Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.12.1975, Blaðsíða 20
Þriöjudagur 2. desember 1975. Á ENSKU í VASABROTI Íj fyrir góéan mat ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Neyðar ástand í brezkum heilbrigð- ismálum Reuter/London. Astandið i heilbrigðismálum Bretlands hefur aldrei veriö eins alvar- legt og nú, en sem kunnugt er hafa brezkir læknar neitaö með öllu að vinna nokkra yfir- vinnu vegna ágreinings við stjórnvöld landsins. Talsmað- ur brezku stjórnarinnar á þinginu sagði i gær, að hætta væri á þvi, að sjúklingar létust unnvörpum vegna þess, aö ekki væri hægt að veita þeira næga aöhlynningu. I gær tilkynntu 11 þúsund læknar með sérfræðimenntun, að þeir myndu einungis sinna brýnustu neyðartilfellum. Eru þeir með þessu að mótmæla þeirri áætlun Barböru Castle, heilbrigðisráðherra brezku verkamannaflokksstjórnar- innar, að taka fyrir það, að sjúkrarúmum verði haldið frá fyrir þá sjúklinga, sem eru reiðubUnir til þess að greiða fyrir sérstakar læknismeð- ferðir, og taka rúmin i þess stað til almennra nota. Sérfræðingarnir óttast, að meö þessu kunni aö draga stórlega úr tekjuöflunarmögu- leikum þeirra. Akvörðun sér- fræðinganna kemur i kjölfar ákvörðunar 19 þúsund sjúkra- húslækna, sem hafa neitað að sinna öðru en brýnustu neyðartilfellum. Þeir kref jast hærri launa fyrir störf sin, og segjast ekki bera meira lir býtum fyrir 120 klukkustunda vinnu á viku heldur en strætis vagnastjórar geri. Friðargæzlusveitirnar í Golanhæðum: ísrael fordæmir afstöðu öryggisráðsins — ætlar ekki að taka þátt í viðræðum um palestínuvandamálið í næsta mánuði Reuter/Jerusalem. israelska stjórnin hafnaði i gær samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna, þar sem gengið er að þeirri kröfu sýrlenzku stjórnarinnar, að framlenging dvalar friðargæzlu- sveita samtakanna i Golanhæð- um verði þáttur i viðræðum um palestinuvandamálið. Þá sagði israelska stjórnin, að loknum sex klukkustunda skyndi- fundi, sem boðað var til vegna ákvörðunar öryggisráðsins, að israelska stjórnin gerði sýrlenzku stjórnina ábyrga fyrir öllum þeirh skæruliðaárásum, sem gerðar yrðu á Israel frá Sýrlandi. Mikil reiði er nú i tsrael vegna ákvörðunar öryggisráðsins, og telja flestir, að bandariska stjórnin hefði átt að beita neitunarvaldi sinu til að koma i veg fyrir samþykkt tillögunnar. Þá kom sýrlénzka stjórnin saman til fundar i gær til að ræða um samþykktina og i lok fundar- ins sögðu talsmenn stjórnarinnar að samþykkt öryggisráðsins hefði gjörbreytt pólitiskum viðhorfum i Mið-Austurlöndum. Sögðu tals- mennirnir, að boð það, sem nú verður væntanlega sent PLO, samtökum Palestinuaraba, um að taka þátt i viðræðum á vegum S.Þ. um frið i Mið-Austurlöndum væri enn einn ávinningur þeirrar samvinnu, er tekizt hefði með sýrlenzku stjórninni og PLO. Þeir sögðu og að lita mætti á samþykkt Vestur-Þjóðverjar bjóðast til að miðla málum í deilu íslendinga og Breta — viðleitni íslendinga, í þá átt að standa við skuldbindingar sínar við segir Einar Ágústsson utanríkisráðherra Þ.ö.-Reykjavik . Samkvæmt Reutersfréttum i gær, mun Wischnewski aðstoðarutanrfkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands, hafa boðizt til þess að miðla málum i deildu Isiendinga og Breta vegna útfærslu islenzku fiskveiðilandhelgirinar i 200 milur. Einn þáttur i hinu nýgerða Orkuráðstefnan: Wilson krefst sér- staks sætis fyrir Bretland samkomulagi islenzku og vestur-þýzku rikisstjórnanna gerir ráð fyrir þvi, að Vestur- Þjöðverjar beiti sér fyrir þvi að bannið við tollaívilnunum til handa Islendingum á mörkuð- um EBE rikjanna, svokölluð „bókun 6" verði úr gildi felld, enda fellur samningur Is- lendinga og Vestur-Þjóðverja sjálfkrafa úr gildi innan fimm mánaða, verði tollaivilnunin ekki komin til framkvæmda. Bretar geta hins vegar beitt sér fyrir þvi, að ivilnanir þessar komi ekki til framkvæmda, og þvi er Vestur-Þjóðverjum hag- ur i þvf, að samkomulag takizt með Bretum og Islendingum. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, sagði, er Timinn leitaöi álits hans á frétt þessari, að sér hefði ekki borizt tilkynning frá Vestur-Þjóðverj- um um málið og þvi vissi hann ekkert meira heldur en fram hefði komið i fréttum i gær. Hann sagði þó, að það væri vottur þess,. að Vestur- Þjóðverjar vildu sýna viðleitni i þá átt að efna skuldbindingar sinar samkvæmt hinu nýgerða samkomulagi við Islendinga. Að öðru leyti kvaðst hann ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Rhodesia: Reuter/Róm. Leiötogar Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands reyndu I sameiningu í gær aö fá Harold Wilson, forsætisráðherra Breta ofan af þeirri kröfu, að Bretland fái sérstakt sæti á orku- ráðstefnunni, sem hefst l Paris slðar I þessum mánuði. Málefni betta var helzta um- Wilson. ræðuefnið á leiðtogafundi EBE sem hóíst i Róm i gær. Fundinum lýkur á morgun. Talsmaður Hel- muts Schmidt, kanslara Vest- ur-Þýzkalands, sagði, að Schmidt og D'Estaing, Frakklandsforseti ætluðu i sameiningu að beita áhrifum sinum á Wilson til þess að fá hann til að falla frd þessari kröfu, en Wilson he.fur mjög verið gagnrýndur af öðrum Evrópu- leiðtogum fyrir þá ósveigjanlegu afstöðu, sem hann hefur tekið i þessu máli. Brezkir embættismenn létu hafa það eftir sér, við setningu fundarins i gær, að Wilson væri sfðuren svo reiðubúinn til þess að fallast á málamiðlunarsam- komulag. Rök Bretanna eru þau, að þeim beri sérstakt sæti á ráð- stefnunni, þar sem Bretland sé eina land EBE rikjanna, sem kalla megi umtalsverðan oliu- framleiðanda, og hafa þeir þvi vísað á bug öllum málamiðlunar- tillögum, sem gera ráð fyrir þvi að þeir eigi fulltrúa i sendinefnd EBE rikjanna á ráðstefnunni, sem hefst 16. desember n.k. Ef ekki tekst að ná samkomulagi um þetta atriði gæti það orðiö til þess að fresta þyrfti ráðstefnunni. D'Estaing og Helmut Schmidt leggja hins vegar alla áherzlu á þaö að ráðstefnan geti hafizt 16. desember vegna hins mikla hlut- verks, sem hún gegni. Samkomulag um viðræður milli hvítra og svartra veldur deilum Reuter/Salisbury. Ian Smith for- sætisráðherra Rhodesiu og Joshua Nkomo, leiðtogi afrlskra þjóðernissinna, undirrituðu i gær samkomulag, sem gerir ráð fyrir . þvi að hafnar verði innan tiðar viðræður til að leysa deilumál hvitra manna og svartra I Rhodesiu. - I samkomulagi Smiths og Nkomo, sem birt var fréttamönn- um í gær, sagði að þjóðernissinn- um yrði heitið fullu öryggi og þyrftu þeir ekki að eiga von á handtökum, þó að þeir tækju þátt i viðræðum um deilumál hvitra o.g svartra. Nkomovildiekki tjá sig um það á blaðamannafundi i gær, hvort útlögunum Muzorewa og Sithole yrði boðin þátttaka i viðræðum þeim, sem fyrirhugaðar væru. Sithole sendi t'rá sér yiirlýsingu í gær, þar sem hann fordæmdi samkomulag það, sem Nkomo hefði undirritað með Ian Smith. Kvaðst hann og samherjar hans ekkert vilja með samkomulag þetta gera, þar sem blökkumenn gætu alls ekki sætt sig við þau vinnubrögð sem Smith beitti, þ.e.a.s. að slá öllu á frest. Kvaðst hann hafa fengið nóg af sliku slð- ustu 11 árin. Sithole sagði, að yfirlýsing hans hefði verið undirbúin i samráði við Muzoreva, en hann vildi ekki segja frá þvi, hvar biskupinn héldi sig. Sithole sagði, að blökku- menn gætu ekki frekar treyst lof- orðum Smiths en músin loforðum kattarins. Það getur enginn treyst loforðum manns eins og Ian Smith, forsætisráðherra Rhodesiu, sagði Sithole að lokum. öryggisráðsins sem mikið reiöarslag fyrir þá stefnu, sem Henry Kissinger hefði beitt sér fyrir til að koma á friði smátt og smátt i Mið-Austurlöndum. Israelska stjórnin sagði að loknum fundi sinum i gær, að hún ætlaði ekki að taka þátt i viðræð- um öryggisráðsins um Palestinu- vandamálið, sem fram eiga að fara i næsta mán. Sagði i yfir- lýsingu israelsku stjórnarinnar, að öryggisráðið hefði gefízt upp fyrir kúgunum sýrlenzku stjórnarinnar og þvi myndu Isra- elsmenn hafna samþykktinni með öllu. Akvörðunin um fram- lengda dvöl friðargæzlusveitanna hefðí nú verið tengd alls óviðfeom- andi málefni og kynni slikt að skaða allar frekari horfur á varanlegum í'riði i Mið-Austur- löndum. Þá var tilkynnt af hálfu isra- elskra stjórnvalda, að öryggis- ráðstafanir við sýrlenzku landa- mærin yrðu hertar að miklum mun. Yigal Allon utanrikisráð- herra Israels sendi Henry Kissinger orðsendingu i gær þar sem hann fór fram á, að Bandarikjamenn héldu áfram stuðningi sinum við málstað Isra- els, en hann mun ekkert svar hafa fengið. Ólæti í Jerú- salem Reuter/Atabua, Indonesiu. Adam Malik utanrikisráð- herra Indonesiu sagði í gær, að indonesiska stjórnin héti þeim stjórnmálahreyfingum á Austur-Timor stuðningi sin- um, leynt eða ljóst, sem vildu að Austur-Timor sameinaðist Indonesiu. Indonesiustjórn hefur hins vegarskýrttekiðfram.að hún ætli sér ekki að gera innrás á Austur-Timor i þvi skyni að ná henni á sitt vald. Malik taldi, að Sameinuðu þjóðirnar gætu ekki komið til hjálpar i þessu máli. Indónesía styður and- stæðinga Fretelin Reuter/Jerusalem. 20 israelskir stúdentar voru handteknir I mótmælaaðgerð- um, sem efnt var til I Jerúsa- lem I gær við skrifstofu Sam- einuðu þjóðanna i borginni. Stúderitarnir fóru þess á leit við öryggisverði, sem gættu byggingarinnar, að þeir tækju við mótmælaorðsendingu frá studentasamtökunum i borg- inni, og að henni yrði komið áleiðis til aðalstöðva S.þ. i New York. 1 fyrstu neituðu verðirnir að taka við orðsend- ingunni, en skiptu siðan um skoðun, er til handalögmála kom.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.