Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 TÍMINN Útgcfandi Pramsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Neyðarkall Wilsons Það er óvenjulegt, að brezkur forsætisráðherra ávarpi þjóð sina meðan sumarleyfatiminn sendur sem hæst, nema eitthvað óvenjulegt hættuástand sé rikjandi, likt og þegar Churchill boðaði svita, blóð og tár. Þetta gerðist þó siðastliðið miðviku- dagskvöld, þegar Harold Wilson flutti i sjónvarpið ávarp til þjóðarinnar. Hann lét lika svo ummælt, að hann teldi þetta alvarlegasta og örlagarikasta ávarp, sem hann hefði nokkru sinni flutt eða væri liklegur til að flytja. Ávarp Wilsons fjallaði um efnahagsmálin og þó einkum verðbólguna og atvinnuleysið. Hann sagði, að vandinn væri svo mikill, að ekki yrði sigrazt á honum, nema þjóðin sýndi aukna hófsemi i kröfum sinum. Þjóðin yrði óhjákvæmilega að sætta sig við nokkra kjaraskerðingu meðan verið væri að koma efnahagsmálum á réttan kjöl. Einstakar stéttir, sagði Wilson, geta ef til vill i krafti samtaka sinna og sérstöðu, knúið fram miklar launahækkanir og sloppið þannig undan byrðum verðbólgunnar um sinn, en aðeins um sinn. Fyrst um sinn getur þetta ef tií vill tíeppnazt með þeim afleiðingum, að at- vinnuleysið eykst og kjör þeirra, sem lakast eru settir og veikust samtök hafa, versna. En þegar til lengdar lætur munu afleiðingarnar einnig ná til þeirra, sem knúðu hækkanirnar fram, og bitna á þeim og fjölskyldum þeirra ekki siður en öðrum. Wilson sagði þetta ekki út i bláinn, þvi að skömmu áður en hann flutti ávarpið, höfðu samtök iðnaðarins birt skýrslur sem sýndu ótvirætt að siðustu niu mánuðina hafði kaupmáttur launanna rýrnað um 9% þrátt fyrir það að kaupið hafði hækkað um 20% i sterlingspundatölu á sama tima. Verðbólgan hafði ekki aðeins gleypt alla kaup- hækkunina heldur miklu meira. Jafnframt höfðu svo kauphækkanir orsakað atvinnuleysi. Launa- þróunin hafði á sama tima verið mun hagstæðari hjá þeim þjóðum, þar sem kaupið hafði hækkað minna, þvi að þar var auðveldara að sporna gegn vixlhækkunum verðlags og kaupgjalds. 1 Bretlandi fara ihaldsmenn nú ekki með völd, svo að þeim verður ekki kennt um. Þar fer með völd sósialiskur flokkur, sem hefur sterk itök i verkalýðshreyfingunni. Forystumenn hennar hafa lika reynt að styðja rikisstjórnina eftir megni. Einstök verkalýðsfélög hafa hins vegar leikið lausum hala og afleiðingarnar orðið þær, sem að framan greinir Rikisstjórn Wilsons hefur nú sett sér það mark- mið að draga verulega úr verðbólgunni á næsta ári og hamlá jafnframt gegn atvinnuleysinu. Aðal- kjarninn i ræðu Wilsons var að biðja þjoðina um að veita stjórninni ráðrúm i eitt ár, eða eins og hann orðaði það, að gefa Stóra-Bretlandi eitt ár. Stjórn- in hefur sett sér það markmið, að frá 1. ágúst siðastl. og þangað til 1. ágúst næstkomandi, megi laun ekki hækka meira en nemur 6 sterlingspund- um á viku, og að þessi hækkun nái eingöngu til þeirra, sem hafa minna en 8500 sterlingspund á ári. Þeir, sem hafa hærri laun, mega enga kaup- hækkun fá. Þessu hyggst stjórnin helzt koma fram með frjálsu samkomulagi aðila vinnumark- aðarins. Verkalýðsfélögin voru lika búin að fallast á þetta fyrir sitt leyti, en nú er óttazt, að sum þeirra muni bregðast þvi. Ávarp Wilsons var aðeins upphaf mikillar upp- lýsingarstarfsemi, sem rikisstjórnin hyggst efna til i þeim tilgangi að kynna mönnum nauðsyn þess, að hamlað sé gegn verðbólgunni, m.a. með auglýs- ingum i blöðum. Þ.Þ. Viðtal við yfirmann rússnesku hafrannsóknanna: Úthafið býr yfir miklum auðæfum Um 100 rússnesk skip vinna að rannsóknum Það er enn aðalverkefni hafréttarráöstefnunnar aö koma á alþjóðlegu sam- komulagi um nýtingu á auð- æfum úthafsins, og þö eink- um þeim, sem eru falin i hafsbotninum. Meðan um- ræðunum er haldið áfram um þetta á hafréttarráð- stefnunni, vinna stórveldin kappsamlega að margvls- legum rannsóknum á þessu sviði. Þannig segir i inngangi eftirfarandi greinar frá APN, að i sovézka rannsókn- arskipaflotanum séu nú nær hundrað skip vel búin tækj- um og eru um borð í mörgum þeirra 25-30 rannsóknarstof- ur, skotbúnaður skeyta til dýptarmælinga og afkasta- mikill tölvubúnaður. Að beiðni APN segir Leonid Brekjovskikj, yfirmaður, haffræði, eðlisfræði, gufu- hvolfs- og landfræðideildar sovézku visindaakademi- unnar, hér frá tilraunum til að mæla dýpi úthafanna og frá mikilsverðum uppgötv- iiiium sovézkra haffræðinga. ERFIÐLEIKARNIR við nýtingu á auðlindum úthaf- anna felst I verkefninu sjálfu. Hafa verður íhuga að fyrir að- eins fáum áratugum þótti það mikill árangur, er menn kom- ust nokkra tugi metra undir yfirborð sjávar. I dag kvört- um við yfir þvi, að nýjustu kafbátar, sem komast niður á eins kílómetra dýpi hafi ákaf- lega takmarkaða athafna- möguleika og mjög litla getu, bæði til verklegra fram- kvæmda og rannsóknarstarfa. Okkur skortir einhverjar meiriháttar uppgötvanir til þess að verulegur skriður komist á úthafsrannsóknirn- ar. En haffræðingar sitja þó ekki auðum höndum. Haf- rannsóknum miðar áfram með vaxandi hraða. A hverju ári eru gerðar ýmsar mjög mikilsverðar uppgötvanir. Nokkrar slikar uppgötvanir geta borið ávöxt áratugum saman, Ég skal nefna eitt dæmi til þess að gefa betri hugmynd um hve flókið, vold- ugt, og ég vil segja „lifandi" kerfi heimshöfin eru. Haffræðingum og sjómönn- um var það löngu kunnugt, að það er stöðugur straumur i At- lantshafi um miðbaug frá austri til vesturs. Sovézkur rannsóknaleiðangur gerði óvænta uppgötvun: Undir yfirborði straumsins er annar djúpsjávarstraumur, sem á mjóubeltiteygistum miðbaug frá vestri til austurs. Þessi straumur var heitinn eftir hin- um mikla rússneska visinda- manni Lomosov. Annan dul- arfullan djúpsjávar-mið- baugsstraum uppgötvuðu vis- indamenn okkar I Indlands- hafi. Var hann skirður I höfuð sovézka haffræðingnum Tare- jev. Uppgötvun Guiana-Antill- es diiipsjávarstraumsins, sem er mjög sterkur, var einnig mjög mikilsverð I sambandi við skilning á þvi, að hafið er eitt samstætt kerfi. t LEIÐANGRI, sem farinn var á bandariska skipinu „Glamour Challenger" og sovézkir visindamenn tóku þatt i voru tekin lóðrétt sýni af sjávargrjóti, sem reyndust vera „barnung" eða um 160 milljón ára, en hafið sjálft er um 3.000 milljón ára gamalt. Nær ströndinni reyndist sjáv- argrjötið eldra. Þetta leiddi til þeirrar uppgötvunar, að mið- svæðis á úthafshryggnum brýzt upp úr iðrum jarðar efni, sem „endumýjar" hafs- >?~§l Sovézkt hafrannsóknaskip. botninn, ýtir eldri botnlögum sundur og þrýstir þeim undir meginlöndin. Þetta fyrirbæri gefur jarðfræðingum nóg að hugsa um, þvi að þær kenning- ar sem nú eru uppi, eiga enn margt óskýrt. Nýlega fann hópur sovézkra rannsóknarskipa nokkra djúp- sjávarhringstrauma I miðju Atlantshafi. Við sameiginlega rannsókn notuðu skipin eins- konar „loftnet" um 200 km að ummáli. Eftir tveim Hnum hins krosslaga „loftnets" lögðu vlsindamennirnir bauj- um við akkeri. Tæki, er fest voru við streng hverrar bauju á mismunandi dýpi rhældu i sex mánuði hraða og stefnu strauma, svo og hitastig og saltmagn , sjávarins. Þar sem staðvindar eru á vissum haf- hlutum, er blása frá Afriku i suðvesturátt, bjuggust haf- fræðingarnir við, að sjórinn myndi hreyfast i sömu stefnu. Tækin skráðu hins vegar risa- stóra hringstrauma, sem náðu yfir hundrað kilómetra svæði og breyttust stöðugt. Siðar endurtóku Bandarikjamenn tilraunirnar og fengu svipaðar niðurstöður. í dag spyrja margir visinda- menn: Eru ekki meginupp- sprettur hreyfiorku úthafanna fólgnar i þessum hring- straumum? En hver eru upp- tök þeirra hvernig hreyfast þeir og hvaða áhrif hafa þeir á loftslagið I. heiminum? E.t.v. . fæst svar við þessum spurn- ingum við hina sameiginlegu sovézk-bandarisku tilraun „Polymode", sem ráðgert er að framkvæma 1976-1977. Við framkvæmd þessarar tilraunar verður notuð ný að- ferð við rannsóknir djUp- sjávarstrauma. Hún byggist á mikilsverðri uppgötvun, er bandariskir og sovézkir vis- indamenn gerðu hvorir i sinu lagi fyrir nokkru. Þeir fundu, að til er svokölluð neðansjávar straumrás i hafinu og eftir henni berast straumar þús- undir kilómetra, jafnvel þótt þeir eigi sér ekki öflugar upp- sprettur. Til þess að rannsaka þessa djUpstrauma verður keðju- flotfleka, sem eiga að haldast á vissu dýpi, sökkt i hafið. Hver fleki, bUinn straumraföl- um, mun berast með straumn- um og verður ferð hans stöðugt skráð um nokkurra manaða skeið. VISINDAMENN hafa ný- lega fengið mikinn áhuga á öðru Httrannsökuðu fyrirbæri, neðansjávaröldum. Ef þU sigl- ir á skipi i algerlega kyrrum sjó, þá þarf það ekki óhjá- kvæmilega að þýða, að ekki geti verið stórar öldur á nokk- ur hundruð metra dýpi. Stað- reyndin er sU, að i úthafinu eru mörg mismunandi þéttleika- lög. Skyndileg þéttleikaaukn- ing getur verið svo mikil, að hUn geti borið uppi kafbát, sem ekki er með vélar sinar i lagi. Slik þétt lög eru kölluð gervibotn og neðansjávaröld- ur geta endurkastazt af þeim. Sumarið 1973 rannsökuðum við neðansjávaröldur i Ind- landshafi á „Dmitri Mendele- jev" og komumst að raun um, að þær eru ekki óreglulegar heldur mjög reglubundnar. öldutiminn er miklu lengri en hjá yfirborðsöldum og getur varað frá tugum minútna upp I margar klukkustundir. Þessar öldur eru mjög hættulegar fyrir kafbáta. Talið er, að þær hafi valdið þvl, ab bandariski kjarnorku- kafbáturinn „Thresher" fórst. Ef ekki eru neðansjávaröldur, er þéttleiki sjávar á ákveðnu dýpi stöðugur. Kafbátur, sem er á f erð á ákveðnu dýpi miðar jafnvægi sitt við þéttleika þess. En neðansjávaröldur valda mjög furðulegum þétt- leikabreytingum. „Thresher" kann að hafa farið inn á belti neðansjávaröldu, misst jafn- vægi og stjórn og sokkið. Neðansjávaröldur kunna að vera meginorsök hafróts. Við leitum stöðugt að orsökum þess, hvernig þessar öldur myndast, til þess að geta spáð fyrir um tilkomu þeirra. Þetta er eitt hinna erfiðu vandamála I ráðgátuvölundarhUsi Uthafs- ins, og við getum ekki gert okkur von um að sigrast á haf- inu nema við leysum þetta vandamál. HVAD varðar horfur i sam- bandi við nýtingu heimshaf- anna á siðasta fjórðungi þess- arar aldar, þá tel ég að kjarn- orkustöðvar, svo og ýmis iðn- fyrirtæki, sem nýta málmauð- æfi Uthafanna, muni verða byggð á höfum Uti. Þetta mun leysa það vandamál að beizla ofurhita, draga mjög Ur mengun meginlandanna og spara mikið land til annarra nota. Mjög frjósömu „haglendi" mun verða komið upp i haf inu, og verður það afgirt með hljöðgirðingum, sem likja eftir hljóðum ránfiska. Þjálfaðir höfrungar munu gegna hlutverki „fjárhirð- anna". Sjpflutningar munu fara fram neðansjávar. Kafbátar munu nota minni orku með þvi að ferðast með straumum. Þetta verður kleift vegna ná- kvæmra rannsókna á neðan- sjávarstraumum I öllum hlut- um heimshafanna. 1 sambandi við neðan- sjávarsamgöngur verða notuð hljóðmerki. Gerður verður alþjóðlegur samningur um svið, tiðni og hámarksstyrk senditækja og leyfileg sendi- svið. í stuttu máli sagt: Von okk- ar er bundin við heimshöfin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.