Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 TÍMINN 5 Fjölþjóðardð- stefnur á Islandi Að undanförnu hafa verið haldin hér á landi fjölmenn mót og ráðstefnur með þátt- töku erlendra gesta. Er skemmst að minnast ráð- stefnu norrænna lögfræðinga og móts kristilegra stúdenta frá Norðurlöndunum. Ekki er vfst, að allir hafi hugleitt, að ráðstefnur af þessu tagi skila umtalsverð- um gjaldeyristekjum. T.d. hefur verið upplýst, að stúdentamótið hafi skilað 50 millj. kr. I erlendum gjald- eyri. Á siðasta þingi flutti Heimir Hann- esson (F) þingsályktun- artillögu á- samt þing- mönnum Al- þýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Sjálf- stæðisflokks, þess efnis, að kannaðar verði leiðir til að auka fjölþjóðlegt ráðstefnu- hald hér á landi. Frumkvæði opin- berra aðila 1 greinargerð með þingsá- lyktunartillögunni segja flutn- ingsmenn m.a.: „Fæstum, sem ekki starfa að islenzkum samgöngu- og ferðamálum, er ljóst hve mikla þýðingu það hefur að auka nýtingu flutningatækja og þjónustuaðstöðu utan hins skamma annatima yfir há- sumarið. Það er samdóma álit allra þeirra, er að ferðamál- um vinna, að aukning á fjöl- þjóðlegum ráðstefnum á ts- landi gæti aukið gjaldeyris- tekjur þjóðarbúsins verulega. Fyrir utan hinar beinu tekjur er að sjálfsögðu mjög aukið hagræði að þvi fyrir hina ýmsu viðskiptaaðila ferða- þjónustunnar að nýta alla að- stöðu lengúr en ella, svo sem fyrir flugfélög, hótel, veitinga- hús og aðra sambærilega aðila. Miðað við þær veru- legu tekjur, sem þessi starf- semi skapar, er eðlilegt að hið opinbera hafi frumkvæði að þvi i samvinnu við þjónustu- aðila i samgöngu- og ferða- málum, að vinna að þvi á skipulegan hátt að fá hingað til lands fjölþjóðlegar ráð- stefnur af viðráðanlegri stærð. t þessu sambandi má minna á að tsland er aðili að fjölmörg- um alþjóðlegum stofnunum og samtökum, sem halda fundi og ráðstefnur árlega eða oftar á ári. Það mundi mjög flýta fyrir framgangiþessa máls, ef rikisstjórn tslands beinlinis fæli fulltrúum sinum i hinum ýmsu fjölþjóðlegu samtökum og stofnunum að vinna að þvi að ráðstefnur og fundir yrðu haldnir hér á landi innan eðli- legra marka og islenzk stjórn- völd á hverjum tlma legðu eitthvað af mörkum þegar slikar ráðstefnur væru haldn- ar hér. Slíkt væri að sjálfsögðu framkvæmdaratriði hverju sinni, en yrði i reynd mikill hvati þess að unnið væri ekki síður að þessum málum af hinum ýmsu aðilum, er við- skiptalega væru tengdir fram- kvæmd slikra ráðstefna.” Innan eðlilegra marka t framhaldi af þessari grein- argerð er sett upp dæmi um ráðstefnu á tslandi með þátt- töku 56 erlendra gesta, og hversu miklu hún myndi skila i gjaldeyristekjum. Sam- kvæmt þvi dæmi yrðu gjald- eyristekjurnar um 5,5 millj. króna. Vitaskuld er þessi tala ekki einhlft, en engu að slður gefur hún nokkra hugmynd um það, hversu mikiðslfkar ráðstefnur skila af sér I erlendum gjald- eyri. Umrædd þingsályktunartil- laga varð ekki útrædd á sið- asta þingi, en ástæða er til að , huga vel að þessu máli. Þess verður þó að gæta, að ráð- stefnuhald af þessu tagi verði innan eðlilegra marka, eins og flutningsmenn benda á I greinargerð sinni. — a.þ. Bílasalan Höfðatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Fólksbila — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabíla 14 ára reynsla i bflaviðskiptum. Opið alla virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. Bilasalan Höfðatúni 10 Simar 1-88-70 & 1-88-81 Ofnþurrkaður harðviður Eik, brenni, pau marfim, brazi- liskt mahogany, sapele mahogany, álmur, askur, afrormosia. Leiðrétting t grein Arnar Erlendssonar framkvæmdastjóra Sölustofn- unar lagmetis sem birt var I Timanum s.l. laugardag var birt tafla um útflutningsverðmæti lagmetis. Brenglun varð ifyrir- sögnum yfir talnaröðum og birtist taflan þvi hér aftur: Útflutningstafla (Verðmæti I 1000 kr.): Ar Kapitalisk Sóslallsk Verðmæti Meðálgengi Aukn. % lönd lönd isl. kr. á US $ 1971 = 100% 1971 111.744,0 65.510,0 177.254,0 87,61 100% 1972 45.295,3 184.482,0 229.777,3 87,37 130% 1973 177.643,6 115.856,4 293,500,0 89.67 166% 1974 395.783,3 95.016,8 490.800,0 99,84 243% Framtíðarstarf Ritari óskast til starfa hjá Rannsóknaráði rikisins, Laugavegi 13, málakunnátta, sérstaklega enska, nauðsynleg. Æfing i vélritun eftir segulbandi æskileg. Nánari upplýsingar i sima 2 13 20. Rannsóknaráð rikisins Laus staða Staða afgreiðslugjaldkera við lögreglu- stjóraembættið i Reykjavík er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um stöðuna, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu sendar embættinu fyrir 15.septem- ber nk. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 25. ágúst 1975 Tíminner peningar l i StóraulciS teppaúrval Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um 60 stórar tepparúliur — og ekki nóg með það — þér getið þar fyrir utan valið úr yfir 100 sýnishornum af hinum þekktu dönsku WESTON teppum, sem við útvegum með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara. — Við bjóðum einnig sközkar ryamottur og indverskar, kínverskar og tékk- neskar alullarmottur. Við sjáum um máltöku og ásetningu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.