Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriðjudagur 2. desember 1975. FÍLA&l 'OSKAST'lU'M^ UÚMSFERb 'A SKÍHV. >ARFAt> í'M 5oo.oooXR. UM 'ARAMÖT. UÉdVfRÐUR UPP I W7RS-A1KU. Þetta er mynd.af auglýsingunni f anddyri Háskólans. Timamynd Róbert. ísfirðingar á seglskútu umhverfis hnöttinn? FB-Reykjavik.I anddyri Háskól- ans hangir uppi auglýsing, þar sem óskað er eftir félaga i eins til tveggja ára heimsferð á sklitu. Reiknað er með i auglýsingunni, að lagt verði upp i marz eða april næst komandi. Þávarennfremurfrá þvi skýrt i Vestfirzka Fréttablaðinu ný- lega, að fjórir isfirzkir ævintýra- menn hafi stofnað sameignarfé- lag til kaupa á seglskútu, sem þeir ætla siðan að sigla á i kringum hnöttinn. Mun hér vera um sömu hnatt- ferðina að ræða, en i Fréttablað- inu segir, að áætlað sé að skiitan muni kosta um tvær og hálfa til þrjár milljónir króna. Hyggist ferðalangarnir leggja upp frá Englandi i byrjun júni, og stefna þá á Miðjarðarhafið. Kaupfélagsstjórafundurinn: Æskulýðssambandio gefur út bækling um landhelgismálio — verður dreift í rösklega 100 löndum FB-Reykjavík. Æskulýðssam- band Islands hefur gefið út bækl- ing á ensku um landhelgismál Is- lendinga. Ctgáfan er i tilefni af útfærslunni i 200 sjómilur á þessu ári. Höfundur bæklingsins er Elias Snæland Jónsson. 1 fréttatilkynningu frá Æskulýðssambandi Islands segir, að í bækiingnum sé kynning á landiog þjóð og langri baráttu ts- lendinga fyrir yfirráðum yfir auðlindum hafsins umhverfis landið — þeim auðlindum, sem eru grundvöllur efnahags lands- manna. Bæklingurinn — „Iceland's Fight íor Survival" — verður sendur til æskulýðsfélaga og æskulýðssambanda um allan heim. Mest áherzla verður lögð á dreifingu hans i Evrópu, en sam- tals verður bæklingurinn sendur Söluaukningin 72% SALAN HJA verksmiðjum Sam- bandsins fyrstu niu mánuði þessa árs nemur 1.602 millj. kr. á móti 920 millj. á sama tima sl. ár, og hefur hún þvi aukizt um 72%. Þá er sala Efnaverksmiðjunnar Sjafnar, Kaffibrennslu Akureyr- ar og Rafvélaverksmiðjunnar Jötuns þetta timabil 490 millj., svo að samanlögð velta allra þessara fyrirtækja er 2.092 millj. kr. Heildarútflutningur Sambands- verksmiðjanna fyrstu niu mánuði ársins var 766 millj. á móti 361 millj. á sama tima i fyrra, sem er aukningum 108%. Á þessum tima i ár fluttu landsmenn samtals út ullar- og skinnavörur fyrir 1.382 millj. kr., og nemur hlutur Sam- bandsíns i þeím útflutningi þvf 55,4%. til æskulýðssamtaka i nokkuð annað hundrað þjóðlöndum i öll- um heimsálfum. Með þessu segist Æskulýðssam band Islands leggja lið sameigin- legri baráttu þjóðarinnar i lifs-, hagsmunamáli sinu, og freista þess að afla málstað okkar aukins fylgis meðal æskufólks annarra landa. Bæklingurinn er 30 bls., og á kápu hans er kort af landhelginni umhverfis ísland. Lagarfljótsnefnd setur fram kröfur vegna annars áfanga Lagarfossvirkjunar: Vatnsborð hækki sem minnst í vatnavöxtum — Sú vatnsborðshækkun, sem þegar er orðin, óæskileg og varhugaverð SJ-Reykjavfk. Lagarfljótsnefnd, sem stofnað var til vorið 1974 að frumkvæði Náttiruverndarsam- taka Austuríands til að fjalla af hálfu heimamanna um umhverf- isvandamál vegna Lagarfoss- virkjunar, hefur sent frá sér á- lyktun vegna fyrirhugaðs annars áfanga virkjunarinnar. 1 ályktun- inni segir m.a.: „Lagarf 1 jótsnefnd getur fyrir sitt leyti fallizt á, að hafin verði miðlun I tilraunaskyni i allt að 20,5 metra hæð yfir sjávarmál, miðað við vatnshæðarmæli á Lagarfljótsbni. Verði þannig miðlað til loka aprilmánaðar 1976 og siðan á timabilinu 1. okt —30. april i svipaðri miðlunarhæð eða lægri, eftir þvi sem samkomulag verður um með hliðsjón af um- hverfisrannsóknum og fenginni reynslu, enda sé eftirtöldum skil- yrðum fullnægt: 1. Lokubúnaður sé aldrei hreyfð- ur til miðlunar á timabilinu 1. mai—30. sept., nema sam- komulag verði um annað. 2. Lokubúnaði sé stýrt þannig á miðlunartima, að vatnsborð hækki sem minnst i vatnavöxt- um, umfram það sem yrði við náttúrlegar aðstæður að við- bættum óhjákvæmilegum á- hrifum vegna 1. áfanga virkjunarinnar. Settar verði og þróaðar reglur um stýringu lokubúnaðar til að ná þessu markmiði og þær kynntar Lag- arfljótsnefnd, áður en miðlun hefst, og siðar við endurskoðun fyrir hvert miðlunartimabil, unz samkomulag verður um annað. 3. Stýranlegar geiralokur verði komnar upp og i gagnið áður en miðlun hefst haustið 1976. 4. Fram verði haldið umhverfis- rannsóknum við Lagarfljót samkvæmt fyrirliggjandi áætl- unisamningsdrögum ,,um sér- fræðiþjónustu milli Rafmagns- veitna rikisins og NattUru- fræðistofnunar tslands varð- andi lifriki og núverandi að- stæður i Lagarfljóti", og þau staðfest á fullnægjandi hátt af aðilum, áður en miðlun hefst. Þar eð nefndin telur þá vatns- borðshækkun, sem þegar er orðin við 1. áfanga, óæskilega með til- liti til landnytja og varhugaverða I vatnavöxtum, óskar hún eftir að leitað verði leiða til að greiða fyrir Utrennsli fljótsins, m.a. með dýpkun á farvegi þess á stöðum, þar sem hindranir eru ofan virkj- unar. Lagarfljótsnefnd mun leita eft- ir umboði hlutaðeigandi landeig- enda og annarra rétthafa til að gera bindandi samninga um þau atriði, þar sem ráð er gert fyrir samkomulagi i þessari ályktun. Samþykkt þessi skerðir á engan háttréttlandeigenda eða annarra rétthafa til bóta fyrir tjón og röskun, sem rekja má til Lagar- fossvirkjunar, jafnt 1. og 2. á- fanga. Lagarfljótsnefnd telur brýnt, að gerð verði úttekt á landspjöll- um og öðru tjóni,. sem fram er komið vegna 1. áfanga Lagar- fossvirkjunar og að samið verði um bætur til rétthafa eigi siðar en á árinu 1976. Vegna þeirra rennslisbreyt- inga.sem orðið hafa á Lagarfljóti við mannvirkjagerð 1. áfanga , virkjunarinnar, áskilur Lagar- fljótsnefnd sér allan rétt til að krefjast breytinga á núverandi hönnun, ef reynsla leiðir i ljós að afleiðingar verði aðrar og verri en fram kemur i nefndri greinar- gerð Rafmagnsveitnanna." 1 fréttatilkynningu með álykt- uninni segir m.a.: ,,t undirbúningi er 2. áfangi Lagarfossvirkjunar, þ.e. loku- virkiogmiðlun til viðbótar þeirri, sem komin er við 1. áfanga. Þar eð ásakanir hafa komið fram opinberlega um að Lagarfljóts- nefnd og Náttúruverndarráð stæðu i vegi fyrir eðlilegri nýtingu Lagarfossvirkjunar, þykir rétt að taka fram, að hingað til hafa eng- ar tafir orðið við mannvirkjagerð eða rekstur virkjunarinnar vegna umhverfissjónarmiða eða ihlut- unar nefndra aðila þar að lútandi. Hins vegar hefur Lagarfljóts- nefnd reynt að taka skipulega á þeim vanda, sem leiddi af óvönd- uðum undirbúningi þessarar virkjunar og fyrirætlunum um miðlun, sem frá upphafi var mót- mælt af landeigendum og aldrei hefði orðið friður um, enda skert hundruð hektara af verðmætu láglendi við Lagarfljót. Ættu menn að kynna sér þá hlið máls- ins, áður en kastað er steinum að starfi nefndarinnar. Lagarfljótsnefnd væntir þess, að með þeirri stefnu, sem nii er mörkuð og samstaða virðist um við orkuyfirvöld að framfylgt veröi, megi haldast friður um Lagarfossvirkjun og hún nýtast Hvergerðingar setja niour rotþrær og hreinsa Varmá gébéRvfk —Við viðurkennum, að það þarf að gera mikið átak til að breyta skólpkerfinu hjá okkur, sagði sveitarstjórinn i Hvera- gerði, Siguröur Pálsson. Áætlað er að gera rotþrær, sem hreinsa eiga skólpvatnið áður en það er látiö I Varmá, en þetta er dýrt fyrirtæki, og ekki hægt að gera það nema á nokkrum árum. S.l. þrjú ár hafa allar skólpleiðslur I Hveragerði veriö lagðar með tvö- földu kerfi, þ.e.a.s. skólpvatnið er aðskilið frá regnvatninu. Þetta er hagkvæmniatriði, þar sem þá þarf að hreinsa mun minna vatn i hreinsiþrónum. — Varmá er gott dæmi um það hér á landi, hvernig ár geta farið, sagði Baldur Johnsen, yfirmaður heilbrigðiseftirlits rikisins. — HUn hefur verið flokkuð undir „dauða á", en ihanaeröllu skólpi og Urgangi frá Hveragerði veitt. Það rikir mikill áhugi á þvi að taka þetta mál föstum tökum og koma upp hre-insiþróm. T.d. hefur ullarþvottastöðin i Hveragerði fengið mjög' ströng fyrirmæli frá okkur um að hreinsa allan Ur- gang, sem þaðan fer i Varmá. Þá hefur einnig verið farið fram á það sama við forráðamenn Heilsuhælisins. Þá kvaðst Baldur hafa ráðlagt sveitarstjóranum i Hveragerði að sækja um styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að koma upp hreinsiþróm i þorpinu, en mikill kostnaður er að þessum framkvæmdum, eða tugmilljónir, eins og sveitarstjórinn sagði. — Við erum mjög vanþróaðir i skólpmengunarmálum, sagði Baldur, ekkert hefur verið gert til að bæta ástandið, t.d. i sjávarþorpum. Þó hafa þessi mál verið mjög til umræðu undanfarin ár, og við höfum einbeitt okkur að þviaðfáUrbætur i þessum efnum. Hreinsiþrær, sem eru i áætlun skólpkerfisins i Hveragerði, eru þannig Ur garði gerðar, að þær eru styrktar með hólfum, sem skólpvatnið rennur I gegn um, og sezt skólpið á botninn i hólfunum, þannig að vatnið, sem fer Ut i ána, er oröið nokkurn veginn hreint, þó ekki neyzluhæft til manneldis, en eins og kunnugt er, er Varmá mjög heitá, og þvi lifa kóligerlar af sauruppruna þar mun lengur en i kaldari ám. Sigurður Pálsson sagði, að nú væri verið að endurskoða áætlun, sem gerð var i siðasta ári, og er sú endurskoðun mest fólgin i verðlagi. Það er fyrirtækið Fjar- hitun, sem hefur það verk með höndum og er bUizt við áætlun frá þvi nú á næstu vikum. Aðlokum sagði sveitarstjorinn, Sigurður Pálsson, að hann væri vantrUaður á að vatnsmengunin í Olfusi stafaði frá Varmá, — þvi áin stendur neðar en nokkur bær i hreppnum, sagði hann. En sem kunnugt er voru gerðar umfangs- miklar rannsóknir á neyzluvatni á um 70 bæjum i ölfusi i sumar, og leiddu þær m.a. i ljós, að vatn á 12 bæjum var alveg óneyzluhæft til manneldis. Sýni, sem tekin voru Ur Varmá i ölfusi i sumar, voru mjög menguð kóligerlum. svo sem etni standa til." Náttúrufræðistofnun Islands hefur annazt yfirumsjón rann- sókna á lifríki og aðstæðum i og við Lagarfljót fyrir Rafmagns- veitur rikisins. Að sögn Eyþórs Einarssonar grasafræðings var i fyrravor gerð mikil rannsókna- áætlun, og i vor hófust rannsókn- irnar. I sumar var unnin öll Uti- vinna i sambandi við fyrsta á- fanga þeirra, en ekki er enn buið að vinna Ur neinum gögnum. Hér er um að ræða rannsóknir á gróðurfari við fljótið, hæð grunn- vatns þar og breytingum á grunn- vatnsborði, rannsóknir á fuglalifi, smádýralífi og lifriki fljótsins yfirleitt. Aö sögn Eyþórs Einarssonar fást einhverjar niðurstöður fyrir vorið, en aðrar eiga langt i land. Sumar rannsóknanna, sem gerð- ar voru i sumar, þarf siðan að endurtaka og biða niðurstaðna af þeim. Hákon Aðalsteinsson, sem vinnur að rannsóknum á lifinu i sjálfu fljótinu og breytingum á skilyrðum þess, sagðist ekki vænta þess að miklar breytingar yröu á lifinu i fljótinu, sem væri fremurlítið^ vegna þess hve vatn- ið er aurblandið og birtu gætir skammt niður. Þörungagróður nær hvergi niður fyrir 1/2—1 metra miðað við það vatnsborð, sem var i fljótinu i sumar. Vor- flóðið sjatnar hægar i fljótinu nU en áður en það var virkjað, en ekki bjóst Hákon við teljandi breýtingum á lífrlki fljótsins af þeim sökum. Flóð er mest i Lag- arfljóti á vorin, og þá er aur- burður minnstur. Kristján frá Pjúpalæk. Ný Ijóðabók: Sólin T ogég Sólin og cg nefnist ný ljóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk. í bókinni, sem er 288 blaðsiður að stærð, eru tæplega fimmtiu ljóð, en prentuðer hún hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Þetta er ellefta ljóðabók höfundar, en bókin er mynd- skreytt af séra Bolla GUstafssyni i Laufási. Kristján Einarsson frá Djúpalæk er fyrir löngu þjóð- kunnur og á vaxandi vinsældum aö fagna sem skáld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.