Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. desember 1975. TiMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. J Blaðaprent K'.f. Mikilvægi ullariðnaðarins Forustumenn Félags islenzkra iðnrekenda ræddu fyrir skömmu við þá þingmenn, sem eiga sæti i iðnaðarnefndum Alþingis. Margt fróðlegt bar þar á góma. M.a. var þar rætt um ullar- og skinnaiðnaðinn, en það er sú iðngrein, sem hefur eflzt langmest siðustu misseri og virðist eiga bjartasta framtið, ef rétt er á málum haldið. Á þessu ári mun útflutningur á ullarvörum nema 1.4 milljarði króna, en útflutningur á skinnavörum 600 millj. króna. Samtals er hér um að ræða tvo mill- jarða króna. Þá er salan innanlands áætluð um einn milljarður króna. Samtals aflast erlendur gjaldeyrir eða sparast um þrjá milljarða króna á ári vegna þessara iðngreina. Vaxtarmöguleikarn- ir eru þó enn miklir, einkum á sviði ullarvaranna. Sérfróðir menn, sem hafa kannað þessi mál, telja t.d. að hægt eigi að vera að tvöfalda útflutning ullarvara, þannig að hann nemi um 3 milljörðum króna á ári. Þá er reiknað með þvi, að sauðfjár- stofninn verði óbreyttur, en ullin komi betur til skila en nú. Sökum þess hve ullarverðið er lágt, kemur ullin ekki eins vel til skila nú og ella myndi vera. Það sem hér þarf að gera, er að greiða hærra verð fyrir ullina, en lækka þá t.d. i staðinn útflutningsuppbætur á kjöti. Hér væri aðeins um tilfærslu að ræða, sem ætti að geta orðið öllum til hags. Það er einn af kostum ullariðnaðarins, að hann veitir tiltölulega meiri atvinnu en margar aðrar iðngreinar. Hann hefur lengi verið þýðingarmikil atvinnugrein á Akureyri, en er nú orðinn það á mörgum stöðum viða um land. Hann er sú iðngrein sem einna bezt hentar til að verða lyftistöng fyrir dreifbýlið. Mikilvægi ullariðnaðarins virðist dyljast mörg- um þeim, sem ræða um það af takmarkaðri þekk- ingu, að draga beri saman sauðfjárræktina. Slikur samdráttur gæti orðið til þess að kippa meira eða minna fótum undan þeirri iðngrein, sem nú virðist eiga einna blómlegasta framtið hérlendis. Niðurgreiðslur Nokkurt umtal er nú um það að breyta fyrir- komulagi á niðurgreiðslum. Eðlilegt er, að slik mál séu eins og önnur tekin til endurskoðunar öðru hvoru. í þessum efnum er lika hyggilegt að hafa hliðsjón af erlendri reynslu. Segja má, að viðast erlendis sé það rikjandi stefna, ef gripið er til niðurborgana á vöruverði, að fyrst og fremst inn- lendar vörur séu niðurgreiddar. Þetta er t.d. stefna sósialdemókrata i Sviþjóð og Noregi. Ástæðan er sú, að með þessu næst ekki aðeins það, að verðlag sé lækkað i þágu neytenda. Með þessu næst einnig það, að þetta ýtir undir atvinnu i land- inu og dregur úr gjaldeyriseyðslu, þvi að yrði neytendastyrkur ekki bundinn við ákveðnar vörur, gæti það alveg eins ýtt undir kaup á erlendum vör- um og innlendum. Á timum þegar hætta er á at- vinnuleysi og gjaldeyrisskortur er mikill, er ekki sizt ástæða til að hafa þetta i huga. Fyrir íslendinga skiptir nú höfuðmáli að styðja innlenda framleiðslu sem mest. Þannig á það að vera skylda, að menn taki innlendar iðnaðarvörur fram yfir útlendar. Rétt er að minna á, að félög iðnverkamanna hafa birt áskoranir um þetta, enda er þeim ljóst að hér getur atvinna þeirra ver- ið i húfi. ERLENT YFIRLIT Kekkonen þvingar saman ríkisstjórn AAikill klofningur í finnska Alþýðubandalaginu Kekkonen, sem varð 75 ára I haust, er enn hinn brattasti. Hér sjást Miettunen og hann skála i tilefni af stjórnarinynduninnl. FYRRA sunnudag kom til valda ný rikisstjórn i Finn- landi. Þá var liðið nokkuð á þriðja mánuð frá þingkosning- unum. Kekkonen forseti hafði unnið ötullega að stjórnar- myndun allan þann tima. Eftir að hafa hlerað flokkana vand- lega, fól hann 68 ára gömlum flokksbróður sinum úr Mið- flokknum, Martti Miettunen, að mynda stjórn. Martti hafði verið mjög handgenginn Kekkonen áður en hann varð forseti, en siðan höfðu yngri menn i Miðflokknum látið meira til sin taka og Miettun- en horfið i skuggann. Tveir þeirra hafa keppt um forust- una i flokknum, þeir Akti Karjalainen og Johannes Virolainen, og eðlilegast hefði verið að fela öðrum hvorum þeirra stjórnarmyndun, ef Miðflokksmanni var falið það á annað borð. Kekkonen mun hinsvegar hafa viljað komast hjá þvi að gera upp á milli þeirra. Hann fól þvi Miettunen stjórnarmyndunina og lét þá Karjalainen og Virolainen jafnframt vita, að hann óskaði eftir, að þeir yrðu utan stjórn- ar að þessu sinni. Hvorugur þeirra á þvi sæti i nýju stjórn- inni. Það er annars eitt helzta einkenni hinnar nýju stjórnar, að aðeins 6 ráðherrar af 18 hafa áður átt sæti i rikisstjórn. 1 Finnlandi hefur verið sagt með verulegum rétti, en stjórnarskipti hafa verið þar nokkuðtið: Rikisstjórnir falla, en ráðherrar standa. Þetta hefur verið byggt á, að sömu mennirnir hafa verið i flestum stjórnunum. EINS og oft hefur verið rak- ið áður, fór utanþingsstjórn með völd meðan kosningabar- áttan stóð yfir i sumar og hélt hún þeim áfram unz hin nýja rikisstjórn tók við fyrra sunnudag. Ætlun Kekkonens var að mynda rikisstjórn á sem breiðustum grundvelli og hafði hann þá i huga, að Al- þýðubandalagið finnska tæki þátt i stjórninni aúk þeirra fjögurra flokka, sem oftast hafa verið i stjórn áður, þ.e. Miðflokksins, Frjálslynda flokksins, Sænska þjóðar- flokksins og sosialdemokrata. Rökstuðningur Kekkonens var sá, að sökum óvenjulegra efnahagslegra erfiðleika yrðu flokkarnir að taka höndum saman. Hægri flokkurinn eða Sameiningarflokkurinn, eins og hann kallar sig, var þó tæp- ast talinn með, þar sem stjórnarþátttaka hans hefði getað valdið erfiðleikum i sambandi við Sovétrikin, en Rússar hafa grunað hann um græsku i þeirra garð. Miettunen vann mjög kapp- samlega að stjórnarmyndun- inni, og lagði fram langt upp- kast að stjórnarsamningi, en bæði Alþýðubandalagsmenn og Sosialdemokratar höfnuðu þvi. Einkum var andstaða kommúnista i Alþýðubanda- laginu mjög hörð gegn þátttöku þess i rikisstjórn. Fyrir atbeina þeirra óskaði Alþýðubandalagið eftir a.m.k. 10 daga fresti rétt fyrir mánaðamótin til þess að geta ihugað þessi mál betur. Þá var Kekkonen nóg boðið. Hann flutti ræðu i sjónvarpi og út- varpi, þar sem hann gaf ótvi- rætt til kynna, að yrðu flokkarnir ekki búnir að mynda stjórn innan tveggja eða þriggja daga, myndi hann taka málin i sinar hendur og fela utanþingsmönnum að fara áfram með stjórnina. Kekkonen sagðist krefjast þess að þingið myndaði stjórn til að ráöast gegn hinu sivax- andi atvinnuleysi, sem yrði mesta vandamál þjóðarinnar á komandi mánuðum, ef þing- 1 ið tæki ekki myndarlega á þeim málum. Þá benti hann á, að viðskiptahallinn út á við væri geigvænlegur og verð- bólgan héldi alltaf áfram að magnast. Færi hinsvegar svo, að þingið treysti sér ekki til að glima við þennan vanda, yrði forsetinn að taka málin i sinar hendur og fela utanþings- mönnum forustuna. Slikt yrði stórfelld uppgjöf og niðurlæg- ing fyrir þingið. ÞESSI boðskapur bar til- ætlaðan árangur. Stjórn Miettunen var komin á laggirnar þremur sólarhring- um eftir að Kekkonen flutti ræðuna. Timi hafði ekki unnizt til að ganga frá stefnuskrá hennar, en gert er ráð fyrir, að stjórnin verði búin að fullmóta stefnuna fyrir janúarlok og verði þá fyrst ljóst, hvort hún á lengra lif fyrir höndum. En margir spá henni skammlifi, enda segir eitt finnsku blað- anna, að Kekkonen hafi flýtt fæðingunni með keisaraskurði og sé ósýnt, hvort barnið muni lifa. Fimm flokkar standa að hinni nýju rikisstjórn. Mið- flokkurinn á fjóra ráðherra i henni, Sosialdemokratar fimm, Alþýðubandalagið fjóra, Sænski þjóðarflokkur- inn tvo, Frjálslyndi flokkurinn einn og tveir ráðherrar eru viðskiptahöldar, sem telja sig utan flokka. Annar þeirra er talinn standa mjög nærri hægri flokknum og sama gild- ir um annan ráðherra Sænska þjóðarflokksins. Enginn þekktur flokksleiðtogi á sæti i stjórninni, nema Kalevi Sorsa, sem er utanrikisráðherra. Fjármálaráðherrann, sem fær það erfiða hlutverk að semja ný fjárlög, er úr hópi Sosial- demokrata. Vinnumálaráð- herrann, sem fær það megin- hlutverk að vinna gegn at- vinnuleysinu, tilheyrir Al- þýðubandalaginu. Þótt 150 þingmenn af 200 alls standi formlega að baki stjórninni, er hún talin ótraust i sessi. Einkum stafar þetta af þvi, að kommúnistar i Alþýðu- bandalaginu eru andvigir stjórninni og munu beita sér gegn henni. 1 flokksstjórn Al- þýðubandalagsins var stjórnarþátttakan samþykkt með 20:14 atkvæðum. For- maður bandalagsins, Aarne Saarinen, hefur látið svo um- mælt, að stjórnarþátttakan hafi enn aukið sundurlyndið i flokknum og virtist það þó vera nægilegt fyrir. Margir leiðtogar bandalagsins láta það óspart i ljós, að stjórnin muni ekki verða langlif. Það getur hinsvegar orðið hægara sagt en gert fyrir bandalagið að skorast undan ábyrgð úr þvi að það hefur á annað borð tekið hana á sig. Það á lika við slyngan taflmann að glima, þar sem Kekkonen er. Þ.Þ. Kekkonen — mynd þessa birti Hufvudstadsbladet I Helsinki nýlega. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.