Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 21. október 197E Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Engir samningar við er- lendar þjóðir án umræðna og samþykkis Alþingis Umræður urðu utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær um landhelgismálið A fundi i sameinuöu þingi I gær kvaddi Lúðvik Jósepsson (Ab) sér hljóo utan dagskrár og geroi landhelgismálið að umræðuefni. Sagði hann, að tilefnið væri væntanlegför samningamanna af hálfu rfkisstjórnarinnar til Lon- don siðar i þessari viku. Sagði Lúðvik, að það færi ekki milli mála, að almenningur i landinu væri mótfallinn þvi, að samio yrði um undanþágur fyrir útlendinga um veiðar innan hinn- ar nýju fiskveiðilandhelgi. Sér- staklega ætti þaö við um svæðið innan 50 mllna. Rifjaði hann upp, að ýmis félaga- samtök hefðu lagzt gegn samningum. Þá gagnrýndi þing- ^ '^^¦¦¦^ maðurinn vinnubrögð rfkis- stjórnárinnar i málinu og sagði, að hUn hefði ekkert samráð haft við stjórnarandstöðuna um málið upp á sfðkastið. Sagði Lúðvik, að landhelgisnefndin hefði ekki verið boðuð til fundar s.l. 3 mánuði. Óskaði hann eftir þvi, að nefndin yrði kölluð saman. Þá gerði Lúðvik Jósepsson að umtalsefni nýbirta skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar og hin- ar alvarlegu niðurstöður um ástand fiskstofnanna, sem i skýrslunni eru. Skoraði þing- maðurinn á rikisstjóraina að gefa yfirlýsinguum,að ekki yrði sam- ið um neinar undanþágur innan 50 milnanna. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra tók næstur til máls. Gat hann fyrst um ágreining, sem orðið hefði i landhelgisnefndinni milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnarum afstöðu til þess, hvort ræða ætti viö erlendar þjóðir, sem þess ósk- uðu. Stjórnar- andstaðan hefði lýst sig andvíga slikum viðræð- um. Af þeim sökum hefði slitnað upp úr samvinnu, þar sem stjórnarflokkarnir hefðu talið eðlilegt að ræða við útlendinga. Nú hefði hins vegar borizt ósk um fund i nefndinni af hálfu stjórnar- andstöðunnar og myndi rikis- stjórnin verða við þeirri beiðni. Þá vék forsætisráðherra að væntanlegum samningum. Sagði hann, að þær viðræður færu fyrst og fremst fram i þeim anda, að 200 milurnar yrðu verndaðar. Ef til samninga kæmi, yrðu þeir til skamms tima og stefnt að þvi, að 50 milurnar yrðu friðaðar sem mest. Þá lagði Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra á það áherzlu, að engir samningar yrðu gerðir við erlendar þjóðir, án umræðna og samþykkis Alþingis. Forsætisráðherra gerði að um- talsefni skýrslu Hafrannsóknar- stofnunarinnar. Upplýstihann, að rlkisstjórnin hefði fengið skýrslu frá stofnuninni i ágústmánuði s.l., en ekki talið hana nægilega skyra. Það hefði þvi orðið að ráði, að Hafrannsóknarstofnunin hefði að beiðni rikisstjórnarinnar unnið að annarri skýrslu. „Þessi skýrsla verður notuð sem rök fyr- ir nauðsynlegum friðunaraðgerð- um i viðræðum okkar við út- lendinga", sagði forsætisráð- herra. Hann upplýsti loks, að sjávarútvegsráðherra hefði i hyggju að beita sér fyrir ráð- stefnum um friðunarmál með þátttöku islenzkra og erlendra sérfræðinga. Benedikt Gröndal (A)sagði, að þaö kæmi sér á óvart, að forsætis- ráðherra sakaði stjórnarandstöð- una um að hafa slitið samstarfi i landhelgisnefndinni. Að öðru leyti kvaðst Benedikt vilja gera tvö atriði að um- ræðuefni. Hið fyrra væri það, að sér fyndist, að ekki hefði verið staðiö nægilega vel að kynningu land- helgismálsins á erlendri grund. Þegar fært hefði verið út I 50 mfl- ur hefðu ýmsir ásakað þáverandi blaðafulltrúa rfkisstjórnarinnar fyrir of mikinn áhuga. Ekki væri laust við, að hans væri saknað nú. í öðru lagi sagðist þingmaðurinn vilja gagnrýna það, að skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar hefði ekki birzt fyrr en daginn fyrir utfærsluna. Loks sagði Benedikt Gröndal, að Alþýðuflokkurinn væri sam- mála þvi, að rétt væri að ræða við útlendinga. Hann sagði, að flokk- ur sinn væri algerlega andvigur þvi, að samið yrði um undanþág- ur innan 50 milnanna, en til álita kæmi að semja um undanþágur á svæðinu þar fyrir utan. Karvel Pálmason (SFV) sagði, aðþað væri ekki á rökum reist, að stjórnarandstaðan hefði slitíð samstarfinu i landhelgisnefhd- inni. Þingmaðurinn sagði, aö þjóðin krefðist skýlausra svara af hendi stjórnar- flokkanna um það, hvort semja ætti um undanþágur innan 50 miln- anna eða ekki. Hann gerði að umtalsefni skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar, og sagði, að samkvæmt henni væri ekki um neitt að semja. Siðan skoraði hann á forsætisráðherra og dómsmálaráðherra að gefa yfirlýsingu um það, að ekki yrði samiðum veiðiheimildir innan 50 mllnanna. Olíusjóður fiski- skipa lagður níður? Ólafur Þórðarson flytur tillögu þess efnis Ólafur Þórðarson (F) hefur lagt fram þingsályktunartillögu um afnám Oliusjóðs til fiskiskipa. t tillögunni er gert ráð fyrir, að rikisstjórnin leggi niður Oliusjóð - fiskiskipa og afnemi þau útflutningsgjöld er honum koma við. Endurskoðaðar verði allar greiðslur sjávarútvegsins i formi útflutningsgjalda með lækkun þierra fyrir augun. Fiskverð verði hækkað sem þessum leið- réttingum nemur. í greinargerð segir flutnings- maður m.a.: „Á undanförnum árum hafa vaxið mjög afskipti Alþingis af deilum sjómanna og útgerðar- manna um kaup og kjör. Hafa af- skipti þessi löngum orðið á þann veg að stærri og stærri hluti fisk- verðsins hefur verið greiddur utan skipta. Þetta hefur verið gert með myndun sameiginlegra sjóða af útflutningsgjöldum A sjávarafurðum. Með þessu móti nýtur hvert skip ekki lengur að fullu þess afla sem það færir að landi. Þetta kerfi brýtur öll hag- fræðilögmál, skapar rangar hug- myndir um það, hvað sé arðbært i sjávarútvegi á hverjum tima, og stuðlar að rangri ákvarðanatöku. í sumar fór af verði bræðslu- fisks meira en helmingur af fisk- verðinu I sjóðina, tekið sem út- flutningsgjöld." Endurflytur tillögu- um viðhalds- þjónustu Jón Skaftason (F) endur- flytur þingsályktunartillögu slna um viðgerðar- og við- haldsaðstöðu flugvéla á Kefla- vikurflugvelli. íhenni er skor- að á rikisstjórnina að láta at- huga i samráði við Flugleiðir hf. og önnur flugfélög er hags- muna hafa að gæta á hvern hátt hagkvæmast sé að koma upp aöstöðu til viðgerða og viðhalds flugvéla á Kefla- vfkurflugvelli. Sem kunnugt er, flutti Jón Skaftason þessa tillögu á sið- asta þingi, en þá varð hún ekki útrædd. Skólaskipan á framhalds- skólastigi Helgi Seljan og Ragnar Arnalds (Ab) hafa lagt fram þingsálykt- unartillögu um skólaskipan á framhaldsskólastigi. Lagt er til aö rlkisstjórnin láti semja og leggja fyrir næsta Alþingi frumv um löggjöf um skólaskipan á framhaldsskólastigi. Megintil- gangur frumvarpsins verði að leggja grundvöll að samræmdum framhaldsskóla, þar sem kveðið sé skýrt á um verkskiptingu og tengsí hinna ýnsu skóla og náms brauta. Jafnframt þarf frum- varpið að vera stefnumótandi um hlutdeild ríkis og hugsanlegs mótaðila i stofnkostnaði, rekstri og stjórnun framhaldsskólanna, eins og segir i þessari þings- alyktun. Kostnaður við sveita-vegi á Austurlandi Helgi Seljan (Ab) hefur lagt fram þingsályktunartillögu um úttekt á kostnaði við sveitavegi á Austurlandi. Gert er ráð fyrir þvi I tillögunni, að rfkistjórnin láti framkvæma úttekt á þvi verkefni, að gera greiðfæra sem vetrarvegi þá vegi I sveitum á Austurlandi, sem afgerandi þýðingu hafa fyrir atvinnurekstur bænda (mjólkur- flutning). Frumvarp um breytingar á umferðarlögum: Hætt að umskrá ökutæki vegna flutninga milli lögsagnarumdæma framvegis verða vélsleðar skráðir. Stefnt að einfaldara skráningarkerfi bifreiða Lagt hefur verið fram i neðri deild stjórnarfrumvarp um breytingu á umferðarlög- um. Meginefni frumvarpsins felur f sér þær breytingar á ákvæðum umferðarlaga, að gert er ráð fyrir þvi, að hætt verði aö umskfá ökutæki vegna flutninga milli lög- sagnarumdæma, svo og þvi, að Bifreiðaeftirlit rikisins annist skráningu ökutækja i staö lögreglustjóra. Frum- varpið hefur enn fremur að geyma ákvæði um skráningu og notkun vélsleða og um hámarkslengd ökutækja. Þá er lagt til, að hækkaðar verði vátryggingarfjárhæðir fyrir hina lögboðnu ábyrgðartrygg- ingu ökutækja, og gert er ráð fyrir ýmsum öðrum breyting- um, m.a. þvi að framvegis fylgi sama skrásetningar- númer bifreið frá þvi að h ún er tekin f notkun og þar til hún er tekin af skrá, enda ekki nothæf lengur. 1 athugasemdum með frum- varpinu fylgir tafla, þar sem fram kemur, að umskráning- ar bifreiða hafa aukizt um lið- lega 100% á fjórum árum. Þannig voru þær 13321 árið 1971, en 27340 á siðasta ári. 1 framhaldi af þvi segir: „Þessi auknu umsvif hafa kallað á fjölgun starfsliðs og aukinn rekstrarkostnað. Hefur þvi á undanförnum ár- um verið til athugunar, á hvern hátt draga megi úr kostnaði á þessu sviði og gera skráningarkerfið einfaldara, bæði fyrir þegnana og hið opinbera. Er með frumvarpi þessu lagður grundvöllur að þvi aö skráningu ökutækja verði breytt á þann veg, að tekið veröi upp fast númera- kerfi fyrir allt landið, þar sem meginreglan er sii, að ökutæki haldi óbreyttum skráningar- merkjum frá þvi það er fyrst skráð og þar til það er tekið af skrá sem ónýtt. Kostir við þessa breytingu eru fyrst og fremst sparnaður i vinnu og aðstöðu, þar sem hætt yrði að umskrá ökutæki vegna flutn- ings milli umdæma eða ann- arra ástæðna. Jafnframt mundu falla niður þær skoðan- ir, sem nú er skylt að fram- kvæma við umskráningu. Sparnaður þessi mundi ekki einungis koma fram hjá þeim opinberu stofnunum, sem hlut eiga að máli (lögreglustjór- um, bifreiðaeftirliti og þing- lýsingadómurum), heldur einnig hjá eigendum ökutækj- anna, svo og öðrum, t.d. vátryggingafélögum. Breytt skráningarkerfi mundi og auðvelda viðhald ökutækja- skrár og skýrsluvélavinnu, og draga ur hættu á misskráning- um. Með breytingunni mundu falla niður þau auðkenni á ökutækjum, sem leiða af skiptingu landsins I skráningarumdæmi. Gert er þó ráð fyrir þvi, að hver lög- reglustjóri haldi áfram skrá yfir ökutæki i umdæmi sinu, auk þess sem allsherjar- spjaldskrá verður haldin, svo sem nú er, og unnin i skýrslu- vélum. Undirbúningur að nýju skráningarkerfi er þegar haf- inn, m.a. með kaupum á skráningarvél, sem skráir upplýsingar um ökutæki, vegna spjaldskrár og á skráningarskírteini, auk þess sem hiin gatar á strimil upp- lýsingar til úrvinnslu i skýrsluvélum. Er gert ráð fyrir þvi, að hvert ökutæki verði auðkennt með tveimur bókstöfum og þremur tölustöf- um. Þessi undirbúningur er óháður þvi, hvort skráningar- merkjum verður breytt eða ekki, en kemur að notum, ef horfið verður að þvi ráði að breyta þeim, en ekki er nauð- synlegt að skipta um merki á öllum ökutækjum samtimis."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.