Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. nóvember 1975. TÍMINN „k bak við þetta hús er lítið þorp" Erlingur Páll Ingvarsson og Vignir Jóhannesson við eina myndanna, sem eru i sýningunni viö Bern- höftstorfuna. Tímamynd Róbert BREZKU SKIPSTJÓRARNIR NEYDDU FLOTAFULLTRÚANN TIL AÐ STÆKKA HÓLFIÐ SJ-Reykjavík — Það er líka margt, sem við sáum I Grjóta- þorpinu, sem ekki kemur fram i sýningunni. Hver hefði t.d. trúað, að fyrir innan læstar dyr á Fjala- kettinum Ieyndist heill húsagarð- ur með glerpaki yfir. Og við þenn- an aflokaða húsagarð eru mörg hús, sem fæstir hafa hugmynd um að séu til. Það er Erlingur Páll nemandi i 2.bekk A i Myndlista-oghandiða- skólanum, sem segir okkur þetta, en hann — ásamt sautján öðrum bekkjarsystkinum sinum — hefur undanfarinn mánuð unnið að úti sýningu helgaðri Grjótaþorpinu, sögulegu gildi þess og verndun í tilefni af Húsafriðunarárinu, sem haldið er i Evrópu 1975. Leiðbeinandi bekkjarins á þessari önn er Kjartan Guðjóns- son, og kveðst hann hafa lagt lin- una fyrir nemendurna, en þeir siðan unnið að sýningunni i sam- vinnu. Byrjað var á allsherjar könnun á Grjótaþorpinu og kynntust myndlistarnemarnir ibúum herfisins, námu sögu þess, tóku myndir i hverjum krók og kima. Þá voru umræðufundir um verkefnið, loks fékkst sameigin- leg niðurstaða og var þá hafizt handa um að mála myndir af hús- um i þorpinu, og einnig af hug- myndum þeim sem unga fólkið gerir sér um mannlif þar fyrir nokkrum áratugum. Sá þáttur sýningarinnar á að tákna fjöl skyldualbúm i stækkaðri mynd, þar sem getur að lita ibúa, leik- listarstarfsemi, iðnað o.s.frv. Morgunblaðshöllinkemur lika við sögu, en um hana segir: ,,Á bak við þetta hús er litið þorp." Erlingur Páll og félagi hans Vignir vinna að mynd, þar sem skipulagið hefur ráðizt til atlögu við gömlu húsin i Grótaþorpinu i liki gröfu, senfætlar að ryðja öllu' burt. — Það er margt i hverfinu, sem kannski litur ekki vel út eins og er, en mætti bæta og fegra mikið segir Vignir. Hverfi eins og þetta er einmitt það sem i stórborgum erlendis er barizt við að halda i. Við erum áreiðanlega eina þjóðin i heiminum, sem veit að nákvæm- lega þarna hefur fyrsti land- námsmaðurinn gengið á leið sinni til sjávar, þar á ég við Aðalstræti. Og þarna eru heil hús með allt upp i 15 herbergjum, sem enginn býr i. Sýningu myndlistarskólanem- anna verður i dag komið fyrir á fiskhjöllum, sem fengnir voru að láni hjá Ingvari Vilhjálmssyni, á stéttinni fyrir framan Bernhöfts- torfuna og þar mun hún standa i viku, ef lægðir leyfa. Gsal-Reykjavikl — Einn af brezku veiðiþjófunum, Lord Jellicoe GY-709 gerði i gær itrekaðar tilraunir til að sigla á varðskipið Arvakur út af Vest- fjörðum eftir hádegið I gær. Að sögn talsmanns Landhelgis- gæzlunnar stóð þessi árás Bretans um hálfa klukkustund, en fyrirætlan hans tókst þó ekki. Dráttarskipið, Lloydsman, sem væntanlegt var á miðin við island í gærdag, var ókomið er siðast fréttist. Veiðihólf það, sem flota- fulltrúinn brezki um borð i Aquarius skipaði brezku togurunum að veiða I undir vernd dráttarbátanna i fyrradag, hefur nú verið stækkað til muna, og að sögn talsmanns Gæzlunnar nær það nú frá Hvalbak norður á miðin undan Langanesi. Leiða má likur að þvi, að flotafulltrúinn hafi orðið aðbeygja sig fyrir kröf- um brezku skipstjóranna, en þeir höfðu látið i ljós óánægju með þá ákvörðun flotafulltrúans að veiða i hólfinu milli Glettinganess og Hvalbaks, sem þeim þótti heldur litið. Sú ákvörðun flotafulltrúans um að stækka veiðihólfið til muna, gefur til kynna, að ekki riki mikill samhugur hjá Bretum i þessu þorskastriði og að m jög sé deilt um það innbyrðis þeirra á milli, hvaða aðferðum skuli beita gegn landhelgisgæzlunni. TF-Sýr var i gæzlu og könnunarflugi i gær og voru meö vélinni ýmsir fulltrúar fjölmiðla, þ.á.m. fréttamaður brezku út- varpsstöðvarinnar BBC. Um há- degið voru brezku dráttar- bátarnir þrir á siglingu hver á eftir öðrum, á norðurleið suðaust- ur af Langanesi — og stefndu til lObrezkra togara, sem voru i ein- um hnapp um 30 milum norðar, þar sem varðskip hélt togurunum frá veiðum. Kl. rúmlega 4 i dag -voru fimm brezkir togarar á Þistilfjarðardýpi, og dráttar- bátarnir þrir voru komnir þangað. Að sögn talsmanna land- helgisgæzlunnar voru dráttar- bátarjir allir hjá einum brezkum togara á þessum tima, og svo virtist sem þeir hefðu aðeins það hlutverk að sjá svo um að hann gæti togað hindrunarlaust! Varðskip var á þessum slóðum og horfðu þeir undrandi á þessar aðfarir, sagði talsmaðurinn. 43 brezkir togarar voru við ís- land i gær. Borgarstjóri vill opinbera reikninga Sjálfstæðishússins — ÁRMANNSFELLSMÁLIÐ AFTUR FYRIR BORGARRÁD A þessu korti sést hvar brezku togararnir héldu sig i gærdag. Eins og sést á kortinu eru langfiestir togaranna á svæðinu út af Austfjörðum, en aðeins sex út af Vestfjörðum. A kortinu sést einnig hvar „verndarskipin" og eftirlitsskipin voru i gærdag. B.H. Reykjavik. — Ég fagna þvi, að borgarstjóri skuli hafa fallizt á að opinbera reikninga Sjálf- stæðishússins gegn þvi að sjá reikninga Framsóknarhússins við Rauðarárstig, sem hafa verið lagðir fram árlega. Ég mun ganga eftir þvi að reikningar Sj álf s tæðishússins verði Allreð Þorsteinsson. opinberaðir og borgarstjóri standi við orð sin. Armannsfellsmálið er aðeins angi af stærra máli, og verður aldrei upplýst til fulls, nema listi gefenda til Sjálfstæðishússins verði birtur. Þannig komst Alfreð Þorsteins- son borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins að orði á borgar- stjórnarfundi i gær, en Armanns- fellsmálið svonefnda var til umræðu af þvi tilefni að f jallað var um endurrit úr dómabók Sakadóms Reykjavikur, vegna dómsrannsóknar i málinu. Hafði borgarstjóri viðhaft þau orð vegna gagnyrtrar ádeiluræðu Alfreðs Þorsteinssonar, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu, að birta reikninga Sjálfstæðishússins og þá að sjálfsögðu lista yfir gefendur, gegnþviraðreikningar Framsóknarhússins yrðu birtir. Benti Alfreð borgarstjóra á, að reikningar Framsóknarhússins væru ekkert launungarmál og væru þeir birtir árlega. Myndi hann nú ganga rikt eftir þvi að borgarstjóri stæði við orð sin. Bjórgvin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins lagði áherzlu á i umræðum um þetta mál, að hann mundi sér- staklega taka það upp i borgar- ráði aftur, og fjalla þá um for- kastanleg vinnubrögð starfs- manna borgarinnar og borgar- stjórnarmeirihlutans. Birgir ísleifur Gunnarsson. Slysalaust síðustu sólarhringa: „Blöðin hafa vakið fólk til umhugsunar um umferðarmálin" — segir rannsóknarlögreglan Gsal-Reykjavik — Það hafa ekki orðiö nein slys né umtals- verðir árekstrar hér I Reykja- vik siðustu tvo sólarhringa. Þökk sé blöðum og öðrum fjöi- miðlum fyrir sinn þátt til að vekja almenning til umhugsun- ar um umferðarmálin, sagði Torfi Jónsson, hjá umferðar- deild rannsdknarlögreglunnar i gær. — Lögreglan sjálf á auðvitað stóran þátt i þessu einnig, en hlutur fjölmiðlanna hefur áreiðanlega verið mikilvægur. Og umfram allt haldið áfram á sömu braut, sagði Torfi. Svo virðist sem slysaöldunni miklu hafi að mestu linnt, sem betur fer. 1 þessari viku hefur t.d. ekki orðið neitt alvarlegt umferðar- slys á landinu. Hjá lögreglu utan Reykjavik- ur var alls staðar sömu sögu að segja, — engin umferðarslys siðustu sólarhringa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.