Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. október 1975 TÍMINN Hafa skipt um skoðun Sem kunnugt er, snerist Sjálfstæöis- flokkurinn harkalega gegn Fram- kvæmdastofn- un rfkisins, þegar hún var sett á fót undir forystu rikis- stjórnar Ólafs Jóhanncssonar. Sföan hefur mikiö vatn til sjávar runnið, og skoðanir ýmissa áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins til þessa máls hafa breytzt verulega, einkum eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn fór i stjórn og tók að hafa áhrif á störf stofnun- arinnar. Þetta kemur berlega fram f viðtali við Sverri Her- mannsson alþm., sem birtist i Mbl. s.l. sunnudag, en sem kunnugt er veitir Sverrir Framkvæmdastofnuninni for- stöðu, ásamt Tómasi Árnasyni alþm. Þingmaðurinn vill að visu ekki viðurkenna, að störf Framkvæmdastofnunarinnar fari fram i anda þeirra laga, sem vinstri stjórnin kom á, en grunntónn kenninga hans er sá, að Framkvæmdastofnunin sé þörf stofnun, enda „vanti i meiri pólitiska stjórn á þetta þjóðfélag", eins og hann kemst að orði. Samkvæmt þessu virðast Sjálfstæðismenn horfnir frá þeirri stefnu sinni, að leggja beri Framkvæmda- stofnunina niður, og greinilegt er, að Sverri Hermannssyni likar vistin vel. Fulltrúi hverra? t sjónvarpinu s.l. föstudag fór fram at- hyglisverður umræðuþátt- ur um bygg- ingariðnaðinn og laun bygg- ingarmanna. Kom fram i þættinum, að timakaup iðnaðarmanna get- ur komizt upp i 3 þús. kr. og þaðan af meira. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Breiðholts hf., sem er stærsta byggingafélag landsins og hefur beitt sér fyrir ýmsum nýjungum i byggingatækni, upplýsti, að iðnaðarmenn tækju ekkert tillit til þess, þótt nýrri tækni væri beitt. Þar af leiðandi væri illmögulegt að lækka byggingarkostnaðinn. Fulltrúar „uppmælingaað- alsins", sem stundum er kall- aður svo, voru Gunnar Björns- son og Sigurjón Pétursson. At- hygli vakti, að Sigurjón Pét- ursson, sem jafnframt er borgarráðsmaður Alþýðu- bandalagsins, hélt uppi vörn- um fyrir þetta kerfi, sem aug- ljóslega á sinn þátt i þvi að halda ibúðaverði uppi. Kemur það heim og saman við þá kenningu, að Alþýðubanda- lagið sé ekki lengur neinn sér- stakur verkalýðsflokkur. A.m.k. hljóta ýmsir almennir verkamenn, sem stutt hafa Al- þýðubandalagið, að fyllast efasemdum, er þeir verða vitni að slikri vörn fyrir há- tekjumenn eins og Sigurjón hélt uppi I þættinum. —a.þ. Á FULLNEGLDUM snjE (DEKKJUM. ^Hasium VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLOIR) RADIAL Kr. 145 SR 12 OR 7 5.950.— 165 SR 14 OR 7 8.990.— ^&OMim VETRARHJOLBARÐAR (NEGLDIR) DIAGONAL Kr. 520 12/4 OS 14 4.720.— 550 12/4 OS 14 5.520.— - 590 13/4 OS 14 7.010.— 640 13/4 OS 14 8.310.— 615/155 14/4 OS 14 6.750.— 700 14/8 OS 14 9.920.— 590 15/4 OS 14 7.210.— 600 15/4 OS 14 9.210.— 640/670 15/6 OS 14 9.530.— 670 15/6 OS 14 9.530.— 600 16/6 NB 16 m/slöngu 10.070.— 650 16/6 TP 7 m/slöngu 11.790.— 750 16/6 TP 7 m/slöngu 13.240.— TEKKNESKA BIFREIDAUMBODID Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 KÖPAVOGI SÍMI 42606 Gordahreppur: Hjólbarðavefkstæðio Nýbarði Akuroyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar "tícvuMin Lögin heimiluðu ekki tollfrían innflutning á öryrkjabílnum Myndin er af snjóbilnum og eftirtöldu folki. t.f.v.: Sigurður Þórarinsson, starfar fyrir Rauðakrossfé- lagið á Húsavik, Gunnar Karlsson, Einar Njálsson, form. Lionsklúbbs Húsavikur, Sigrún Pálsdóttir, form. slysavarnadeildar kvenna á Húsavik, Þórður Breiðfjörð, formaður Kivanisklúbbs Húsavikur, Jónas Egilsson, formaður söfnunarnefndar, Sigurjón Jóhannesson, form. Rauðakrossdeildarinnar á Húsavik, og séra Björn H. Jónsson forseti Rotaryklúbbs Húsavikur. ORYRKJABANDALAGIÐ fékk fyrir skömmu hingað til lands bil sérstaklega útbúinn til þess að flytja fólk i hjólastólum. Banda- lagið sótti um niðurfellingu tolla á bílnum, þar sem það hafði ekki efni á að leysa hann út. Þvl var hafnað af hálfu ríkisvaldsins á þeim forsendum, að ekki væri til heimild i lögum fyrir sliku, en þar er aðeins að finna ákvæði um toll- frjálsa bila ti.l handa ráðherrum og sendiráðsstarfsmönnum. Bandalaginu var hins vegar boð- ið, að bifreiðin skyldi sett i sama tollflokk og sjukrabllar, eða 15%. öryrkjabandalagið hafði þrátt fyrir þetta ekki efni á að leysa bif- reiðina út. Frá þessu var skýrt i hádegis- fréttum útvarpsins á fimmtudag. 1 kvöldfréttum sama dag var svo frá þvi sagt, að málið væri leyst — Ásbjörn Ólafsson heild- sali,hafði þá um daginn haft sam- band við öryrkjabandalagið og boðizt til þess að greiða toll af bif- reiðinni. Húsavíkurdeild Rauða krossins eignast snjóbíl Þ.J.-Húsavik Miðvikudaginn 8. þ.m. afhentu formenn nokkurra félagasamtaka á HUsavik Húsa vfkurdeild Rauðakross íslands snjóbil til eignar og starfrækslu. Rauðakrossdeildin hyggst útbúa snjóbilinn til sjUkraflutninga, og verður gripið til hans, þegar venjulegum sjúkrabllum verður ekki við komið vegna snjóa. Kaupverð snjóbilsins er um »2.5 millj. króna. Félögin, sem að kaupunum stóðu, voru: Klwanis- klUbbur Húsavikur, Rotaryklúbb- ur Húsavikur, Lionsklúbbur Húsavikur og Slysavarnadeild kvenna á HUsavik. Félög þessi stóðu fyrir almennri fjársöfnun til kaupa á snjóbilnum 9. febrúar s.l., og var gjafafé safnað meðal einstaklinga, félaga og fyrir- tækja. Enn fremur rennur til kaupanna eigið framlag félags- manna. Formaður söfnunar- nefndar var Jónas Egilsson, for- stöðumaður Oliu- og vélasölu Kf. Þingeyinga A Húsavik. Rauðakrossdeildin á HUsavik átti fyrir tvo sjúkrabila, og hefur hún annazt sjUkraflutninga á Húsavik og I Þingeyjarsýslum sl. áratug. Björgunarsveit Húsa- víkurdeildar Slysavarnafélags Islands hefur haft afnot af öðrum sjúkrabilnum og notað hann, þeg- ar hún hefur þurft á því að halda við björgunarstörf. Rauðakross- deiidin og slysavarnadeildin hafa i samvinnu byggt björgunarstöð á Húsavik, og var stöðin tekin i notkun á þessu ári. Næsta Norðurlandamót Skál-klúbbanna haldið í Reykjavík Á slðasta Norðurlandamóti Skál-klUbba, sem nýlega var haldið i Malmö i Sviþjóð, var MarkUs Orn Antonsson, formaður Ferðamálaráðs Reykjavikur- borgar, kjörinn forseti klúbbanna fyrir næstu tvö ár. — Þá var ákveðið, að næsta Norðurlanda- mót yrði haldið i' Reykjavik 7. til 9. oktdber 1977. Hátt á þriðja hundrað norrænna Skál-félaga sóttumótið i Malmö, sem fór mjög vel fram. — Félag- ar Skál-klUbba eru forystumenn á ýmsum sviðum ferðamdla. Fyrsti klubburinn var stofnaður i Paris árið 1932 að lokinni heimsókn franskra forystumanna ferða- mála til Norðurlanda. Nú starfa liðlega 400 klubbar viðs vegar um heim, og eru félagsmenn rUmlega 24 þUsund. FulltrUar Islands á Norður- landamótinu i Malmö voru Haraldur Jóhannsson, formaður Skál-klUbbs Reykjavikur, og MarkUs Orn Antonsson. U Electrolux -»•-£--*"-•»!::#• «i®' CF 640 eldavél 4 hellur hœð 85 cm. br. 59,5 cm. dýpt 60 cm. Litir: COPPER POPPY GOLD HVITT Ofninn er 60 Itr. I hann mó kaupa sérstaklega grillélement og grill- tein. Einnig fœst klukkuborð í sama lit og vélin og virkar klukk- an þó ó ofninn og eina hellu. Að neðan er hitageymsla. CF 646 eldavél 4 hellur hœð 90 cm. br. 60 cm. dýpt 60 cm. Litir: COPPER POPPY GOLD HVITT Ofninn er sjálfhreinsandi, 60ltr. Vélin er með innbyggðu grilli (element og teinn) og steikarmœli, ófast er klukkuborð m/rafm.klukku sem virkar ó ofninn og eina helluna. Að neðan er hitageymsla. i&1 Vörumarkaðurinnhf. ÁRIVIULA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.