Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. október 1975 TÍMINN 9 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f Hótun Hattersleys Roy Hattersley, aðstoðarutanrikisráðherra Breta, hefur nú endurnýjað þá yfirlýsingu i neðri málstofu brezka þingsins, að brezka stjórnin muni veita togurum Breta herskipavernd á íslandsmiðum, ef nýr landhelgissamningur milli íslands og Bretlands hefur ekki verið gerður fyrir 13. nóvember næstkomandi, þegar núgildandi samningur fellur úr gildi. Þessa yfirlýsingu Hattersleys má telja fullnaðarstaðfestingu á þvi, sem þeir Wilson forsætisráðherra og Crosland ráðherra hafa áður sagt, Þannig á að gera íslendingum það nægilega ljóst, hvað framundan er, ef ekki hefur verið samið fyrir áðurnefndan dag. Um það er ekki nema gott að segja, að Bretar komi tii dyranna eins og þeir eru klæddir. Það mun hins vegar engu breyta um afstöðu tslend- inga. íslendingar hafa áður átt i þorskastyrjöld- um við Breta og sigrað i þeim. Þvi fylgir að sjálf- sögðu mikil áhætta og sennilega bætast nú við meiri efnahagslegar fórnir en áður, svo að þjóðin verður að herða fastar að sér en ella. En íslendingar munu taka þvi. Þeir eru að berjast fyrir lifshagsmunum sinum og eiga ekki annan kost en að heyja styrjöld, ef Bretar reynast ófáanlegir til að fallast á sanngjörn sjónarmið þeirra. Það er íslendingum lika ljóst, að sigurinn verður þeirra, þvi að reynsla er fengin fyrir þvi, að ekki er hægt að fiska til lengdar undir herskipavernd. Það vita brezkir sjómenn, þó að Wilson, Crosland og Hattersley hafi ekki gert sér það ljóst. Rök Hattersley fyrir þvi, að Bretar eigi sögu- legan rétt til veiða á Islandsmiðum eru gamal- kunnug. Það eru sömu rökin, sem Bretar notuðu á sinum tima til að réttlæta yfirráð sin i nýlend- unum. Þessi rök verða ekki sterkari, þótt al- þjóðadómurinn i Haag hafi lagt blessun sina yfir þau að áliti Hattersleys. Alþjóðadómstóllinn hefði sennilega einnig fallizt á sögulegan rétt Breta til yfirráða i nýlendunum á sinum tima, vegna þess að hann hefði talið sig vera bundinn af úreltri hefð. Reyndar er þó úrskurður Haagdóm- stólsins ekki eins slæmur og Hattersley vill vera láta. í úrskurði dómsins segir, að i samningum milli íslendinga og Breta um þessi mál skuli taka tillit til forgangsréttar íslands, sögulegs réttar Breta, nauðsynlegrar friðunar o.s.frv. Bretar sleppa þvi alveg, að dómstóllinn úrskurðar íslandi forgangsrétt og setur hann ofar svonefnd- um sögulegum rétti Bretlands. Annars er þetta ekki höfuðatriðið i sambandi við úrskurð Alþjóðadómstólsins. Meginatriðið er það, aðlsland lýsti sig með gildum rökum óbund- ið af lögsögu dómstólsins og úrskurður hans er þvi ekki neitt bindandi fyrir Island. Island byggir rétt sinn á þeirri réttarþróun, sem hefur verið að gerast i heiminum siðustu áratugina, og fyrir- sjáanlegt er að verður grundvöllur nýrra haf- réttarreglna, þar sem nýlenduhefð verður alveg þurrkuð út. Jafnvel Bretar eru farnir að gera sér þetta ljóst. Bretar tjalda þvi til einnar nætur, ef þeir hefja nýtt þorskastrið, og þvi væri skynsam- legast fyrir þá, að setjast i alvöru að samninga- borði, en vera ekki með ofbeldishótanir. Þær hafa engin áhrif á íslendinga. ERLENT YFIRLIT Fer Bokassa í heim sókn til Vorsters? Hann er grimmasti harðstjórinn í Afríku ÞÆR fregnir berast nú frá Miðafrlkulýðveldinu, að for- seti þess, Bedel Bokassa, hafi i hyggju að fara i opinbera heimsókn til Suður-Afriku og verði þannig fyrsti þjóðhöfð- ingi blökkumannarikis i Afriku, sem sækir stjórn Suð- ur-Afriku heim. Hingað til hafa aðrir þjóðhöfðingjar svartra rikja i Afriku ekki léð máls á slikri heimsókn. Bo- kassa hyggst með þessu að sýna sáttavilja og afla sér jafnframt eftirtektar út á við. Það mun þó ráða mestu um þetta, að hann hefur fengið talsverða fjárhagsaðstoð frá Suður-Afriku og hyggst fá hana meiri. Eins og á stendur, mun stjórn Suður-Afriku vafalitið taka á móti Bokassa fegins hendi, en vart myndi hún gera það undir venjulegum kringumstæðum. Ástæðan er sú, að Bokassa er einn mesti g r i m m d a r s eg g u r og ójafnaðarmaður, sem nú fer með völd I Afriku. Miðafriku-lýðveldið var áð- ur frönsk nýlenda og hét þá Ubangi-Shari. Þaðnær ekki að sjó, i landinu eru engar járn- brautir og varanlegir vegir eru innan við 200 km að lengd. Þetta hefir lengi verið eitt af vanþróuðustu svæðum Afriku og allar horfur eru á, að svo verði enn um langa framtið. 1 landinu eru miklar demantanámur og er sú námuvinnsla eini ábatasam- legi atvinnuvegur lands- manna. Annars vekur stjórn- andi landsins Jean-Bedel Bo- kassa, meiri athygli út i frá en allt annað. Hann er 53 ára, var áður undirforingi i franska hernum, en er nú sennilega grimmasti harðstjóri á öllu meginlandi Afriku. FÁIRHAFA orðið til þess að bjóða einræði og harðstjórn Bokassa birginn, siðan hann losaði sig við David Dacko frænda sinn i nýársbyltingu hersins 1966. Meðal fyrstu verka einræðisherrans voru heimrekstur þingsins, afnám stjórnarskrárinnar og út- þurrkun kosninga. Nú ræður hann einn öllu i raun og veru. Hann er forseti til lifstiðar, æðstí yfirmaður hersins og formaður eina stjórnmála- flokksins, sem leyfður er i landinu. Hann breytir rikis- stjórn sinni oft og gegnir nú sjálfur tiu ráðherraembætt- um, er til varnarmálaráð- herra, upplýsingaráðherra og námumálaráðherra. Bokassa krefst þess, að þegnar hans sýni honum fyllstu lotningu, enda sagði hann eitt sinn: ,,I mér sjálfum gerast kraftaverk”. Höfuðborg Miðafriku-lýð- veldisins heitir Bangui og er snotur borg, ibúarum 125 þús- und. Þar má hvarvetna sjá myndir af Bokassa. Meira að segja eru myndir af honum prentaðar á skyrtubrjóst karl- manna og hann iðar aftan á siðpilsun kvenna, þegar þær hreyfa sig. ÞEGNAR Miðafriku lýð- veldisins gera sér ljóst, að þeir verða umfram allt að sýna Bo- kassa lotningu og hlýðni, en stjórn hans er óútreiknanleg einræðis- og harðstjórn. Emb- ættismenn stjórnarinnar eru oft kallaðir til forsetahallar- innar fyrirvaralaust. Sé Bo- kassa reiður geta þeir átt á ýmsu von, óbótaskömmum, húðstýrkingu, sem forsetinn Bokassa framkvæmir sjálfur, eða jafn- vel að verða settir i fangelsi án dóms og laga. Andstæðingar Bokassa i stjórnmálum og þeir, sem hann telur sér andstæða, hljóta þó enn harkalegri með- ferð. Mounomboye var yfir- maður öryggisþjónustunnar, þegar Bokassa tók völdin. Augu hans voru stungin úr honum að fjölskyldu hans ásjáandi, áður en hann var tekinn af lifi. Alexandre Banza hershöfðingi studdi Bokassa við valdatökuna. Arið 1969 var hann ákærður fyrir að undir- búa byltingu, kvaddur á ráð- herrafund og þar veitti Bo- kassa honum hvern áverkann af öðrum með rakhníf. Siðan tóku varðmenn Banza og börðu hann, unz hann hrygg- brotnaði. Þannig á sig kominn var hann dreginn um götur höfuðborgarinnar og að sið- ustu skotinn. BOKASSA lætur dómsmál og refsingar einnig til sin taka. Eitt sinn ofbauð honum inn- brotafaraldur i Bangui og þá fór hann til stærsta fangelsis- ins með flokk hermanna, sem voru vopnaðir kylfum. Þar lét hann berja á 45 dæmdum þjóf- um, unz þeir voru illa sárir orðnir og lemstraðir. Þannig voru þeir látnir liggja sex klukkustundir i steikjandi sólarhita. Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna andmælti of- beldinu, en Bokassa reiddist afskiptum hans og kallaði hann „skepnu” og „nýlendu- sinna”. Erlendir menn i Miðafriku lýðveldinu búa meira að segja við vafasamt öryggi. Starfs- CENTRAl AFRICAN REPU8UC .Sobar Bcnggí CONGO RtP. TIME Mop W. Horfgrtt Miðafriku-lýðveldið maður frönsku fréttastofunn- ar i Bangui sendi eitt sinn harðorða frétt um stjórn Bo- kassa. Hann var tekinn hönd- um, afklæddur og varpað i dý- flissu. Siðan var hann rekinn úr landi. Fjölmörgum, sem hafa gagnrýnt stjórn Bokassa eða vakið andúð hans með öðrum hætti, hefir verið visað úr landi með sólarhrings fyrirvara. Sendimenn erlendra rikja eiga einnig i nokkrum erfið- leikum, meira að segja sendi- menn Frakka, en Bokassa er þó talinn hlynntur Frökkum og fær 5 milljón dollara fjár- hagsaðstoð frá þeim árlega. Fimm franskir sendiherrar hafa setið i Bangui þau átta ár, sem Bokassa hefir farið með völd. „Þeir lenda allir upp á kant við Bokassa fyrr eða siðar”, sagði franskur kaupmaður. VIÐLEITNI Bokassa tii þess að bæta lifskjör þegna sinna er hvergi nærri eins ein- beitt og umfangsmikii og um- svif hans við að auka hlýðni þeirra. Hann hélt upp á 53 ára afmæli sitt um daginn með þvi að vfgja nýja demants- skurðarverksmiðju við trumbi’.leik og tilstand. De- mantaframleiðslan gaf af sér 15 milljón dollara i erlendum gjaldeyri árið sem leið, en hún er lika nálega eini ljósi bletturinn i efnahagslifi lands- ins. Bokassa hefir gengið svo hart fram I stjórnseminni, að hann telur sér orðið óhætt að ganga um höfuðborgina án þess að hafa umhverfis sig fjóra bilfarma af lifvörðum eins og tiðast hefir verið hans háttur. Þá er hann i látlausum fötum I stað hins glæsta ein- kennisbúnings, sem alsettur er hvers konar orðum. Sumir telja, að hann sé far- inn að mildast með aldrinum, en flestir þegnar hans eru þó á verði. „Hann telur sig orðinn öruggan i sessi”, sagði stúdent vð eina háskólann i landinu. sem auðvitað heitir i höfuðið á Bokassa. „En hvenær sem örla tæki á ógnun við vald hans”, hélt stúdentinn áfram. ,,þá losnaði hinn gamli Bo- kassa úr læðingi að nýju, grimmur, hrokafullur og mis- kunnarlaus.” (Stuðzt viðfrásögn i News- week) Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.