Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 21. hóvember 1975. LÖGREGLUHATARINN 72 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Fyrirgef ið að ég gríp f ram í, sagði hann... — Voruð þið að yfirheyra hann ÁÐUR EN ég kom? — Vertu rólegur, lögmaður góður, svaraði Meyer... — Við spurðum hann aðeins hvað hann starfaði. Baum velti vöngum eins og hann væri að íhuga hvort lögum og rétti hefði á einhvern hátt verið misþyrmt. — Jæja þá, haldið áfram. — Aldur, spurði Meyer. — Tuttugu og átta ára. — Giftur eða ógiftur? — Ögiftur. — Náskylt ættmenni á lífi? — Fyrirgefiðaðéggrípsvonafram í, sagði Baum....— En fyrst þið ætlið aðeins að af la upplýsinga hvers vegna spyrjið þið svona persónulegra atriða? Willis svaraði þessu? — Þér eruð lögmaður herra Baum og auk pess í fylgd með skjólstæðing yðar. Þér skuluð ekki hafa neinar áhyggjur. Enn sem komið er hef ur hann ekkert sagt, sem gæti komið honum í fang- elsi. — Yður hlýtur að vera Ijóst að þetta eru aðeins forms- atriðin, herra lögmaður, sagði Meyer. — Allt 7 lagi. Haldið þá áf ram, svaraði Baum. — Nærskylt ættmenni á lífi? spurði Meyer enn. — Faðir minn. Angelo Di Fillippi. — Hvað starfar hann? — Hann er steinsmíður. — Góðir steinsmiðir eru vandf undnir á þessum síðustu og verstu tímum, tautaði Meyer. — Svo sannarlega. — Hvernig er háttað sambandi þínu við Tony La Bresca, spurði Willis. — Hann er vinur minn. — Hvers vegna hittust þið í dag? — Vinátta. — Þetta var fremur snubbótt stefnumót. — Já, líklega var það í styttra lagi. — Ferðþúoftalla leiðniður íbætil aðhitta fólk í fimm mínútur? — Ef um vini er að ræða. — Hvað rædduð þið um? — Uh, tónlist, svaraði Di Fillippi. — Hvað rædduð þið um varðandi tónlist? — Ja, frændi hans ætlar að gifta sig innan skamms, þess vegna langaði hann að fræðast um hljómsveitina okkar. — Hvað sagðir þú honum? — Ég sagði honum að við værum á lausu. — Hvenær fer hjónavígslan fram? — Þann..... ja, einhvern tíma í júní. — Hvenær í júní? — Ég man það ekki upp á dag. — Hvernig veizt þú þá að þið verðið á lausu? ~ Við erum ekki bókaðir í júní. Þess vegna veit ég að við verðum á lausu. , — Ert þú umboðsmaður hljómsveitarinnar? — Nei. — Hvers vegna kom La Bresca þá til þín? — Vegna þess að við erum vinir, og hann heyrði rætt um hliómsveitina. — Með öðrum orðum, þið rædduð um giftingu frænda hans? — Kemur heim. — Hvað sagðir þú að þetta myndi kosta? — Ég sagði, uh — sjötíu dollara. — Hvað eru margir menn í hljómsveitinni? — Fimm. — Hvað er það mikið á mann, spurði Meyer. — Það er uh, sjötíu deilt með fimm. — Hvað er það mikið? — Það er... f imm deilt í sjö sama sem einu sinni. Tveir geymdir. Fimm í tuttugu sama sem fjórum sinnum. Hmm. Það eru f jórtán dollarar á mann. — En þú vissiK það ekki þegar þú fórst f ram á sjötíu dollara, er það? — Auðvitað vissi ég það. — Hvers vegna reiknaðir þú þetta þá aftur rétt íþessu. — Bara til að vera viss. — Þú sagðir sem sé við La Bresca að þið yrðuð á lausu og þetta myndi kostu sjötíu dollara. Hvað svo? — Hann sagðist ætla að bera það undir frænda sinn. Svo fór hann út úr bílnum. — Þetta er samtalið í meginatriðum? — [ öllum meginatriðum, já. — Hef ðir þú ekki getað rætt þetta við hann í síma? — Sjálfsagt hefði ég getað það. — Hvers vegna gerðir þú það ekki? msssat j'Þetta getur oröiöv Tilbúin, þegarV i Föstudagur 21. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00,8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Morgunbænkl. 7.55. Morgunst u u d barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les „Eyjuna hans Múm- Inpabba" eftir Tove Jansson (20) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atr. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynnigar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 13.30 Miðdegissagan: „Fingramál" eftir Joanee Greenberg Bryndis Vlglundsdóttir les þýðingu sina (6). 15.00 Miðdegistónleikar Filharmóníusveitin i Berlín leikur „Ugluspegil" sinfónískt ljóð op. 28 eftir Richard Strauss: Karl Böhm stjornar. La Suisse Romande hljómsveitin leikur „Rósamundu", leikhUstónlist op. 26 eftir Schubert: Ernest Ansermet stjornar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir)., 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn I gullbuxunum" eftir Max Lundgren. Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sina (3) 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Hornkonsert i Es-dúr eftir Richard Strauss Hermann Baumann og Sinfónluhljómsveit útvarps- ins i Stuttgart leika: Uri Segal stjórnar — Frá tónlistarhátlð I Schwetzing- en s.l. sumar. 20.20 Staldrað við á Leirhöfn Þattur i umsjá Jónasar Jönassonar. 21.20 Kórsöngur Barnakór ungverska útvarpsins syngur lög eftir Béla Bartók og Zoltán Kodály, Istvan Zambó stjórnar. 21.30 (Jtvarpssagan: „Fóst- bræður" eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (18) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Leiklistar- þáttur Umsjón: Sigurður Pálsson 22.50 Afangar Tónlistarþáttur í umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. ¦—1 Föstudagur 21. nóvember 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskráog auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Olafur Ragnarsson. 21:30 Eyðiþorpið. Bærinn Gleeson I Arizonafylki I Bandarikjunum hefur lagst í eyði. En villidýrin hafa sest þar að og heyja ekki siður harða baráttu en byssumenn „villta vesturs- ins" forðum. Þýðandi Jtín O. Edwald. 22.00 Sjávarljóð. Bresk 'sjón- varpskvikmynd. Ungur auðmaður er á siglingu á skútu sinni og uppgötvar laumufarþega um borð, unga stúlku. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.