Tíminn - 05.11.1975, Síða 3

Tíminn - 05.11.1975, Síða 3
Miðvikudagur 5. nóvember 1975 TÍMINN 3 Svæðismótið í skák OSRAM Alvarlegt umferðar- slys á Húsavík: Tvær ungar stúlkur stór- slösuðust — önnur svo illa haldin, að ekki er hægt að flytja hana BH-Reykjavik. — Tvær ung- lingsstúlkur. 13 og 1<> ára, slösuðust alvarlega i umferðar- slysi á Húsavik i fyrrakvöld, og þcgar Timinn hafði samband viö lögregluna á Ilúsavik i gær- kvöldi var talið, að þær væru alvarlega slasaðar. Hafði þá önnur þcirra verið flutt á Kjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri til aðgerðar og gerðist það um hálf-tólf-leytið i fyrrakvöld, en hiu lá á sjúkrahúsinu á Húsa- vik, og var ekki talin ferðafær. Slysið varð á gatnamótum Vallholtsvegar og Garðarsbraut ar kl. átta i fyrrakvöld, að sögn lögreglunnar á Húsavik, og vildi þannig til, að piltur á vélhjóli var á leið upp Vallholtsveg, en ók þá fyrir bifreið, sem kom eft- ir veginum. Bifreiðarstjórinn brá snöggt við og hugðist forða frá slysi með þvi að sveigja bif- reiðina að gangstéttinni. En þegar bifreiðin hentist upp á gangstéttina lenti hún á stúlkunum tveim, sem þar voru á gangi, með fyrrgreindum af- leiðingum. Audrés (luðmundsson, endurskoðandi, afhenti stöðinni mjög vandaðan myndvarpa að gjöf, en áö- ur liöl'ðu þeir Eldeyjarmenn fært lienni fullkomið segulbandstæki. Hákon Sigurgrimsson, formaður skólanefndar, þakkaöi þcssar góðu gjafir, scm hann kvað koina scr mjög vel fyrir þau börn, sem þarna dveljast og þurfa á sérþjónustu i skólastarfi að halda. Myndin hér að ofan var tekin við afhendingu gjafanna að Alfhólsvegi 76. — Andrés Guðmundsson, lormaður „Eldeyjar", Ilákon Sigurgrimsson, formaður skólanefndar Kópavogs, Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari, Bjarni Bentsson, lngvar Magnússon, og Arnór Pálsson, stjórnarmenn i „Eldey", Karl Jónsson, sérkennari og Andrés Kristjánsson, fræðslustjóri i Kópavogi. Fyrsta hdlkan BH-Reykjavik. — Fyrsti snjórinn á þessuin vetri sást á götum Reykjavikurboi gar i gærmorgun, en að sögn 1 ögreglunnar var ekk- ert meira um árekstra i umferð- inui en venjulega —- en þess skal þá lika getið, að þeir hafa færzt i aukana upp á siðkastið. Um sex-leytið i gær varð piltur á bifhjóli fyrir bifreið fyrir utan Klúbbinn, og var hann fluttur á slysavarðstofuna, en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Bæjarstjórn Seltjarnarness liélt i gær sérstakan hátiðar- lund til þess að minnast þess að öld er nú liðin siðan hrepps- nefnd Seltjarnarness kom sainan i l'yrsta skipti. Fjöldi gesla var viðstaddur hátiðar- lundinn, sein haldinn var í lelagsheimilinu. Timamynd Róbert Kjaramál BSRB og BHM komin fyrir Kjaradóm BH-Reykjavik. — Torfi Hjartar- son, rikissáttasemjari, skýrði Timanum svo frá i gær, að hann lieföi visað sa m ninga málum Bandalags starfsmanna rikis og liæja og liins opinbera og Banda- lags háskólamanna og hins opin- hera til Kjaradóms. Kvaðst hann liafa skrifað Kjaradómi vegna BSRB i fyrradag og vegna BHM i gær. Kvað rikissáttasemjari þá hafa með höndum samningamál lækna og hins opinbera, rikisvalds og borgaryfirvalda svo og skrifvéla- virkja, sem væru i verkfalli, en framundan væru samningamál vegna starfsmanna hjá kaupstöð- um og nokkrum hreppum, og byggist hann við, að hann tæki þau mál til meðferðar siðar i þessari viku eða i þeirri næstu. Ekki kvaðst sáttasemjari búast við miklum árangri af þeim við- ræðum, fyrr en einhver skriður væri kominn á kjaramálin, sem nú væru komin fyrir Kjaradóm. Skemmdir d túnum í Selvogi Pl»—Sandhól. Miklar skemmdir urðu á sjávar- görðum i Selvogi i óveðrinu að- faranótt mánudagsins. Sjór gekk óbrotinn upp að ibúðar- og peningshúsum i Selvogi. í gær var sjórinn farinn að fjara af túnum, en fullvist er talið að þau séu stór- skemmd af grjóti sem fylgdi sjávarrótinu. Stórt skarð kom i sjávargarð, sem er fyrir framan bæinn Þorkelsgerði, og er hætt við að það valdi stórtjóni, verði ekki við hann gert hið bráðasta. Garður þessi var hlaðinn fyrir aldamót, og hefur staðizt sjávarrótið til þessa. Þetta flóð er talið engu minna en flóðið 1925. Stjórnarmenii úr Kivvainsklúbbnum „Eldey" i Kópavogi koinu færandi hendi I sérkennslustöð skól- anna i Kópavogi að Alfhólsvegi 76, en þar dveljast börn með aðlöguiiarvandamál á skóladagheimili. Þessir gestir voru Andrés Guömundsson, formaður klúbbsins, Bjarni Bentsson, Ingvar Magnússon og Arnór Pálsson. BÍLA- ' PERUR Heildsölubirgðir ávallt fyrirliggjandi Jóh.Ólafsson&Co.,hf. 43, Sundaborg, sími 82644 Friðrík með betrí stöðu gegn Liberzon Urslit urðu þannig á svæðis- mótinu i gærkvöldi, að Poutiainen vann Jansa i 39 leikjum, van den Broeck vann Björn i 29 leikjum og Hartston vann Ostermeyer i 41 leik. Jafn- tefli gerðu Ribli og Parma, i 15 leikjum. Biðskákir eiga Friðrik og Liberzon, Zwaig og Timman og Hamann og Murray. Staða Friðriks virðist betri en Liberzons, en hinar biðskákirnar eru jafnteflis- legar. 1. Ribli !':,‘l 1 1 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1/2 1/2 2. Poutiainen 0|a1 0 0 1 1 0 1 1/2 1 1 3. Hartston 0 o 9 0 0 1 0 0 1/2 1 1 1 4. Hamann 0 i 1 1/2 0 0 0 1 1/2 1 5. Friðrik 1/2 i 1 1/2 1 1/2 1 0 1 1 1/2 6. Zwaig 0 0 0 1 1/2 1 1/2 1/2 1 1 7. Timman 0 0 1 1 0 1 1/2 1/2 1 0 1 8. Liberzon 1/2 1 1 1 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 9. Murray 0 0 1/2 0 1/2 0 0 1/2 1 1 0 10. Ostermeyer 1/2 1/2 0 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1 1 11. Jansa 1/2 0 0 1/2 1/2 1 1/2 ll/2 1 1 1 12. Parma 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1 1 1 13. Björn 0 0 1/2 0 0 1/2 0 0 0 1 1 0 14. Laine 0 1/2 0 0 \ 0 0 0 0 0 ■0 Í 15. vandenBroeck 0 0 0 1/2 0 0 0 1 0 0 0 1 OSRAM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.