Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 11
10
TÍMINN
Þriðjudagur 18. nóvcmbcr 1975
Þriðjudagur 18. nóvember 1975
TÍMINN
INNANLANDSFLUGIÐ í
Rætt við Einar Helgason,
framkvæmdastjóra um vetraráætlun FÍ
á innanlandsleiðum og fl.
Nú fer vetur i hönd með
skammdegi og drunga. Þá breyt-
ist allt á isiandi, fólkið breytist
og fatnaður þess og meðal þess
sem breytist er flugið. Feröum
fækkar, þvi að nú ferðast menn
aðaliega af brýnum erindum og
illri nauðsyn.
Við hittum að máli Einar
Helgason, framkvæmdastjóra
innanlandsfiugs Flugleiða (Fiug-
félag isiands) og spurðum hann
um breytingarnar sem verða á
innanlandsleiðum Flugfélagsins i
vetur. Hann haföi þetta að segja:
— Helztu breytingarnar sem
verða á innanlandsflugi félagsins
eru þær, að ferðunum fækkar á
suma staðina, ef miðað er við
mesta annatimann á sumrin.
Vetraráætlun 1975rl976
Vetraráætlun i innanlandsflugi
gildirfrá'l. októbertil 1. mai. Það
er flogið til sömu flugvalla vetur
og sumar, en ferðunum fækkar.
Við fljúgum um þessar mundir
til ellefu staða utan Reykjavikur
— bæði vetur og sumar — og allt
flug er með Fokker Friendship
skrúfuþotum.
Ef við skoðum helztu staði
innanlandsflugsins, þá verður
breytingin á þessa leið: 1 vetur
verður ein ferð á dag til ísafjarð-
ar, en á sumrin eru tvær ferðir á
dag. Auk þess verður svo farið
tvisvar vestur á tsafjörð i viku
einvörðungu með vörur.
Til Akureyrar verða famar
þrjár ferðir á dag, en á sumrin
eru ferðirnar allt að fimm á dag.
Auk þess verða einnig tvær sér-
stakar ferðir i viku með vörur
einvörðungu til Akureyrar.
Til Egilsstaða verður flogið
með sama hætti og til tsafjarðar.
Daglegar ferðir með farþega og
tvær vöruflutningavélar fara i
viku hverri þangað.
Til Vestmannaeyja verða tvær
ferðir alla daga vikunnar, en eru
á sumrin allt að fjórar á dag.
Þessu er þvi við að bæta, að um
jól og páska verður ferðunum
fjölgað eins og venja hefur verið
til þess að taka á móti auknum
fólksflutningum, sem ávallt eru
þá.
Til Húsavikur verður flogið
fjórum sinnum i viku i vetur, en
fimm ferðir voru þangað á viku i
sumar. Við gerum ráð fyrir að
næsta sumar verði flogið þangað
sex sinnum i viku, þvi að þar
hefur nú verið tekið i notkun nýtt,
glæsilegt hótel, sem gefur staðn-
um meiri möguleika en áður til
þess að taka við ferðamönnum.
Flutriingar i lofti til Húsavikur
hafa stóraukizt.
A aðra flugvelli verður flogið
með sama sniði og i sumar. Þar
verða engar breytingar. T.d.
Neskaupstaður og Patreksfjörð-
ur. Þangað er farið þrisvar i viku
allt árið. Ferðir til Sauðárkróks
verða 4 i viku i vetur.
Skipulag innan-
landsflugsins
— Nú eru framhaldsferðir I bil-
um, eða flugvélum frá flugvöllum
úti á landi. Annast Flugfélagið
þær?
— Það mun hafa verið árið
1965, þegar við fengum fyrstu
Fokker vélina, að skipulagi
innanlandsflugsins var breytt.
Hugmyndin var sú að fækka við-
komustöðum. Þetta voru góðar en
dýrar flugvélar og ekki var unnt
aö koma eins viða við eins og ver-
ið hafði stefnan. T.d. þegar
sjóflugvélarnar voru, þá fór flug-
bátur vestur á firði og kom við á
öllum fjörðunum.
Megininntak þeirrar stefnu, er
þá var tekin upp, var sú að halda
uppi tiðum öruggum samgöngum
til fárra flugvalla, er lægju
miðsvæðis i byggðakjörnum,
þannig að unnt væri að flytja far-
þegana siðasta spölinn á bifreið-
um. Ástæðan fyrir breytingunni
var sú, að nú þurfti stærri markað
fyrir flugferðir en áður.
Auk þess gerðum við ráð fyrir,
að þegar fram liðu stundir yrði
þetta fyrirkomulag til þess að
bæta samgöngur innan þessara
staða og héraða, eins og raunin
hefur orðið á á Isafirði og t.d. á
Egilsstöðum. Nú eru farnar tiðar
ferðirá landi, sem ekki voru farn-
ar áður. Þessar ferðir byggjast á
flugleiðinni. og þeim farþegum,
sem leið eiga um flugvöllinn,
fyrst og fremst. Flugvellirnir
hafa orðið eins konar samgöngu-
miðstöðvar fyrir byggðakjarn-
ana.
Bilarnir fara á hina ýmsu firði
og staði, og fólk getur með þvi að
fara út á flugvöll fengið far með
bilnum, sem flytja flugfarþegana
án þess að það hafi komið þangað
með flugvél.
Þetta hefur orðið til þess að
auka hagkvæmnina i innanlands-
Huginu, og er algjör forsenda
þess að unnt sé að halda uppi
flugsamgöngum með stórum og
dýrum flugvélum.
Flugfélag Norðurlands
— I mai i vor hófst nýr þáttur,
en það er samvinna sem tekin var
upp milli Flugfélags íslands og
Flugfélags Norðurlands. Flug-
félag ísl. á 35% hlutafjárins i
þessu félagi, sem stofnað var upp
úr Norðurflugi, eða flugrekstri
þess. Fram til þess tima höfðu
flugvélar okkar flogið áfram á
vissum timum frá Akureyri til
Þórshafnar og Raufarhafnar. Nú
er þessu flugi hætt og Flugfélag
Norðurlands tekur við farþegum
okkar á flugvellinum á Akureyri
og flytur þá til nefndra staða, þ.e.
Þórshafnar og Raufarhafnar.
Ennfremur hefur félagið fram-
haldsflug til Kópaskers, Vopna-
fjarðar og Grimseyjar, og i undir-
búningi er að þeir fljúgi með far-
þega til Siglufjarðar.
Það flug hófst nú reyndar 1.
nóvember s.l.
Flugfélagið hafði séð fyrir ferð-
um til Sigluf jarðar með bilum frá
Sauðárkróki einvörðungu, en
mjög snjóþungt getur orðið á
vetrum frá flugvellinum á Sauð-
árkróki til Sigluíjarðar, og ættu
flugsamgöngur við Siglufjörð þvi
að batna til muna við þessa til-
högun.
— Hvernig er með þessar
landferðir. Hafa þær staðið undir
sér?
— Nei það hafa þær ekki gert.
Við höfum orðið að styrkja þær
fjárhagslega. Þá verður að geta
þess, að við höfum notið ómetan-
legs skilnings umferðardeildar
Pósts og sima, sem hefur notfært
sér þetta skipulag okkar með þvi
að skipuleggja póstferðir með
þessum leiðum.
Flugfélag Norðurlands
fær skrúfuþotu
— Við gerum ráð fyrir að flug-
tengslin á Norðurlandi veröi betri
innan skamms, þvi i athugun er
að kaupa skrúfuþotu til þessara
ferða af Twin Otter gerð, sams
konar og flugfélagið Vængir h.f.
notar núna á innanlandsleiðum.
Um þessar mundir er tæknimað-
ur frá Flugfélagi Norðurlands að
skoða slíkar vélar, sem eru falar
vestur i Bandarikjunum. Þær
kosta 60- 570 milljónir króna, og
ef unnt er aö fá nauðsynleg leyfi
og fjármagn er liklegt aö endan-
leg ákvörðun um kaupin verði
tekin innan skamms i málinu.
Þessar flugvélar geta flutt 19
farþega og nota mjög stuttar
flugbrautir.
— Viö höfum einnig visst sam-
band við Flugfélagið Erni á
Isafiröi um framhaldsflug til
staða i Djúpinu.
Farþegafjöldi i
innanlandsflugi
— Nú hefur orðið samdráttur i
miililandaflugi um ailan heim.
8% segir einhvers staðar að hann
veröi á þessu ári á- alþjóðaflug-
leiðum. Hvernig er þessu háttaö i
innanlandsfluginu?
— A þessu ári hefur orðið dálit-
il aukning, samt ekki sú aukning
sem við töldum að orðið gæti. Við
gerum áætlanir um farþegafjölda
I byrjun hvers árs, það er nauð-
synlegt allra hluta vegna. Við
gerðum ráð fyrir þvi að flytja um
8% fleiri farþega á þessu ári, en
aukningin verður varla meiri en
3-4%. Desember er að visu eftir,
en i þeim mánuðum sem fram-
undan eru, er flugið mjög háð
veðurfariog flug getur legið niðri
nokkuð lengi vegna veðurs, þótt
nægir farþegar séu um það leyti.
Við gerum ráð fyrir að flytja um
210.000 farþega á innanlandsleið-
um árið 1975, en samkvæmt áætl-
un okkar ættu þeir að verða um
217.000. 1 fyrra urðu farþegarnir
202.000. Ef áætlun okkar hefði
staðizt hefðum við náð þvi að
flytja alla Islendinga einu sinni
eða sömu höfðatölu.
Fjölskylduafsláttur —
leikhúsferðir —
„pakka”-ferðir
— Hvað hafið þið flutt flesta
farþega á dag?
— Við höfum komizt upp i að
flytja 2000 farþega á einum degi i
innanlandsflugi, en stundum
flytjum við lika ekki einn einasta.
— Er nokkur ný flugleið I
undirbúningi?
— Nei, það er ekki. Hins veg-
ar eru ýmsar flugferðir aðrar en
venjulegt áætlunarflug á dagskrá
hjá okkur.
Við erum oft með sérstakar
,,pakka”-ferðir, sem fólkið getur
notfært sér t.d. i sambandi við
stórar sýningar og leikhúsin.
Þá getur fólk keypt sér flugfar
og gistingu i Reykjavik með af-
sláttarverði. Einnig útvegum við
aðgöngumiða á leiksýningar og
aöra viðburði samfara ferðunum.
Þessar ferðir eru bæði fyrir hópa
og einstaklinga. Einn maður get-
ur komizt i svona ferð, en svo eru
stærri hópar og þá eru aðeins
betri kjör.
— Þá hafa Reykvikingar sömu
aðstöðu ef þeir vilja skreppa út á
land til þess að sjá eitthvað sér-
stakt, en það er bundið við þá
staði þar sem hótel eru starfandi
allt árið. Má minna á t.d. leikhús-
ferðir til Akureyrar.
Þá veitum við fjölskylduafslátt
eftir vissum leiðum.
— Nú kemur það fram hér að
framan að þið flytjið aila þjóðina
einusinni á ári innanlands. Þetta
hlýtur að þýða það, aö einhver
einn maður fljúgi mjög mikið, því
að sumir fijúga aldrei, eða ekki á
hverju ári a.m.k.? Er einhver
methafi tii I innaniandsflugi?
— Nei, það er ekkert viður-
kennt íslandsmet til i þessari
grein. Margir ferðast mörgum
sinnum á ári, en talið var á með-
an Einar Sigurðsson, útgerðar-
maður var með mest umsvif i
Vestmannaeyjum, þá hafi hann
Hogið manna mest. Einar flaug
milli lands og Eyja einu sinni til
tvisvar i viku, árum saman.
Sérstaklega ferðaðist hann
mikið á veturna, meðan á vertið-
inni stóð.
Verðlagsþróun i
innanlandsflugi
— En verðlagsþróunin?
— Verðlagsþróunin i innan-
landsflugi hefur verið óhagstæð
að undanförnu, og þvi liklega
svipuðá svo mörgum öðrum stöð-
um á timum verðbólgu og oliu-
kreppu. Það hefur reynzt örðugt
sem skiljanlegt er, að fá leyfi til
þeirra hækkana á þjónustu, sem
nauðsynleg hefur verið á undan-
förnum árum. Við teljum að við
höfum dregizt verulega aftur úr
öðrum greinum, enda hefur þessi
hluti flugsins, innanlandsflugið,
verið rekið með verulegum halla,
þrátt fyrir almennan stuðning
stjórnmálaafla við dreifbýlis-
stefnuna, eða strjálbýlið, sem við
þó þjónum að verulegu leyti.
— Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Islands, þá hefur visi-
tala vöru og þjónustu hækkað frá
l. ian 1970 úr 146 i 550stig, eða um
293%, en fargjöld hafa á sama
tima aðeins hækkað um 160%
Mismunurinn er aukin hag-
kvæmni — og tap.
Þrátt fyrir góðan vilja þá hljóta
allir að sjá að svona getur ekki
haldið áfram til eilifðar. Þetta
eru hámarksfargjöld, sem sett
eru, en auk þess höfum við ýms
fargjöld, sem eru lapgri, og nefni
ég fjölskyldufargjöld og náms-
mannaafslátt.
Hækkun á þotueldsneyti
— Margir rekstrarliðir hafa
hækkað alveg gifurlega og má t.d.
minna á oliuhækkunina. Arið 1973
greiddum við um 30 milljónir
króna fyrir eldsneyti, en gerum
ráð fyrir 124 milljónum kr. i ár. A
Einar Helgason, framkvæmdastjóri innanlandsfiugs FLUGLEIÐA
(Flugféiags islands).
Hann hcfur unnið hjá Flugfélaginu siðan árið 1950 og þar af 8 ár er-
lendis.
þessu timabili er eitthvað aukinn
ferðafjöldi en þó ekki i neinu sam-
ræmi við þessa gifurlegu hækkun
oliunnar. Þetta er þvi rúmlega
300% hækkun þotueldsneyti á
sama tima og fargjöldin hækka
óverulega.
Innanlandsflug er ekki rikis-
styrkt, en við njótum góðs af póst-
flugi rikisins og við höfum notið
góðs stuðnings yfirvalda og mætt
skilningi þegar eitthvað hefur
þurft að gera, sem stjórnvalda
þarf að njóta við.
— Hvernig er verðlag innan-
landsmiðaðviðsamskonarflug á
innanlandaleiðum, erlendis?
— Ef viðgerum samanburð t.d.
á Vestmannaeyjafluginu, þá
kostar það núna að fljúga til Vest-
mannaeyja 2120 krónur.
Fyrir svipaða flugleið verða
menn að greiða i Noregi 2580, i
Sviþjóö 5657, i Danmörku 2808 og i
Bretlandi er þetta lika mun
hærra. Flugfargjöldin eru þvi
lægri hér á innanlandsleiðunum.
Vörur og póstur
— Að lokum. Hver er þróunin i
vöruflutningum innanlands?
— Vöruflutningar aukast á
innanlandsleiðum, þar hefur ver-
ið stöðug aukning, og unnið hefur
verið mikið i að skipuleggja þessa
flutninga.
Arið 1974 fluttum við 4764 tonn,
en þar var 3.5% aukning frá árinu
áður. Alveg frá 1965 hafa
vöruflutningar verið að aukast
jafnt og þétt, þótt einstaka ár hafi
komið afturkippur i þá þróun
eins og 1968 og 1969.
Ef við tökum vörur og póst
samanlagt, þá nálgast þetta nú
5.500tonn á ári.
— Hvenær koma þoturnar eða
nýjar flugvélar á innanlandsleið-
ir?
— Við höfum þegar byrjað að
nota þotur, en ekki i fastar ferðir.
Það er aðeins hægt að lenda þot-
um á Akureyri eins og nú er.
Flugkosturinn verður óbreyttur
hjá Flugfélagi tslands næstu þrjú
árin. Um það hefur verið tekin
ákvörðun, sagði Einar Helgason,
framkvæmdastjóri að lokum.
— JG.
Þotueldsneyti hefur hækkað um
rúmlega 300% Flugfélagið greiddi
30 milljónir fyrir eldsneyti
á innanlandsleiðum árið 1973,
en mun greiða um 124 milljónir
króna á þessu ári
Einar Sigurðsson (Einar ríki)
methafi í innanlandsflugi FÍ?
Útgerðarmaðurinn flaug tvisvar
í viku milii Eyja og lands á vertíðinni
217 farþegar á innanlandsleiðum
ii
Lykill
valdsins
Lykill valdsins
Jón Sigurðsson
Handbók i félagsmálum
Heimskringla
Þetta er lítið kver, liðlega 120
bls. En þettaa er gott kver og
þvi þykir mér ástæða til að
vekja athygli á þvi.
Þarna er I stuttu máli gerð
grein fyrir þvi, hvers einkum
þarf að gæta á venjulegum fé-
lagsfundum. Það er rakið
hvernig félög verði stofnuð, sett
lög og reglur o.s.frv. Og auðvit-
að eru aðalatriði úr almennum
fundarsköpum tilgreind.
Þetta er yfirlit hagnýtra
fræða, sem ættu að vera hverj-
um manni tiltæk á þessari fé-
lagsskaparins öld. Þessi fræöi
ættu alltaf aö vera tiltæk I
hentugum handbókum eins og
þessari.
Það er samt ekki þetta fræði-
lega yfirlit, sem veldur þvi, að
þessi orð eru skrifuð. Tilefnið er
einkum sá fjórði hluti bókarinn-
ar, sem kallaður er „nokkur
minnisatriði um ræðu-
mennsku”. Þau atriði eru að
minu viti tekin saman af glögg-
um og góðum skilningi.
Jafnframt þvi sem varað er
við ýmsum hættum, sem eru á
vegi ræðumanna er lögð áherzla
á það, að mestu máli skipti ,,að
áheyrendur finni að hugur fylgi
máli, að ræðumaður meinar það
sem hann segir.” Og rækilega
er lögðáherzla á það, að grund-
vallarskilyrði sé, að þekkja til
mála, vita skil á þvi, sem rætt
er, leggja vinnu i undirbúning
„Vinnan er fyrir öllu.”
Og niðurlagsorð kaflans eru
þessi:
„Þennig er vald: Sá sem veit,
og kann að nota vitneskjuna, i
ræðu eða riti, i orði eða verki,
hann ræður. Hann á siðasta orð-
ið.”
Þetta eru almenn sannindi,
sem hver maður ætti að hug-
leiða. En þau orð, sem eru i
þessum kafla um málskyn og
máikunnáttu eru svo sönn að þau
,?ttu að vera kynnt i öllum ungl-
ingaskólum. „Merki þess, að
maður hefur góð máltök er ein-
mitt að hann hefur mikinn orða-
forða og gerir sér ljós hin fjöl-
breytilegu blæbrigði málsins, en
að sama skapi er hugsun hans
skýr, ljós og auðug. Andstæða
þessa hæfileika er andlegt
fátæki, þokukennd og rugluð
hugsun.”
Hér er um að ræða undir-
stöðuatriði allrar menningar,
hæfileikann að tjá sig og þá um
leið að skilja, þvi að sá sem ekki
skynjar blæbrigðin skilur ekki
til fulls.
Nú langar mig til að koma að
litilli dæmisögu, sem mér hefur
orðið minnisstæð i þessu sam-
bandi. Vorið 1946 vorum við
Guðmundur Hagalin i framboði
i Barðastrandarsýslu. Þá fórum
við ásamt fleiri mönnum rið-
andi af Barðaströnd til Arnar-
fjarðar. Þegar við komum af
heiðinni á grundirnar hjá Fossi
hleypti Hagalin á sprett og veif-
aði svipunni yfir höfði sér til að
hvetja lausa hesta, sem reknir
voru. Þá sagði annar samferða-
maður minn:
„Að sjá karlinn^Hann er eins
og götustrákur. tíann er eins og
fermingardrengur.”
Ég er viss um, að maðurinn
meinti og vildi sagl hafa, að
Hagalin væri eins og strákur um
fermingu. Það var ærslafjör
unglingsins, sem hann vildi
túlka. Hins vegar mun hann
hafa áttað sig á þvi að orðið
götustrákur felur i sér eitthvað i
ætt við óknytti eða alla vega
ófyrirleitni og þvi tekiðsig á. En
að vera eins og fermingar-
drengur er raunar að vera sér-
lega settlegur og stilltur svo að
það átti alls ekki við þarna. En
þarna var þó verið að leita eftir
réttum blæ. Svo langar mig að
geta hér annars dæmis, okkur
nærtækara . Það eru þessi orð úr
nýjum ritdómi:
„Einstöku sinnum rekst
maður þó á orð, sem almenn-
ingur á ekki lengur til þvi þau
hafa komizt i einkaeign.
A ég t.d. við morgunsárið, að
þaðsé áverki, sama er að segja
um deyjandi dag og hlátrasköll.
Notkun þessara orða verður að
varast.”
Jón Sigurðsson.
Sjálfsagt veit ég ekki skil á
öllum listrænum kröfum sem
menn gera, en ég vara við
kröfugerð af þessu tagi. Orðið
morgunsár hefur aldrei verið til
sem tákn áverka, þó að Jónas
Svafár léki sér að þvi að kalla
kver sitt: „Það blæðir úr morg-
unsárinu.” Bjarni Ásgeirsson
vissi hvað hann var að segja
þegar hann kvað:
Röskum tökum rammar ár
reri ég þetta morgunsár,
þó hef ég tæpast tekið i ár
tiu siðastliðin ár.
Þetta ár er sama og i árdegi —
árla —• árrisull, árvakur.
Ég hélt að það ætti sér enn
stað, að farið væri með tvisöng
þeirra Guðmundar Guðjónsson-
ar og Jóns Laxdals: Gunnar og
Njál. Þar er talað um að mæta
fjendum hlæjandi á deyjanda
degi — þ.e. vitanlega dagur þess
sem er að deyja. Svo kunna
menn lika að syngja ljóð Stefáns
frá Hvitadal:
Varir deyjandi dags
sveipar dýrlingabros.
Þar er það dagurinn, sem er
deyjandi, — er að deyja út —-
hverfa.
Sé þetta orðalag horfið al-
menningi svo að ekki megi nota
þaö, þá fer það að verða spurn-
ing hvort sæmilegir menn eigi
eingöngu að miða við þann al-
menning.
Hér er komið að miklu máli.
Þetta er ekki einasta um varð-
veizlu og þróun tungunnar,
heldur lika um það, sem sumir
telja að einkum greini mann frá
skepnu, hæfileikann að tjá sig.
Handbók i félagsmálum flvtur
okkur holla áminningu i þeim
efnum. — II.Kr.