljós skilning á þeim ástæðum, sem liggja til grund- vallar Utfærslu tslendinga á fisk- veiðilögsögunni og minntust ráðherrarnir sérstaklega á.að is- lenzka rikisstjórnin væri reiðubUin að taka upp viðræður við rlkisstjórnir þeirra þjóða, sem véitt hafa á umræddu haf- svæði. — Varst þU ánægöur með þessi málalok? — Ég hefði óskað, að þessar frænd- og vinaþjóðir okkar hefðu séð sér fært að styðja okkur I Ut- færslu landheleinnar i 200 milur, sagði Einar Agútsson, en ég sé ástæðu til að fagna þeim skilningi, sem fram kemur i ályktuninni A blaðamanafundi, sem utan- rikisráðherrarnir efndu til eftir fund sinn, var Einar AgUstsson mikið spurður um þá ákvörðun Islendinga, að taka sér 200 mflna fiskveiðilögsögu, og hvernig hon- um félli undirtektir hinna utan- rikisráðherranna um stuðning við málstaðinn. Kvaðst hann hafa svarað á sama veg og hér kemur fram. Einnig voru tekin upp sjón- varpsviðtöl við Einar af norska sjönvarpinu og vestur-þýzkri siónvarpsstöð. Einar sagði, að útfærslan og fiskveiðimálin hefðu verið það, sem hann lagði mesta áherzlu á á fundinum. Að öðru leyti fjallaði fundurinn aðallega um helztu mál Sameinuðu þjóðanna, sem ávallt eru rædd á utanrikisráðherra- fundum Norðurlanda og komizt að svipuðum niðurstöðum. Þá sagði Einar, að Norðmenn hafi lýst yfir þvi, að þeir óskuðu eftir viðræðum við Isl. um fiskveiðar. Verður sá fundur trU- lega haldinn á tímabilinu 10-20. september n.k. Norðm£nn stunda neta- og handfæraveiðar við ts- land, og er afli þeirra um 3000 lestir á ári. Þá munu þeir vilja ræða nánar um mörkin milli ts- lands og Jan Mayen. Samkvæmt ákvörðuninni um 200 milna fisk- veiðilögsögu munu tslendingar taka sér lögsögu 200 milur norður af landinu i átt að Jan Mayen, en að svo stöddu verður ekki tekin nema miðlíha, eða þar til annað verður ákveðið. Kvaðst Einar hafa heyrt á mönnum i Osló, að þeir væru ekki alls kostar sáttir við þá tilhögun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.