Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 2
7 TÍMINN Miðvikudagur 17. desember 1975. Gsal—Reykjavik. — Skömmu eftir miðnætti i fyrrinótt kom upp eldur i timburhúsi við Miklatorg, sem i eru bifreiða- og hús- gagnaverkstæði. Mikill eldur var i húsinu er slökkviliðið kom á vettvang og stóðu eldtungur út um glugga á norðurhlið hússins. Allt slökkvilið var kvatt út og gekk slökkvistarf greiðlega að sögn slökkviliðsins, og komið var i veg fyrir að verulegt tjón blytist af brunanum. Reykkafarar fóru inn i verkstæðið og björguðu þaðan út log- suðutækjum, sem talið var að hætta stafaði af. Slökkviliðsmenn björguðu ennfremur bifreið út úr húsinu, vélsleða og vélbundnu heyi. Mjög óverulegt tjón varð i húsgagnaverkstæðinu, en einangrun og innveggir skemmdust i bifreiðaverkstæðinu. Guðlaug kjorm íþ róttamaður ársins 1975 íKópavogi SOS-Reykjavik. — Skák- drottningin Guðlaug Þor- steinsdóttir var f gær krýnd nafnbótinni — Iþróttamaður ársins i Kópavogi 1975. Þetta er I annað sinn sem Iþrótta- maður ársins hefur verið út- nefndur i Kópavogi, en Rotary-klúbbur Kópavogs stendur fyrir vali þessu. Guðlaug hlaut þetta sæmdarheiti fyrir mjög góða frammistöðu á Norðurlanda- mótinu i skák i kvennaflokki i Osló, þar sem hún var fyrst Is- lenzkra kvenna til að verða Norðurlandameistari i skák. Guðlaug varð einnig Reykja- vikur- og Islandsmeistari I skák á árinu, og þá keppti hún I landsliði íslands i skák gegn Færeyingum. Fjórar lokursettar í Lagarfljótsvirkjun J.K.-Egilsstöðum — Að undan- fömn hefur verið allmikið um rennslistruflanir á orkuveitu- svæði Lagarfoss og Grimsár. Verst var ástandið siðastliðinn föstndag, en þá varð að gripa til rafmagnsskömmtunar á svæðinu. Astandið batnaði nokkuð um sið- ustn helgi, en mjög litið vatn er i Jámlokan flutt yfir Fjarðar- heíði. Tímamynd: J.K. Grimsá og Lagarfljóti um þessar mundir, og ástandið á orkuveitu- svæðinu mjög slæmt ef frystir. Unnið er að þvi, að koma fyrir lokubúnaði við Lagarfljótsvirkj- un. Settar verða upp þrjár trélok- ur, en uppsetningu þeirra er að mestu lokið. Þá verður ennfrem- ur sett upp ein járnloka, svokölluð geiraloka, sem smiðuð er i Stál h.f. á Seyðisfirði. Járnlokan var flutt yfir Fjarðarheiði á laugar- daginn og verður komið fyrir næstu daga. Flutningur lokunnar frá Seyðisfirði gekk vel, en það var miklum vandkvæðum bundið að flytja lokuna, sem vegur 40 tonn yfir jafn háan fjallveg og svellaðan. Undir íokuna var smiðaður sérstakurhjólaútbúnað- ur og 25 tonna jarðýta var fengin til að draga hana yfir heiðina. önnur jarðýta — 20 tonna — var til reiðu ef eitthvað kæmi upp á daginn. Flutningarnir gengu hins vegar mjög vel. Fjörutíu höfundar fó viðbótarritlaun 'Hinn 17. október sl. skipaði menntamálaráðuneytið út- hlutunamefnd i samræmi við reglur nr. 425 frá 22. sept. 1975, um viðbótarritlaun. t nefndinni áttu sæti: Bergljót Kristjánsdótt- ir, B.A., og Bergur Guðnason, lögfræðingur, tilnefnd af Rit- höfundasambandi tslands, og Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, tilnefndur af kennur- um i islenzkum bókmenntum við Háskólá tslands og varhann jafn- framt formaður nefndarinnar. Nefndin hefur lokið störfum og úthlutað viðbótarritlaunum til 40 höfunda, 300 þúsund krónum til hvers þeirra. Hér fara á eftir nöfn höfund- anna: Agnar Þórðarson, Asa Sólveig Þorsteinsdóttir, Astgeir Ólafsson (Ási I Bæ), Bergsveinn Skúlason, Birgir Sigurðsson, Dagur Sigurðarson, Einar Laxness, Einar Bragi Sigurðsson, Erlingur E. Halldórsson, Guðbergur Bergsson, Halldór Laxness, Heimir Þorleifsson, Helgi Skúli Kjartansson, Hjörleifur Guttormsson, Hrafn Gunnlaugs- son, Indriði Úlfsson, Ingimar Erl. Sigurðsson, Jakobina Sigurðar- dóttir, Jón Gislason, skólastjóri, Úthlið 5., Jón Guðnason, Jökull Jakobsson, Kristmann Guð- mundsson; Kristmundur Bjarna- son, Matthias Johannessen, Odd- ur Björnsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Sigurður A. Magnús- son, Steinar Sigurjónsson, Stein- gerður Guðmundsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Unnur Eiriksdótt- ir, Úlfar Þormóðsson, Vésteinn Lúðviksson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn Antonsson, Þorsteinn frá Hamri Jónsson, Þorsteinn Matthiasson, Þórarinn Eldjárn, Þórleifur Bjarnason, Þráinn Bertelsson. Verðlauna- getraunir í jólablaði Barna-Tímans Eins og tilkynnt var i Timan- um, þegar getið var um útkomu Jólablaðs Timans, mun á Þor- láksmessu fylgja Timanum sér- stakt jólablað Barna-Timans. t Barna-Timanum verður fjölbreytt efni til að stytta stundirnar þangað til jólahátið- in gengur i garð og einnig verða verðlaunagetraunir i blaðinu. Getraunirnar verða tvær, önnur fyrir börn 10 ára og yngri og hin fyrir börn 11 ára og eldri. Fyrstu verðlaun i báðum hópum verða glæsileg reiðhjól frá Fálkanum og sjást þau á með- fylgjandi mynd. Hjólið, sem drengurinn er með, verða fyrstu verðlaun i eldri flokknum og hitt verða fyrstu verðlaun i yngri flokknum. önnur verðlaun i eldri flokknum verða plötuspil- ari og ferðaútvarp I yngri flokknum. Auk þessa verða svo hljómplötur til verðlauna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.