Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. ágúst 1975 TÍMINN 9 undirritaður sér þó skylt að gera lesendum blaðsins grein fyrir ör- fáum atriðum. 1. í iðnrekstri og markaðsmál- um iðnaðar er útflutningur og þjónusta við erlenda markaði al- mennt talið flóknasta verkefnið. Þróun flestra iðngreina er sú, að hafin er frámleiðsla, sem miðuð er við þarfir heimamarkaðar, þar sem framleiðslan þróast i sam- ræmi við þarfir og óskir neyt- enda. Þaðer ekki fyrr en ákveðnu stigi er náð, að atvinnurekandi fer að þreifa sig áfram með um- framgetu sina á erlendum mörk- uðum, og liður þá oft langur timi áður en fótfestu er náð. Þessu er varla til að dreifa i uppbyggingu islenzks iðnaðar (þótt islenzki lagmetisiðnaðurinn byggi að ein- hverju leyti á heimamarkaði). Islenzka verksmiðjan verður að glima við það verkefni að byggja upp iðnað og framleiða fyrir markað, sem hún fjarlægðarinn- ar vegna hefur ónóga snertingu við og oft takmarkaða þekkingu á. Þetta er einn aðalvandinn, sem islenzkur útflutningsiðnaður á við að etja og sést það bezt á þvi, að þar sem visir er að stóriðju, er ætið höfð samvinna við erlenda dreifingaraðila. Með þetta i huga langar mig til að gera stutta grein fyrir söluárangri S.L. og þeim ytri aðstæðum, sem hún hefir starfað við. ursson á við, er hann segir: ,,S.L. hefir engin ný markaðslönd fund- ið fyrir lagmeti” (nema hann meini að við eigum að senda Liv- ingstone út til nýrra landfunda!) Hvað varðar val okkar á um- boðsmönnum eða samstarfs- mönnum á hinum erlendu mörk- uðum, verður að játa, að mis- munandi vel hefir til tekizt. Það eitt að byggja upp traust umboðs- mannakerfi eða annað form, sem valið er i samstarfi við hina er- lendu aðila er mikið verkefni. Reynslan sýnir, að það er margra ára starf, þar til bezta lausn er fundin. Sú hefir einnig orðið raun- in á hjá öðrum útflytjendum. Við raunsætt mat verður einnig að viðurkenna, að núverandi sam- keppnisgeta iðnaðarins gerir hann ekki eftirsóknarverðan samstarfsaðila i augum erlendra umboðsmanna. 2. Vegna athugasemdar i grein Páls Péturssonar, tel ég rétt að gera lftilsháttar grein fyrir stöðu okkar á Bandarikjamarkaði. I marzmánuði 1974 kom fyrir- tæki í New York að máli við S.L. og bauðst til að taka að sér dreif- ingu á islenzku lagmeti. Þegar þetta gerðist höfðu fulltrúar S.L. átt viðræður við ýmsa aðila i Bandarikjunum um dreifingu á lagmeti, án þess að fá viðunandi undirtektir. S.L. svaraði þessari málaleitan á þann veg, að hún Útflutningstafla (Verömæti i 1000 kr.): Ár Kapitalisk Aukn. % Meðalgengi Sósialisk Verðmæti lönd 1971 = 100% á US $ lönd Isl. kr. 1971 111.744,0 65.510,0 177.254,0 87,61 100% 1972 45.295,3 184.482,0 229.777,3 87,37 130% 1973 177.643,6 115.856,4 293,500,0 89.67 166% 1974 395.783,3 95.016,8 490.800,0 99,84 243% Lifur skorin niður (Hér er ekki tekinn með út- flutningur i tonnum, þar sem breytingar á samsetningu út- flutningsins gefa ekki rétta mynd af magnbreytingum). Árið 1971 var litill útflutningur á lagmeti til V-Evrópu, Japan og Bandarikj- anna að undanskildum sildarflök- um til Bandarikjanna, sem Norð- urstjarnan framleiddi fyrir norska fyrirtækið Christian Bjell- and, en það nam helmingi af út- flutningi ársins til þeirra landa. Segja má að árið 1973, fyrsta heila starfsár S.L., hafi verið hagkvæmt viðskiptaár. Á þvi ári og framan af árinu 1974 náði S.L. mjög góðum söluárangri með stórum sölusamningum i Japan, Bretlandi, Frakklandi og Italiu. Einnig seldist mikið til Banda- rikjanna, en að þvi verður vikið sérstaklega. S.L. lagði sérstaka rækt við viðskipti i þessum lönd- um, einkum i V-Evrópu og i Bandarikjunum. Þó sagt sé, að allir timar séu hinir siðustu og verstu, má full- yrða að ýmis ytri skilyrði hafi siðan verið óvenju óhagstæð og hamlaðmjög sölustarfinu og leyfi ég mér að nefna eftirfarandi at- riði: — sildveiðibannið takmarkaði magn þeirrar vöru, sem var uppistaðan i viðskiptum við Sovétrikin. — Oliukreppan og i kjölfar henn- ar efnahagskreppan lokaði sem næst fyrir allan innflutn- ing til Japan. Af sömu ástæðum voru sett innflutn- ingshöft og verðstöðvun i ýmsum viðskiptalöndum, t.d. á ítaliu, i Finnlandi og Grikk- landi. — Hin almenna efnahagskreppa hefir haft miklu alvarlegri áhrif á smásölu neyzluvarn- ings i Bandarikjunum en menn almennt gera sér ljóst. Kemur þetta ekki sizt fram hjá norsku niðursuðuverk- smiðjunum. Þar hefir útflutn- ingur dregizt saman sem nemur 52% það sem af er þessu ári og eru einungis starfræktar 25 niðursuðuverk- smiðjur og flestar tímabund- ið, á móti 36 verksmiðjum, sem starfræktar voru i fyrra. — .Háir tollar i Efnahagsbanda- lagslöndunum samfara stækkun bandalagsins (Bret- land og Danmörk), sem ásamt sérsamningum keppinauta okkar um stiglækkandi tolla hafa svo gott sem dæmt is- lenzkt lagmeti úr leik á mörk- uðum Evrópu. I ljósi ofangreindra staðreynda er erfitt að skilja hvað Páll Pét- væri reiðubúin til samstarfs, ef viðkomandi aðilar tryggðu lág- markskaup á lagmeti á árinu 1974 og næstu árum. Samningur var undirritaður og var hann laga- lega bundinn þvi lágmarksmagni, sem tiltekið var i samningnum. S.L. hafði kynnt sér, að fyrirtæki, þetta var ekki sérhæft i niður- suðuvörum, en var með umfangs- mikil viðskipti i ýmsum öðrum sjávarafurðum. Árið 1974 keypti fyrirtækið lagmeti fyrir u.þ.b. 150 milljónir króna á þágildandi markaðsverði og var varan að fullu greidd, áður en hún var send úr landi. Hér var um miklar sölur að ræða, sem skapaði þónokkur verkefni fyrir verksmiðjurnar. Fyrirtæki þetta náði ekki tökum á sölunni og dreifingunni og er þvi meirihluti vörunnar óseldur i Bandarikjunum. Astæðuna er erfitt að skýra, en hún liggur m.a. i hinni almennu efnahagskreppu, sem herjar i Bandarikjunum, og mistökum kaupanda i markaðs- setningu vörunnar. En birgðir þessar hafa gert S.L. mjög erfitt fyrir um alla sölu og starfsemi á Bandarikjamarkaði á þessu ári. Hvað hefur áunnizt? Þótt erfitt sé að benda á aðra afmarkaða áfanga i starfi S.L. til sönnunar þeim árangri, sem náðst hefir, en aukna §ölu sam- kvæmt markaðsskýrslum, er augljóst að mikið starf hefir veriö unnið fyrir framtiðina. Meiri bjartsýni rikir nú meðal fram- leiðenda en áður var og a.m.k. 4 verksmiðjur vinna nú að upp- byggingu og endurbótum. Þá er einnig hafin framleiðsla á ýmsum nýjum vörutegundum, en vöru- þróun á vegum S.L. hefir áður verið kynnt i fjölmiðlum. Sam- staða og eining rikir meðal fram- Á það hefir oft verið bent, að sjávarafli landsmanna verði vart aukinn frá þvi, sem nú er. öllum ætti þvi að vera ljóst mikilvægi aukinnar verðmætasköpunar að tilstuðlan nýrra greina i full- vinnslu sjávarafla i islenzkum lagmetisiðnaði. Lagmetisiðnað- urinn er nú á timamótum þar sem ný tækni i umbúðum, neyzluvenj- ur og kröfur neytenda móta þró- unina. En það er einmitt réttur timi til að hefja uppbyggingu iðnaðarins, ef Islendingar ætla sér i framtiðinni að halda sæti sinu sem forystuþjóð i matvæla- framleiðslu. leiðenda um samtök þeirra. Við höfum þá trú, að efnahagskrepp- unni muni brátt linna og sam- komulag nást um tolla i Evrópu og er þó iðnaðurinn betur i stakk búinn til nýrrar sóknar en áður var. ICEL4ND LWSTERS ICEL4ND MatERS PACKtC! FOK iCtíAHQ 'WATEHS CK>np HEYKiíAVHt- tCtlAfW &E IÖHT3K02. skr amcj ICEUND mnus ICEL4ND MÆTERS MACJÍIN#í>f.K)s*« 0 ICELAND M«TERS 1 llj Umbúöir, sem fslenzk framleiösla er sett f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.