Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 11. desember 1975. TÍMINN 19 Þjóðsagnamyndir á Mokka — mynd af Þórdísi Tryggvadóttur ÞÓRDÍS Tryggvadóttir hefur opnaö málverkasýningu á Mokka viö Skólavöröustig, en þar sýnir hún 18 oliupastelmyndir, sem hún hefur gert á þessu hausti. Þórdis er búsett i Bretlandi, þar sem hún hefur m.a. starfaö aö bóka- skreytingum og öörum teikningum, en hún er dóttir Tryggva heitins Magnússonar, hins vinsæla teiknara. Myndefni Þórdisar eru flest úr þjóösögum og ævintýrum, en auk þess eru þarna önnur myndefni. Þaö vekur athygli, hversu góöri tækni Þór- dis beitir viö efni þaö, sem hún vinnur I. Sýning Þórdisar mun standa fram yfir áramót. — J.G. Unglingabók um víkinga BORIZT A BANASPJÓTUM heit- ir unglingabók frá vikingatimum, sem nýkomin er út hjá Bóka- miðstöðinni. Þetta er spennandi saga um fjölskyldudeilur og viga- ferli, er binda enda á vináttu og fóstbræðralag Halla og frænda hans, Hrafns, og rjúfa festar Halla og heitkonu hans og æsku- vinstúlku, Disu. Þessi útgáfa er endurútgáfa á bókinni, sem er eftir Alan Bouch- er. Herdis Hiibner teiknaði kápu- myndina. Gerd kort af aust- firzkum gönguleiðum Mó-Reykjavik. Ungmenna og iþróttasamband Austurlands vinnur markvisst að þvi að hvetja fólk til hreyfingar og úti- vistar. 1 þvi tilefni er nú unnið að gerð korta, þar sem merktar verða gönguleiðir, skráð saga þeirra og merkt örnefni. 1 vor eru væntanleg þrjú eða fjögur kort. A einu þeirra er merkt leiðin yfir Eskifjaröar- heiði, en það er gömul verzlunarleið, sem farin var af Fagradal og niður á Eskifjörð.' Þá verður annað kort af Þór- dalsheiði en þar var einnig verzlunarleið áður fyrr af Skrið- dal og niður á Reyðarfjörð. Einnig verða gerð kort af tveimur styttri leiðum, og er þar annars vegar að ræða leið- ina yfir Hallormsstaðaháls. Er þá farið úr Skriðdal og yfir háls- inn niður að Hallormsstað. Þá er einnig i athugun að gefa út kort með leiðarlýsingu af Urðardal i Dyrfjöllum. Þangað er gengið af Vatnsskaröi og liggur Urðardalur meðfram Dyrfjöllum. Þar er mjög sér- stæðnáttúrufegurð. T.d. eru þar steinar á stærð við tveggja og þriggja hæða hús. Yfir að líta likist þetta stórfenglegri borg, þótt hús götur og torg séu ekki skipulögð samkvæmt nýjustu tizku. Þjólfarastaða íþróttafélagið Völsungur, Húsavik vill ráða knattspyrnuþjálfara til að þjálfa 2. deildar lið félagsins og drengjaflokka. Upplýsingar um menntun og reynslu svo og um launakröfu, sendist skriflega fyrir 1. janúar 1976 til Freys Bjarnasonar, Sól- völlum 6, Húsavik, simi 96-41241. Húseign á Blönduósi Nýtt, frágengið 120 fermetra einbýlishús, með bilskúr, á glæsilegum stað, til sölu. Upplýsingar i sima 95-4314 og á sýsluskrif- stofunni hjá Karli Helgasyni. Jólabækurnar BIBLÍAN stærri og minni útgáfa, vandað, fjölbreytt band, — skinn og balacron — — f jórir litir — Sálmabókin í vönduðu, svörtu skinnbandi og ódýru balacron-bandi. Fást i bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL.BiBLÍUFÉLAG <®ubbranbj3j3tofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opiö 3-5 e.h. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18, lau kl. 10-12 fyrir hádegi. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Jólafundur félagsins verður i Atthágasal Hótel Sögu fimmtu- daginn 11. des. nk. kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 14. des. kl. 16.00. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun að loknum 5 vistum. Þetta er siðasta vistin af 5 vista keppninni. öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fæst hjá kaupmönnum og kaupfélögum víða um land FALKINN Suðurlandsbraut 8 Simi 8-46-70 Saumavélin, sem gerir alla saumavínnu einfalda, er NECCHI _ spor mögnuð lífi Fullkominn íslenzkur leiðarvisir með skýringamyndum NECCHlHmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.