Tíminn - 05.11.1975, Side 14

Tíminn - 05.11.1975, Side 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 5. nóvember 1975 LÖGREGLUHATARINN 58 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Hún þekkir engan Dom, sagði Donner og iskraoi i honum hláturinn. — Hvað með þig, Fats? Þekkir þú nokkurn? — Fæ ég ekki meiri upplýsingar? Það er naumast að þú hjálpar til. — Hann tapaði stórfé vegna hnefaleikakeppninnar fyrir tveimur vikum. — Ég þekki ekki nokkur mann sem tapaði ekki pening- um í þeirri keppni. — Hann er auralaus þessa stundina, en er að reyna að ná sér í peninga. Okkur grunar að hann ætli að fremja rán eða eitthvað ámóta, sagði Willis. — Heitir hann Dom? — Já. — Or þessum hluta borgarinnar? — Vinur hans býr i Riverhead, svaraði Willis. — Hvað heitir vinurinn? — Tony La Bresca. — Hvað er um hann að segja? — Hann er ekki á sakaskrá. — Heldur þú að þessi Dom haf i verið í fangelsi? — Ég hef ekki minnstu hugmynd um það. En hann virðist hafa veður af glæp sem er í aðsigi, hvort sem hann er flæktur í það mál eða ekki. — Er það glæpurinn, sem þú hefur mestan áhuga á? — Já. Eftir því sem hann segir þá er þetta á allra vör- um í undirheimunum. — Það eru alltaf einhverjar Gróusögur á sveimi i borginni, svaraði Donner. — Hvern fjandan ertu að sýsla þarna, Mercy? — Ég er að laga til. — Vertu ekki að þessu sýsli. Ég verð órólegur af þessu. — Ég var bara aðtaka til ísskápnum, svaraðí stuikan. — Mér líkar illa við surðurríkjaframburðinn. Ert þú ekki sammála mér, spurði Donner. — Mér stendur á sama, svaraði Willis. — Ég skil ekki nema helminginn af því sem hún segir. Það er eins og hún sé með marmarakúlu uppi í sér. Stúlkan lokaði ísskápnum og gékk að fataskápnum. Svo tók hún að fikta við herðatré. — Hvað ertu nú að bauka? — Ég er að laga til, svaraði stúlkan. — Á ég að henda þér út á götuna á ganhaldinu, spurði Donner þykkjulega. — Nei, sagði stúlkan mjúkri rödd. — Hættu þá þessu fitli. — Allt í lagi. — Farðu svo að tína á þig leppana. — Allt í lagi. — Klæddu þig. Hvað er klukkan, Willis? — Langt gengin þrjú. — Komdu þér í fötin. Enn einu sinni jánkaði stúlkan þessu og fór inn í næsta herbergi. — Bölvuð gæran. Það borgar sig tæplega að vera með hana, sagði Donner. — Ég hélt hún væri dóttir þín, sagði Willis. — Hélztu það, sagði Donner og glotti enn einu sinni. Willis stillti sig um að ná sér niðri á feita manninum. Hann stundi og sagði: — Hvað heldur þú svo um þetta? — Ég held ekki neitt. Mér dettur ekkert í hug, veit ekki neitt. — Þarftu tima til umhugsunar? — Hvað ertu í miklum vanda staddur? — Mig vantar einhverjar upplýsingar eins fljótt og kostur er á. — Hver er glæpurinn? — Kannski fjárkúgun. — Dom, segir þú? — Já. — Stytting úr Dominick, ekki satt? — Jú. — Ég skal hlera. Það er aldrei að vita hvað blaðrað er. Stúlkan kom inn í herbergið. Hún var í pínupilsi, hvít- um nælonsokkum og f leginni silkiblússu. Hún var búin að maka á sig rauðum varalit og grænum augnskuggum. — Ertu á leið út, spurði Donner. Hún jánkaði því. Farðu í kápu. — Allt í lagi. — Taktu með þér töskuna. — Ég skal gera það. — Komdu ekki tómhent aftur, gæzka, sagði Donner. — Það geri ég ekki, svaraði stúlkan og gekk í átt að dyrunum. — Ég er líka á förum, sagði Willis. umi 5-7 o 5. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veöur- , fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Guðrún Guð- laugsdóttir les „Eyjuna hans Múminpabba” eftir Tove Jansson i þýðingu Steinunnar Briem (6). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atriða. Frá kirkjustöð- um fyrir norðan kl. 10.25: Séra Agúst Sigurðsson flyt- ur siðara erindi sitt um Svalbarð i Þistilfirði. Morg- untónieikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar og Sveins H. Skúlasonar. 14.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,A fullri ferð” eftir Oscar Clau- sen. Þorsteinn Matthiasson les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 15.25 Popphorn. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (5). 17.30 Framburðfarkennsla I dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóhannesson Smári þýddi. Þorsteinn O. Stephensen leikari les (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Viihjálmsson.Höfundur les (10). 22.40 Nútimatónlist. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 5. nóvember 1975. 18.00 Glatt á hjalla. Þrjár stuttar, sovéskar teikni- myndir. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 18.15 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Einhvers staðar er hún. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Listdans. Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga um þessa listgrein, sögu hennar og þróun. 1. þáttur. Hvað er listdans? Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Vistfræöi plantna. — ósýni- legir geislar ljósmyndaðir. — Jarðhiti I Frakklandi. — Skuröaðgerðir á höndum. — Rafmagnaðir fiskar. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.20 „Koke No Niva”. Tón- verk i japönskum stll eftir Alan Hovhaness. Flytjend- ur: Kristján Þ. Stephensen, enskt horn, Árni Scheving, pákur, gong, Reynir Sigurðsson, marimba, klukkuspil, Janet Pechal, harpa. 21.20 McCloud. Nýr banda- riskur sakamálamynda- flokkur um leynilögreglu- manninn Sam McCloud. Aðalhlutverk Dennis Weaver. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.