Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 31. október 1975 Fiðluleikarinn „Pinky" Zukerman Hann er enn þakklátur A-1 veirunni, hinni svokölluðu Aslu-inflúenzu. Hún var orsök til þess, að pianóleikari nokkur varö að leggjast í rúmið daginn fyrir upptöku, betta var 1968. BUið var að leigja upptökusal- inn og 100 tónlistarmenn voru tilbúnir. Það heföi kostað 3 miljónir að hætta viö. Daginn eftir ruddist meðal- hár, riövaxinn piltur inn I upp- tökusalinn. Hann neri feimnis- lega órakaðan kjálkann (,,ég var aö koma frá New York) og kynnti sig fyrir hljómsveitinni. Síöan lét hann yta pianóinu til hliðar og tók upp fiðlu Stradivariusfiðlu, sem hann hafði fengið að láni, og klemmdi hana undir slrauðan kjálkann. Israelski fiðluleikarinn Pinkas Zukerman lét svo, blásandi og stappandi, bogann leika um strengina. Þegar upptakan, fiðlu- konsertar Mendelssohns og Tsjaikowskys, kom nokkrum mánuðum seinna á markaðinn, fékk hún fádæma mikið lof gagnrýnenda. Þessi örgeðja fiðluleikari, sem leit út eins og slgauna-,,primas”, jafnvel i kjól og hvitt, var frá þessari stundu álitinn sá efnilegasti af ungu kynslóðinni. Zukerman segir, að hann hafi bara farið að spila á fiðlu, af þvl að hann „hafði ekki loft” tii að blása á klarinettu. Þeim mun betur gekk með ifiðluna. Hann byrjaði sjö ára að læra hjá föður slnum, sem er ágætur fiðluleik- ari og fór eftir eitt ár I Tónlistarháskólann I Tel Aviv. Þar naut hann fimm ára styrks frá a m er Is k-I s r a e lsk a menningarsjóðnum, og lék slðan fyrir Isaac Stern.sem var á tónlistarhátið i Tel Avi. Stern sagðist aldrei hafa kynnzt annarri eins listagáfu og útvegaði honum nýjan styrk. Nokkrum vikum slðar fór hinn 13 ára ungljngur „litill, feitur með rauðar kinnar”, eins og hann segir sjálfur, til New York Þar var hann þjálfaður af rússneska útlaganum prófessor Ivan Galamian. Þaö var strangur timi. Á fimm árum æfði Zukerman „að minnsta kosti 10.000 stundir „alltsem fiðlusnillingur þarf að hafa á valdi slnu. Hann fékk flnsllpun hjá velgerðarmanni slnum, Isaac Stern, á meistaranámskeiðum. Skömmu seinna vann hann fyrstu verð- laun I aðaltónlistarkeppni Bandaríkjanna („Leventritt Award”). Þessi heiður opnaði leiðina inn I hina stóru hljómleikasali heimsins. En sá sem ætlar að hafa not af fljótfenginni frægð, veröur að hafa góðan skammt af ófyrirleitni. Sérstaklega i sambandi viö hljómplötur. Hann fékk ráðleggingar frá landa slnum, sem er litið eldri, Daniel Barenboim. bessum tónlistarmanni sem er snill- ingur að umgangast ráðamenn I tónlist, hefur tekizt á fáum ár- um að verða starfandi á þremur vígstöðvum. Ýmist er hann planóleikari eða hljómsveitar- stjóri, og þar að auki kammer- múslkant og undirleikari. Barenboim, sem er eins sniðugur og Karajan, býr I London. Hann tók landa sinn upp á sina arma og kynnti hann tónlistarvinum í Bretlandi. ’69 fór hann i tónleikaferð um Bandarikin og tók Zukerman með sem einleikara. Eftir 30 tónleika var fiðluleikarinn, sem er kallaður „Pinky” meðal vina sinna, orðinn heimsfrægur, Leonard Bernstein lét hann spila með New York Philharmony 1969 i Lincoln Center, og hvar sem hann spil- aði, var allsstaðar talað um „sigurför fiðlunnar”. Síðan hefur Zukerman gert upptökur hjá þremur fyrirtækj- um að flestu, sem hægt er að taka upp, og uppáhalds með- leikari hans, bæði sem -hljóm- sveitarstjóri og pianóleikari, er Daniel Barenboim. Maður kemur með gullfallega stúlku upp á arminn inn i hótel og pantar herbergi. Dyravörö- urinn spyr: „Á ég að láta fara strax upp með farangur frúar- innar?” „Hver fjandinn!” hreytir maðurinn út Ur sér, „er hún lika hér?” „Hvaö var það fyrir yður?” spyr járnvörukaupmaðurinn I Róm. — „Lítinn hamar!” segir unga konan úr fína gistihúsinu. A næstu dögum koma nokkrar fleiri ungar konur og allar vilja fá lltinn hamar. Kaupmaðurinn er orðinn hissa. Ein af við- skiptavinunum skýrir máliö fyrir honum: „Okkur er aö vlsu bannaö aö taka Pilluna, en ekki smá duftskammt.” Að kvöldi til I strætisvagninum. Karlmannshönd leitar aö kven- hendi. „Getið þér ekki sett höndina einhvers staðar annars Hann gerir allt fyrir land sitt, þiggur ekki laun fyrir tónleika og I striöinu 1973 flag hann strax til ísraels og aflýsti öllu til að geta leikið þar, ekki aðeins i hljómleikasölum, heldur lika fyrir hermennina á vigstöðvun- um. Það, að þjóta land úr landi, búa á hótelum, sem lif snillings- ins mótast af, finnst honum ekk- ert erfitt. „Hvernig getur maður þreytztá einhverju, sem maður elskar?” staðar?” spyr stúlkan. „Jú,” stamar hann, „en ég þori ekki!” Eftir rannsóknina hristir lækn- irinn höfuðið: „Já,” segir hann, „þetta gerir ástin!” „Afsakið,” segir maöurinn móögaöur. „Ég er ókvæntur og á enga vinkonu.” „Þá er það áfengiö!” „Ég drekk aldrei!” „Þá eru það reykingarnar! ” „Ég reyki heldur ekki.” „Þá eru það 3000 krónur!” Liðþjálfinn segir við nýliðann, sem er á vakt I fyrsta skipti: Ef þér sjáið ofurstann, hann er með þrjár stjörnur, þá segir mér frá þvi” Mörgum klukkutimum seinna sér nýliðinn einn með þrjár stjörnur, fer til hans og spyr: „Eruð þér ofurstinn?” „Blessaður láttu ekki sjá þig, liðþjálfinn er að leita að þér!” DENNI DÆMALAIJSI „Þér var hrósað áöan. Þegar þú kallaðir og sagöir mér aö koma heim, sagöi Wilson, aö þaö væri fegursta hljóö, sem hann hefur nokkru sinni heyrt.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.