Tíminn - 05.11.1975, Síða 6

Tíminn - 05.11.1975, Síða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Félagsmálaskóli þjóðarinnar Sá félagsskapur, sem er hvað fjölmennastur hvarvetna um landsbyggðina, eru ungmenna- félögin. Viða hefur sá félagsskapur markað djúp spor og veitt mörgu æskufólki ómetanlega þjálf un fyrir lifsins ólgusjó. Mörg framfaramál hefur hreyfingin látið til sin taka, og ófá mál hafa náð fram að ganga vegna ötuls stuðnings ungmenna- félaganna. Þvi er oft haldið fram, að starf ungmennafélag- anna heyri til liðinni tið. Það segja þó aðeins þeir, sem ekki hefur auðnazt að verða virkir þátttak- endur i ungmennafélögunum, eða haft gæfu til að fylgjast með þróttmiklu starfi þeirra á hinum ýmsu stöðum landsins. Hinir eru miklu fleiri, sem telja ungmenna- félögin ekki siður ómissandi i nútima þjóðfélagi, en þau voru á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þeirra biði hvarvetna verkefni, og þau þurfi að efla á sem flestum stöðum. Á siðari árum hefur starf félaganna viða um land stóreflzt. Viða eru þau komin með launaðan starfsmann, sem skipuleggur starfsemina, og annast daglegt skrifstofuhald. Það er segin saga, að þar sem sú leið hefur verið farin, hefur starf sjálfboðaliðanna lika stóraukizt. Þar eru haldin margs konar iþróttamót, og þjálfarar fara á milli félaganna og leiðbeina ung- lingunum i iþróttum. Unnið er að ýmsum menn- ingarmálum, svo sem útgáfu menningarrita, gróðursetningu, landgræðslu og á siðustu þremur árum hefur ungmennafélagshreyfingin haldið rúmlega eitt hundrað félagsmálanámskeið. Þau hafa verið opin öllum sem i þeim hafa viljað taka þátt. Haldnar eru kvöldvökur og gengizt fyrir menningardagskrám og skemmtisamkomum. Leikrit eru sett á svið og svona mætti áfram telja. Þeir eru ófáir, sem þannig taka beint og óbeint þátt i starfi ungmennafélaganna og hafa af þvi mikinn lærdóm fyrir starf sitt i þjóðfélaginu siðar meir. En öll þessi starfsemi kostar mikið fé. Laun starfsmanna, ferðakostnaður iþróttafólks, skrif stofuhald og fjölmargt fleira er þar þungt á vogarskálinni. Verða þvi félögin að beita öllum tiltækum ráðum til að afla fjár. Fjölmörg sveitarfélög hafa sýnt þessari starf- semi ungmennafélaganna mikinn skilning, og lagt verulegt fjármagn af mörkum til að efla hana og auka. Sveitarstjórnarmenn fylgjast náið með árangri þessa starfs hinna frjálsu félaga og meta það að verðleikum. Mætti þvi einnig ætla, að rikisvaldinu fyndist ástæða til að leggja sitt af mörkum og veita sann- gjarna upphæð til ungmennafélaganna. Fjarri fer þó að það sé gert. Og ekki er oss grunlaust um að ungmennafélögin afli rikissjóði meiri tekna með starfsemi sinni, en úr rikissjóði rennur til að efla starfsemina. Má t.d. minna á að fjölmargar fjáröflunarleiðir ungmennafélaganna, eins og t.d. skemmti- og menningarsamkomur eru söluskattsskyldar. Af þeim fær rikissjóður miklar tekjur. Viljum við þvi hvetja fjárveitingarvaldið til að taka til rækilegrar athugunar, hvort ekki sé ástæða að stórauka fjárframlög til ungmenna- félaganna. Þvi fé sem til þeirra rennur er vel var- ið. M.Ó. Umsjónarmenn: o o Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson Sólveig Guðmundsdóttir: Staða kvenna á Norðurlöndum og í þróunarlöndunum — sagt frá ráðstefnu N.L.R.U., þar sem lýzt var yfir einhuga stuðningi við okkur í landhelgismálinu Frá ráöstefnu N.L.R.U. Nord- ens Liberale og Radikale Ung- domsforkund í Sviþjóö dagana 10.-12. október, þar sem sam- þykktur var einróma stuöningur viö útfærslu fiskveiöilögsögunn- ar i 200 milur. Dagana 10.-12. okt. siðast liö- inn var haldinn ráöstefna N.L.R.U. aö Lökeberg í Sviþjóð, og var fulltrúa S.U.F. boöin þátttaka sem áheyrnarfulltrúa. Kjörorö ráöstefnunnar var jafn- rétti kynjanna og voru haldnir margir fyrirlestrar um stööu konunnar á Noröurlöndum og i þróunarlöndunum, einkum I Saudi-Arabfu og Egyptalandi. Einna mesta athygli vakti fyrirlestur Per Gahrtons um stööu konunnar i Saudi-Arabiu. Hin saudi-arabiska kona er með öllu réttlaus mannvera i þjóö- félagi sem er gegnsýrt þvf sem hann nefndi „skirlifismaniu”, sem svo aftur veldur kynferðis- legri og andlegri undirokun hennar. Lýsing haiís á hrotta- legri og ömannúðlegri meðferð stúlkubarna i þessu samb. vakti almennan óhug þátttakenda ráðstefnunnar. Sagt var frá bréfum nokkurra arabiskra stúlkna, sem voru neyðaróp til valdalausra kvennasamtaka landsins (ef samtök skyldi kalla) og skýrt frá svörum þeim,er þærfengu. Svörin voru öll mörkuð vonlausri aðstöðu konunnar i þessu þjóðfélagi. Þar var enga hjálp að fá Studdu 200 milur Ýmis mál voru tekin fyrir á ráðstefnunni, og voru þau undirbúin i hinum ýmsu nefnd- um. Þar sem áheyrnarfulltrúi á ekki sæti i nefndum, fór ég þess á leit við forseta samtakanna, að útfærslan i 200 milur yrði tek- in fyrir, og var þvi vel tekið. Var siðan unnið að stuðningsyfirlýs- ingu við málstað Islendinga og hún samþykkt einróma á ráð- stefnunni. önnur mál, sem tekin voru fyrir, voru þessi: 1. Aftökurnar á Spáni 2. Dauöarefsingar. 3. Málefni og staöa Græn- lendinga. 4. Orkumál Noröurlanda. 5. Staöa þróunarlandanna. 6. Staða konunnar. 7. Afstaða til EBE. Ráðstefna NLRU lýsti yfir fullum stuðningi við ákvörðun islenzkra stjórnvalda að færa fiskveiðilögsöguna i 200 mílur. Rikisstjórnir Norðurlanda voru hvattar til annarrar og jákvæð- ari afstöðu en þær sýndu, þegar fiskveiðilögsagan var færð i 50 milur. I svo miklu lifshags- munamáli fyrir norræna þjóð væri nórræn samstaða mjög mikilvæg. Fordæmdu aftökur á Spáni Ráðstefna NLRU fordæmdi aftökurnar á Spáni og krafðist þess m.a. að allir pólitiskir fangar yrðu látnir lausir. Dauðarefsingu var undir öllum kringumstæðum mótmælt. Sovétrikin, Iran, Chile, og Spánn voru tekin sem dæmi um lönd, sem leyfðu dauðarefsing- ar. Ráðstefna NLRU studdi kröfu Grænlendinga um fulla þátttöku i norrænu samstarfi, varað var viö vistfræðilegum afleiðingum námurekstrar á Grænlandi og hvatt til byggðastefnu og út- færslu fiskveiðilögsögu i 200 milur. Ráðstefna NLRU krafðist breytinga í orkumálum Norður- landa. Stemmt yrði stigu við sifelldri þennslu i orkunotkun og tekið tillit til vistfræðilegra vandamála, sem af þvi leiði. Leitað verði nýrra leiða i orku- málum og Norðurlönd verði ekki háð kjarnorkuverum um orku. Athyglisvert var að sjá og heyra, hversu orkumál hinna Norðurlandanna voru alvar- legri og annars eðlis en orkumál okkar fslendinga. Ráðstefna NLRU krafðist þess, að Norðurlöndin vinni i sameiningu að því að styrkja stöðu þróunarlandanna, bæði efnahagslega og stjórnma- lega. Þaðolli mér nokkrum von- brigðum, að ekki skyldi gefin út sameiginleg yfirlýsing um málefni kvenna i þróunarlönd- unum og hvatt til norræns sam- starfs i svo aðkallandi mannúðarmáli. Vel heppnuð ráðstefna Ráðstefna NLRU ályktaði, að eins og kvenréttindamálin stæðu nú, væru þau ekki hafin yfirpólitiskardeilur. Marxistar teldu kvenréttindabaráttu og stéttarbaráttu óaðskiljanlega og ihaldsöflin teldu mögulegt að leysa kvenréttindamálin innan rikjandi þjóðskipulags. NLRU telur, að stefna beri að þvi að ekki verði litið á þátttöku i at- vinnulifi og félagslega að- stoð/umhyggju við börn, gamalmenni og sjúka sem tvö aðskilin fyrirbæri. Það verði að koma á kerfi, sem veiti bæði tima til þátttöku i atvinnulifi og að geta veitt félagslega um- hyggju. Slik stefna mundi ganga þvert á hinar hefðbundnu stefn- ur i kvenréttindabaráttunn. Yfirlýsingin um afstöðuna til EBE fannst mér ekki fastmót- uð, en þó er ljóst, að NLRU er á mótí því, að einstök riki Evrópu einangri sig með mjög nánu innbyrðis samstarfi frá öðrum rlkjum. Þar eigi öll lýðræðisriki Evrópu að vera þátttakendur eða engin. Ráðstefna NLRU var i alla staði vel heppnuð, og skipulagn- ing öll til fyrirmyndar. Þarna er samankomið ungt fólk, sem allt hafði það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á mannréttinda- og þjóðmálum. Mikill áhugi rikti á málefnum íslands, og fannst mér þekking ráðstefnu- manna á málefnum okkar uhdr- um sæta, og er auðsýnt, að þar á Island marga góða stuðnings- menn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.