Tíminn - 05.11.1975, Side 15

Tíminn - 05.11.1975, Side 15
Miðvikudagur 5. nóvember 1975 TÍMINN 15 Eitt skeinmtilegasta atriði óperunnar er frá kránni. Smyglararnir hafa afvopnað Zuniga, flokks- loringja. Opera d íslenzkum búningi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: CARMEN, ópera í 4 þáttum, eft- ir Bizet — frumsýning. Leikstjóri Jón Sigurbjörnsson. Persónur og söngvarar: Carmen, sigaunastúlka, Sigrið- ur E. Magnúsdóttir Don José, liðsforingi Magnús Jónsson Escamillo, nautabani Walton Grönroos Micaela, sveitastúlka Ingveldur Hjaltested Frasquita, sigaunastúlka Elin Sigurvinsdóttir Mercedes, sigaunastúlka Svala Nielsen Zuniga, flokksforingi Hjálmar Kjartansson Moralés, liðsforingi Halldór Vil- helmsson Dancaire, smyglari Kristinn Hallsson Remendado, smyglari Garðar Cortes Auk þess koma fram Þjóð- leikhússkórinn, drengjakór og félagar úr Sinfóniuhljómsveit íslands, sem leika undir stjórn Bohdans Wodiczko. Þjóðleikhúsið frumsýndi óperuna Carmen eftir Bizet sið- astliðinn föstudag. Hundrað ár eru síðan Bizet samdi Carmen, en óperan var frumflutt i Paris 3. marz 1875. Henni var þá tekið fáiega. Af Bizet er það hins vegar að segja, að hann andaðist nokkr- um mánuðum siðar og mun ár- tiðhans hafa verið fyrir örfáum dögum. Þegar óperan var frumflutt fór söngkonan Galli-Marié með aðalhlutverkið og eins og segir i leikskrá — var Biszet „ánægður með hana, en kröfuharka henn- ar var slik, að hann varð að semja innkomuariu hennar þrettán sinnum, áður en hún var ánægð. Á síðustu stundu sam- þykkti hún svo Habanera-söng- inn, sem Bizet varð sjálfur að semja texta við að nokkru vegna hins knappa tima. — Við- tökur áhorfenda voru hóflegar og ekki margt, sem benti til þess, að óperan ætti eftir að verða ein kunnasta og vinsæl- asta ópera sem um getur. Gagn- rýnendur frönsku blaðanna virðast á báðum áttum, flestir hafa þeir fyrirvara á hugsan- legum hrósyrðum. Einn þeirra lætur jafnvel i ljós óskir um, að leitað hefði verið til annars tón- skálds til þess að semja tónlist við jafn ánægjulega sögu. Þvi að efnið hreif. Carmen var að þvi leyti timamótaverk, að efni og efnismeðferð var óvenjuleg á þessum tima, alþýðlegt raunsæi þykir hér mjög nýstárlegt og verður upphaf hins svokallaða ,,verismo”-skóla á Italiu.” — Með Carmen reynir Bizet að færa óperuna i nýjan búning, tekur upp einhvers konar raun- sæisstefnu i óperunni, að svo miklu leyti sem það er unnt. Engar þjóðir munnhöggvast samt raunverulega með ariu- söng, það vitum við,menn syngja i baðinu, i rútubilum og i Sigriður E. Magnúsdóttir i hlut verki Carmenar. Eitt stærsta og eftirsóttasta óperuhlutverk óperulistarinnar. Það er draumur allra kvenna, sem stunda óperusöng að syngja þetta hlutverk. viðkvæmum afmælum vina sinna. Dags daglega syngja menn ekki á kvennafari, ekki á Islandi. Raunsæisstefna óper- unnar á þvi örðugt uppdráttar hér. Til munu nokkrar flutnings- gerðir af Carmen. Sumar með meira tali en okkar, aðrar með minna. Undir talinu er þá leikið á hljóðfærin. Jón Sigurbjörnsson, sem leik- stýrði verkinu hér, velur þvi millileið. Honum til aðstoðar var Katalóniu — íslendingurinn Baltasar, sem vafalaust hefur átt að tryggja hið spænska um- hverfi. Bizet hafði aldrei til Spánar komið, en sagan gerist á Spáni og tónlistin er samin með hliðsjón af spænskri tónlist. Viðhorfin hér á landi eru allt önnur, og þvi dregur leikstjór- inn réttar ályktanir. Hann reyn- ir ekki að láta fjölefli sitt taka upp spænska takta og fram- komu. Meira að segja nauta- baninn hefur á sér islenzkt yfir- bragð og sama er að segja um hermanninn José og um si- gaunastúlkuna Carmen. Þetta er rétt stefna. Viþ lifum I öðru umhverfi en sagan, I landi þar sem nautaket er niðurgreitt og nautadráp kemst ekki i blöð- in, nema þegar rætt er um efna- hagsmál og niðurgreiðslur. Hetjudáðir eru þvi engar utan um stétt nautabanans, og það myndi ekki hjálpa honum neitt að taka upp nýtt göngulag og sveiflur. A hinn bóginn gleymist Spánn ekki alveg. Honum er aðeins haldið innan ákveðins ramma. Bizet lifði það ekki að sjá Carmen hljóta heimsfrægð, né heldur að sjá hana verða ein- hverja vinsælustu óperu heims- ins. Aðalhlutverkið — Carmen — er óskahlutverk allra kvenna er leggja stund á óperusöng, og lögin úr Carmen eru ekki ein- asta kyrjuð upp á sviði, heldur eru þau á öllum meiriháttar söngskrám á konsertum heims- ins og menn syngja þau fullir i samkvæmum útum allan heim. Sigríður E. Magnúsdóttir syngur Carmen að þessu sinni. Hún er ung söngkona, fædd um það leyti, sem Carmen var um sjötugt, hóf söngnám þegar hún Carmen var um áttrætt og hefur siðan verið I ströngu námi, heima og erlendis. Sigriður E. Magnúsdóttir var kjörin I þetta hlutverk, til þess bentu öll skynsamleg rök, þvi hún er efnilegasta söngkona landsins. Nýkomin til starfa eft- ir langvinnt alvarlegt söngnám. Sigríður E. Magnúsdóttir brást ekki vonum manna i hlut- verki Carmenar. Fór þar saman glæsilegur söngur og leikur. Svona fólk gerir bókstaflega ekkert illa, flest allt vel og af- ganginn a.m.k. faglega. Svona þjálfuðum söng fylgir margt meira en sjálft lagið. Til dæmis öryggið. Það hvarflar ekki að mönnum út i sal, að neitt geti farið úrskeiðis á brothætt- um augnablikum, þegar streng- ir tilfinninganna eru þandir til hins ýtrasta. Venjulegir söngv- arar duga skammt i svona verk, aðeins þrautþjálfað fólk endist i svona langan söng. Sigriður E. Magnúsdóttir er vel að þessum óperusigri sinum komin, og það var mál manna að sjaldan hafi jafn heillandi söngur stigið upp hér. Magnús Jónssonfór með hlut- verk Don José, liðsforingja sem stungið er i svartholið fyrir Carmen. Hann leggur allt i sölurnar fyrir Carmen, og i lok- in verður hann banamaður hennar, og kastar sér yfir lik hennar i lokaatriðinu. Þetta er vandasamt hlutverk, sem krefst ekki einasta söngs, heldur þarf hann að vekja samúð. Ef menn verða bara fegnir þvi að örlögin taki Carmen frá honum, þá fer inni- hald óperutextans að raskast. Magnúsi tekst þetta vel og rödd hans hefur aldrei verið betri. Finninn Walton Grönroos fer með hlutverk Escamillo, nauta- bana. Ef til vill saknar maður mest hinna spænsku áhrifa i hlutverki hans. Nautabanastill hans er ekki i samræmi við það, sem maður hafði imyndað sér. Á hinn bóginn er Walton Grönroos ágætur söngvari, og þótt rödd hans sé ekki mjög mikil, hefur hún þó ýmsar mikilsverðar eigindir hinnar sönnu karlmennsku. Ingveldur Hjaltested fór með hlutverk Micaelu, sveitastúlku og hlaut lof áheyrenda fyrir söng sinn á fjallinu. Elin Sigurvinsdóttir og Svala Nielsen fara með hlutverk si- gaunastúlkna, þeirra Frasquitu og Mercedes. Elin er ávallt skemmtileg á sviði, og þær stöllur vöktu oft kátinu með framgöngu sinni og nærveru. Hjálmar Kjartansson lét Zun- iga, flokksforingja og fórst vel, og sama má segja um Halldór Viihelmssoni hlutverki Moralés liðsforingja. Halldór Vilhelms- son fer nú með fyrsta einsöngs- hlutverk sinn i Þjóðleikhúsinu, en Hjálmar hefur komið fram i fjölmörgum óperum. Kristinn Hallsson og Garðar Cortes léku smyglarana, Dan- caire og Remendado. Þeir kumpánar settu sinn svip á sýn- inguna. Það munar um minna en rödd Kristins Hallssonar á svona sýningu, þó að tækifærin séu ekki mörg i þessu hlutverki. Þeir kumpánar hafa ágæta óperu leikhæfileika. Þetta voru einsöngvararnir. Auk þeirra koma fram liklega 50-60 manns, þar i talið Þjóð- leikhússkórinn, drengjakór, hermenn og dansarar. Hijóð- færaleikarar úr Sinfóniuhljóm- sveit íslands léku undir öruggri stjórn Bohdan Wodiczko. Vikjum nú ögn að uppsetningu Jóns Sigurbjörnssonar. Eins og áður var sagt, velur leikstjórinn þann kostinn að reyna ekki að gera sýnmguna „spænska” um of. Norrænir menn eru liðstirðari og stifari en hinir framandlegu og blóð- heitu Suður-Evrópubúar. Sagt er, að djöfullinn hafi með sjö ára skólanámi aðeins lært þrjú orð I máli Baskanna og má það til marks vera um það hversu lengi verið er að tileinka sér sumt. Andalúsiumenn eru á hinn bóginn aðalhöfundar að þeim lifsstil, sem talinn er vera dæmigerður fyrir Spán, að mati Norður-Evrópubúa. Aðferð Jóns er farsæl, þannig að ekki þarf t.d. að kenna þjóð- leikhúskórnum nýtt göngulag og borgarstjórar og nautabanar geta rölt um sviðið einsog naut- peningurinn, sem þeir ætla að fara að murka úr lifið. Á hinn bóginn hjálpar það sjálfri Carmen litið. Hún sem á að vera ástleitin, spænsk og hálf-villt. Tatari. Svona óarga dýr er vandmeðfarið innan um þyngslalegan limaburð og dapurlegt yfirbragð Islendinga. Þvi verður að draga af Carmen og og þeim karlpeningi sem á eftir henni fer. Þessi aðferð kemur þvi helzt illa niður á stóru hlutverkunum, en heildar- blærinn verður betri, eðlilegri. Leiktjöld Baltasars voru við- velldin og búningarnir voru fagrir. Ef hann hefur valið lit- ina, sem er liklegast, þá verður það að segjast honum til hróss að þeir voru óvenju fallegir og hrærðust vel saman og mynd- rænt i fjöldasenunum. Ef að ein- hverju skal finna, þá er of þröngt um hópinn á sviðinu og streymi var vissum örðugleik- um bundið. Baltasar þyrfti næst að ná ýmsum skartgripum af fátæklingunum i sýningunni. Þeir eru i ósamræmi við lifs- kjör þeirra. Jón Sigurbjörnsson mun hafa unnið þessa sýningu i tima- þröng. Þesssér ekki mikið stað. Samspil söngvara og kórs var t.d. ágætt. Jón lét þess getið i útvarps- viðtali á frumsýningardaginn, að óperuformið væri þess eðlis, að raunsæi kæmist ekki að, heldur væri það tjáningarform öfganna og innan þess yrði að vinna. — „Öperuformið sjálft er aldrei raunsætt að minum dómi.” sagði hann „ég hefi þó reynt að láta fólkið haga sér I raunsæisstil innan þess ramma sem óperan leyfir”. Fyrir bragðið verður sýning Jóns frjáls, og sem leikstjóri geturhannhrósaðsigri. Um það eru viðtökur áheyrenda til vitn- is. Það er boðað i fjölmiðlum að Rut Magnússon, óperusöngkona muni syngja hlutverk Carmenar á tveim sýningum, sem i hönd fara og Jón Sigur- björnsson mun taka við af Walton Grönroos, eftir átta sýningar, en sá siðarnefndi er ráðinn að þýzku óperunni i Berlin, og verður að mæta þar til starfa. Hafa þau Jón æft hlut- verk sin með það fyrir augum að þau taki við. Við munum þvi fá tvö afbrigði óperunnar og eykur það á f jölbreytnina. Óperusaga Þjóðleikhússins er orðin löng, svo til jafn gömul húsinu og án þessa húss væru óperur liklega óþekktar hér á landi. Segja má sem svo, að þetta séu dýrar sýningar og langsóttar, en óneitanlega fylgir þeim eftirvænting og nokkur upphafning. Þótt erlendar óperurhafi orðið til sem munað- ur löngu horfinna yfirstétta, þá eru þær alþjóðlegar lika. Öperulist er flutt við öll tæki- færi. Við kunnum þessi lög, þekkjum þau og þau ná til okkar, þvi að þau tala alþjóðlegt mál. Gifurleg aðsókn að óperum þjóöleikhússins er til vitnis um það. Jónas Guðmundsson Magnús Jónsson og Sigriður E.. Magnúsdóttir i blutverkum sin- um.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.