Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. nóvember 1975. TÍMINN 17 FF Við munum seljg okkur dyrt... — eins og við gerðum í Evrópukeppninni," segir Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands íslands — Þaö er ekki annað hægt aö segja, enviðhöfum dottið ofan i lukkupottinn, hvað mótherja snertir, sagði Ellert B. Schram formaður Knatt- spyrnusambands isiands, þegarhann frétti, hverjir mót- herjar islendinga væru I undankeppni heimsmeistara- keppninnar. — Þetta er geysi- iega sterkur riðill, þar sem baráttan verður mjög hörð. Viö munum ekki leggja árar í bát, heldur selja okkur dýrt, eins og viö gerðum I Evrópu- keppninni, sagði Ellert. — Það verður gaman að þreyta kapp við þessar þjóðir, þær eru gifurlega sterkar, sagði Martcinn Geirsson, þegar við tilkynntum honum, hverjir mótherjar islendinga væru — Ég er ekki öruggur, en við vinnum riðilinn, sagði Marteinn og hló — en án gamans, þá vona ég, að við stöndum okkur eins vel og i Evrópukeppninni. Þá lékum við einnig gegn sterkum þjóð- um og náðum árangri, sem við þurfum ekki að skammast okkar fyrir, sagði Marteinn. Ellert B. Schram, sagði, að það kæmi ekki annað til greina, en að leika heima- leikina á Laugardalsvellinum — það verður nú að keppa að þvi, að gera hann tilbúinn fyrir slaginn — Við munum að öllum likindum leika þrjá leiki I keppninni næsta sumar, og þá væntanlega 1--2 leiki hér heima, sagöi Ellert. Þá sagði Ellert, aö hann reiknaði með þvi, að forráða- menn þjóðanna myndu mæla sér mót fljótlega, þar sem þeir myndu ræða og ákveða leik- daga i keppninni. -SOS CRLIYFF OG FÉLAGAR VERÐA MÓTHERJAR ÍSLENDINGA o — sem drógust í riðil með Hollendingum, Bel gíumönnum og N-írum í undankeppni HM í Argentínu 1978 j HOLLENDINGURINN fljúgandi Johann Cruyff og félagar hans verða motherjar Islendinga í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Islendingar drógust i sterkasta Evrópuriðilinn/ þar sem mótherjar verða ekki af verri endanum — Holiendingar, Belgíu- menn og N-lrar. Róðurinn verður þungur hjá Is- lendingum í þessum riðli, þar sem þessar þjóðir eru i hópi sterkustu þjóða heims og keppnin verður geysilega hörð. Það vill svo einkennilega til, að við lékum gegn Hollendingum og Belgíumönnum í undankeppninni fyrir HM í V-Þýzkalandi 1974, en við höfum aldrei fyrr leikið gegn N-lrum, en n-írska landsliðið er skipað mörgum frábærum leikmönnum úr ensku knattspyrnunni — eins og Pat Jennings, Tottenham, Allan Hunter, Ipswich, Sammy Mcllroy, Manchester United, Bryan Hamiiton, Ipswich, Pat Rice, Arsenal, Sammy Nelson, Arsenal og Dave Clements, Everton, svo einhverjir séu nefndir. Það er óþarfi að kynna Johann Cruyff og félaga hans, mönnum er eflaust í fersku minni árangur þeirra i heimsmeistarakeppninni i V-Þýzkalandi, þar sem þeir léku til úrslita gegn V-Þjóðverjum og töpuðu naumt — 1:2. Einnig þarf ekki aö fara mörgum orðum um Belglumenn, sem urðu sigurveg- ararnir i Evrópuriölinum, sem Islendingar léku I. Drátturinn I Evrópuriðlunum 9 varð þannig: 1. riðill: Pólland, Portúgal, Danmörk og Kýpur. 2. riöill: ftalla, England, Finnland og Luxemborg. 3. riöill: A-Þýzkaland, Austur- riki, Tyrkland og Malta. 4. riðill: Holland, Belgia, N-Ir- land og Island. 5 riðill: Búlgaria, Frakkland og Irland. 6. riöill: Sviþjóð, Sviss og Noregur. 7. riðill: Skotland, Tékkóslóvakia og Wales. 8. riðill: Júgóslavia, Spánn og Rúmenia. 9. riðill: Rússland, Ungverja- land og Grikkland. Suður-Ameríka: 1. riðill: Brasilia, Paraguay og Columbia. Argentina'78 2. riðill: Uruguay, Bolivia og Venezuela. 3. riðill: Chile, Peru og Ecuador. Sigurvegararnir i S-Ameriku riölunum leika siöan saman i riðli, þannig að tvö efstu liðin komast i 16-liða úrslitin i Argen- tinu en þriðja þjóðin leikur gegn efstu þjóðinni i 9. riðli Evrópu— um það, hvor þjóðin komist til Argentinu. -sos. JOHANN CRUYFF.... viö fáum að sjá þennan knattspyrnu- snilling leika á Laugardalsvellin- um. laisfl . Punktar GEFID MÉR MEIRI TÍMA, SEGIR REVIE LONDON. — Það er ekki hægt að búast við góðum árangri með þessu áfram- haldi. Það verð- ur að undirbúa landsliðið betur fyrir leiki, ef það á að ná langt i HM-keppninni, sagði Don Revie, landsliðseinvaldur Eng- lands.sem vill fá meiri tima til að undirbúa lið sitt fyrir landsleiki. — Ég vil hafa leikmennina i æfingabúðum, tiu daga fyrir leik, sagði Revieog benti á að Tékkar hafi æft saman I mánaðartima fyrir landsleikinn gegn Eng- lendingum, og Portúgalir hefðu verið i æfingabúðum — tvær vikur fyrir leikinn gegn enska liðinu i Lissabon á miðvikudaginn. Það má geta þess, að Revie fær að hafa leikmenn sina aðeins fjóra daga fyrir landsleik, en þá koma þeir beint úr erfiðum deildar- leikjum. I þeim leikjum gerist það oft, að leikmenn, sem hann hefur valið, meiðast og geta ekki leikið með enska landsliðinu. — Ef ekki verða gerðar breytingar á þessu fyrirkomulagi þá getum við ekki krafizt árangurs af enska landsliðinu, sem er algjörlega látið sitja á hakanum, sagði Rev ie. • JOHNSTONE TIL SHEFF. UTD. SHEFFIELD. — Jimmy Johnstone Celtic, hefur nú skrifaö undir samning hjá Sheffield United — og mun leika með liðinu gegn Stoke á laugardaginn. Þá bendir allt til að Alan B.irchensell Leicester, fari einnig til United. — Liðið hefur boðið 30 þús. pund fyrir hann. • DANKERSEN TAPAÐI í KIEL KIEL. — Dankersen-liöið, sem þeir ólafur Jónsson og Axel Axelssonleika með, tapaði (8:12) fyrir Kiel-liðinu i „Bundeslig- unni”. Ólafur skoraði 4 mörk, en Axel lét sér nægja eitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.