Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 18. nóvember 1975 LÖGREGL UHA TARINN 69 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal höf uölausir risaf uglar. Tóm ruslavírkarfa veltist áf ram eftir götunni. Þrjú hundruð metum aftar sátu þeir Kling og Meyer í ómerktri lögreglubifreiðog fylgdust meðsvarta Buickin um út um bílrúðuna. Vindurinn hamaðist á bílnum og kæfði öll hljóð úr talstöðinn. Kling jók styrkinn. — Hvað gerum við nú, spurði hann. — Við bíðum, svaraði Meyer. — Eigum við að handtaka stúlkuna, þegar þau Ijúka samtalinu, spurði Kling. — Já. — Heldur þú að hún viti eitthvað? — Ég vona það. Heldur þú ekki að hún sé með í þessu öllu? — Ég veit það svei mér ekki. Calucci ræddi um að skipta til helminga. En ef nú þegar eru þrir i spilinu. — Kannski er þetta kærasta Doms. — Og kemur í siaðinn f yrir hann, áttu við? — Já. Kannski grunar gamla góða Dom að þeir ætli að kála áer. Hann sendir kærustuna sína en situr sjálfur óhultur og hamrar á gamla góða gítarinn sinn. .— Það er möguleiki svaraði Kling. — Auðvitað er það möguleiki, sagði Meyer. — Allt er möguleiki eins og sakir standa. — Þetta var mjög fullorðinsleg og skýrleg athuga- semd, sagði Meyer. — Líttu nú á, sagði Kling. — La Bresca er stiginn út úr bílnum. — Það var stuttur f undur svaraði Meyer. — Þá skul- um við handtaka stúlkuna. La Bresca gekk hratt í átt frá bifreiðinni. Kling og Meyer snöruðust út úr kyrrstæðri bif reið sinni. Þeir f uku næstum um koll í hvassviðrinu, en settu undir sig höf uð- ið og hlupu allt hvað þeir gátu. Ekki vildu þeir að stúlk- unni gæfist tóm til að gangsetja bílinn og aka burt áður en þeir næðu til hennar. Síztaf öllu langaði þá fíl að eltast við hana á bíl út um alla borgina. Meyer heyrði að Buick- vélin var ræst. — Áfram nú, æpti hann til Kling og þeir þeyttust áf ram síðustu metrana i átt að bílnum. Meyer hl jóp í veg fyrir bílinn en Kling opnaði hurðina bílstjóramegin. Ljóshærða stúlkan við stýrið var í grárri stormúlpu og síðbuxum. Hún leit á Kling um leið og hann þeytti upp hurðinni. Kling furðaði sig á því að hún var ekki með andlitsfarða og vaxtarlagið var fremur stórskorið og gróft. Hann deplaði augunum furðusleginn. Ennfremur tók hann eftir því að hún skartaði að minnsta kosti þriggja daga skegghýjungi á höku og kinnum. Meyer leit agndofa á „stúlkuna" við stýrið og sagði svo: — Þú ert Dominick Di Fillippi geri ég ráð fyrir? XXX Dominick Di Fillippi var mjög stoltur af síðu, Ijósu hári sínu. Þegar á lögreglustöðina kom var hann sífellt að greiða það og snyrta. Hann skýrði leynilögreglu- mönnunum frá því, að hljomsveitarmeðlimir yrðu hver að hafa sinn sérstæða persónuleika, ekki satt. Þeir sem væru i sinni hljómsveit væru allir mismunandi útlits, ekki satt? Trommuleikarinn væri með Ben Franklin gleraugu, og sólógítarleikarinn, greiddi hárlufsurnar ofan í augu, orgelleikarinn væri í rauðri skyrtu og rauð- um sokkur, ekki satt. Allir hljómsveitarmeðlimirnir hefðu sitt sérstæða tákn. Þetta Ijósa síða hár var ekki beinlínis hans hugmynd, þar eð margir hljómsveitar- menn skörtuðu nú síðu hári. Þess vegna var hann nú að safna skegginu. Það var Ijósrautt og Dom taldi víst að þegar kominn væri myndarleg skeggspretta yrði hann harðneksjulegur útlits og fengi sinn sérstæða persónu- leika ekki satt? — Hérna ég meina það sko. Hvað er um að vera? Hvað er ég að gera á lögreglustöð? — Ert þú tónlistarmaður, spurði Meyer. — Skot og mark, laxi. — Lifir þú á því? — Sko, grúppan er ný eins og vorblóm. — Hversu ný? — Þriggja mánaða. — Hafið þið nóg viðað vera í hljómsveitinni? — Auðvitað. — Hvenær? — Við höf um spilað sýnishorn af því ef ni sem við bjóð- um upp á. — En hafið þið NOKKURN TÍMA FENGIÐ BORGAÐ fyrir að spila einhvers staðar? — Nei, væni, ekki enn. Ekki í raun og veru. Ég meina það. Jafnvel Bítlarnir urðu að byrja einhver staðar ekki satt? — Einmitt það. — Þeir spiluðu í rotinpúrulegri kjallarholu í Liverpool og áttu varla fyrir salti i graut. Við þekkjum enga menn á þessari plánetu og engann kallaðan Ming Láttu okkur fá konuna sem þið náöuö og við för-| um siðan með friði. Við getum einskis krafist hér. Þetta eru einmitt ^ lygar sem hægt er að biiast við af njósnurum Mings. K Hvers vegna heldurðu að hann hafi ^ sjjurt? we 18. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guölaugsdótt- ir les „Eyjuna hans Múmin- pabba” eftir Tove Jansson (17). Tikynningar kl. 9.30 Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur þáttinn. Hljómplötu- safnið kl. 11.00: Endurtek- inn þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 1 sjö- unda þætti er fjallað um skólalýðræði. 15.00 Miðdegistónieikar: is- iensk tónlist.a. „Endurskin Ur norðri” eftir Jón Leifs. Sinfónluhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Hallgrim Helgason. Þorvaldur Stein- grimsson oghöfundur leika. c. Lög eftir Sigfús Halldórs- son. Guðmundur Guðjóns- son syngur við undirleik höfundar. d. Sex islefek þjóð- lög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar. Ingvar Jónasson leikur á lágfiðlu og Guðrún Kristinsdóttir á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn. 17.00 Lagið mitt. 17.30 Framburöarkennsla i spænsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Skáldið i Strandgötunni. Eiríkur Sigurðsson talar um Daviö Þorvaldsson. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 „Misa Criola” eftir Ariel Ramirez. Kammerkór og hljómsveit finnska útvarps- ins flytja, Harald Andersén stjórnar. (Hljóöritun frá finnska útvarpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (15). 22.40 Harmonikulög. örvar Kristjánsson og félagar leika. 23.00 A hljóöbergi. Af Heklu- tindi á Skálholtshlaö. — tir dagbókum James Wright I Islandsleiðangri Stanleys árið 1789. Nigel Watson les. — Sföari hluti. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 18. nóvember 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Um- sjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.35 Svona er ástin. Banda- rlsk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.15 Bate og biiiinn hans. Roskinn maður I Englandi framleiðir metan-gas úr húsdýraáburði og notar það I bifreið sinni f stað bensíns. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.