Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 31. október 1975 TÍMINN 19 ® Fjdrlagaræða bókhaldsúrvinnslu er lokið. Á þessu ári hefur rikisbókhaldið einmitt látið i 'té i fyrsta skipti tölvuunnin séryfirlit. Hafa þau verið unnin mánaðar- lega frá þvi á sl. vori. Verður ekki annað séð en að þau gefi glögga mynd af þvi, sem bókað hefur verið á hverjum tima. Þau ná hins vegar ekki til fyrirtækja og sjóða rikisins, sem fá engin eða óveruleg fjárframlög úr rikissjóði og gefa ekki nákvæma mynd af þeim rikisstofnunum, sem eru utan við tölvuvinnslu rikisbók- haldsins. Á þessu sviði tel ég nauðsynlegt að hraða þróuninni i þá átt, að bókhald allra rikisaðila verði unnið eftir sama úrvinnslu- kerfinu með frávikum eftir að- stæðum. Að þessu verður unnið og stefnt að þvi að ná þessu marki á næstu tveimur árum. Ég hefi óskað eftir auknu starfi rikisreikningsnefndar, er miði að þvi að beina allri bókhaldsvinnslu rikisins inn á tölvuvinnslukerfi rikisbókhaldsins og fjárlaga- undirbúningur og f járlög fari eftir sama kerfi. Ennfremur að önnur tölvuvinnsla rikisins verði sam- ræmd. Rikisreikningsnefnd ásamt fulltrúum fjármálaráðu- neytisins i stjórn skýrsluvéla rikisins og Reykjavikurborgar vinni að þessu verkefni með rikis- bókhaldi, fjárlaga- og hagsýslu- stofnun og rikisendurskoðun. Mun fjárveitinganefnd Alþingis, svo og kjörnum endurskoðendum rikissjóðs gerðgrein fyri störfum rikisreikningsnefndar, þannig að við undirbúning verks þessa verði unnt að taka tillit til óska áður- nefndra aðila. Eins og áður segir hefur rikis- bókhaldið á þessu ári i fyrsta skipti skilað mánaðarlega sér- yfirlitum úr tölvuvinnsíu sinni. t þeim koma fram m .a. g jöld hvers mánaðar og samtala þeirra frá ársbyrjun ásamt samanburði við fjárlög. Sá samanburður er byggður á heildartölum. Sundur- greina þarf reiknings- og fjár- lagatölur með sama hætti og byggja samanburðinn á áætlun hverrar stofnunar um gjaldskipt- ingu fjárveitingar á einstaka mánuði ársins. Þessar upplýsing- ar hafa ekki verið fyrir hendi nema að mjög takmörkuðu leyti. Nú verður leitað eftir slikum áætlunum frá öllum rikisaðilum frá og með næstu áramótum og þær áætlanir felldar inn i mán- aðarleg séryfirlit rikisbókhalds- ins, þannig að raunhæfur saman- burður fáist á reiknings- og fjár- lagatölum hvers mánaðar. Það er trúa min, að með þessum hætti verði stigið stórt skref til aukins aðhalds með gjöldum rikisins, bæði af hálfu fjármálaráðuneytisins og eigi siðuraf hálfu forstöðumanna ein- stakra rikisstofnana. Laun rikisstarfsmanna hafa i vaxandi mæli verið unnin i tölvu á vegum launadeildar fjármála- ráðuneytisins. Á vegum rfkisins eru tvö önnur tölvuvinnslukerfi launa notuð, annað á vegum rikisspitala og hitt á vegum Skipaútgerðar rikisins. Nú er unnið að þvi að vinna öll laun rikisins eftir einu og sama vinnslukerfinu. 1 byrjun árs 1974 hóf launadeild ráðuneytis- ins sérstaka vikulega vinnslu launa fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki rikisins, er áður höfðu sitt eigið launabókhald. Með yfir- töku rikisféhirðis við stofnanir hafa launagreiðslur jafnframt verið fluttar til launadeildar til úrvinnslu. Slikt felur vitaskuld i sér aukið álag á launadeildina en er til hagræðis þegar á heildina er litið. Þeirri stefnu mun þvi verða fylgt áfram. Til þess að æskileg yfirsýn yfir fjármál rikisins náist hefur rikis- stjórn samþykkt, að á vegum fjárlaga- og hagsýslustofnunar verði naiinn undirbún. að gerð aætlana um þróun útgjalda og tekna rikissjóðs á næstu árum. Skal þá miðað við gildandi laga- skuldbindingar og tekjuheimildir og aukningu ólögbundinna út- gjaldaliða með hliðsjón af feng- inni reynslu. Vegna þessa verk- efnis er fjárlaga- og hagsýslu- stofnun falið að annast samræm- ingu alira áætlana um fram- kvæmdir og opinbera starfsemi, sem gerðar eru á vegum ein- stakra ráðuneyta og ríkisstofn- ana. Ljóst er hins vegar, að hér er um mjög viðamikið verkefni að ræða, sem þarfnast rækilegs undirbúnings og aukins mannafla við fjárlagagerð frá þvi sem nú er. Er þvi liklegt, að það taki nokkurn tima að koma á fót lang- timaáætlunargerð, sem tekur til allra þátta rikisfjármálanna. Að sinni er þvi miðað að þvi að bætá einungis við einni stöðu i fjárlaga- og hagsýslustofnun vegna þessa verkefnis, og á næstunni verður þvi megináherzla lögð á al- mennan undirbúning fjárlaga- gerðar af þessu tagi. Þá gæti allt eins komið til að nálgast markið i áföngum með þvi að taka fyrir einstök svið rikisfjármálanna i einu, svo sem einstaka fram- kvæmdarflokka, og bæta við ár- lega eftir þvi sem efni stæðu til. Raunar er þegar hafin vinna af þessu tagi i fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, og munu sundurliðaðar áætlanirum byggingu sjúkrahúsa næstu fimm árin lagðar fyrir fjárveitinganefnd bráðlega. Lik vinnubrögð verða höfð fyrir aðrar greinar opinberra framkvæmda og þjónustu. Þá skal þess getið hér, að rikis- stjórnin hefur gert samþykkt um, að stjórnarfrumvörp skuli jafnan fylgja kostnaðaráætlun, og að umsögn fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar skuli jafnan liggja fyrir, áður en rikisstjórnin tekur endanlega ákvörðun um frum- vörpin. Slik verklagsregla, svo sjálfsögð sem hún er i sjálfri sér, fellur vel inn i þau vinnubrögð, sem viðhafa verður við gerð lang- tima fjárlaga. o íþróttir hann leikið báða landsleikina, sem Islendingar hafa leikið i bad- minton. Haraldur hefur verið ósigrandi hér á landi i badminton undanfarin ár, bæði i einliða- og tviliðaleik. Haraldur hóf að iðka badminton mjög ungur og er árangurinn eftir þvi. Haraldur ræður yfir mikilli tækni og hraða, og þegar hann betir þessu hvoru tveggja, er hann erfiður viður- eignar. Haraldur varð þrevaldur Islandsmeistari s.l. vor. Sigl'ús Ægir Árnasoner 21 árs verkfræðinemi. Hann er einn af þessum ungu og efnilegu bad- mintonmönnum, sem nú eru að koma upp hér á landi. Hann hefnr leikið i meistaraflokki siðan 1973, en þetta er hans fyrsti landsleik- ur. Hans bezti árangur til þessa var að leika til úrslita á siðasta Islandsmóti, ásamt Otto Guðjóns- syni i tviliðaleik gegn Haraldi og Ste'inar'i, sem þó báru hærri hlut. Sigtus komst einnig i undanúrslit i einliðaleik. Sigfús hefur orðið Islandsmeistari i unglingaflokki. Það fer ekki mikið fyrir Sigfúsi á leikvelli, en hann stendur alltaf fyrir sinu og á vonandi eftir að gera það i framtiðinni. Ottó Guðjónsson er 18 ára gamall menntaskólanemi. Hann leikur nú sinn fyrsta landsleik og er yngsti Islendingurinn, sem valinn hefur verið i landslið i bad- minton til þessa. Ottó fór upp i meistaraflokk á sl. vetri. Hann hóf að iðka badminton 10 ára gamall, og það er með hann eins og fleiri, sem byrja nógu ungir að æfa, að tæknilega stendur hann framar en þeir eldri. Það sem hann vantar fyrst og fremst er meiri keppnisreynsla og keppnis- harka, og það sem henni fylgir. Ottó er mjög prúður og skemmti- legur leikmaður, og vonandi á hann eftir að ná langt i iþróttinni. Fram að þessu hefur tviliðaleikur verið hans sterkasta hlið, og i honum komst hann i úrslit á sið- asta Islandsmóti, ásamt Sigfúsi Ægi, og er það vel af sér vikið á fyrsta Islandsmótinu i mfl. Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í nóvembermánuði Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 3. nóv. 4. nóv. 5. nóv. 6. nóv. 7. nóv. 10. nóv. 11. nóv. 12. nóv. 13. nóv. 14. nóv. 17. nóv. 18. nóv. 19. nóv. 20. nóv. 21. nóv. 24. nóv. 25. nóv. 26. nóv. 27. nóv. 28. nóv. R-38701 til R-39001 til R-39301 til R-39601 til R-39901 til R-40201 til R-40501 til R-40801 til R-41101 til R-41401 til R-41701 til R-42001 til R-42301 til R-42601 til R-42901 til R-43201 til R-43501 til R-43801 til R-44101 til R-44401 til R-39000 R-39300 R-39600 R-39900 R-40200 R-40500 R-40800 R-41100 R-41400 R-41700 R-42000 R-42300 R-42600 R-42900 R-43200 R-43500 R-43800 R-44100 R-44400 R-44700 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bif- reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kf. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bif- reiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningarnúmer skúlu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður liann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1975, skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 28. október 1975. Sigurjón Sígurðsson. — Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viðtals kl. 10-12 n.k. laugardag á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18. Akureyri — nágrenni Haustfagnaður framsóknarmanna I Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Hótel KEA laugardaginn 8. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Ræðumaður Þórarinn Þórarinsson alþingismaður. Skemmtiatriði — dans. Þátttaka tilkynnist Hótel KEA fyrir föstudaginn 7. nóv. Stjórn Kjördæmissambandsins. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnudaginn 2. nóv. kl. 16.00. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun að loknum 5 vistum. Þetta er 2. vistin af 5. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur Kristjáns Friðrikssonar Flyt fyrirlestur minn um nýskipan efnahagsmála, einkum sjáv- arútvegs- og iðnaðarmála, á Húsavik föstudagskvöld og á Akur- eyri sunnudag kl. 15.00 að Hótel KEA. Kristján Friðriksson. Snæfellingar önnur umferð i þriggja kvölda spilakeppninni verður að Breiða- bliki laugardaginn 1. nóv, og hefst kl. 21.30. Aðalvinningur er Mallorkaferð fyrir tvo. Einnig góð kvöldverðlaun. Alexander Stefánsson oddviti flytur ávarp. Að lokum verður stiginn dans. Framsóknarfélag Árnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Arnessýslu verður haldinn að E/rarvegi 15Selfossi 31. okt. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður tæðir stjórnmála- viðhorfið. Kjörnir verða fulltrúar á kjördæmisþing. Stjórnin. Vestur- Skaftafells^ýsla Aðalfuní"'r Framsóknarfélagana i Vestur-Skaftafellssýslu verís"' naldinn i Vik laugardaginn 1. nóv. kl. 20.30. Venjuleg r Ifundarstörf. Alþingismennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson mæta á fundinum. Stjórnirnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.