Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. desember 1975. TÍMINN 3 Friðrik og Guðmundur tefla í Samvinnu- bankanum í Bankastræti EINS og kunnugt er stendur nú yfir sérstakt afmælishapp- drætti á vegum Skáksambands Islands, i tilefni hálfrar aldar afmælis þess. Aðalvinningurinn er einvigis- skákborð frá heimsmeistara- einviginu 1972, áritað af þeim Fischer og Spasský, sem metið er á 2,5 millj. kr. Fylgja þvi vandaðir taflmenn, 200 þús. kr. virði. Margir aðrir vinningar eru i happdrættinu, svo sem 4 málverk, sólarlandaferðir og ýmsir skákmunir. Nú hefur verið ákveðið að þeir Friðrik Ölafsson og Guðmundur Sigurjónsson stórmeistarar þreyti 4skáka keppni á einvigis- borði laugardaginn 13. des. milli kl. 2-6siðdegis. Teflt verður i af- greiðslusal Samvinnubankans, i Bankastræti 7, og gefst vegfar- endum kostur á að fylgjast með viðureigninni. Sovétmönnum synjað um - • • . Timaljósmyndarinn Róbert tók þessa mynd af hluta af samninganefnd ASI við samningaborðið meö vinnuveitendum I gær. Rikissáttasemjari, Torfi Hjartarson, er lengst til hægri. aðstöðu fyrir fiskiskip sín hér ó landi gébé Rvik — Beiðni sovézkra yfirvalda um að fá aðstöðu hér á landi fyrir sovézk fiskiskip, til viðgeröa og áhafnaskipta, hefur verið synjað, að sögn Péturs Thorsteinssonar ráðuneytisstjóra i utanrikisráðuneytinu. Beiðni þessi barst ekki beint til stjórnar- ráðsins, heldur til umboðsmanna sovézkra fiskiskipa hér á landi, sem er Samband isl, samvinnufé- laga, og voru það þeir umboðs- menn sem spurðust fyrir um að- stöðu til handa Sovétmönnum i stjórnarráðinu. Forsenda fyrir synjun þessari er sú, að i lögum segir m.a. að er- lendum fiskiskipum sé heimilt að leita skjóls undan óveöri innan is- lenzkrar landhelgi, en annars er bannað að útlendingar leiti til hafnar til að reka þaðan fisk- veiðar utan landhelgi. Pétur Thorsteinsson sagöi að mál þetta hefði farið nokkuð milli ráðu- neyta áður en sú ákvörðun var tekin með tilliti til þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið hingað til, að synja þessari beiðni. Sjávarút- vegsráðuneytið fékk málið til umsagnar og var samþykkt ákvörðun utanrikisráðuneytisins. Sú aðstaða sem Sovétmenn fóru fram á að fá, var i þvl fólgin, að þer fengju að senda hingað til Hjarfveikur mað- ur í Reykjafossi Gsal-Reykjavik — 1 fyrrinótt um miðnættið barst Slysavarnaféiagi islands beiðni frá skipstjóranum á Reykjafossi, —en skipiö var þá statt á Færeyjabanka — um að aðstoöa sig við að hafa samband við björgunarmiðstöð danska flotans I Færeyjum, þar sem al- varlega veikur hjartasjúklingur væri um borð. SVFl óskaði eftir þvi við björg- unarmiðstöðina, að danskt eftir- litsskip yrði sent til móts við Reykjafoss, en um borð i eftirlits- skipinu er læknir og skipið búið þyrlu. Sakir veðurs tókst læknin- um þó aldrei að komast yfir i Reykjafoss, og sigldi skipið þvi i fylgd danska eftirlitsskipsins inn til Þórshafnar, þar sem sjúkl- ingnum var komið i hendur lækna. Reykjafoss lagði siðan af stað heimleiðis en skipið var á leið til landsins frá Evrópu. lands viðgeröarmannahópa til að sinna viðgerðum á fiskiskipum sinum, svo og að senda hingað nýjar áhafnir til skipta á skipun- um. Þegar sendiherra Kúbu var hér á ferð fyrir skömmu fór hann þess óformlega á leit, að kúbönsk skip fengju hér aðstöðu, en liklegt er, að þvi verði einnig hafnað. Fulltrúar ASÍ og vinnuveitenda ræða við ríkisstjórnina á morgun Mó-Reykjavik. — Samninga- nefnd ASl og samninganefnd vinnuveitenda komu saman til fundar hjá sáttasemjara i gær kl. 17. Var þetta annar fundur nefnd- anna, en fyrsti fundur þeirra eftir að málinu var visað til sáttasemj- ara. Á fundinum kom fram, að báðir aðilar töldu sig þurfa að ræða við rikisstjórnina og er ákveðinn fundur með fulltrúum ASI og rikisstjórnarinnar kl. 9 á föstu- dag. Fundur fulltrúa vinnuveit- enda og rikisstjórnarinnar verður siðan kl. 10.30 sama dag. Siðan koma samninganefndirnar aftur til fundar kl. 10 á laugardags- morgun. A fundi samninganefndanna I gær var aðallega rætt, hvernig haga bæri viðræðunum, en efnis- lega voru samningamálin ekki rædd. Norðurá fegurst r — ný bók eftír B|örn J. Blöndal gébé Rvik — Hjá bókaútgáfunni Guðjónó er komin út ný bók eftir Björn J. Blöndal, sem nefnist NORÐURA, FEGURST AA. 1 bókinni rekur Björn kynni sin af Norðurá, en þau kveður hann hafa hafizt vorið 1914. Frásögn Björns er-létt og skemmtileg af- lestrar, lýsingar hans á veiðiferð- um og umhverfi Norðurár af- bragðsgóðar og fróðlegar. Er ekki að efa, að mörgum laxveiði- mönnum finnst fengur 1 að eign- ast þessa bók. 1 bókinni eru góð kort af veiði- stöðum við Norðurá, og aftast i henni er bókarauki, en i honum er að finna veiðiskýrslur. Þar segir höfundur m.a.: „Góðar skýrslur eru til um veiði i Norðurá aftur til ársins 1946, og þótti mér rétt að birtaallmikið af þeim sem bókar- auka. Er fyrst yfirlitsskýrsla frá embætti veiðimálastjóra, en siðan skýrslur þær, sem teknar hafa verið fyrir Stángveiðifélag Reykjavikur. Erihinum siðari að finna mjög mikinn fróðleik um einstaka veiðistaði og veiðiað- feröir, sérstaklega fluguveiðina.” Þá -eru einnig i bókaraukanum nákvæmarskýrslur um fluguheiti og hve margir laxar hafa fengizt á einstakar flugur, til fróðleiks fyrir laxveiðimenn og annað áhugafólk. Gleðifregnir til allra barna: JÓLASVEINARNIR Á LEIÐINNI! BH-Reykjavik. — Askasleikir hefur sent umboðsmönnum sin- um hér i höruðborginni skeyti þess efnis, að nú séu jólasvein- arnir lagðir af stað ofan úr fjöll- unum með hlátrum og sköllum og komi hingað til borgarinnar á laugardaginn, nánar tiltekið um hádegið. Hjá Æskulýðsráöi höf- um við fengið þær upplýsingar, að leiðin, sem þeir bræður fara, muni verða svipuð og undan- farin ár, og auðvitað er ætlunin að gleðja börnin, stór og smá. Jólasveinarnir koma hingað tilborgarinnar laugardaginn 13. desember og fara sömu leið og undanfarin ár birtast við benzinstöð við Miklubraut kl. 13.00 og halda þaðan að Fri- kirkjuvegi 11. Askasleikir og bræður hans koma siðan fram sunnudaginn 14. desember strax að lokinni afhöfn við jólatréð frá Oslóborg á Austurvelli. Þeir verða á þök- um húsa Isafoldar i krikanum við Landsimahúsið. A sunnudag koma jólasveinarnir aftur fram á sama stað kl. 16.00. Æskulýðsráð kvaðst hafa alla sina vitneskju um þetta mál frá sérlegum umboösmanni jóla- sveinanna, Katli Larsen, sem undanfarið hefur sýnt ötula framgöngu i málefnum þess- arar frábæru stéttar. Biður um lögbann við kryddpökkun í íbúðarhúsi OÖ-Reykjavik. Bæjarfógeta- embættinu i Kópavogi hefur bor- izt beiðni um, að lagt verði lög- bann við starfsemi heildverzlun- arinnar G. Pálsson & Co á neðri hæð hússins númer 3 við Hátröð i Kópavogi. Lögbannsbeiðandi er Gylfi Guðmundsson, sem er eig- andi efri hæðar hússins, sem er tvilyft ibúðarhús. Telur hann að starfsemi nefndrar heildsölu NIU VERNDARSKIP GÆTA 50 TOGARA Gsal-Reykjavik — Niu brezk verndarskip gæta nú brezku tog- aranna á miðunum, en þeir eru um 50 talsins. Að sögn Jóns Magnússonar, talsmanns Land- helgisgæzlunnar, eru skipin nú svo til öll á norðausturstæðinu, á miðunum út af Langanesi og á Vopnafjarðargrunni. Tiðinda- laust var á miðunum i gær. enda veður nokkuð slæmt og engir tog- arar að veiðum. Freigáturnar eru nú þrjár á miðunum: Brithton, Falmouth og Galatea, dráttarbátar eru fjórir Star Polaris og Star Aquarius, Éuropeman og Lloydsman. Þá eru tvö eftirlitsskip, Miranda og Othello. samrýmist ekki lögum um ibúðarhúsnæði og sambýli. I beiðninni segir, að ónæði það sem af téðri heildverzlun stafar fyrir ibúa efri hæðarinnar, er bæði hinn óeðlilegi umgangur, sem hlýtur að fylgja heildverzlun, vinna með vélum fer jafnvel fram siðla kvölds og um helgar, og vegna kryddpökkunar og þess háttar leggur ódaun um allt hús. Þá segir að eigandi efri hæð- arinnar telji sér ekki skylt að þola starfsemi sem þessa i sambýlis- húsi, fari hann þess á leit, aö umrædd lögbannsgjörð fari fram hið allra fyrsta. Mál þetta er nýkomið til bæjar- fógeta, en lögreglan i Kópavogi hefur haft nokkur afskipti af þvi og hefur verið beðin að gera skýrslur um ýmsa atburði i sam- bandi við starfsemi heildverzl- unarinnar og nábýlið. Til dæmis kemur fram i þeim skýrslum aö raflögn hússins hefur veriö breytt og telur eigandi efri hæðarinnar það gert án heimildar og telur hann að sú breyting miði að þvi að minnka þann straum, sem not- hæfur kynni að vera á efri hæö- inni. Lögreglan hefur ennfremur verið kvödd til vegna deilna um bilastæði og jafnvel skemmda á biliim og nú nýlega fór lögbanns- beiðandi fram á að gefin yrði skýrsla um ónæði það, sem af heildverzluninni stafaði um miðnætti. 1 lögum um sambýlishús segir m.a.: Ibúöareigendum er óheimilt að nota hið sameiginlega húsrými eða lóð til annars en það er ætlað. Ibúum fjölbýlishúss skal skylt að ganga þrifalega um hús og lóð og gæta þess i umgengni sinni, að valda ekki öörum ibúum hússins óþægindum eða vandræð- um. Ge r ð a r be ið a n d i, Gylfi Guðmundsson, sagði Timanum i gær, að starfsemin á neðri hæð- inni væri mjög bagaleg fyrir hann og fjölskyldu hans. Heildsalan flutti i húsið fyrir rúmu ári og hóf- ust þá þegar mikil umsvif i sam- bandi við umferð, vélavinnu og pökkun á kryddi og leggur lyktina af þeirri starfsemi um allt hús. Sagði Gylfi að hann væri búinn að vera með heilbrigöiseftirlit Kópa- vogs i eilifum dansi i heilt ár, væri margbúinn að kæra og hafa verið geröar nokkrar samþykktir i málinu en vélavinna og krydd- pökkun heldur áfram eftir sem áður i ibúðarhúsnæðinu. Heil- brigðiseftirlitið er að visu búið að skipa starfseminni á neðri hæð- inni út eftir áramótin, en Gylfi kvaðst ekki geta beðið lengur eftir frekari ákvörðunum úr þeirri átt og hafi þvi lagt fram beiðnina um lögbann hjá fógeta i fyrradag. Sagði Gylfi að fyrirtækið hefði keypt ibúöina i fyrra og farið beint inn i hana með kryddpökkun sina án þess að leita eftir neinum heimildum og kærði hann þá til byggingarnefndar og heilbrigðis- nefndar. Sótti þá heildverzlunin um leyfi til að fá að starfa á neðri hæðinni og var hafnað og er búið að ganga á þessu siðan. Er þvi þolinmæðin á þrotum, sagði Gylfi, og á ég ekki annars úrkosta völ en fara með málið til fógeta. Auk krydddaunsins og véla- skrölts á neðri hæðinni, sagði Gylfi, að umgangur á lóð og um- hverfis húsið væri ekki öðru visi en um verksmiðjuhúsnæði væri að ræða, vöruflutningabilar aka um lóðina og umgangur og viö- hald á húsinu samkvæmt þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.