Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 11. desember 1975. Tónleik- ar í Dóm- kirkju ÓRATÖRIUKÓR Dómkirkjunnar efiiir til tónleika i Dómkirkjunni sunnudaginn 14. desember nk. kl. 22.00. Auk kórsins koma fram Manuela Wiesler, sem leikur ein- leikssónötu fyrir flautu eftir C.Ph. Emanuel Bach, Sigurður Snorrason, sem leikur þátt úr klarínettkonsert i a-dúr eftir Moz- art, Gústaf Jóhannesson organ- leikarí, sem leikur með söng kórsins og Ragnar Björnsson dómórganisti, sem leikur choral i a-moll eftir Cesar Franch. Tón- leikunum iýkur á söng óratóriu- kórsins, sem flytur sálmalög úr tveim fyrstu þáttum Jólaóratóriu J.S. Bachs, ásamt tónverki fyrir kór og orgel eftir söngstjórann, Ragnar Björnsson viö texta Jó- hanns Jónssonar, „Þeir hringdu hljómþungum klukkum”. óratóriukórinn tekur nú upp þá nýbreytni að bjóða nemendum úr skólum Reykjavikur á vissa tón- leika kórsins og að þessu sinni verður 100 nemendum úr Mennta- skóla Reykjavikur boðið á tón- leikana. Aðgöngumiðar munu kosta kr. 300,- og verða til sölu viö innganginn. Sinfónluhljómsveitin á æfingu ásamt Söngsveitinni Filharmoniu og Háskólakórnum. HÁSKÓLAKÓRINN OG FÍLHARMÓNÍA FLYTJA CARMINA BURANA ÁSAMT SINFÓNÍUHLJÓMSVEITINNI TimamyndG.E. SJÖUNDU reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands veröa haldnir I Háskólabiói i kvöld kl. 20.30 og endurteknir laugardaginn 13. desember kl. 14. Fluttverður Sinfónia nr. l4(JúpI- ter Sinfónian) eftir Mozart og Carmina Burana eftir Carl Orff. Meðflytjendur i Carmina Burana verða Söngsveitin Filharmonia og Háskólakórinn svo og ein- söngvaramir ólöf K. Harðardótt- ir, Garðar Cortes og borsteinn Hannesson.Hljómsveitarstjóri er Karsten Andersen, en Jón As- geirsson hefur æft kórana. Söngsveitin Filharmónia var stofnuð haustið 1959 en hélt fyrstu tónleika sina með Sinfóniuhljóm- sveit Islands fyrir réttum 15 ár- um, i april 1960, meö flutningi á þessu sama verki. Aðalstjórnandi frá upphafi var dr. Róbert A. Ottósson, og var það árlegur tón- listarviðburður er hann stjómaði tónleikum Filharmoniu með Sin- fóniuhljómsveitinni, meöan hans naut við. Þorsteinn Hannesson var með- al einsöngvaranna er Carmina Burana var frumflutt hér árið 1960 og tekur nú aftur við þvi hlut- verici. Þetta er jafnframt i fyrsta sinn 114 ár sem hann kemur fram á opinberum tónleikum. Garðar Cortes var meðal einsöngvara með söngsveitinni á tónleikum i fyrra (i C-dúr messu Beethov- ens), en ólöf Harðardóttir hefur ekki áður sungið með sveitinni. Hdskólans " Heppnin með þeim, sem eiga miða nr 10750 Flóa- og Skeiðamenn heiðra Sigurgeir í Skóldabúðum HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLAN0S Sími 27100- Telex nr. 2022 IS Stjas-Vorsabæ — Nýlega bauð stjórn Afréttamálafélags Flóa og Skeiða nokkrum mönnum til sfð- degiskaffidrykkju að Brautar- holti á Skeiðum i tilefni þess, að fyrr i haust átti Sigurgeir Run- ólfsson f Skáldabúðum I Gnúp- verjahreppi 70 ára afmæli. Sigurgeir var ekki heima á af- mælisdaginn. Hann tók hest sinn og hnakk og reið inn á afrétt, en eins og kunnugt er hefur Sigur- geir farið fleiri ferðir inn á afrétt, en flestir núlifandi menn hér um slóðir. Meðat gesta að Brautarholti voru flestir oddvitar i Flóa og Skeiðum. Fjallkóngar, sem stjómað hafa haustleitum i Flóa- og Skeiða-afrétti og nokkrir aðrir gestir. Agúst Þorvaldsson á Brúna- stöðum, formaður Afréttamála- félagsins afhenti Sigurgeiri heið- ursgjöf frá Afréttamálafélaginu. Forkunnarfagurt útskorið drykkjarhorn á útskornum viðar- stalli. Er hornið hinn bezti gripur. A það og fótstallinn er skorin saga grenjaleitarmannsins og afrétt- arsmalans á snilldarlegan hátt. Sigrfður Kristjánsdóttir frá Villingaholti, nú húsfreyja á Grund i Villingaholtshreppi, hefur smiðað þennan góða grip. Þaö kom fram i ræðu Agústs, að gjöf þessi er þakklætisvottur til Sigurgeirs fyrir áratuga ómetan- legtstarf.sem hann hefur unniðá Flóa- og Skeiða-afrétti, við grenjaleitir á vorin og eftirleitir á haustin. Ennfremur er þessi gjöf þakklætisvottur fyrir alla þá greiðvikni og gestrisni, sem Skáldabúðaheimilið hefur veitt Flóa- og Skeiðamönnum haust og vor á liðnum árum, sagði Agúst Þorvaldsson að lokum. Margir fleiri tóku til máls og fluttu Sigurgeiri innilegar þakkir fyrir fórnfús og fyrirhyggjusöm störf. Sigurgeir Runólfsson i Skálda- búðum með hið forkunnarfagra drykkjarhorn. Tfmamynd: Stjas. Agúst Þorvaldsson á Brúnastöðum afhendir Sigurgeiri heiðurs- gjöfina j afmælishófinu. ___ Tfmamynd: Stjas. EIMSKIP 1 GÆR var dregið i 12. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 31.500 vinningar að fjárhæð 397.800,000 krónur. Hæsti vinningurinn, niu tveggja milljón króna vinningar, komu á númer 10 750. Trompmiðinn og tveir miðar til viðbótar voru seld- ir hjá Frimanni Frimannssyni i Hafnarhúsinu. Einn miðinn var seldur i umboðinu i VEST- MANNAEYJUM og annar i um- boöinu i ÞORLAKSHÖFN. 500,000 krónur komu á númer 23 818. Trompmiðinn af þessu núm- eri var seldur i AÐALUMBOÐ- INU i Tjamargötu 4. Tveir miðar af númerinu voru seldir hjá Fri- manni Frlmannssyni i Hafnar- húsinu og aðrir tveir hjá Arndisi Þorvaldsdóttur á Vesturgötu 10. 200,000 krónur komu á númer 11 551. Trompmiðinn af númerinu var seldur i AÐALUMBOÐINU i Tjarnargötu 4, Arndis Þorvalds- dóttir, Vesturgötu 10, seldi tvo miða af númerinu. Þriðji miðinn var seldur hjá Frimanni Fri- mannssyni i Hafnarhúsinu og sá fjórði I umboðinu á SELFOSSI. Auk þessa voru dregnir 2,430 vinningar á 50,000 krónur. 21.015 vinningará 10,000 krónur og 8.010 vinningar á 5.000 krónur. Skrá yfir þessa mörgu vinninga kem- ur út i dag. VIKULEGAR HRAÐFERÐIR Frá ANTWERPEN mánudaga - FELIXSTOWE þriájudaga - KAUPMANNAHÖFN þriájudaga - ROTTERDAM þriájudaga - GAUTABORG mióvikudaga - HAMBORG fimmtudaga EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR Frá NORFOLK WESTON POINT KRISTIANSAND HELSINGBORG GDYNIA VENTSPILS VALKOM FEROIR FRÁ OÐRUM HÖFNUM EFTIR FLUTNINGSÞÖRF Brúum bilið milli orða og athafna Við íslendingar erum ösam- mála um flesta hluti og verðum það trúlega framvegis. Eitt er það þó, sem allir virð- ast vera sammála um. Það er að efla beri landhelgisgæzluna. Verður ekki hjá þvi komizt að kaupa flugvél til þeirra hluta. Flugvél, sem kosta mun mikið fé. Núskilst manni að rikissjóður sé ekki mjög vel efnum búinn, fremur en fyrri daginn, enda mikil tízka að berja sér. Alla vantar allt til alls. Arið 1972 fór fram þjóðarsöfn- un til kaupa á varðskipi. Oft er vitnað i stofnun Eimskipafélags Islands, sem almenningur tók mikinn þátt i, af litlum efnum. Fögur orð hafa fallið um út- færslu landhelginnar og hin erfiðu störf landhelgisgæzlunn- ar og eiga starfsmenn hennar skilið lof og stiíming lands- manna. Brúum nú bilið milli orða og athafna, opnum bæði munninn og pyngjuna og látum eitthvað af hendi rakna til kaupa á flug- vélinni, þó það hrökkvi skammt. Ég fullyrði að fjárhagur al- mennings er ekki erfiðari nú en á þeim tima, er Eimskipafélag- ið var stofnað. Þetta er ekki hugsað sem ölmusa, heldur sem tækifæri til að sýna stuðning okkar i verki. Tökum sem flest þátt i þessu, þó framlag hvers og eins sé ekki Við höfum nóg að rifast um i þessu þjóðfélagi þó við reyndum að standa saman i þessu eina máli. Vænti ég þess að dagblöðin sýni þessu máli skilning og taki á móti framlögum, ef einhver verða. Elln Þorbjarnardóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.