Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 18. nóvember 1975 eHÍ.XXiIHiÍiH Bandalag leik félaga heldur ráðstefnu Meðal þeirra sem sÖttu ráðstefnuna voru þeir Theodór JúIIusson og Ólafur Hauksson frá Siglufirði, sem hér sjást á myndinni með Helgu Hjörvar, framkvæmdastjóra Bandalagsins. Lokið er I Reykjavik ráð- stefnu Bandalags Isl. leikfélaga, en þar komu saman ýmsir fulitrúar áhugaleikfélaga og ræddu vandamál sin og leituðu úrræða. Að lokinni ráðstefnunni hittum við að máli Helgu Hjörvar, framkvæmdastjóra bandalagsins, Theodór Júllus- son og Ómar Iiauksson, en þeir slðarnefndu eru leikarar frá Siglufirði. Hafði Helga orð fyrir þeim félögum. og hafði hún þetta að segja um ráðstefnu- haldið: — Ráðstefna Bandalags isl. leikfélaga lauk á sunnudags- kvöld, en aðalmál ráðstefnunn- ar var að ræða fjárhag áhuga- leikhúsa og framlag þeirra til leiklistarstarfsins I landinu. Ráðstefnunni var skipt í tvo umræðuhópa, eða starfshópa sem hver um sig skilaði álykt- un, sem fjallað var um. Ráðstefnu þessa sóttu 40 full- trúar, viðsvegar af landinu, en aðildarfélög Bandalagsins eru 62 talsins. Af þessum leikfélögum sýndu 35 á siðasta ári, og höfðu þau 47 leiksýningar. Ef til vill mætti álíta, að starf- semin lægi niðri hjá helming þessara félaga, en svona einfalt er það ekki. Félögin eru mis- virk, sum starfa ekki, önnur koma upp sýningum annað hvert ár, en sum leika, eða setja eitthvað upp á hverju ári. A þessu leikári, sem nú er að hefjast, eru þegar 22 leikfélög, sem hafa hafið starfsemi, hafa tekið til meðferðar verkefni, sem sýnd verða i vetur. Hvað snertir umfang þessar- ar starfsemi, þá komumst við að þeirri niðurstöðu, sem reynd- ar íá þó fyrir að nokkru leyti, að þessi leiklistarstarfsemi er sú eina, sem stór hópur manna á kost á að fá beinan aðgang að. Stór hluti þjóðarinnar sér ekki aðrar leiksýningar en þær, sem ;ru áhugafélögin gangast fyrir. Þessi leikfélög leika ekki aðeins idu heima fyrir, heldur fara þau oft- 47 ast i stuttar leikferðir til ná- grannabyggða og halda sýning- irf- ar þar. Okkur fannst, að tölu- ing verðs misræmis gætti i fjár- 'alt hagslegum stuðningi hins opin- iís- bera til þessarar starfsemi, lur miðað við þann stuðning, sem lað atvinnuleiklistin fær hjá rlkis- tja valdinu. Ég get nefnt dæmi I tölum. Á að siðasta fjárlagaári var úthlutað ög, til Bandalagsins og aðildarfé- afa laga þess 2,7 milljónum króna 'ni, (til allra áhugaleikfélaga á landinu), en til Leikfélags Akur- ar- eyrar 2,5 milljónum króna. við Þjóðleikhúsið hefur hins vegar nd- öll laun, sem það greiðir, á fjár- að lögum alþingis, og i ár fær það sú 175milljónirkróna. Þetta finnst i á okkur vera dálitil mismunun, ið. þótt auðvitað megi segja sem lcki svo, að nauðsynlegt sé fyrir ;m þjóðina að halda uppi atvinnu- NÝ ÞJÓNUSTA VÉLABORGAR Til að auðvelda bændum og öðrum/ sem eiga e.t.v. gamlar og slitnar dráttar- vélar, að eignast nýjar og hagkvæmar dráttarvélar, bjóðumst við til að kaupa gömlu vélina um leið og fest eru kaup á nýrri URSUS dráttarvél. Nú á þriggja ára afmæli þess að fyrstu URSUS dráttarvélarnar voru teknar í notkun í íslenskum landbúnaði, teljum viðaðokkur sé óhættað segja að vélarnar hafa reynst prýðilega, þær hafa fengið orð fyrir að vera sterkbyggðar, spar- neytnar, gangöruggar og tiltölulega ódýrar, við höldum líka að óhætt sé að segja að þjónustan sé í ágætu lagi og varahlutir yfirleitt nægirog verð á þeim hagstæð. Enda eru nú langt á þriðja hundrað vélar í landinu. Við bjóðum nú: URSUS C-335 40 Hestöfl á 567.000,- URSUS C-355 60 Hestöfl á 749.000,- URSUS C-385 92 Hestöfl á 1190.000,- ca. Þessi verð eru endanlegverð með öllu inniföldu. Innan skamms munum við einnig bjóða þá nýju þjónustu á islandi að leigja út dráttarvélar til stutts eða langs tíma. VÉIADCCG SUNDABORG Klettagörðum 1 Sími 8-66-80 leikhúsum. Þó höfum við það lika ihuga, að hluti þjóðarinnar á ekki greiðan aðgang að sýn- ingum i Reykjavik og á Akur- eyri. Auk þess styðja mörg sveitar- félög og bæjarfélög leiklistar- starfið fjárhagslega, bæði Reykjavikurborg og sveitarfé- lög úti á landi, en tölur yfir þær fjárveitingar hef ég ei hér. Ef umfang leikstarfsins úti á landi er borið saman við t.d. Þjóðleik- húsið, þá kostar leikstarfið úti á landi frá ári til árs svipaða upp- hæð og rekstur Þjóðleikhússins. Sjálfboðavinna og fjáröflun stendur undir þeim kostnaði þar. — Hvað er talið að brýnast sé til þess að liðsinna áhugaleik- húsinu? — Það liggur ljóst fyrir, að naum fjárráð, eða kröpp kjör, halda aftur af leikstarfi áhuga- leikhúsanna. Þessi fjárhags- staða hefur ekki einasta áhrif á starf þeirra, heldur lika verk- efnaval, verður i rauninni að bókmenntastefnu. Þau geta ekki sýnt önnur verk en þau, sem likleg eru til þess að „borga sig”. Peningaskorturinn kemur einnig i veg fyrir ýmsa tækni- þróun, svo þau dragast aftur úr og sýningar þeirra verða verri en efni standa til. Þannig hefur það lengi verið draumur þessara leikhúsa að fá i sina þjónustu leikstjóra, sem hefðu föst laun. Laun leikstjóra eru oft aðalkostnaðurinn við uppsetningu leikrita. Þessa menn (leikstjórana) verður að fá langt að, það þarf að greiða ferðakostnað þeirra og uppihald, og auk þess laun. Mönnum hefur t.d. komið i hug að ráðnir yrðu sérstakir leik- stjórar við Þjóðleikhúsið, sem sinnt gætu þessu hlutverki, að setja upp sýningar hjá áhuga- leikhúsum. — Hafa nokkur leikfélög hætt störfum? — Nei, það er mesta furða hvað þau hjara. Ef borið er saman milli ára, sá sést að mik- ill áhugi er á leiklist á fslandi. t upphafi var þess getið, að 35 leikfél.hefðu47 sýningar á fyrra leikári. Þar á undan voru 30 leikfélög með um 30 sýningar og árið sem nú er að hefjast spáir góðu um starfið i vetur. Þá er eitt vandamálið, sem horfast verður i augu við, en það eru húsnæðismál leikfélaganna. Við — eða þjóðin — höfum reist félagsheimili og samkomuhús sem henta vel til leiksýninga. Mjög erfitt er að fá inni i þess- um húsum. Þau eru rekin sem kvikmyndahús og ýms önnur starfsemi látin ganga fyrir leik- starfsemi. Félögin hafa ekki bolmagn til þess að greiða svo háa húsaleigu, sem krafizt er fyrir afnot af samkomuhúsun- um viðast hvar. Þessi félagsheimili og sam- komuhús verða auðvitað að afla fjár til þess að standa undir rekstri sinum og eru ekki öll af- lögufær. Að þessum málum vinna fé- lögin heima fyrir, en þau hafa ekki sameinazt um að knýja fram úrbætur. — Hvar eru öflugustu áhuga- leikhúsin? — Ef telja skal upp þá staði, þar sem stöðug leikstarfsemi fer fram, má nefna t.d. Húsa- vik, Neskaupstað, Isafjörð, Vestmannaeyjar, SauðárHrók og Siglufjörð. — Hvað með leikrit? — Bandalagið reynir að hafa tiltæk verkefni, sem félögin geta valið um. Þetta er þó f rekar ein- litt safn, sem mætti gjarnan vera fjölbreyttara en það er. Við höfum mikinn áhuga á að fá is- lenzk leikrit til sýninga, og höf- um ámálgað samvinnu við félag leikritahöfunda. Höfum nú ósk- að eftir lista yfir leikrit, sem fé- lagar þess hafa samið. Þá fengum við styrk til þess að þýða skandinavísk leikrit. — Hafa þessi félög samstarf? — Já það hafa þau. Það léttir oft kostnaðinn. Leikbúnaður er mjög dýr. T.d. kostar eitt ljós (sviðsljós) tugi þúsunda og fé- lögin lána hvert öðru búnað og veita aðstoð eftir þvi sem þau geta. — Hvað kom athyglisverðast fram á ráðstefnunni, ef undan- skilin eru fjármál? — Það er hinn viðtæki leik- listaráhugi sem er á Islandi. Hann birtist I ýmsum myndum. Menn leika og setja upp sýning- ar, sækja sýningar og menn fara i hópferðir til þess að sjá leiksýningar i Reykjavik. Fjöl- miðlar verja ekki miklu rúmi til þess að kynna leikritaflutning úti á landi og þvi er hljóðara um þessa starfsemi en æskilegt væri. Áhugaleikhúsin eru á sinn kyrrláta hátt óaðskiljanlegur hluti af leikhúsmenningu þessa lands. Jónas Guðmundsson. Jólasendingar um allan heim Veljið jó lag j a f i r na r handa vinum og ættingj- um erlendis timanlega. Allar sendingar vandlega pakkaðar og fulltryggð- ar. Flugpóstur. Sjópóstur. RAAAMACERON Austurstræti 3, Hafnarstræti 19 Hótel Loftleiðir,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.