Tíminn - 06.09.1975, Side 11
Laugardagur 6. september 1975.
ItMINN
n
þór Ifáir veðja á davíð í
UDD IVIÐUREIGNINNI VIÐGOLÍAT
I — en strákarnir ákveðnir í að standa sig vel, þótt að við ofurefli sé að etja í Liege
— eftir yfirburðasigur
(4:0) yfir KA
í úrslitaleik
3. deildar
ÞÓRSARAR unnu sigur yfir erki-
fjendunum tir KA, þegar þeir
mættust I úrslitaleik 3. deildar-
keppninnar á grasvellinum á
Akureyri. Þórsarar tryggöu sér
þar meö rétt til aö leika I 2. deild-
arkeppninni næsta keppnistima-
bil, en þeir sendu knöttinn fjórum
sinnum I netiö hjá KA-liöinu.
Fyrst Óskar Gunnarsson, en
siöan bætti fyrirliöinn Aöalsteinn
Sigurgeirsson, ööru marki viö
fyrir hálfleik, þegar hann skoraði
úr vitaspyrnu.
Þórsarar tóku leikinn i slnar
hendur i siöari hálfleik og bættu
tveimur mörkum við — Gunnar
Jónasson skoraði þriðja mark
þeirra með þrumuskoti af löngu
færi og siðan innsiglaði Jón
Lárusson sigur (4:0) Þórs — eftir
að sóknarmenn Þórs höfðu leikið
varnarmenn KA sundur og sam-
an.
Eyja-
menn
voru
sterk-
ari síðast
— en hvað gera
Þróttarar í dag ó
Melavellinum
í aukaleiknum um
1. deildarsætið
VESTMANNAEYINGAR, sem
hafa ieikiö i 1. deildarkeppninni
allt frá 1968 — þegar þeir tryggöu
sér sæti i deildinni i fyrsta skipti
(1967), berjast fyrir áframhald-
andi þátttöku sinni i dcildinni,
þegar þeir mæta Þrótturum i
aukaleik um 1. deiidarsæti á
Melavellinum i dag. Nú eru liðin
átta ár siöan þessi liö mættust á
leikvelli i þýöingarmiklum leik,
en þaö var 1967, að Vestmannaey-
ingar og Þróttarar böröust um 1.
deildarsæti — þá á Laugardals-
vellinum i úrslitaleik i 2. deild-
inni. Eyjamenn unnu þá viöur-
eign 3:0 og tryggöu sér 1. deildar-
sæti i fyrsta skipti i sögu knatt-
spyrnunnar.
Nú.átta árum siöar, leika að-
eins tveir leikmenn með Eyjalið-
inu, sem léku hinn þýðingarmikla
leik gegn Þrótti 1967 — það eru
þeir Friöfinnur Finnbogason og
Ilaraldur Júliusson, og Gisli
Magnússon,þjálfari Eyjamanna,
lék einnig með. Aftur á móti
leikur enginn leikmaður með
Þróttar-liðinu, sem lék 1967, enda
er liðið nú nær eingöngu skipað
ungum og efnilegum leikmönn-
um.
Það má búast við skemmtileg-
um og tvisýnum leik á Melavell-
inum i dag, þegar Eyjamenn og
Þróttararleiða saman hesta sina.
Eyjamenn eru sigurstranglegri,
þar sem þeir hafa geysilega
keppnisreynslu bak við sig. Þrótt-
arar eru með ungt lið, sem getur
veitt Eyjamönnum harða keppni
og ef heppnin er með þeim, jafn-
vel sigrað. Leikurinn hefst kl. 2 á
Melavellinum i dag.
Frá Alfreð Þorsteins-
syni i Liege i Belgiu.
Belgiumenn, sem sendu
„njósnara” til Nantes til aö fyigj-
ast meö landsleik tslendinga gegn
Frökkum, eru mjög bjartsýnir á
landsleikinn gegn tslendingum,
sem fer fram á veili Standard
Liege hér i dag. Mikið hefur veriö
skrifað um leikinn i belgiskum
blöðum, og mátti sjá þar viötöl
við „Belgisku-tslendingana” Ás-
geir Sigurvinsson og Guögeir
Leifsson, sem leika hér á heima-
velli — eins og belgisku blööin
segja.
Fáir veðja á Davið i viðureign-
inniviðGoliat—enda ekki við þvi
að búast, að islenzka liðið gæti
staðið Belgiumönnum á sporði en
þeir eru sigurstranglegastir i
Evrópuriðlinum. En Belgiumenn
eru með eitt sterkasta landslið
Evrópu i dag. Það er búizt við, að
um 20 þús. áhorfendur komi til að
sjá leikinn, sem er fyrsti lands-
leikur Belgiumanna á keppnis-
timabilinu.
Landsliðseinvaldur Belgiu,
sagði i blaðaviðtali, að leikurinn
við íslendinga sé ákaflega þýð-
ingarmikill fyrir Belgiumenn, ef
þeir ætluðu sér að sigra i riðlin-
um. Það fer ekki á milli mála, að
knattspyrna er eitt aðalumræðu-
efni manna hér i Liege.
Jafntefli
SOVÉTMENN, sem tslendingar
mæta 10. september i Moskvu,
léku vináttulandsleik gegn A-
Þjóöverjum nú i vikunni. Leikn-
um lauk meö jafntefli, ekkert
mark var skoraö.
GUÐGEIRLEIFSSON... veröur I sviösljósinu I Liege. Hér á myndinni sést hann i baráttu um knöttinn
I landsleik gegn Belgiumönnum á Laugardalsvellinum.
tslenzka liðið undirbýr sig nú á
fullu fyrir leikinn og að öllum lik-
indum verður aðaláherzlan lögð á
vamarleikinn, eins og i undan-
fömum landsleikjum. Jóhannes
Eövaldsson mun ekki leika með
liðinu, þar sem hann er farinn til
Skotlands, og óvist, er, að Gisli
Torfasonleiki með, þar sem hann
meiddist á hné i landsleiknum i
Nantes.Strákarnireru staðráðnir
I að standa sig vel i leiknum i
Liege, þótt við ofurefli sé að etja.
Það má að lokum geta, að það eru
þrjú ár siðan íslendingar léku
landsleik gegn Belgiumönnum
hér i Liege — honum lauk með
sigri Belgiumanna 4:0.
AFREKSKEPPNI FÍ
— í golfi hefst á Nesvellinum \ dag
HIN árlega afrekskeppni Flugfélags islands i golfi, fer fram um helg-
ina á Nesvellinum á Seltjarnarnesi. Rétt til þátttöku I afrekskeppninni
eiga sex kylfingar, þ.e.a.s. þeir sem boriö hafa sigur úr býtum I nokkr-
um af stærstu golfkeppnum iandsins.
Eftirtaldir kylfingar taka þátt i keppninni að þessu sinni — Björgvin
Þorsteinsson, tslandsmeistari, Július R. Júliusson, sigurvegari i
Coca-Cola keppninni I Reykjavík, Haraldur Júliusson, sigurvegari I
Coca-Cola keppninni I Vestmannaeyjum, Arni Jónsson, sigurvegari i
meistarakeppni Akureyrar, Hannes Þorsteinsson, sigurvegari i
meistarakeppni Golfklúbbs Ness og Þórhallur Hólmgeirsson, sigur-
vegari I meistarakeppni Golfklúbbs Suðurnesja. Keppnin hefst kl. 2 i
dag á Nesvellinum.
„EKKI MÁ DRAGAST AÐ ENDUR-
BÆTUR Á LAUGARDALSVELLINUM
HEFJIST STRAX í HAUST"
— segir Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður Framsóknarflokksins
BORGARRAÐ Reykjavikur
hefur nú ákveöiö aö endur-
skoöa tillögur um endurbætur
á Laugardalsvellinum, en svo
getur fariö aö fresta þurfi
framkvæmdum viö völlinn.
Eins og komiö hefur fram hér
á síöunni, þá var ákveöiö aö
hefjast handa viö endurbætur
á vellinum, strax aö loknum
Evrópuleik Akurnesinga þar.
Upphaflega var ráögert aö
upphæðin til endurbyggingar
á vellinum yröi 4-6 milljónir
króna, og 10 sm lag efst á vell-
inuin yrði tekiö upp og endur-
bætt.
Fram hefur komið, að mold-
arlagið á Laugardalsvellinum
er 40-50 cm þykkt. Fari svo, að
það verði ekki allt tekið upp og
aðeins þunnt ^moldarlag og
þökur settar "á völlinn, —
verður það að teljast kák.
Nauðsyn ber til að ganga
þannig frá undirlagi vallarins,
að settar verði lagnir til að
KRISTJAN BENEDIKTSSON.
taka við rigningarvatni, áður
en nýtt moldarlag verður sett
á völlinn. Það er nauðsynlegt
að hefja endurbætur við völl-
inn strax i haust, en eins og
stendur er þaö ekki hægt, þar
eð engin fjárveiting er fyrir
hendi — en áætlað er, að það
myndi kosta 11,6 millj. kr. að
skipta um jarðveg niður á 40-
50 cm.
Borgarráð hefur frestað að
taka ákvörðun um fram-
kvæmdir á Laugardalsvelli,
þar til á þriöjudag, en þá
heldur borgarráð aftur fund
um málið.
— Ég er eindregið þeirrar
skoðunar, þrátt fyrir kostnað-
inn að ekki megi dragast, að
endurbætur á Laugardalsvelli
hefjist strax i haust, sagði
Kristján Benediktsson, borg-
arráðsmaður Framsóknar-
flokksins, þegar iþróttasiðan
bað hann að segja sitt álit á
framkvæmdum við Laugar-
dalsvöllinn. — Það er
nauðsynlegt að iiefja strax
framkvæmdir við völlinn, sem
er heimavöllur Reykjavikur-
liðanna i 1. deildarkeppninni i
knattspyrnu og þar að auki
fara allir landsleikir og
Evrópuleikir fram á vellinum.
íslendingar eiga á hættu, að
þeir fái ekki aö taka þátt i
alþjóðlegum keppnum næst'a
sumar, ef endurbótum á vell-
inum lýkur ekki fyrir þann
tima, sagði Kristján.
— Það er ekki eingöngu
hagur Reykvikinga einna,
heldur þjóðarinnar i heild, að
völlurinn sé tilbúinn til kapp-
leikjahalds næsta sumar, það
vita hinir fjölmörgu áhuga-
menn um knattspyrnu og
frjálsar iþróttir — en Laugar-
dalsvöllurinn þjónar öllu land
inu, sem eini löglegi leikvöll-
urinn á Islandi, hvað alþjóð-
lega keppni snertir. Ég trúi
ekki öðru, en reynt verði að
öllum krafti að finna leið til
úrbóta i þessu sambandi, þar
sem um lif eða dauða er að
tefla hjá knattspyrnunni okk-
ar. sagði Kristján að lokum.