Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. október 1975 TÍMINN 13 Tillögur norskra sérfræðinga um snjóflóðavarnir í Neskaupstað væntanlegar á næstunni SJ—ReykjavIk.Um mánaðamót- in komu tveir norskir sérfræðing- ar I snjóflóöavörnum til Neskaup- staðar og dvöldust þar i nokkra daga, könnuöu aðstæður og sátu fund með bæjarstjórninni, al- mannavarnanefnd og snjóflóða- nefnd. Þar greindu þeir frá reynslu og aðgerðum Norðmanna i snjóflóðavórnum og rannsókn- um og mati á snjóflóðahættu. Að sögn Loga Kristjánssonar, bæjar- stjóra i Neskaupstað er væntan- leg frá sérfræðingunum um mánaðamótin álitsgerð um æski- legar snjóflóðavarnir i kaup- staðnum byggð á könnun þeirra sjálfra og þeim gögnum, sem þegar voru fyrir hendi. Sérfræðingar þessir eru Karstein Lied og Steinar Bekkehöj frá Norges geoteknisk institutt (Jarðtæknistofnun Noregs), en þar var komið á fót deild til að vinna að snjóflóða- vörnum árið 1971, og starfa þeir við hana. Oformlegt samband var haft við stofnunina þegar á slð- asta vetri vegna snjóflóðanna I Neskaupstaö I desember s.l. Sérfræðingarnir komu hingað á vegum snjóflóöanefndarinnar I Neskaupstað, sem skipuð var nýlega, en I henni eru: Haukur ólafsson, Hjörleifur Guttormsson, Ólafur Gunnars- son, Stefán Þorleifsson og Stefán Pálmason. Sem starfsmaður nefndarinnar var tilnefndur Þór- arinn Magnússon bæjarverkfræð- ingur. Hjörleifur hefur verið kjör- inn formaður nefndarinnar. Strax eftir snjóflóðin miklu I desember I fyrravetur hlutaðist almannavarnanefnd Neskaup- staðar til um að fram færi athug- un á útbreiðslu flóðanna og fékk Hjörleif Guttormsson til að vinna að þvi verki. Kortlagði hann snjóflóðin og mældi eftir föngum dýpt þeirra stærstu, þannig að unnt væri að gera sér grein fyrir efnismagni þeirra. Jafnframt hélt hann uppi spurnum um meiriháttar snjóflóð, sem falliö heföu I grennd við kaupstaðinn I manna minnum, 'og dró þannig saman nokkrar heimildir, sem þó eru auðvitað gloppóttar, og ná skammt, eða um 90 ár aftur i tímann. Arkitektastofan sf. sá um teikningu uppdrátta eftir framkomnum upplýsingum, og var þeim skilað til almanna- varna, bæjarstjórnar og fleiri að- Styðja útfærsluna í 200 mílur Bæjarstjórn Isafjarðar gerði svofellda samþykkt á fundi fyrir helgina: Bæjarstjórn ísafjarðar fagnar útfærslu islenzkrar fiskveiðilög- sögu i 200 milur. Jafnframt vekur hunathygliá, aðframvegis verða Islendingar einir dregnir til ábyrgðar & friðun uppeldisstöðva og nýtingu fiskistofna á miðunum umhverfis landið. Þess vegna skorar bæjarstjórn ísafjarðar á stjtírnvöld að setja hið fyrsta lög- gjöf um visindalega verndun fiskistofna og nýtingu þeirra, þannig að bráðum háska af of- veiði og rányrkju verði bægt frá dyrum þjóðarinnar I framtiðinni. Bæjarstjórn telur, að visa beri á bug öllum kröfum erlendra þjóða um undanþágur innan islenzkrar fiskveiðilögsögu, er brjóta i bága við þau fiskverndarsjónarmið, er réttlæta útfærsluna og framtið is- lenzku þjóðarinnar byggist á að verði í heiðri höfð. Kaupiö bílmerki Landverndar ?Verjum ,8Bgr2öurJ verndurm LANDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreioslum og skrifstotu Landverndar Skólavöröustig 25 ila, ásamt greinargerð, I febrúar- mánuði, og fleiri gögn varðandi snjóflóðin lágu fyrir siðar. Af hálfu Almannavarna rlkisins var leitaö eftir þvi at fá hingað svissneskan sérfræðing til að leggja á ráðin um fyrirkomulag snjóflóðavarna hérlendis, og kom á þeirra vegum forstöðumaður Snjóflóða- og skriðurannsókna- stofnunar svissneska rlkisins I Davos, prófessor de Qervain, til Islands I lok april. Dvaldist hann hér á landi 110 daga og heimsótti utan Reykjavlkur þrjá staði: Neskaupstað, Seyðisfjörö og Siglufjörð. Hefur hann samið skýrslu um athuganir slnar og gefið ábendingar til stjórnvalda um æskilegar snjófldðavarnir, svo og nokkur atriði varðandi þá staði sem hann heimsótti. Er þess að vænta, að á næstunni verði tek- ið á þessum málum á landsmæli- kvarða þar eð fjölmörg byggðar- lög eiga hér mikið I hiífi. Það er hins vegar eðlilegt, að bæjaryfirvöld i Neskaupstað hafi nokkra forustu um stefumörkun ogeigifrumkvæði að könnun þess- ara mála að þvi er varðar byggðarlagið meö hliðsjón af náttúruhamförunum I fyrra. Eitt undirstöðuatriði I mati á snjó- flóðahættu eru veöurathuganir, sem I undirbúningi var raunar að hrinda af stað I Neskaupstað fyrir snjóflóðahrinuna. í samvinnu við Veðurstofu íslands var komið upp veöurathugunarstöð í kaup- staðnum I sumar, og hófust mælingar I ágúst og reglubundn- ar veðurathuganir þrisvar á sólarhring frá 1. sept. að telja. Annast þær Gunnar Ölafsson, fyrrverandi skólastjóri. Snjóflóðanefndin, sem nýlega hefur verið kvödd til starfa, mun leitast við að móta tillögur i áföngum með hliðsjon af áliti sér- fræðinga og fenginni reynslu. Enginn mun búast við þvi, að skjdtar eða öruggar varnir finnist við þeirri vá, sem af snjóflóðum stafar, en miklu varðar að lærist að taka tillit til þeirra og varast þau eins og aðrar hættur I um- hverfi okkar. Nefndin væntir sem beztrar samvinnu við alla þá aoila, sem hún þarf að leita til, stjórnar al- mannavarna jafnt sem bæjarbúa I Neskaupstað og íbúa nágranna- byggða. A þessu stigi væri nefnd- inni kærkomið að fá frekari upplýsingar um þau snjóflóð, sem menn minnast aö fallið hafi nærri núverandi byggð I kaupstanum og innan hans, eða vita sagnir um þar eð upplýsingar þar að lutandi skipta miklu fyrir framtlðar- skipulag byggðarinnar. Geta menn snúið sór til einhvers nefndarmanna með slíkt efni. Að öðru leyti mun nefndin skýra frá tillögum slnum til umbjóðanda og almennings eftir ástæðum, er þær hafa verið mótaðar i samvinnu við al- mannavarnir. Nýr áfanqi á Kanarí Diomaeyjan Tenerife Reynsla okkar af óskum íslendinga undanfarin 5 ár og sá frábæri árangur sem náost hefur í Kanarí- eyjaferöum okkar, er þaö sem nú hvetur okkur til aö færa enn út kvíarnar. Viö höfum nú skipulagt feröir til blómaeyjunnar Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí- eyja, en hún er granneyja Gran Canaría, þar sem þúsundir íslendinga hafa notio hvíldar og hressing- ar á undanförnum árum. í vetur veroa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta 14. desember en hin síðasta 4. apríl og er hún jafnframt páskaferö. Dvaliö veröur í íbúöum og á þriggja og' fjögurra stjörnu hótelum og veröiö í tvær vikur er frá 47.900 krónum, sem er þaö hagstæoasta sem býöst. Sért þú aö hugsa um sólarfero í skammdeginu, þá'snúðu þér til okkar. F,^9^G LOFTLEIDIR ISLANDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.