Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. september 1975 TIMINN 3 GREIDDI EIMSKIP í BYGGINCASJÓÐINN? HHJ—Rvik. — Er fyrirtækið, sem eitt sinn var nefnt „óskabarn þjóðarinnar” þ.e. Eimskipa- félag íslands i flokki þeirra fyrirtækja, sem reitt hafa af höndum fé i húsbyggingasjóð Sjálfstæðis- flokksins? Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna, þegar haft er i huga, hver háttur var á hafður við lóðaúthlutun til fyrirtækisins, og þeirri spurningu verður að svara með opinberri rann- sókn eins og spurningunni um aðdragandann að milljónagjöf Ármannsfells. Eimskip var fyrir skömmu úthlutað griðar- stórri lóð austast i Sundahöfn, en sú lóð var hin siðasta, sem byggingarhæf verður nú um langt skeið. Eimskip hafði áður fengið lóðir við Sunda- höfn og rætt hafði verið um að Hafskip fengi þessa einu lóð, sem eftir var. — En þá gerðist það öllum á óvart, að Albert Guðmundsson, formaður húsbyggingasjóðs Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á i hafnarstjórn, gerir tillögu um það á fundi, að Eimskip fái þessa lóð undir vöruskemmur. Hið undarlega var, að þegar Albert lagði fram þessa tillögu lá ekki einu sinni fyrir beiðni frá Eimskip um lóðina. Þessi lóð er mjög stór — miklu stærri en sú, sem Ármannsfelli var úthlutað. Nú spyrjum við: Hefur Eimskipafélag íslands greitt i byggingar- sjóð Sjálfstæðisflokksins, og þá hvenær og hversu mikið? Ennfremur má benda á fleiri dæmi um undar- lega afgreiðslu mála. Þess er skammt að minnast að Hús verzlunarinnar, sem áformað er að reisa i Nýja miðbænum þarf ekki að greiða nema 23 milijónir i gatnagerðargjöld, þótt gjaldskrá heimilaði 40 milljónir. Hafa einhverjir þeirra, sem hlut eiga að þvi húsi „gefið” fé i hús- byggingasjóðinn? Enn má nefna, að fyrirtæki, sem heitir Trygg- ing hf. var heimilað að bæta heilli hæð ofan á hús við Skaftahlið, þótt það sætti mikilli andstöðu i skipulagsnefnd og ekki væri ráð fyrir þvi gert i skipulagi. — Hefur þetta fyrirtæki greitt i hús- byggingarsjóð Sjálfstæðisflokksins? Þannig vakna spurningarnar hver af annarri og mætti raunar taka fleiri dæmi. Almenningur hlýtur því að krefjast þess, að lagður verði fram listi yfir alla þá aðila, sem gefið hafa i sjóðinn og rannsakað hvort þeir aðilar hafi fengið einhverja þá fyrirgreiðslu hjá borgaryfirvöldum, sem ó- eðlileg telst. Sérsamn- ingur við fólk í slátur- húsum gébé—Rvik. — Starfsfólk slátur- húss Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, samþykkti sér- samninginn sem verkalýðsfélögir á staðnum gerðu við kaupfélagið um laun og kjör fólks, sem vinnur við sláturstörf, með 64 atkvæðum á nióti 40. Átta seðlar voru ógildir eða auðir. öll sláturhúsvinnan er unnin i timavinnu, og breyttust taxtarnir þannig, að fært var upp um einn launaflokk auk þess, að starfsfólk sem hefur unnið eina sláturtið áður eða meira, fær 10% og 20% álag, eftir þvi við hvaða störf er unnið. Ferðakostnaði fólks úr sveit- inni, sem fer daglega á milli,er þannig háttað, að það fær greitt vissa upphæð á hvern ekinn km. A siðastliðnu ári voru það niu krðn- ur, en hækkaði nú upp i sextán, sem þykir litið að sögn Jóns Karlssonar, formanns Verkalýðs- félagsins Fram. Rikistaxtinn mun vera um tuttugu og tvær krónur. Fæðiskostnaður er óbreyttur frá þvi á s.l. ári eða kaupfélagið sér um mat i hádegi, matar- timinn er 40 min. og tveir kaffi- timar. Að jafnaði er vinnutimi starfsfólksins frá átta á morgn- ana til sex-sjö á kvöldin, nema vissir starfshópar, sem vinna lengur við frágang. „Engar úrbætur í sjónvarpsmdlum Austfirðinga vegna fjdrskorts" — segir verkfræðingur Pósts og síma gébé-^tvik. — Eins og kunnugt er, hafa Austfirðingar lengi verið afar óánægðir með sjónvarpsút- sendingar á Austurlandi. Skammt er að minnast, að Norð- firðingar kvörtuðu sáran yfir truflunum miklum er sjónvarps- útscndingar hófusteftir sumarfri, 1. ágúst, og svo minnast Austfirð- ingar ástandsins s.l. vetur, en þá var iofað úrbótum. — Vissulega er úrbóta þörf, sagði Haraldur Sigurðsson, verk- fræðingur hjá Pósti og sima, en þær eru þvl miður ekki fyrir- sjáanlegar og er ástæðan fjár- skortur. — Vitað er að margir Austfirðingar hafa neitað að greiða afnotagjöld sín, þar sem þeir telja að þeir fái ekki full- komna þjónustu eins og aörir landsmenn. Benedikt Guttorms- son, fréttaritari Timans á Norð- firði, sagði, að það kæmi Aust- firðingum spánskt fyririr sjónir að heyra talað um litasjónvarp sunnanlands, þegar svart-hvita myndin er ekki einu sinni I lagi alls staðar á landinu. Endurvarpsstöðin fyrir sjón- varp á Austurlandi er á Gagn- heiði, enendurvarp sjónvarps fer fyrsti gegn um fleiri stöðvar áður en það nær austur, þannig að ef einhver af þessum stöðvum bilar, bilar einnig fyrir austan. Endur- varpskerfið er einfalt þ.e.a.s. endurvarp frá Reykjavik fer fyrst um stöðvar fyrir norðan áður en það fer austur. Haraldur Sigurðsson sagði sem áður greinir, að vissulega væri úrbóta þörf, en fjárskortur væri ástæðan fyrir þvi að ekkert virö- ist fyrirsjáanlegt i þeim efnum. Menntamálaráðuneytið sendi Pósti og sima kvartanir Norðfirð- inga, og sagði Haraldur að þeir gerðu siðan si'nar tillögur til úr- bóta, en að þeir réðu þvi ekki hvað af þeim verður tekið til úr- lausnar, það gerir ráðuneytið og rikisútvarpið. Sigurður Þorkelsson tækni- fræöingur sagði, að Austurland væri verst sett landshluta i sjón- varpsmálum og kerfið veikt, en að bilanirnar sem urðu þess vald- andi að Norðfirðingar sáu sjón- varp mjög illa i ágúst, hefðu nú verið lagfærðar, og einnig hefði háspennulinan verið endurbætt á Gagnheiði, þannig að hún er nú ekki eins háð veðrum og verið hefur. Ætti þvi ástandið i sjónvarpsmálum fyrir austan að verða betra en i fyrravetur. Frá aðalsendingum á Austur- landi, Gagnheiði, er svo endur- varpað til minni stöðva á flest öll- um stöðum á Austurlandi, og urðu þessar 2-3 bilanir sem Norðfirð- ingar kvörtuðu yfir f sendi sem er i Skuggahlið, sagði Sigurður. Að lokum sagði Sigurður Þor- kelsson, að eina nýsmiði sjón- varpsins i ár, væri smiði stöðvar i Álftafirði, meira hefði ekki verið hægt að gera af fjárhagsástæð- um. A aðalfundi Sambands sveitar- félaga á Austurlandi sem haldinn var nýlega, var gerð álytkun um útsendingu sjónvarps á Austur- landi og skoraði fundurinn á yfir- stjórn sjónvarpsmála, að láta fara fram gagngera athugun á ástandi endurvarpsstöðva á Austurlandi, og taldi það sjálf- sagða mannréttindakröfu Aust- firðinga, að sú þjónusta sem þeir greiði fyllsta verði, sé ósvikin. Meðan að ekki sé úr þessu bætt, væri um beina mismunun þegn- anna eftir búsetu að ræða. Eins og kunnugt er, neituðu Austfirðingar að greiða afnota- gjöld sjónvarps siðastliðinn vet- ur, og virðist sem margir þeirra ætli ekki heldur að gera það nú, að sögn Benedikts Guttormsson- ar. Ekki er þó vitað, hvort þetta er almennt á Austfjörðum en Benedikt sagðist þó vita mörg dæmi þess. A meðfylgjandi korti má sjá dreifikerfi sjónvarpsins eins og það var i árslok 1974. DREIFIKERFI SJÓNVARPSINS I ÍRSLOK 19» SOLUN 6*VJ KLEIF SUOANDAF. VALPJÓFSDALUS R lí I NGJALDSSANDU R 8*^-4. ÞvtSrjALL \8» ONUNDAR - SEVÐisrjðaeuM JCN0U8 lúosrjOmiuB sröovARr jOroub ,bbj BRCIODALSvIk (BR) 10 0JÚRIV06UR AOMSTOOWAR TENGISTÖÐVAR OG MIKILVAIGAR ENDURVARPSSTOÐVAR SMÁENOURVARPSSTÖOVAR TIL UPPFYLLINGAR (BA) BRÁOABIRGÐAENOURVARPSSTÖOVAR R RÁS VESTMANNAEYJAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.