Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. október 1975 TÍMINN ÚtgefandiFramsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarínsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:' Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á ntánuði. KaðaprentK.f: Ákvæðisvinna Vafalaust eru allir á einu máli um það, að vel- virkir afkastamenn séu vel komnir að háu kaupi. Þeir, sem mikið leggja á sig, verðskulda það að bera mikið úr býtum. Þess vegna er sjálfsagt og eðlilegt, að ákvæðisvinna gefi meira i aðra hönd en timavinna, ef afköst aukast við þá tilhögun án þess að frágangi hraki. Þetta munu allir virða á einn veg. En allt má misnota, og svo er einnig um ákvæð- isvinnuna. Mörgum mun hafa orðið nokkuð bilt við, er þeir horfðu og hlustuðu á sjónvarpsþátt um þetta efni á föstudagskvöldið var. Þar komu fram atriði, sem ýttu óþyrmilega við mörgum. Lág- launafólkinu i þjóðfélaginu mun hafa hnykkt við, er það heyrði, að ákvæðisvinnukaup getur komizt upp i þrjú til sex þúsund krónur á klukkustund, og er mönnum ekki láandi, þótt þeim blöskri. I þokka- bót kunna svo þeir, sem slik firn bera úr býtum á skammri stundu, að hafa i verki með sér aðstoð- armenn á lágu verkamannakaupi, að skilja mátti. Hinar hæstu tölur, sem nefndar voru i þessum sjónvarpsþætti, munu að visu heyra undantekn- ingum til. Samt sem áður eru þvilik dæmi vitnis- burður um, að meira en litið er bogið við kerfið, sem notað er við útreikninga launa i ákvæðis- vinnu, að minnsta kosti á sumum sviðum. Það hlýtur lika að bjóða heim margvislegri tortryggni að sami aðili — þeir, sem verkalaunin hreppa eða samtök þeirra — setja hinar flóknu reglur, sem eftir er farið og þorri fólks botnar litið i, annast út- reikningana og leggur dóm á kvartanir um mis- fellur, er fram kunna að vera bornar. Annað er nálega óhugsandi en þess konar sjálfdæmi veki urg og viðsjár. Annað kom fram i þessum þætti, sem einnig er næsta viðsjárvert: Staðhæft var, og ekki andmælt nema að litlu leyti, að kerfið sporni beinlínis gegn þvi, að upp séu tekin haganleg vinnubrögð við byggingar. Akvæðistaxtinn miðast við gömul vinnubrögð og tekur ekki tillit til nýrra aðferða og nýs skipulags, svo að niður er drepin sú hvöt til þess að byggja sem ódýrast, er þó ætti að fá að njóta sin, ef allt væri með felldu. Voru nefnd um þetta ýmis dæmi, og var þó að heyra, að fleira mætti draga fram i dagsljósið af sama tagi. Hér virðist sitthvað hafa legið lengur i þagnar- gildi en átt hefði að vera. Það skal þó itrekað, að ákvæðisvinna á ótvirætt rétt á sér á mörgum svið- um. En við þvi þarf að reisa skorður, að hún geti snúizt upp i f járplógsstarfsemi i sumum tilvikum eða hamlað gegn gagnlegum nýjungum um vinnu- brögð. Má geta þess, að sums staðar i nágranna- löndum okkar hafa þær reglur verið settar, að ákvæðisvinnukaup getur ekki farið fram úr tima- kaupi nema um ákveðinn hundraðshluta. Norskt nýmæli Rikisstjórnin norska hefur á prjónunum það ný- mæli, að lögbjóða tveggja vikna aukaleyfi á ári til handa þeim mönnum, sem náð hafa sextugsaldri. Hefur hún boðað, að frumvarp um þetta efni verði lagt fram innan skamms. Atvinnurekendasambandið i Noregi hefur aftur á móti skrifað félagsmálaráðuneytinu bréf, þar sem þessari fyrirætlan er mótmælt af þjóðhags- legum ástæðum, aðþvi er segir. Þessum röksemd- um hefur stjórnin visað á bug, og segist hún fara sinu fram. — JH Sígaunar fólk án framtíðar? Við tölum titt um mannrétt- indi og rif jum það upp nær dags daglega, hvernig fólk er ofsótt og hrakið á marga vegu, pint og kvalið. En þá er langoftast rætt um nafnkunna einstaklinga. Vond meðferð á þeim er auð- vitað álasverð, og tekur þó i hnjukana, þegar hroðalegum pyndingum er beitt, eins og tiðkast i fjölda landa. Ekki væri þó siður ástæða til þess að fjalla um meðferð á heilum þjóðflokk- um, sem sæta ár og sið hinni verstu meðferð — Indiánum, svertingjum og fjölmörgum öðrum, sem ekki hafa bolmagn til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Sigaunar eru einn þeirra þjóðflokka, sem lengi hafa verið hraktir, ofsóttir og fyrirlitnir, oghafa auk þess þá sérstöðu, að þeir lifa flökkulifi, dreifðir um fjölda þjóðlanda. Upphaflega áttu Sigaunar sér heimkynni i norðurhluta Ind- lands. Þeir tala mál, sem er ná- skylt mállýzkum, sem þar eru enn notaðar, og þetta mál skilja Sígaunar.hvar i veróldinni sem er. Þeir sem rannsaka hafa feril Sigauna, telja að þeir hafi yfir- gefið hin indversku heimkynni sln um svipað leyti og forfeður okkar tóku kristna trú. 1 Norðurálfu er þeirra fyrst getið um svipað leyti og íslendingar ur&u að beygja sig undir Hákon gamla, og til Noregs voru þeir komnir nokkuð samtimis þvi að verzlunareinokunin danska komst á i landi okkar. Slgaunar hafa flakkað um flest lönd veraldar. Lengi vel gerðu menn sér ekki grein fyrir þvi, hvaðan þeir voru komnir. Grikkir héldu, að þeir hefðu komið frá Litlu-Asiu og væru aí þjóðflokki einum þar, Athingön- um, er taldir voru rammgöldr- óttir. Englendingar álitu þá upprunna I Egyptalandi, og var þeim gefið nafn á enska tungu i samræmi við það. Lengi fengu Sigaunar að flakka um löndin án mikilla hamla, þótt oft kæmi til á- rekstra við heimamenn. Þeir voru óvelkomnir gestir, sem ekkisamlöguðustöðrum,ogþað er eitt af þvl, sem fólk með fasta búsetu á erfitt með að þola. Brátt var beinlinis tekið að of- sækja Sigauna á skipulegan hátt. Rannsóknarrétturinn kaþólski beitti þá mikilli grimmd. Miskunnarlausir dóm- stólar töldu þá seka um galdra og sökuðu þá um samblendi við djöfulinn. Þeir voru gerðir Ut- lægir á Spáni, ásamt Aröbúm og Gyðingum. Á sextándu öld sam- þykkti franska þingið að útrýma þéim. Prússar fylgdu þessu for- dæmi ikríngum 1720. Þýzkaland nasistanna hafði þess vegna við fordæmi að styðjast, er þar hóf- ust skef jalausar Sigaunaofsókn- ir. Ekki áttu Sigaunar heldur góöu að mæta á Norðurlöndum. Gústaf Vasa sem að mörgu leyti er talinn góður og mannúðlegur drottnari á visu sinnar tiðar, beitti sér fyrir þvi, að Sigaunar væru hraktir brott úr Sviaveldi. Þar voru það ekki sizt prestarn- ir, sem beittu sér fyrir þvi, að þeirri ákvörðun væri framfylgt. Lárentsíus Petri erkibiskup bannaði öllum kristnum mönn um I umdæmi sinu að eiga sam- skipti við þá. Arið 1576 var á- kveðið að gera þá alla land- ræka. Sigaunar skyldu gripnir, hvar sem þeir fyndust, og átti að safna þeim saman i silfurnám- unum i Sala. 1 júlimánuði árið 1637, nokkurn veginn samdæg- urs og fyrirmenn á Þingvelli við öxará staðfestu útlegðardóm yfir Jóni lærða Guðmundssyni, ákváðu Sviar, að allir karlmenn af kynþætti Sigauna skyldu drepnir, ef þeir fyndust i land- inu eftir tiltekinn dag. Um öll Norðurlönd hafa Sigaunar verið ofsóttir og hraktir til baka yfir landamær- in, ef þeir gerðust svo djarfir að sýna sig. Að jafnaði hefur verið við þá búið á svipaðan hátt og betlara og reköld i mannfélag- inu. Enginn umbar þá til lang- frama. Þýzkir nasistar létu það ekki nægja. Þeir léku Sigauna jafnvel enn hraklegar en Gyð- inga. Hinir hreinu, kyngóðu Germanar skyldu ekki saurgast af þeim. Þeir voru óargadýrum verri, og þá skyldi brenna á báli. I reynd tókst nasistum að kæfa helming allra Sígauna i Austurriki I gasklefum. Þrátt fyrir allar ofsóknir hef- ur aldrei tekizt að útrýma Sigaunum, og þó að þeir hafi dreifzt um allar jarðir, flakk- andi i samhópum, halda þeir fast við eina og sömu tungu og sömu venjur og hætti. Þeir eru fáir, sem hafa kynnzt Sigaunum til verulegra muna, en þeir, sem þekkja þá bezt, róma vinsemd þeirra, lifsgleði og leit að ham- ingju. Um alla Norðurálfu hefur sú krafa verið höfð uppi, að þeir verði að fella sig að siðum þeirra þjóða, sem þeir eru á meðal. Fyrir Sigaunana þýðir þetta ekkert nema tortimingu. Þess vegna halda þeir fast við söngva sina og dansa, þess vegna klæðast þeir slnum lit- sterku flikum, þess vegna leggja þeir rækt við skemmtan- ir sinar og samkomur. En hinir yfirlætisfullu Norðurálfubúar hafa ekki minnsta hug á að kynnast sérkennilegri menn- ingu flökkufólksins — þaðan af slður þeir sjái neitt gott eða markvert við hana. Þeir láta við það sitja að saka Sigaunana um léttúð og sviksemi. Fordómar meirihlutamannfélagsins eru endurteknir alltaf og alls staðar af hverri kynslóðinni á eftir annarri. Sigaunar fluttu með sér sina heimspeki frá Austurlöndum. Undir niðri trúir margur hvitur maðurinn á spádómsgáfu þeirra, og óttast jafnvel ákvæði þeirra. Fáeinum þykir gaman að söngvum þeirra og dönsum. En skyldu þeir ekki kunna ann- að fyrir sér en rýna i kristalls- kúlur? Frá fornu fari eru Sigaunar snjallir tin- og koparsmiðir. Þeireru lfka miklir hestamenn. Fáir taka þeim fram við sjón- hverfingar og töfrakúnstir. En hvað gerist? Hestarnir hverfa, sjónvarpið hefur helgað sig skemmtiiðnaðinum, og alls konar plastvarningur kemur I staðinn fyrir annan varning, sem unninn var i höndunum af listrænu fólki. Með þessu eru lifsmöguleikar Sigauna stórlega skertir. Þeir eru malaðir mélinu smærra iharla ólistfengri kvörn vélaaldar. Munur vegna ættar og upp- runa hefur farið minnkandi i menningarlöndum i Norðurálfu. Þetta hefur haft I för með sér, að flökkuþjóð með mjög sér- kennilega lifnaðarhætti, sker sig enn meira úr en áður. Fólk, sem alltaf er úr sömu deiglunni, vill jafnvel enn siður en áður hafa það sin á meðal. Jafnskjótt og það kemur yfir landamærin, eru hópar lögreglumanna komnir á vettvang til þess að elta það. Arið 1969 var mjög talað um aðferð Frakka. Af Sigaununum voru heimtuð svokölluð föru- mannavegabréf, þar sem meðal annars var skráð, af hvaða ætt- flokki þeir voru. Væru vega- bréfin I lagi, fengu þeir að vera eina nótt i hverjum bæ eða þorpi. A hverjUm einasta degi urðu þeir að koma á lögreglu- stöð, og enda þótt vegabréfin væru óaðfinnanleg, gátu þeir átt á hættuofsóknir, meira að segja af hálfu yfirvaldanna. Atferli franskra yfirvalda vakti þó mótmæli. Tilslökun var gerð, svo að Sigaunar gátu notið vissra þátta almannahjálpar. En enn þann dag i dag hefst meírihluti Sigauna í Frakklandi við I öreigahverfunum utan við Paris og örbirgðargrenjum við Miðjarðarhafið. 1 Svfþjóð hefur hugur manna i garð Sigauna mildazt smátt og smátt. Þar hafa þeir fengið möguleika til þess að mennta sig og þjálfa til starfa, og þeim standa til boða öllu skárri vist- arverur en áður. Kannski er mannúðin orðin meiri þar en I Noregi og umburðarlyndið öllu ríkara en viðast annars staðar vegna þess, hve margt útlend- inga hefur flutzt þangað. í alfræðibók Bonniers frá ár- inu 1948 segir þó: „Friðleiki þeirra, sem getur verið upp og ofan, er mjög orðum aukinn. Slgaunar hafa dæmigert snikju- eðli, og þeir hafa mikla andiið á strangri og reglubundinni vinnu. Þeir sjá sér fyrst og fremst farborða með þjófnaði, betli, spádómum og töfrabrögð- um". Er þetta rétt lýsing á Sigaun- um? Nokkrar alvarlegar til- raunir hafa verið gerðar til þess að kanna eiginleika þeirra og þar má aftur vitna til Svia. Fé- lagsfræðingurinn og læknirinn John Takman rannsakaði greind og andlegt og likamlegt heilbrigði um það bil eitt þúsund Sigauna. Af 839, sem skýrslur voru gerðar um, reyndust þrir fjórðu meðalgreindir, þrátt fyrir þjóðfélagslega vanrækslu oghrakningsævi. Af þeim fjórð- ungi, sem þá var eftir, voru fleiri greindari en I meðallagi. Heilsa þessara manna var aftur á móti i bágbornara lagi. Ótrúlega margir voru gigtveik- ir, bilaðir i baki og með maga- sjúkdóma — og orsökin eflaust slæmt viðurværi og ill vist i hreysum, vögnum, tjöldum og öðrum skýlum. Hvað segja svo Sviar um þá hugmynd að veita Sigaunum frelsi tilþess að flytjast til lands þeirra? Aðeins fimmtán af hundraði svöruðu spurningu þess efnis játandi árið 1969, en sjötiu og fimm sögðu blákalt nei. Fyrir fáum árum var hópur Sigauna svo óhamingjusamur að rekast inn i land jafn lýð- ræðislegrar og frelsisunnandi þjóðar og Norðmenn eru. Og þar kynntust þeir norskri ástúð, er stendur þeim til boða, sem öðru vlsi eru útlits og hugsa á annan hátt en heimamenn sjálfir. Si- gaunarnir urðu fyrir látlausri á- reitni og loks voru þeir reknir til baka i lögreglufylgd. Og það voru ekki aðeins býsna margir úr hópialmennings, sem öbbuð- ust upp á þá þessa daga, er þeir voru i Noregi, heldur voru f jöl- mörg blöð full af bréfum frá fokvondum lesendum. Það virt- ist ekki eiga sér nokkur tak- mörk hvað þetta aðkomufólk var sagt hafa tekið sér fyrir hendur. Tilraunir til þess að búa Sígaunum þolanlegt lif I Noregi hafa misheppnazt. Orfáar fjöl- skyldur hafast við innan norskra landamæra, og þær hafa komizt að raun um, að vel- ferðarrikið hefur ekki jafn breiða vængi og af er látið. Þær vita líka, að umburðarlyndið er minna en yfirvöld vilja láta i veðri vaka. Þeim hefur yfirleitt verið visað á hverfi i Osló, þar sem þeir, er útskúfaðir mega heita, hafast helzt við. Þegar yfirvöld i Osló hafa reynt að láta Sigauna 'eignazt athvarf annars staðar, hefur rignt yfir þau mótmælaskjölum frá fólki, sem ekki vill vita af þeiminágrenni viðsig (ilikingu við bréfagerð fólksins i Laugar- ási I Reykjavik, þegar vistfólk frá Kleppi átti að fá þar húsa- skjól). Það er dæmigert um þessi mótmælaskjöl, að þau hefjast á almennum yfirlýsing- um um rétt minnihlutahópa. En i kjölfar þess konar handaþvott- ar kemur svo það, sem er merg- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.