Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 18. nóvember 1975 Þorskur frá Islandi Þessi skopteikning birtist fyrir skömmu i „Westfalische Rund- schau” og ,,Der Spiegel”. — Fjárinn sjálfur, aftur þorskur frá Islandi! Virðist þetta gefa til kvnn að Þjóðverjar áliti sig standa betur að vigi i samningagerð við ís- lendinga heldur en Bretar. t> Peter og Kate eiga von á barni Brátt mun nýr Sellers lita dags- ins ljós, að þvi er Peter Sellers hefur sjálfur sagt, og klappaði um leið á maga hinnar verðandi móður. Sú, sem barnið mun fæöa, heitir Kate. En ekki vita menn nein frekari deili á kon- unni. Kate og Peter höfðu safn- að um sig vinum sinum á kránni Etolie de Moscou i Paris i þeim tilgangi að halda upp á þessa væntanlegu fæðingu. Þetta verður fjórða barn Peters, og Kate verður hans.... já, hvað skyldi nú númerið verða á henni i röð vinkvennanna. Það er vlstheldurerfittum aðsegja. Peter Sellers er alveg sagður hafa náð sér eftir að hafa skilið viö Titti Wachtmeister. Hér eru Peter og Kate, og hann heldur sannarlega bliðlega utan um vinkonu sina. Engin miskunn hjá AAagnúsi Englendingar eiga sennilega nákvæmustu lögreglumenn I heimi. Þessar myndir sanna það. Bil lögreglunnar 1 New- castle var ranglega lagt — hálf- um uppi á gangstétt, of nálægt homi. Umferðarlögregluþjónn nálgaðist. Hvað ætlaði hann að gera? Hann skrifaði auðvitað sektarmiða! Bilstjórinn kom skömmu seinna og tók miðann, súr á svip. — Ljósmyndarinn komst að þvi, að hann borgaði sektina! — Faðir ykkar er kominn, ferskur og sérlega sterkur! DENNI DÆMALAUSI |Ef ég segi honum núna, hvað ég ætla að gera I dag, verður miklu [ auðveldara aö útskýra þetta allt , fyrir honum í kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.