Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 6
6
TtMINN
Laugardagur 6. september 1975.
íslenzk iðnfyrirtæki á alþjóðlegu
vörusýningunni í Laugardalshöll
leiðir Sönnakrafgeyma í sam-
vinnu við Sönnak verksmiðjumar
i Osló og hefur gert það siðastliðin
ellefu ár, en átta ár em siðan
fyrirtækið hóf starfsemi á Hellu.
Hér er hægt að fá svokallaða
„sjónvarpsrafgeyma” með hand-
fangi, og em þeir tilvaldir fyrir
ferðasjónvarp, lýsingu i hjólhýs-
um, tjöldum, sumarbústöðum og
yfirleitt hvarvetna, þar sem ekki
er kostur á rafmagni frá stórum
rafveitum. Einnig sýnir Tækniver
hér litið hleðslutæki til heimilis-
notkunar, einfalt i notkun og bæði
ætlað til þess að hlaða sjónvarps-
rafgeyminn og rafgeymi bila, ef á
þarf að halda.
Blikksmiðjan Vogur i Kópa
vogi, sem á aldarfjórðungslangan
feril að baki, sýnir hér lofthit-
unar- og loftræstikerfi af öllum
stærðum og gerðum, allt frá upp
hitun á ibúðarhúsum upp i lóft-
ræstingu i stærstu húsum lands-
ins. Hér gefur að lita útsogskerfi
af ýmsum gerðum, sum ætluð
fyrir eldhús, önnur fyrir tré-
smiðavélar o.s.frv. Háfar em úi
ryðfriu stáli. Þá má nefna þurrk
klefa fyrir fisk, sælgætisiðnað og
fleira, sem of langt yrði upp að
telja.
Vélaverkstæði Sigurðar Svein-
björnssonar h.f. sýnir hér út-
búnað, sem liklegt, er að sjómenn
hafi sérstakan áhuga á. Þetta er
öryggisbúnaður fyrir neta- og
linuspil, sem gerir það að verk-
um, að spilið stöðvast, ef maður-
inn, sem við spilið stendur, festir
hönd i netinu eða linunni. Strax er
hann hefur fest höndina i netinu,
hlýtur hann að reka sig i öryggis-
rofa, sem stöðvar spilið á auga-
bragði. Hiðnýja tæki ætti þannig
að geta komið algerlega i veg
fyrir slys við þessi störf.
Á Alþjóðlegu vörusýningunni
em enn fremur sýndir spennu-
breytar frá Jóhannesi Brands-
syni. Arið 1962 hóf hann fram-
leiðslu á spennubreytum og hefur
siðan veitt mikilsverða þjónustu á
bessu sviði, en eins og kunnugt er,
þá er framleiðsla á spennubreyt-
um ærið fjölbreytt, allt frá
spennubreytum fyrir rafeinda-
búnað og upp I orkuspenna fyrir
landtengingar I skuttogara.
Rafeindaiðjan s.f. var stofnuð
1. ágúst 1973 af þeim Sæmundi
Óskarssyni verkfræðingi og
Viggó Benediktssyni simvirkja.
Markmiðið með stofnun fyrir-
tækisins var að skjóta frekari
stoðum undir islenzkan raf-
magnsiðnað með hönnun og
framleiðslu rafeindatækja.
Framleiðslan hófst á sjálfvirkum
spennustillum fyrir rafala og er
nú fjöldi þeirra i notkun, mest i
skipum, en einnig við smærri og
stærri rafstöðvar i landi. Sjálf-
virk hleöslutæki fyrir rafgeyma
em nú snar þáttur i fram-
leiðslunni og vaxandi, þar sem
framleiðslan nær nú til flestra
gerða þessara tækja sem hér er
þörf fyrir. svo sem fyrir raf-
geymakerfi i skipum, frystihús-
um, verksmiðjum, rafveitum,
rafknúnum vörulyfturum og fl.
Raflagnatækni s.f. hefur að
meginverksviði sérhönnun og
framleiðsluá sjálfvirkum búnaði
og mælitækjum. Nefna má fin-
gerða sjálfritandi hreiðurhita-
mæla fyrir fuglafræðinga, t.d. við
rannsóknir á rjúpnastofninum
o.fl. Þá má og nefna, að eitt
þeirra tækja, sem verið hafa I
hönnun hjá Raflagnatækni er ein-
faldur laxateljari fyrir opinn
árfarveg. Slikir teljarar. hafa
ómetanlega þýðingu fyrir laxa-
rækt i ám, hvar sem er i heimin-
um. Tækið er nú i einkaleyfis-
rannsókn erlendis.
Alternator h.f. i Keflavik hefur
þann megintilgang að hanna og
framleiða rafala og jafnstraums-
mótora til notkunar i fiskibátum.
Framleiddar eru þrjár gerðir
A ALÞJÓÐLEGU vörusýning-
unni i Laugardalshöll sýna mörg
iðnfyrirtæki framleiðslu sina. Má
þar til nefna Alternator h.f. i
Keflavik, Raflagnatækni s.f. i
Reykjavik'. Rafeindaiðjuna s.f.
Reykjavlk, Spennubreyta,
Garðahreppi, Vélaverkstæði Sig.
Sveinbjörnssonar h.f. Garða-
hreppi, Sverri Þóroddsson & co.
Reykjavik, Thorex, Hveragerði,
Tækniver h.f. Hellu, Rangár-
vallasýslu og Blikksmiðjuna Vog
i Kópavogi.
Hér er margt girnilegra hluta,
sem betra er með sér að hafa en
án þeirra að vera. Nefna má vél-
sleða, sem Sverrir Þóroddsson &
Co. hafa framleitt. Undirbúning-
ur að smiði hans hefur staðið I
fimm ár, og hann hefur verið
hannaðurmeðnotagildiihuga, en
ekki til þess að hafa hann fyrir
leikfang. Hann er sem sagt
ætlaður til vinnu og ferðalaga, og
frábrugöinn öðrum sleöum að þvi
leyti að beltin eru breiðari en tið
kazt hefur, eða tuttugu og fjórar
tommur. Skrokkur sleðans er úr
áli, en stálgrind er boltuð að aftan
og framan.
Fyrirtækið Thorex i Hveragerði
framleiðir sorpilát með það fyrir
augum að samræma útlit og nota-
gildi, svo að ilátin geti staðið þar
sem þeirra er þörf, án þess að þau
séu til lýta, til dæmis við heimili,
skóla, veitingastaði, mötuneyti
o.s.frv. ílátin er hægt að fá á hjól-
um, sömuleiðis eru til blómakass-
ar i stfl við þau, og geta viðskipta-
vinir keypt þá hvort sem þeir
vilja sér eða sem heild, samstæða
sorpitlátunum. Efnið i ilátunum
eru viðurkenndar, vatnsheldar
spónaplötur, enda geta ilátin
staðið hvort heldur sem er úti eða
inni.
Tækniver h.f.- starfar bæði i
Reykjavík og á Hellu i Rangár-
vallasýslu. Þetta fyrirtæki fram-
Lofthitunarkerfi, sem Blikksmiðjan Vogur framleiðir.
Vélaverkstæöi Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f. hefur framleitt öryggis-
búnað á neta- og linuspil, sem stöðvar spilið á sekúndubroti, ef maður
festir hönd i netinu eða llnunni, sem verið er að draga.
Hér sést nokkurt brot af göldrum rafmagnsfræðinnar. Rafalar,
spennustiliar og sjáifritandi hreiðurhitamælar eru Ieikmanni litið ann-
aö en nöfnin tóm, —en sjón er sögu rfkari.
þeirra, 7, 10 og 15 kilóvött, og i
hönnun eru þrjár gerðir til viðbót-
ar, 2,5, 3,5 og 4,5 kilóvött og munu
þær gerðir koma á markað á
þessu ári. Þá framleiðir fyrir-
tækið spennubreyta sem breyta
jafnspennu i riöspennu, og i hönn-
un eru fjórar gerðir til viðbótar,
sem koma munu á markað á
þessu ári. Enn fremur má nefna
gangsetn i ngsro f a jafn-
straumsmótora. Fyrirtækið
hyggst fullnægja islenzkum
markaði, hvað þær vörur varðar,
sem það hefur á boðstólum, og
einnig hefja útflutning, eftir þvi
sem ástæður leyfa.
—VS
Vélsleöinn, sem Sverrir Þóroddsson & Co. framleiðir.
Það er Thorex I Hveragerði, sem framleiðir þessi smekklegu og vönd-
uðu sorpllát.
Tækniver h.f. framleiöir rafgeyma, sem hentugt er að hafa með sér f
ferðalög, útilegur og hvar sem erannarsstaðar, þar sem ekki næst I raf-
magn frá stórum orkuverum. Þeir eru með handfangi, og mætti gjarna
kalla þá „sjónvarpsrafgeyma.”
Textl: VS
Myndir: Gunnar