Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR BÁRKÁR TENGÍ H!í TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 218. tbl. —Fimmtudagur 25. september —59. árgangur HF KORÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI .6 - SÍMI (91)19460 Fleira en Ármannsfells- málið þarf að rannsaka > O Engar úr- bætur í sjónvarps- málum Aust- firðinga --------p> O BORGARSTJORI JÁTAR: Ármannsfell greiddi eina milljón króna — skömmu síðar hófust viðræður milli Ármannsfells og borgarinnar um lóðina á horni Grensásvegar og Hæðargarðs RETTIR Tugþúsundir f jár streyma nú ur sumarhögum til rétta. Þessi mynd er af fé f safn- girðingunni við Undirfells- rétt. Timamynd: M.Ó. BH-Reykjavlk. A blaðamanna- fundi i gær viðurkenndi borgar- stjóri, Birgir isleifur Gunnars- son, að byggingafélagið Ar- mannsfell hf. hafi gefið eina milljón króna I húsbyggingasjóð Sjálfstæðisflokksins I ársbyrjun 1975, eða rétt fyrir upphaf þeirra mála, sem urðu til þess, að Ar- mannsfelli var úthlutað byggingasvæði á horni Grensás- vegar og Hæðargarðs. Hafði byggingafélagið áður sótt fast að fá þetta svæði, en verið neitað um það, bæði af borgarstjóra og borgarverkfræðingi. Það kom og fram hjá borgar- stjóra i gær, að það var formaður hýsbygginganefndar Sjálfstæðis- flokksins, Albert Gubmundsson, borgarfulltrúi, sem tók að sér að koma erindi Ármannsfells hf. á framfæri við borgaryfirvöld og koma þvi i gegn — skömmu eftir að framlagið I byggingasjóðinn hafði borizt. Borgarstjóri lýsti þvl yfir að- spurður, að þetta væri eina dæmið um, að byggingafélag kæmi málum slnum fram á þennan hátt — þ.e.a.s. skipu- leggja svæði sem-þvi hefur verið margneitað um — og borgaryfir- völd slðan látið sannfærast af ágæti skipulagsteikninganna, enda þótt breytinga hefði verið þörf á þeim! Hitt væri ekki óalgengt,., að aðilar væru fengnir til að vinna að skemmtilegum verkefnum með borginni, eins og gerst hefði I þessu tilviki, en arkitekt Ar- mannsfells, Vifill Magnússon, hefði verið fenginn til aðstoðar skrifstofu borgarverkfræðings, og yrði honum að sjálfsögðu greitt fyrir veitta aðstoð. Borgarstjóri kvaðst „hafa kannað framlag Armannafells hf til husbyggingarsjððs Sjálf- stæðisflokksins og aðspurður sagði hann það eina dæmið um slikt, sem hann hefði kannað. Hann væri ekki I húsbygginga- nefnd flokksins og gæti þvl ekki svarað fyrir hana — og hann hefði þvl miður ekki hugmynd um, hver hefði veitt milljóninni frá Ármannsfelli h.f. viðtöku! Borgarstjóri kvað lóða- auglýsingar birtar venjulegast einu sinni á ári, siðla árs með tilliti til úthlutunar næsta árs, með umsóknarfresti I árslok, Út- hlutun væri venjulegast lokið fyrir 1. febrúar með tilliti til Hús- næðismálastjórnarlána. Eftir það væri ekkki um annað að ræða nema eina og eina lóð til út- hlutunar á árinu, og viðburður, ef þær væru auglýstar, þvi að svo mikill stafli umsókna um byggingalóðir lægi venjulegast fyrir hjá borginni. Þá rakti borgarstjóri viðskipti Armannsfells hf. við borgina, en byggingafélagið hefur tekið að sér fjögur viðamikil verkefni á siðustu áruní, og væru þau viðskipti hin eðlilegustu I alla staði, þótt ekki hefði verið staðið við allt, sem um hef ði verið samið Loks kvað borgarstjóri hvorki sig eða neinn fjölskyldumeðlim sinn eiga hlutabréf I Armannsfelli hf. Hann hefði átt hlutabréf þar á sinum tima, en selt þau einstaklingi, áður en hann varð . borgarstjóri. Borgarstjóri svarar spurningum blaðamanna um Armannsfellsmálið áfundin- um i gær. Timamynd: G.E. Borgarstjóri sagði að sér fyndist eðlilegt að Ármannsfells- málið skuli nú rannsakað frá grunni, og þá aðallega tengsl byggingafélagsins og Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar sagði borgarstjóri ekkert annað eðlilegt en að Sjálfstæðismenn I borgar- stjórn ráði ferðinni með rannsókn málsins, annað komi ekki til mála. Næðist hins vegar ekki samkomulag um skipun rann- sóknanefndar I borgarráði, telur borgarstjóri ekkert mæla á móti þvi að fela sakadómi rannsókn málsins. Greinargerðin sem borgar- stjori lagði fram á fundi með fréttamönnum I gær er birt á bls. 6. BORGARSTJORI REYNIR AÐ HVÍTÞVO SIG GERIR ALBERT GRUNSAMLEGAN Enda þótt það verði að teljast aðalat- riðið í skýrslu Birgis Isl. Gunnarssonar borgarstjóra, að hann skuli játa, að Ar- mannsfell hafi greitt 1 millj. kr. I byggingarsjóð Sjálfstæðishússins I byrjun þessa árs, og að I framhaldi af þvi hafi byrjað viðræður milli Ármannsfells og borgarinnar um byggingarlöðina á horni Grensásvegar og Hæðargarðs, vekur þab óneitanlega mikla athygli, að á sama tlma og hann reynir að hvitþvo sjálfan sig, gerir hann Albert Guðmundsson, grunsamlegan. Þannig tekur borgarstjóri þaðskýrt fram, að hann sjálfur komi hyergi nærri fjármálaráði flokksins eða husbyggingar- nefnd og hafi þess vegna ekki tekið við neinum greiðslum. Þykir honum sérstök ástæða til að leggja áherzlu á það. Það vita hins vegar allir, hver er pott- urinn og pannan I fjáröflunarráði Sjálf- stæðisflokksins, og- hver er I forsvari fýrir húsbyggingu Sjálfstæðisflokksins. Það er Albert Guðmundsson, varafor- maður borgarráðs og staðgengill borgar- stjóra. M.ö.o. það, sem borgarstjóri legg- ur áherzlu á að sverja af sér — það á Albert Guðmundsson. HUn er þvi harla léttvæg yfirlýsing borgarstjóra, sem fylgir i kjölfarið, að hann sé sjálfur sannfræður um, að stuöningur Alberts við þessa lóðaúthlutun sé ekki á neinn hátt tengdur fjárframlagi Armannsfells við hiisbyggingarsjóð Sjálf- stæðishússina. Þannig stillir borgarstjóri Albert Guðmundssyni upp við vegg — gefur ótvlrætt I skyn hver hafi tekið við milljóninni — og það er slðan Alberts að hreinsa sig. Sannast hér, að enginn er annars bróðir I leik, eh víst er um það, að mörgum finnst, að þarna speglist hinn djupstæði ágreiningur sem er á milli einstakra forystumanna Sjálfstæðis- flokksins. -B.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.