Tíminn - 05.11.1975, Síða 20
lYIiðvikudagur 5. nóvcmber 1975
SÍMI 12234
•HEílRA
ARÐURINN
A*DALSTRfETI 3
SIS-FODIJK
SUNDAHÖFN
1
nr
fyrir góðan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Bangladesh:
Deiluaðilar reyna að
komast að samkomulagi
— til þess að forðast blóðsúthellingar
Reuter/Kalkútta, Indlandi. Sið-
ustu fregnir frá Indlandi herma,
að nú standi yfir samningavið-
ræður milli herforingjanna sjö,
sem stóðu fyrir byltingunni i
Bangladesh i ágúst siðastliðnum
og núverandi æðstu leiötoga i her
landsins.
Eðlilegt samband Kaikútta við
Dacca, höfuðborg Bangladesh,
hefur enn ekki komizt á eftir að
herinn þar i landi tók æðstu stjórn
landsins i sinar hendur án þess þó
aö steypa Ahmed, forseta lands-
ins af stóli. Ekkert hlé hefur verið
gert á útsendingum rikisútvarps-
ins i Bangladesh en þar hafa hins
vegar ekki verið gefnar neinar
upplýsingar úm ástand mála i
landinu.
Haft var eftir indverskum
stjórnarerindrekum, að aðilar
þeir,sem núdeili um æðstu stjórn
landsins, sitji á samningaviðræð-
um og reyni að komast að sam-
komulagi um að valdaskipti geti
farið fram án blóðsúthellinga.
Hins vegar kváðust indversku
stjórnarerindrekarnir ekki vissir
um það, hverjir hefðu betur i
samningaviðræðum þessum.
Talið er, að herforingiarnir
sem tóku Mujibur Rahman
fursta og fyrrum forseta landsins
af lifi, hafi verið handteknir
ásamt fylgissveinum sinum.
Munu þeir i haldi i forsetahöll-
inni, þar sem samningavið-
ræðurnar færu fram.
Fyrstu fréttir, sem bárust um
byltinguna i Bangladesh, hermdu
að Ahmed forseti væri enn við
völd, en hins vegar er talið, að sá
maður, sem nú sé hvað áhrifa-
mestur i stjórnmálum landsins,
sé Khaldi Musharaf, hershöfð-
ingi, en hann var áður lykilmaður
i samningaviðræðum við her-
foringjana. Hefur hann nú verið
skipaður yfirmaöur herafla
landsins.
Herráð Bangladesh hefur stöð-
ugt reynt með samningaviðræð-
um við herforingjana sjö að
styrkja stjórnmálaástandið i
landinu eftir að Rahman, og fjöl-
skylda hans, ásamt stuðnings-
mönnum, var tekinn af lifi 15.
ágúst.
Indversku stjórnarerindrek-
arnir telja, að báðir aðilar séu
samdóma um það, að efna ekki til
blóðsúthellinga og það sé skýring
þess, af hverju rikisútvarpið i
Bangladesh hafi engar skýringar
gefiðá atburðum þeim, er nú hafa
gerzt i landinu.
Fimm létust í spreng-
ingu í brezku iðjuveri
Reuter:Scunthorpe, Englandi.
Fimm verkamenn biðu bana i
sprengingu, sem varð i stáliðju-
veri i Scunthorpe er vatn lak
vegna mistaka i vagn, sem hafði
að geyma brætt járn.
Fimm aðrir verkamenn særð-
ust mjög alvarlega þvi að við
sprenginguna þeyttist glóandi
heitt járnið út um allt stáliðjuver-
ið, braut gat i þakið en við það
hrundi niður veggur.
Sir Monty Finniston, stjórnar-
formaður hinna rikisreknu
stáliðjuvera i Bretlandi, gaf þá
skýringu á atburði þessum, að
vatn úr kælikerfi iðjuversins hefði
lekið yfir glóandi járnið og orsak-
að sprenginguna.
F’jórir verkamenn biðu sam-
stundis bana, en sá fimmti lézt
stuttu seinna á sjúkrahúsi.
Talsmaður stáliðjuversins sem
er i Norður-Englandi, sagði i gær
i samtali við fréttamenn, að slys
sem þetta væri þvi sem næst
einstakt.
Tilkynnt var af hálfu brezku
stjórnarinnar i gær, að rannsókn
á orsökum slyssins yrði þegar
hafin.
Franco alls ekki hugað
líf segja læknar hans
Reuter/Ntb./Madrid. Læknar i
Madrid gáfu þá yfirlýsingu i gær,
að heilsufar Francos, þjóðarleiö-
toga Spánar, væri mjög alvarlegt
eftir að hann var skorinn upp
vegna magablæðinga seint á
mánudagskvöld.
t yfirlýsingu læknanna var svo
komizt að orði, að hjartað starf-
aði eðlilega, og að Franco væri
ekki með sótthita, en heilsufar
hans væri engu að siður mjög al-
varlegt.
Haft var eftir einum læknanna
sem Franco stunda, að það sé
einungis spurning um tima,
hvenær þjóðarleiðtoginn gefi upp
öndina. Þá sagði einn þeirra
lækna, er uppskurðinn á Franco
framkvæmdu, að möguleikar
af,
Francos á að lifa veikindin
væru einn á móti hundrað.
Spænskir sósial-dmeókratar áttu
fund með öðrum stjórnarand-
stæðingum á Spáni i gær, og var
þar borin fram sú krafa, að komið
verði á margra flokka kerfi i
landinu.
Þá segir ennfremur i yfir-
lýsingum sósialdemokrata, að
bráðabirgðastjórn Juan Carlosar,
á málefnum Spánar sýni glöggt
þær andstæður sem nú riki
i stjórnkerfi landsins, og þess
verði ekki lengi að biða, að stjórn-
kerfi þetta leysist upp.
Sösialdemókratar krefjast þess
loks, að pólitiskir fangar verði
látnir lausir, mannréttindi virt,
aukin sjálfstjórn minnihlutahópa
og afnám dauðarefsinga.
Azevedo segist ekki
hafa stjórn á landinu
Reuter/Faro, Portúgal. Jose
Pinheiro de Azevedo, forsætis-
ráöherra Portúgals, viðurkcnndi i
gær, að stjórn hans hefði ekki þau
Forsetahöllin Dacca er enn um-
kringd öflugum herverði, en að
ööru leyti mun lif i borginni
með eðlilegu móti, verzlanir eru
opnar og fólk á ferli að degi.
Ekkert flug hefur verið til
Dacca siðan i fyrradag, og tals-
maöur Indian Arilines sagði i
gær, að óliklegt væri, að flug yrði
hafið að nýju alveg strax.
Indverska stjórnin hefur fylgzt
mjög gjörla með framvindu mála
i Bangladesh, en engar fréttir eru
af óvenjulegum herflutningum tl
landamæra Bangladesh og Ind-
lands. frá hvorugu landinu.
tök á stjórn landsins, sem nauð-
synlegt væri, ef vel ætti að vera,
vegna þess agaleysis, sem nú rik-
ir innan hersins.
Neyðist Peron til
að segja af sér
— fjármdlahneyksli í uppsiglingu
Reuter/Buenos Aires. Einn
af fyrrverandi ráðherrum i
rikisstjórn Mariu Esteliu
Peron, A r gentinuforseta,
var handtekinn i gær, og er
handtakan liður i umfangs-
mikilli rannsókn, sem nú fer
fram i landinu vcgna grun -
semda um að mikil
fjánnálaspilling hafi átt sér
stað i stjórnkerfi landsins.
Talið er, að handtaka
mannsins kunni að hafa al-
varlegar afleiðingar i för
incð sér fyrir forsetann.
Peron, sem nú er á sjúkra-
húsi vegna veikinda i gall-
blöðru, að þvi er sagt er,
hefur fengið æ fleiri tilmæli
um að draga sig i hlé. Ráð-
herra sá, sem i gær var
handtekinn, er Rodolfo
Roballos, fyrrum velferðar-
málaráðherra i rikisstjórn-
inni en grunur leikur á að fé
ráðuneytisins hafi verið mis-
notað af ýmsum háttsettum
aðilum.
Sumir talsmenn stjórnar-
andstöðunnar i Argenlinu
eru þeirrar skoðunar, að
fjármálahneyksli það, sem
nú virðist vera i uppsiglingu i
Argentinu, kunni að leiða til
þess að forsetinn verði dreg-
inn fyrir rétt, ákærð um
landráð og embættisafglöp.
írland:
Fer umsdtrinu senn að Ijúka?
Reuter/Ntb./Monastervin. í
fréttum, sem bárust frá frétta-
stofunni Ntb. i gær, segir, að
sennilegt sé, að umsátrið um hús-
ið, þar sem tveir liðhlaupar úr
irska lýðveldishernum IRA, hafa
haldið hollenzka iðjuhöldinum,
dr. Herrema i 15 daga sé senn á
enda.
Segir i fréttunum, að ræningj-
arnir hafi lýst sig reiðubúna til
þess að láta dr. Herrema lausan
gegn tryggingu fyrir þvi, að þeir
fái að komast óhultir úr landi.
Það var verkalýðsleiðtoginn
Philip Flynn, sem tilkynnti þessa
ákvörðun ræningjanna i gær, en
Flynn hefur gegnt nokkurs konar
sáttasemjarahlutverki i deilu
ræningjanna við irsk yfirvöld.
Af þessu virðist ljóst vera, að
ræningjarnir hafa horfiö frá
fyrstu kröfu sinni, en hún var sú,
að látnir yrðu lausir úr frskum
fangelsum þrir meðlimir i irska
lýðveldishernum IRA.
Irska stjórnin neitaði statt og
stööugt að ganga að þessari kröfu
ræningjanna, og skæruliðarnir
þrir, sem láta átti lausa, sögðust
Danir banna
síldveiðar
í Norðursjó
Ntb./Kaupm.h. Dönsk fiskveiði-
yfirvöld hafa ákveðið að banna
frekari sildveiðar Dana i Norður-
sjó vegna ástands sildarstofnsins
þar og þeirrar staðreyndar, að
Danir munu nú hafa veitt 3000
lestum meira af sild i Norðursjó
heldur en þeim er heimilt.
Dönsku sjómannasamtökin
hafa harðlega mótmælt þessari
ákvörðun dönsku fiskveiðiyfir-
valdanna.
ekki kæra sig um það, eins og
málum væri háttað varöandi rán
dr. Herrema. Þá hefur irska
rikisstjórnin og lýst yfir þvi, að
hún væri allsendis ófús til allra
samningaviöræðna við ræningj-
ana.
Herrema var rænt i Limerick 3.
október, en 21. október komst lög-
reglan aö þvi, hvar ræningjarnir
héldu honum föngnum I raðhúsi i
Monastervin ekki langt frá
Dublin.
Ræningjarnir hafast við á ann-
arri hæð hússins, en lögreglu-
menn hafa komið sér fyrir á jarð-
hæð þess. Lögreglan hefur lengi
reynt að tala ræningjana á það að
láta d r. Herrema lausan, en þeir
hafa ekki orðið við þeirri beiðni.
Astandið á hæðinni, þar sem dr.
Herrema er haldið,er sagt heldur
ömurlegt.Hitastig um nætur mun
vera nálægt frostmarki, þef af
úldnum matarleifum og óhrein-
um fötum leggur um húsið.
Lögreglan fylgist náið með
framferði ræningjanna og dr.
Herrema með ljósmyndavélum
og segulbandstækjum.
Þjóðhótíðar-
myntin brædd
Mó-Reykjavik.Öseldarbirgðir af
þjóðhátiðarmyntinni úr silfri hafa
veriðbræddar i Seðlabankanum i
Reykjavík. Ekki fengust i gær
upplýsingar um hve mikið magn
var brætt, en einungis sagt, að um
litilsháttar magn hefði verið að
ræða. Sigurður örn Einarsson
sagði i gær, að þegar þjóðhátiðar-
myntin hefði verið sett i sölu þá
hefði veriðtalað um að bræða það
sem ekki seldist, enda væri al-
gengt að fara þannig að með
mynt, sem ekki seldist.
Slegin voru 50 þúsund stykki af
myntinni og var verðið komið upp
i 4.000,00 kr., en i upphafi var ein-
takið selt á 3.200,00 kr.
Ekki fékkst i gær leyfi til að
mynda silfurstönglana.
íbúarnir eiga
sjálfir að ráða
segir Sovétstjórn
Reuter/Alsir. Sovézki sendiherr-
ann í Alsir, lýsti þvi yfir f gær, að
stjórn Sovétrikjanna liti svo á, að
ibúar spænsku Sahara ættu einir
að ákveða hver yrði framtfð
landsins, segir i fréttum hinnar
opinberu fréttastofu APS i Alsir.
Sendiherrann sagði, að framtið
Sahara ættu ibúar landsins einir
að ákveða i samræmi við yfir-
lýsingar um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða um innanrikismál sin.