Tíminn - 05.11.1975, Síða 9
Miðvikudagur 5. nóvember 1975
TÍMINN
/■
N
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:’
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent H.f.
Kjaramálin
Um þessar mundir vinnur rikisstjórnin að þvi,
undir forustu forsætisráðherra, að koma i veg
fyrir stöðvun hraðfrystihúsa suðvestanlands. Af-
koma þeirra hefur verið erfið að undanförnu. Ef til
stöðvunar þeirra kæmi, myndu mörg hundruð
manns missa atvinnu sina, og sá samdráttur, sem
hlytist af þvi, myndi brátt leiða til atvinnuleysis á
mörgum öðrum sviðum. Þannig myndi brátt skap-
ast almennt atvinnuleysi, sem erfitt yrði að glima
við. Sú hefur orðið reynslan annars staðar. Það er
með atvinnuleysið eins og verðbólguna, að örðugt
er að ráða við það og stöðva það, eftir að það hefur
komið til sögu að ráði.
Frystihúsin eru ekki einu atvinnufyrirtækin,
sem búa við lélega afkomu um þessar mundir.
Þetta gildir þvi miður um flestan atvinnurekstur.
Versnandi viðskiptakjör eiga mestan þátt i þessu,
beint og óbeint. Ekkert má út af bera hjá mörgum
fyrirtækjum, ef þau eiga ekki að enda i sömu stöðu
og hraðfrystihúsin suðvestanlands. Það má þvi
segja, að stöðvun og atvinnuleysi biði við næsta
fótmál, ef ekki verða gerðar ráðstafanir i tima til
þess að koma i veg fyrir það.
Það er óneitanlegt, að lifskjörin hafa nokkuð
rýrnað frá þvi, sem þau hafa verið bezt á undan-
förnum árum. Það er eðlilegt, að marga fýsi að
vinna upp orðna kjaraskerðingu. Slikt er hinsveg-
ar útilokað, eins og nú er ástatt. Staða atvinnuveg-
anna er þannig, að annað tveggja myndi hljótast
af þvi, stöðvun atvinnuveganna, eða að gripa yrði
til nýrra vandræðaráðstafana vegna þeirra, eins
og gengisfellingar. Það mesta sem menn geta
vænzt, er að reynt verði að hamla gegn meiri
kjaraskerðingu en orðin er. Hitt er útilokað, að
hægt sé að koma lifskjörunum aftur i sama horf og
þau voru bezt eftir kjarasamningana i febrúar
1974, nema aðstæður breytist verulega til bóta frá
þvi sem nú er. Þvi miður er ekki um það að ræða
að sinni. Þess ber lika að gæta, að kjarabæturnar,
sem áttu að felast i febrúarsamningunum 1974,
voru ekki byggðar á raunhæfum grundvelli. Þess
vegna voru það ein fyrstu viðbrögð vinstri stjórn-
arinnar, eftir umrædda kjarasamninga, að flytja
frumvarp, sem ógilti þá að verulegu leyti.
Það er nú tvimælalaust mikilvægasti þátturinn i
kjarabaráttunni að reyna að koma i veg fyrir at-
vinnuleysi, sem myndi bitna einkum á þeim, sem
nú eru lakast settir. Annar álika mikilvægur
þáttur er að reyna að tryggja sem bezt hag
þeirra láglaunuðu. Slikt verður ekki gert nú með
kauphækkun, nema þá að litlu leyti, heldur verður
að reyna að leita annarra ráða. 1 þeim efnum er
t.d. sérstök ástæða til að athuga, hvernig hægt sé
að rétta hlut þeirra, sem hafa erfiðasta aðstöðu i
húsnæðismálum, t.d. ungs fólks, sem skuldar
mikið vegna ibúðarkaupa eða býr i dýru leiguhús-
næði. Húsnæðiskostnaðurinn er stór hluti i útgjöld-
um flestra, og væri mikilvægt, ef hægt væri að
létta hann hjá þeim, sem búa við þyngstar byrðar i
þeim efnum.
Þá verður að draga úr hverskonar verðhækkun-
um, eftir þvi sem frekast er kostur.
Kaupsamningar falla úr gildi um áramótin.
Timann þangað til þarf að nota vel til að ihuga þau
ráð, sem liklegust eru til að tryggja lifskjörin. Bezt
væri, að fulltrúar rikisvaldsins og stéttasamtak-
anna ynnu að þessu sameiginlega.
Þ.Þ.
AAagnús Ólafsson skrifar frá York:
Tengsl Bretlands og
S-Arabíu styrkjast
Fahd krónprins heimsækir London
1 SIÐASTA mánuði var
Bretland heiðrað með
heimsókn eins valdamesta
manns veraldari dag. Var þar
á ferðinni Fahd krónprins
S-Arabiu ásamt föruneyti.
Þetta er vafalaust mikilvæg-
asta heimsókn, sem Bretland
hefur fengið varðandi tengsl
þess við Arabalöndin, allt frá
1967, er Feisal þáverandi
konungur S-Arabiu kom til
landsins. Enda mátti sjá á
móttökunefndinni, að ráða-
menn i Bretlandi virða tengsl
rikjanna. Þegar Fahd sté út
úr flugvél sinni á
Heathrow-flugvellinum i
London, tóku meðal annarra á
móti honum forsætisráðherr-
ann Wilson og hertoginn af
Gloucester, en hann fer
einmitt i mikilvæga sendiför
til hinna fjarlægari Austur-
landa á næstunni. Það má þvi
segja, að Fahd hafi gengið á
rauðum dregli inn i Bretland.
FAHD prir.s eða fullu nafni
Fahd ibn Abdul Aziz al-Saud
er krónprins og fyrsti for-
sætisráðherra S-Arabiu. Hann
er bróðir ' Khalids konungs og
þvi einn af hálfbræðrum
Feisals fyrrverandi konungs,
sem var myrtur i marz siðast-
liðnum eins og menn muna.
Fahd er talinn áhrifamesti
maður lands sins a.m.k. hvað
varðar oliumál og hefur verið
aðalhvatamaður hóflegra
hækkana á oliu.
Enda þótt þetta sé fyrsta
opinbera heimsókn Fahds til
Bretlands, þá hefur hann oft
áður komið til landsins sér til
heilsubótar, en hann telur
brezka lækna standa öðrum
læknum framar. Það er
alkunnugt, að Fahd er mikill
Bretavinur.Hann talar ensku
bezt annarra tungumála en
arabisku, einn af efnilegustu
sonum hans lauk nýlega prófi
frá Sandhurst, svo og á hann
mikið hús við Hyde Park, sem
hann dvelst oft i. En m jög trú-
lega álita valdamenn i Bret-
landi, að Fahd, sé ekki maður,
sem megi vefja sér um fingur
einungis vegna hlýs hugar
hans til Bretlands. Þvert á
móti er Fahd fyrst og fremst-
S-Arabi'ubúi. Þjóðernissinni
eins og þeir gerast beztir, með
einfalda, en mjög sterka
hugsun. Þ.e. hagsmunir
S-Arabi'u eru settir ofar öllu.
En eigi eitthvert riki að njóta
góðs af viðskiptum við
S-Arabiu, þá er það skoðun
Fahds, að Bretland megi
gjarnan sitja i fyrirrúmi. Og
þessu gera ráðamenn i Bret-
landi sér grein fyrir. Það sést
bezt á móttökunefndinni,
fúndunum við alla helztu
valdamenn, svo sem Wilson,
Callaghan utanrikisráðherra,
Margaret Thatcher formann
thaldsflokksins og að ó-
gleymdum hádegisverðinum
hjá drottningunni.
SAUDI-ARABIA voldugasta
Opec rikið, er stærsti við-
skiptavinur Bretlands af
Arabarikjunum.
Þegar i' október á þessu ári
höfðu Bretar flutt út vörur til
S-Arabiu fyrir urri 128
milljónir pund, en innflutning-
urinn, mest olia, nam 614
milljónum. Nýlega var sett
þar af stað gifurlega umfangs-
mikil, fimm ára áætlun, sem
gerir ráð fyrir rúmlega 14000
milljón punda árlegri meðal-
eyðslu, sem samsvarar á 5 ára
grundvellinum, öllum rikisút-
gjöldum Islands næstu 440 ár.
Augljóslega má sjá, að hér er
um að ræða stærsta og eftir-
sóknarverðasta markað, sem
til er i dag fyrr hvers konar
fjárfestingu. Enda leggja
brezk stjórnvöld mikið upp úr,
að fá sem stærstan hluta
ævintýrsins, sem kæmi til með
að hafa góð og sjáanleg áhrif
á brezkan iðnað og greiðslu-
jöfnuð. En þegar um svo stórt
fyrirtæki er að ræða, þá eru
keppinautar á hverju strái. I
sumar var Fahd á ferð i
Frakklandi og voru
viðræðurnar, sem hann átti
við franska ráðmenn sagðar
mjög vinsamlegar. En eftir-
tektarvert er, að ekkert
ákveðið samkomulag var
gert, og má álita, að S-Arabia
hafi ætlað sér að biða þess
hvernig Lundúnarferð Fahds
tækist.
Trúlega hefur S-Arabia
áhyggjur af brezkri verðbólgu
óg óstöðugum gjaldmiðli. Þeir
vilja ávaxta sitt pund og ef
vestræn verðbólga verður
bess valdandi, að fimm ára
áætluninni verði á einhvern
hátt stefnt i hættu, þá tók
Fahd skýrt fram, að sliku yrði
svarað með oliuhækkunum.
Það skyldi þvi engan undra
lengur, að Wilson hafi verið i
broddi fylkingar á Heathrow
er prinsinn birtist.
AÐ LOKNUM fundunum i
London, sem stóðu i fjóra
daga, gaf Fahd fimm blaða-
mönnum frá stærstu blöðun-
um kost á að ræða við sig um
afstöðu S-Arabiu. A þessum
litla fundi kom vel i ljós
vinsamleg afstaða Fahds til
Bretlands.
Sagðist hann sem mikill vinur
Breta álita, að Bretlandi hefði
á að skipa mönnum, sem
hefðu bæði hæfileika og
reynslu til að velja rétta leið út
úr yfirstandandi efnahags-
örðugleikum. Athugaverð er
sú skoðun prinsins, að á engan
hátt megi skaða pundið. Éða
eins og hann sagði: „Við höf-
um enga tilhneigingu til að
gripa til aðgerða, sem myndu
skaða pundið.” Af þessu má
draga þá ályktun að S-Arabia
muni sem fyrr beina fjár-
magni si'nu til Bretlands.
Einnig er ljóst að S-Arabia
mun vera opið brezkum
iðnfyrirtækjum og útflytjend-
um til að taka þátt i fimm ára
áætluninni og jafnvel má gera
ráð fyrir, að stjórnin komi til
með að styðja við bakið á
brezkum fyrirtækjum sér-
staklega. F.n Fahd sagði að
stjórn hans myndi viðhafa
„beztu viðleitni” til að láta
brezk fyrirtæki fá samninga,
frekar en önnur. Nefndi
prinsinn sérstaklega i þessu
sambandi, að viðfangsefni
Breta myndu verða á sviði
menntunar, heilbrigðismála,
myndun nýrra bæja og fleira.
SAMBOÐ Bretlands við
S-Arabriu er mjög mikilvæg
fyrir efnahag þess fyrrnefnda.
Hvort S-Arabia hafi farið
fram á við rikisstjórn Bret-
lands að taka ákveðnari af-
stöðu til vandamálanna fyrir
botni Miðjarðarhafs er ekki
enn ljóst. Það er þó ekki ólik-
legt, að Fahd hafi æskt ein-
hvers siðferðislegs stuðnings
við baráttu Araba gegn Israel.
Brezk blöð hafa ekkert minnzt
á þann möguleika, en þó héfur
komið fram, að Fahd lýsti vfir
óánægju sinni, að Bretland
skuli ekki hafa gagnrýnt að-
gerðir Israels á Golanhæðum.
Það svæði virðast þeir
algjörlega ætla að innlima
með fólksflutningum og
þróunaráætlunum. Og at-
hyglisvert verður að fylgjast
með yfirlýsingum Bretlands-
stjórnar um málefni landa
fyrir botni Miðjarðarhafs á
næstunni. Hvort hún gefi yfir-
leitt upp nokkrar skoðanir, og
ef svo, þá hvernig henni takist
sá leikur að sigla milli skers
og báru.