Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 18. nóvember 1975
TÍMINN
17
AXEL AXELSSON er búinn
að stilla failbyssuna, hann átti
stórleik með Dankersen um
helgina, skoraði 7 mörk með
sinum frægu langskotum. Það
er greinilegt, að Axel er nú bú-
inn að ná sér eftir meiðslin,
sem hafa háð honum að
undanförnu — hann átti frá-
bæran leik, þegar Dankersen
vann sigur (16:10) yfir TSV
Altenholz. Skothæfni hans
var aðdáunarverð i leiknum,
og átti markvörður Altenholz
ekkert svar við þrumufleyg-
um hans, sem höfnuðu hvað
eftir annað i markinu. ólafur
Jónsson átti einnig góðan leik,
en það voru hafðar sérstakar
gætur á honum á linunni — og
skoraðihann aðeins eitt mark.
Ólafur „blokkeraði” oft
skemmtilega fyrir Axel, þann-
ig að þrumuskot Axels áttu
greiðan aðgang i gegnum
varnarvegg.
Þeir Ólafur og Axel eru
komnir á bekk með beztu
handknattleiksmönnum
V-Þýzkalands — þeir hafa
fengið frábæra dóma í v-þýzk-
um blöðum að undanförnu og
sagðir vera á heimsmæli-
kvarða. Það er greinilegt, að
þeir Axel og Ólafur eru i mjög
góðri æfingu um þessar mund-
ir — þeir koma til með að
styrkja landsliðið mikið.
Gunnar
hetja
Göppingen
GUNNAR
EINARSSON
átti stórleik
með Göppingen
um helgina —
hann skoraði
alls 9 mörk
Þessi mörk
Gunnars, sem
maðurinn á vellinum, dugðu
Axel er búinn að stilla fallbyssuna:
Þrumufleygar
— Axel skoraði 7 mörk
H C ★ Gunnar skoraði 9 mörk fyrir
■ I VI I Göppingen
tryggðu Dan-
kersen sigur
GUNNAR
var bezti
þó Göppingen ekki til sigurs.
Göppingen tapaði (15:19) fyrir
Neuhause. Gunnar hefur
aldrei verið jafn góður, hann
er potturinn og pannan i leik
Göppingen-liðsins.
Andinn er ekki
góður hjá Hamburger
Mikil óánægja er nú rikjandi
hjá leikmönnum Hamburger
SV. 1 byrjun keppnistimabils-
ins voru miklar deilur út af
fyrirliða'stöðunni hjá liðinu, en
nú hafa risið miklar deilur á
milli þjálfara liðsins og nokk-
ura leikmanna. — Voru fjórir
af fastamönnum liðsins settir
út úr liðinu um stundarsakir.
Þetta háði Hamburgar-liðinu,
þegar það mætti Kiel um helg-
ina — Einar og félagar töpuðu
13:17.
Ólafur i ham
ÓLAFUR EINARSSON, sem
leikur með 2. deildarliðinu
Donzdorf, leikur aðalhlut-
verkið hjá liðinu sem er i efsta
sæti i suðurdeildinni. Hann
skoraði 8 mörk þegar Donz-
dorf vann sigur (15:13) yfir
Birkenau. — SOS
Einar, Axel
og Ólafur...
leika með landsliðinu gegn Luxemborg
AXEL Axelsson, Ólafur Jónsson
og Einar Magnússon klæðast
landsliðspeysunum, þegar lands-
liðið mætir Luxemborgarmönn-
um i Laugardalshöllinni 30.
nóvember i undankeppni
Ólympiuleikanna. En bræðurnir
Ólafur og Gunnar Einarssynir
komast ekki nógu timanlega til
landsins, til að leika gcgn Luxem-
borg.
Einar er er væntanlegur heim
fljótlega, en þeir Axel og Ólafur
koma til landsins 25. nóvember —
og geta þvi tekið þátt i lokaundir-
búningnum fyrir leikinn gegn
Luxemborgarmönnum. Gunnar
fær sig ekki lausan fyrir leikinn,
þar sem hann þarf að leika með
Göppingen. Ólafur kemur til
landsins sama dag og leikurinn
fer fram, og mun hann þvi ekki
leika með.
—SOS
FH-INGAR FENGU SKELL
Leikmenn Oppsal greiddu þeim rothögg í Osló
og unnu með 8 marka mun — 19:11
FH-ingar fengu stóran skell, þvgar þeir mættu
norska liðinu Oppsal í Osló í Evrópukeppni bikar-
hafa i handknattleik. Leikmenn Oppsal greiddu
þeim rothögg og þeir sigruðu örugglega með 8
marka (19:11) mun, sem FH-ingar eiga væntanlega
erfitt að ráða við þegar þeir mæta Oppsal i Laugar-
dalshöllinni 6. desember i síðari leik liðanna. FH-
ingar fengu heldur betur að finna fyrir dómurum
leiksins, sem voru frá V-Þýzkalandi, — sannkallað-
ir heimadómarar. Hafnfirðingarnir fengu að hvila
sig fyrir utan leikvöll i 13 minútur — þar af var Geir
Hallsteinsson rekinn af leikvelli í samtals 5 min.
Leikmenn Oppsal léku i skjóli
dómaranna. Þeir sýndu oft á tið-
um mjög góðan látbragðsleik —
létu sig falla i gólfið, við minnstu
snertingu. Það var þvi erfiður
róðurinn fyrir FH-inga , að leika
bæði gegn leikmönnum Oppsal og
dómurunum. Til að byrja með
var leikurinn jafn en leikmenn
Oppsal fóru siðan að siga smátt
og smátt fram úr. — Þeir höfðu
náðfjögurra marka (9:5) forskoti
fyrir leikhlé. 1 siðari hálfleik náðu
þeir 8 marka forskoti og héldu
þvi.
Það verður erfitt fyrir FH-inga
að vinna upp þetta forskot, þegar
liðin mætast i Laugardalshöllinni.
Breiddin er ekki nógu mikil i FH-
liðinu til þess að það takist. Að-
eins fjórir leikmenn skoruðu
mörk FH-liðsins. — Geir 'Hall-
steinsson 4, Viðar Simonarson 3,
Þórarinn Ragnarsson 3 og Gils
Stefánsson eitt. Þetta sýnir bezt,
hve einhæft FH-liðið er.
— SOS.
GEIR HALLSTEINSSON...
skoraði 4 mörk gegn Oppsal.
1 Geir var rekinn útaf i 5 minútur
i Osló.
Punktar
• BREITNER
GEFUR EKKI
KOST Á SÉR
HAMBORG.
— P a u 1
Breitner, einn
af HM-stjörn-
um V-Þjóð-
verja, hefur
ákveðið að
gefa ekki kost
á sér framar i
landslið
V-Þýzka-
lands. Astæð- Breitner
an fyrir þessu er, að hann var
ekki valinn i landsliðshóp V-Þjóð-
verja, sem mætir Bulgörum á
miðvikudaginn. Breitner leikur
með Real Madrid, eins og Giinter
Netzer.sem tilkynnti i sl. viku, að
hann myndi ekki gefa köst á sér
framar i v-þýzka landsliðið.
Breitner tilkynnti þetta i viðtali
við v-þýzka stórblaðið „Bild”, og
þar sagði hann ennfremur, að
hann myndi leika á Spáni næstu 6
árin, ef Real Madrid geti notað
krafta hans.
• AÐEINS 5 HAA-
STJÖRNUR í V-
ÞÝZKA LIÐINU
DÚSSELDORF. — Aðeins 5 leik-
menn, sem tryggðu V-Þjóðverj-
um heimsmeistaratitilinn 1974,
eru i 16 manna landsliðshópi Hel-
mut Schöen, sem mætir Búlgör-
um i Evrópukeppni landsliða.
Það eru þeir Sepp Maier, Berti
Vogts, Franz Beckenbauer,
George Sehwarzenbeck og Bernd
Hoelzenbein. Einn af lykilmönn-
um v-þýzka liðsins — Manfred
Kaltz, Hamburger SV — getur
ekki leikið með liðinu, þar sem
hann fótbrotnaði á laugardaginn.
Einn nýliði er i liði V-Þjóðverja,
hinn 23 ára Peter Reichel, Ein-
tracht Frankfurt.
• BELGÍA í
8-LIÐA ÚRSLIT
PARIS. — Belgiumenn tryggðu
sér sæti i 8-liða úrslitum Evrópu-
keppni landsliða, þegar þeir
gerðu jafntefli (0:0) við Frakka i
Paris. Leikurinn var kveðjuleikur
Stefáns Kovacs, sem hefur látið
af störfum sem landsliðsþjálfari
Frakka.
• AAac-
DOUGALL ER
AAARKHÆSTUR
LONDON. —
Ted MacDou-
g a 11 , h i n n
marksækni
leikmaður Nor-
wich, er enn ,• l \
markhæstur i L \
Englandi, þótt 8
hann hafi ekki ý
skorað mark WP**■**f:”
S|||?! ?í</ •*s.'wkS.' í
tima anga_B MacDOUGALL
MacDougall, Norwich....16
Noble, Burnley.........15
A. Taylor, West Ham....13
Golwing, Newcastle.....12
George, Derby..........11
MacDonald, Newcastle...11
Toshack, Liverpool.....11
Tueart, Man. City......11
Lee, Derby ............10
Richards, Wolves .......9
• SPÁNN í
8-LIÐA ÚRSLIT
BUKAREST. — Spánverjar
tryggðu sér sæti i 8-liða úrslitum
Evrópukeppni landsliða, þegar
þeir gerðu jafntefli (2:2) gegn
Rúmeniu i Búkarest. Spánverjar,
Belgiumenn og Rússar hafa
tryggt sérsæti i 8-liða úrslitunum.