Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 6. september 1975.
Hver, sem heimsækir Baikal
verður heillaður af tignarlegri
fegurð þessa einstæða siberiska
vatns. En Baikal er ekki aðeins
fagurt. betta risastóra stöðu-
vatn (31.500 ferkm. að flatar-
máli, 636 km langt og 48 km
breitt) geymir fimmtung alls
ferksvatnsjarðar. Baikal er
dýpsta stöðuvatn heims, meðal-
dýpt 730 m og mesta dýpi 1.620
m.
Úr vatninu falla 336 fjallaár,
hinar helztu þeirra eru Selenga,
Bargusin, Efri Angara, Turka
og Snezjnaja. Angara fellur
norðvestur i átt til Jenisei,
stærsta fljóts Siberiu. Fallhæð
hennar er mikil og er nýtanlegt
orkumagn hennar 86 biljón kiló-
wattstundir.
Það, sem mest einkennir
Baikal, er hve vatnið er tært.
Það sést i botn á 40 metra dýpi.
Vatnið er litiö eitt steinefna-
blandiö og lútarsalt. Það er
mjög súrefnisauðugt, sökum
þess hve það er.djúpt.
Af 1800 jurta- og dýrategund-
um, sem lifa i og við vatnið,
finnast 1200 hvergi annars stað-
ar. 1 vatninu eru lifverur, allt
frá yfirborði þess niður á mesta
dýpi, m.a. einfruma skolpdýr,
sem skipa þýðingarmikinn sess
i lifkerfi vatnsins. Omull, sem
er mjög ljúffengur fiskur af
laxaættinni, er e.t.v. kunnastur
af „ibúurn” vatnsins. Þá er i
vatninu styrja, sem nær allt að
100-120 kg. þyngd.
Málfræðingar telja liklegt, að
vatnið dragi nafn af þvi, hve það
er rikt af lifi. Tyrkneska orðið
„baikul” þýðir vatn, sem er
auðugt af fiski.
Menn tóku sér bólfestu á
bökkum Baikalvatns fyrir um
300 árum. Fegurð og auðæfi
náttúrunnar löðuðu þá þangað.
Þeir reistu sér traust hús úr
aldagömlum trjám og lifðu á
dýra- og fiskveiðum. Aldirnar
liðu án neinna verulegra breyt-
inga á lifnaðarháttum ibúanna.
Byggðin við Baikal þróaðist
mjög hægt.
Er kom fram um miðja 20.
öldina tók efnahagslifið að vaxa
ört. Tiu árum slðar sagði
bandariska timaritið Time, að
Siberia væri að breytast I afl,
sem menn yrðu að reikna með i
efnahagslifi heimsins.
Keðja stórra vatnsorkuvera
er að risa við Angara og Jenisei-
árnar. Tilkoma Bratskvatns-
orkuversins markaði mikils-
verð timamót i þróun Siberiu.
Krasnojarskorkuverið, með yfir
6 miljón kw afkastagetu á þó
heiðurinn af þvi að vera stærsta
vatnsorkuver heims. Á þessu
svæði, þar sem iðnaður er rétt
að hefja innreið sina, hafa fund-
izt miklar oliu- og gaslindir. —
Tjumen oliulindirnar og gas-
lindirnar i Jakutiu hafa verið
nefndar „fundur aldarinnar”.
Nú er unnin þarna úr jörðu
meiri olia árlega heldur en i öllu
landinu um miðjan sjötta ára-
tuginn. Risastórar timburverk-
smiðjur hafa verið reistar i
Siberiu.
Gott? Já, ef menn gleyma þvi,
að heimkynni forfeðra okkar —
jörðin — hlýtur einnig að verða
heimili afkomenda okkar.
Hvaða mistök eru það eink-
um, sem gætu haft alvarlegar
afleiðingar fyrir Baikal?
1 fyrsta lagi timburfleytingar,
þ.e. fleytingar ótengdra trjá-
stofna niður fljótin á austur-
ströndinni. Þegar trjástofnun-
um er fleytt sekkur hluti af þeim
og hindrar eðlilega vatnsrás,
ekki aðeins fljótanna heldur og
afrennsli stöðuvatnsins sjálfs.
Og hrygningarstöðvar spillast.
1 öðru lagi bygging stórra
timburvinnslufyrirtækja án
nauðsynlegrar aðgæzlu og fyrir-
hyggju — Baikalpappirsverk-
smiðjurnar og Selenga pappirs-
verksmiðjurnar. — Vinnslu-
stöðvar, sem áttu að eyða úr-
gangsefnunum, gátu ekki komið
i veg fyrir mengun vatnsins.
Afleiðingin er sú, aö fjöldi eyði-
lagðra omuieggja hefur fjór-
faldast, samkvæmt upplýsing-
um vatnafræðistofnunarinnar.
Þetta hefur orðið tilefni fjör-
ugra umræðna, er fremstu vist-
fræðingar Siberiu deildar
sovézku visindaakademiunnar,
sovézka fiskveiðaráöuneytisins
og timburiðnaðarráöuneytisins,
svo og forráðamenn fjölmargra
iðnfyrirtækja, félagar i náttúru-
verndarfélögum, rithöfundar,
blaðamenn o.fl. hafa tekið þátt
i. Helztu dagblöð og timarit
Sovétrikjanna hafa léð rúm hin-
um andstæðu skoðunum.
Dagblöðin Sovetskaja Rossia,
L i t e r a t u r n a j a Gazeta,
Sotsialistitsjeskaja Industria,
Selskaja Zjizn o.fl. sendu frétta-
ritara sina til Baikalvatns.
Heimildarkvikmyndin „Við
vatniö” eftir hinn kunna
sovézka kvikmyndast jóra
Sergei Gerasimov átti mikinn
þátt I að leiða almenningi
vandamálið fyrir sjónir.
Röksemdir hinna ýmsu aðila
voru teknar til meðferðar af
miöstjórn Kommúnistaflokks-
ins og rikisstjórninni. Samþykkt
var ályktun um „nýjar ráð-
stafanir til að tryggja hag-
kvæma nýtingu og verndun
náttúruauðlinda Baikalvatns”,
raunhæf áætlun bæði byggð á
skammtima og langtima
sjónarmiðum.
Hvaða ráðstafanir hafa
timburframleiðendur gert i
þessu sambandi? Flokkun skóg-
lendis hefur verið breytt i þvi
skyni að takmarka skógarhögg-
ib. Margra kílómetra breitt
verndarbelti hefur verið sett
umhverfis vatnið og rheðfram
fljótunum. Ný ákvæöi hafa verið
sett varðandi skógarhögg og
fram til ársins 1980 verður dreg-
ið úr timburframleiöslunni.
Timburfleytingum hefur ver-
ið hætt eftir ánum Turka,
Itaptsa og Barguzin og öðrum
meginafrennslisám Baikal-
vatns. Aðgerðir eru hafnar til að
hreinsa sokkin tré úr vatninu og
ánum. Lagðir hafa verið
timburflutningavegir, o.fl. ráð-
stafanir gerðar. Hver kilómetri
i slikum vegum kostar nokkur
hundruð þúsund rúblur, vegna
hinna erfiðu aðstæðna i Siberiu.
En sérfræöingarnir segja að það
sé ekki aðeins efnahagsráðstöf-
un að draga úr timburfleyting-
unum. Þetta endurspegli yfir-
burði hins sósialiska hagkerfis,
hæfni þess til endurskipulagn-
ingar, er nauðsyn krefur.
Baikalpappirsverksmiðjunni
hafa verið sett strangari ákvæði
en þekkjast i öðrum verksmiöj-
um pappirsiönaðarins, m.a.
varðandi súrefnisnotkun, súr-
efnismagn vatns, o.s.frv. Og
heilbrigðismálaráöuneytið mun
endurskoða þessi ákvæði reglu-
lega að tillögum sérfræðinga
vatnaliffræðistofnunarinnar,
o.fl. aðila.
Samkvæmt fyrrnefndri álykt-
un miðstjórnar KFS og sovézku
rikisstjórnarinnar, var starf-
rækslu Selengapappirsverk-
smiðjunnar frestað þar til lokiö
er smiði tilheyrandi hreinsi-
verksmiðju, og við byggingu
hennar er höfð hliðsjón af mis-
tökunum er urðu i starfrækslu
Baikalpappirsverksmiðjunnar.
Er hreinsun útvangsvatnsins
þriþætt, tæknileg, liffræðileg og
efnafræðileg. Liklega verður
Selengaverksmiðjan fyrst til
þess að taka upp nýja tækni, er
minnkar vatnsnotkunina niður i
einn sjötta af þvi, sem hún er nú
hjá öðrum slikum verksmiöj-
um.
Aðalráðstöfunin i sambandi
við Baikalvatn er þó allsherjar
bann við omulveiði. Hafa þær
ráðstafanir þegar borið árangur
og er omulstofninn aftur að
vaxa.
-O —
Baikalvandamálið er erfitt.
Þetta einstæða vatn liggur
miðsvæðis i Siberiu, þar sem
framleiðslan er i gifurlegri þró-
un. Sunnan þess liggur Siberiu-
járnbrautin, er tengir Evrópu
Kyrrahafsströndinni. Brátt
mun önnur, ekki siður mikilvæg
járnbraut, Baikal-Amur járn-
brautin, lögð skammt norðan
þess. Lestir hlaðnar siberisku
timbri, kolum frá Jakutiu, kop-
ar og járnmálmi munu bruna
fram hjá vatninu.
En Baikal mun haldast hreint.
Það veröur dæmi þess, að menn
skildu i tima, að auðæfi náttúr-
unnar eru ekki óþrotleg, þótt
þau séu mikil. Áætlun hefur ver-
ið gerð um að koma á fót nokkr-
um þjóögörðum og náttúru-
verndarsvæðum á Baikalsvæð-
inu, i Selenga, Norður-Olkjon,
Tsjivjrkui, Tsjikoi og viðar. Að-
eins verða reistar i grennd við
vatnið verksmiðjur búnar full-
komnustu hreinsikerfum.
Eftir Baikalmálið hefur flokk-
urinn og rikisstjórnin samþykkt
ýmsar róttækar ráðstafanir til
verndar einstæðum náttúru-
fyrirbærum. T.d. hefur 700 milj.
rúblum verið varið til að hindra
mengun vatnasvæðis fljótanna
Volgu og Ural og Kaspihafs. A
timabili yfirstandandi fimm ára
áætlunar hafa Sovétrikin
tvöfaldað framlög til náttúru-
verndar. Nálega þrem biljón-
um, einum sjötta af árlegum
framlögum til landvarna, hefur
verið varið til byggingar stórra
hreinsistöðva að undanförnu.
Ef yfirvofandi hætta er skynj-
uð i tima, er unnt að gera við-
eigandi varúðarráðstafanir. Af
þessum sökum kalla erlendir
gestir Moskvu, sem hefur 7.5
milljón ibúa, „borgina með
hreina loftið”, þar sem margar
stórborgir heims liða af súr-
efnis- og vatnsskorti.
BAIKALVATN
fegursta og dýrmætasta
perla Sovétríkjanna