Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 4
4 TiMINN Fimmtudagur 25. september 1975 28:41 og 28:41 Við birtum hér tvær myndir af nýgiftum hjónum. Brúðgumarnir eru jafngamlir, — 41 árs — og brúðirnar eru jafngamlar — 28 ára —. Þau segja bæði, að þetta sé hinn æskilegasti aldursmunur á hjónum sem sagt 13 ára aldurs- munur, og skulum við vonaþeirra vegna aö svo sé. Á fyrri myndinni sjáum við Lizu Minelli, leik- og söngkonu og mann hennar, sem heitir Jack Haley jr. og er kvik- myndaframleiðandi. Hin myndin er af Peggy Lipton leikkonu og eiginmanni hennar, en hann er þekkt tónskáld og stjórnandi og heitir Quiney Jones. Fleiri hákarlanrollvekjur væntanlegar frá Hollywood Kvikmyndaframleiðendur hafa upp á siðkastið grætt einna mest á alls konar hrollvekjum og hryllingsmyndum. Mynd, sem var framleidd á siðastliðnu ári og nefndist „JAWS” — á is- lenzku Ginið, hefur þegar gefið i aðra hönd um 85 millj. dollara, og verið mikið sótt viða um heim. Eftir venju má búast við að framleiddar verði aðrar svipaðarmyndir, — annað hvort sem framhald af hákarls-mynd- inni hræðilegu „JAWS”, eða einhvers konar eftirlikingar. Þegar er að koma á markaðinn kvikmynd, sem kölluð er „Mako-gin dauðans”, sem er um hákarl, er nefnist Mako. og i framleiöslu eru myndir um svipað efni, svo sem „Piranha”, sem er nafn á mjög hættulegum smáfiski, sem finnst aðallega i S.-Ameriku. 1 kvikmyndinni er geðsjúkur maðui; sem tekur upp á þvi að koma þessum mann- skæða smáfiski fyrir i sundlaug- um hjá riku fólki, sem hann hef- ur eitthvað sérstakt á móti, og ★ Hangandi hús t tilraunaskyni hefur nú verið byggt „hangandi” hús i Asjikhabad, höfuðborginni i sovétlýðveldinu Túrkmeniu. Húsið kemur ekki beint. við jörð, þar sem það hangirá stálbitum, ★ Loftsteinn hrapa borg Fjöldi jarðfræðinga og stjörnufræðinga leggja nú leið sina til borgarinnar Gorlovka, (350 þúsund ibúa) til að lita á staðinn þar sem fimm kg. loft- seinn kom niður ekki alls fyrir löngu. afleiðingarnar verða auðvitað hörmulegar. önnur mynd, sem nefnist Klærnar, hefur verið gerðum grimman og gráðugan björn, sem gerir mikinn usla i þjóðgarðinum fræga, Yellow- stone Park. Fyrir nokkrum árum gerði Al- fred Hitchcock mynd, sem hann nefndi Fuglana (Th.e Birds), og þegar hún varð heimsfræg á stuttum tima þá komu i kjölfar- ið kvikmyndir eins og Froskarnir og Dauða-flugurnar og fleiri slikar. Gagnrýnandi nokkur sagði um þetta fyrir- brigði, að Hollywood fram- leiðendurnir væru eins og hund- ar, sem snerust i hringi og eltu skottið á sjálfum sér. Vonandi komast þeir út úr þessum hryll- ings-hring bráðlega. Kannski verður algjört afturhvarf hjá þeim næst svo að þeir fari á ný að gera kvikmyndir um skrif- stofustúlkuna, sem verður ást- fangin af forstjóranum, eða annað „hugljúft” efni! ★ er hafa fjaðrabúnað á endun- um. Asjkahabad stendur á geysimiklu, landskjálftasvæði og eyðilag'ðist næstum þvi alveg i miklum jarðskjálftum á árinu 1948. Maður sem var að vinna að viðgerðum á húsþaki varð vitni að þvi, þegar steinninn kom niður. Staðurinn var þegar af- girtur og öllum brotum úr loft- steininum safnað saman og þau send til Visindaakademiunnar, sem nú mun rannsaka nánar þessa „gjöf frá himnum.” — Þú verður að hætta þessu góða min, sérðu ekki hvað fötin min verða krumpuð. Við vorum ekki einu sinni farin að hugsa um þig. Ég er viss um að þið hafið hugsað þeim mun meira um mig siöan þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.