Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. desember 1975. tíminn Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: »>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi, 19523. Verð j lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. v' --— 'l>' BlaðaprentlT.f;' Heilbrigðisþjónustan Tveir læknar, sem nú eiga sæti á Alþingi, þeir Sverrir Bergmann og Oddur Ölafsson, hafa nýlega flutt á Alþingi athyglisverða tillögu um könnun á vissum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. í könnun þessari skulu m.a. eftirfarandi atriði athuguð sér- staklega: að greiðsla til heimilislækna eftir gildandi núm- erakerfi verði lögð niður, en þess i stað teknar upp greiðslur fyrir beint unnin læknisstörf eingöngu, að sérfræðileg læknisþjónusta verði i áföngum eingöngu unnin á sjúkrahúsum, jafnt fyrir þá sjúk- linga, er þar liggja, sem og hina, er slikrar þjón- ustu þarfnast án innlagningar á sjúkrahús, að sérfræðileg læknisþjónusta við sérstaka sjúk- lingahópa verði fastur liður i starfsemi einstakra sérdeilda við sjúkrahúsin og að samanburður verði gerður á óliku rekstrar- fyrirkomulagi sjúkrahúsa hérlendis sem erlendis með tilliti til þess, af hverju rekstrarfyrirkomu- lagi megi vænta beztrar og hagkvæmastrar nýt- ingar tækja, aðstöðu og vinnuafls, miðað við is- lenzkar aðstæður. I greinargerð eru m.a. færð eftirfarandi rök fyr- ir tillögunni: ,,1) Heilbrigðisþjónusta er dýr. Það er stað- reynd, sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Nær 35% af útgjöldum rikissjóðs ganga til heil- brigðis- og tryggingamála. Þetta er vafalaust ekki mjög óeðlilegt. Góð heilbrigðisþjónusta krefst mikils og vel menntaðs mannafla, dýrra tækja og góðs rýmis og nægjanlegs. Framfarir á sviði heil- brigðismála eru örar og kref jast stöðugt aukinnar þekkingar starfsliðs, ásamt með aukningu og end- urnýjun tækja og aðstöðu. Ekkert menningarþjóð- félag afsalar sér góðri heilbrigðisþjónustu eða hættir á að dragast aftur úr i framþróun á þessu sviði, enda er þetta einn af hornsteinum þess, að um menningar- og velferðarþjóðfélag verði talað. Hins vegar er mikilvægt, að meðferð mikilla fjármuna sé vel skipulögð, þannig að engu sé á glæ kastað, og þvi er áriðandi að kanna, hvort breytt skipulag ýmissa starfsþátta heilbrigðisþjónust- unnar leiði til bættrar þjónustu án kostnaðarauka, og jafnvel með beinum sparnaði. 2) Kerfi það, sem nú er við lýði, viðkomandi þeim þáttum heilbrigðisþjónustunnar, sem i tillög- unni er getið, er að nokkru byggt á laga- og reglu- gerðarákvæðum, en að öðru leyti til orðið vegna atvikaþróunar. Það hefur i mörgu reynzt vel, en i öðru miður. Enda þótt nú sýnist um sinn næsta ó- hjákvæmilegt að nokkur töf verði á framkvæmd- um á sviði heilbrigðismála, liggja þó fyrir áætlanir um byggingu sjúkrahúsa eða stækkun þeirra, á- samt með byggingu sérstofnana fyrir einstaka sjúklingahópa, sem og fyrir aldraða. Þessu til við- bótar risa svo upp heilsugæzlustöðvar. Má aug- ljóst vera, að brýna nauðsyn ber til að hönnun allra þessara stofnana sé með þeim hætti, að þar verði við komið þvi skipulagi á fyrrgreindum þátt- um heilbrigðisþjónustunnar er könnun leiði i ljós að bezt sé: i fyrsta lagi með tilliti til gæða þjónust- unnar og i öðru lagi með tilliti til hagkvæmni. 3) Á sviði heilbrigðisþjónustu er starfsskipulag, sem tryggir beztu nýtni þekkingar, tækja og að- stöðu, i senn forsenda góðrar og i raun ódýrastrar þjónustu. Nauðsyn sliks skipulags er auðsæ i ljósi þeirra miklufjármuna, sem óhjákvæmilega hljóta að renna til heilbrigðisstarfseminnar. Ekkert kerfi stendur til eilifðar, jafnvel ekki með lagfæring- um, þótt góðar kunni að vera hver um sig. Timarn- ir breytast og aðstæður allar og nauðsyn á könnun nýskipunar er reglubundið fyrir hendi.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Gierek þykir hafa náð góðum árangri Hann hefur verið endurkjörinn til fimm ára ÞAÐ vakti mikla athygli i sið- astliðinni viku, þegar Bresjnef flutti ræðu á flokksþingi pölskra kommúnista i Varsjá. Astæðan var ekki sizt sú, að undanfarna mánuði hefur gengið þrálátur orðrómur um heilsuleysi Bresjnefs,-og hann þvi verið talinn litt ferðafær. För hans á flokksþingið i Varsjá hefur að dómi kunn- ugra haft tviþættan tilgang. Annar var sá, að Bresjnef vildi sýna, að heilsu hans væri ekki eins illa komið ogaf hefurverið látið. Hinn er sá, að hann vildi sérstaklega heiðra Edward Gierek, leið- toga pólska kommúnista- flokksins, en fimm ár eru nú liðin siðan hann kom til valda i Póllandi. Gierek hefur unnið sér mikið álit á þeim tima og mun nU vera sá flokksleiðtogi kommúnista, sem nýtur mests álits i bandalagsrikjum Sovét- rikjanna i Austur-Evrópu. ÖLLUM fréttamönnum er- lendum, sem hafa heimsótt Pólland að undanförnu, kemur saman um, að efnahagslegt og stjórnmálalegt ástand sé nú allt annað i Póllandi en i desembermánuði 1970, þegar Gomulka var steypt af stóli. Þá var mikill skortur nauð- synja ilandinu, og bætti Gom- ulka gráu ofan á svart með þvi að samþykkja verðhækkun á ýmsum neyzluvörum. Þá kom til uppþota f mörgum pólskum borgum, en þó hvergi meiri en i Gdansk, þar sem bæði lög- regla og her urðu að skerast i leikinn. Valdhafar Sovétrikj- anna áttu þá um það að velja að skerast i leikinn og beita valdi til að halda Gomulka i sessi, likt og þeir höfðu gert i Austur-Berlin 1953, Ungverja- landi 1956 og Tékkóslóvakiu 1968, eða að láta Gomulka falla og reyna að sætta al- menning með þvi að fela nýj- um manni starf hans. Siðari kosturinn var valinn, og er nú ótvirætt komið i ljós, að það var rétt ráDið. Gierek hefur sýnt i verki, að hann var þess trausts verður, sem Rússar báru til hans þá. Á ÞEIM fimm árum, sem Gierek hefur farið með völdin i Pöllandi, hafa orðið þar hlut- fallslega miklu meiri verkleg- ar framfarir en áður. Gierek hleypti af stokkunum áætlun um stóraukna fjárfestingu og uppbyggingu. Til þess að koma þessum fyrirætlunum i framkvæmd, leitaði hann jafnt aðstoðar i austri og vestri. Rússar hafa aukið að- stoð sina við Pólverja á ýms- um sviðum. Jafnframt hafa Pólverjar tekiðstór lán vestan tjalds og fengið þaðan marg- vislega tæknilega hjálp. Það dylstengum, er bersamaná- standið nú og 1970, að Gierek hefur náð miklum árangri. Þess sjást merki á auknu vöruvali i búðum og bættum kjörum almennings. Þetta má jöfnum höndum þakka hinni auknu fjárfestingu og frjáls- lyndari framleiðsluháttum, sem Gierek hefur gripið til i verulegum mæli. Ýmsir spá þvi, að nú sé lika að koma að skuldadögunum. Nú þarf að fara að greiða hinar erlendu skuldir, og aukin viðskipti við Vesturlönd leiða til þess, að þaðan gætir nú vaxandi verð- bólguáhrifa. Gierek gaf lika ó- tvirætt i skyn á flokksþinginu, að nokkur verðhækkun á ýms- um nauðsynjum yrði óhjá- kvæmileg, en verðstöðvun hefur rikt i Póllandi um nokk- urt skeið. En Gierek taldi, að sllkir erfiðleikar yrðu yfirunn- ir, ef Pólverjar héldu áfram framfarasókninni af sama kappi og undanfarin fimm ár. Samkvæmt áætlunum, sem fjallað var um á flokksþing- inu, á lika að vera komið á fullkomið velmegunarástand i Póllandi árið 1980. Þá á að vera búið að útrýma hús- næðisleysinu, búðir eiga að vera fullar af neyzluvarningi, og hver sem vill á þá að geta keypt þvottavél og önnur meiriháttar heimilistæki, sem nú er hörgull á. Pólland á þá að vera orðið eitt af mestu iðn- aðarlöndum heims. En þetta getur þó þvi aðéins orðið, sagði Gierek, að þjóðin leggi verulega á sig og verði sam- hent um að ná þessu marki. GIEREK hefur á ýmsan hátt aukið frjálsræði almennings i Póllandi frá þvi sem áður var, og bæði á þann hátt og annan vikið frá þeim kennisetning- um, sem fylgt hefur verið i Sovétrikjunum. Ef til vill hefurþetta vakið nokkurn ugg meðal rússnéskra ráða- manna. Enþeir hafa ekki látið á þvi bera og eru ef til vill farnir að skilja það betur, að sama reglan á ekki við alls staðar, og að kommúnisminn verður, eins og önnur stjórn- arform, að laga sig eftir stað- háttum, Gierek hefur lika dregið úr þessum ótta þeirra. ef hann hefur verið einhver. með þvi að standa fast með þeim út á við. Á þeim fundum. sem kommúnistaflokkar i Evrópu hafa haldið að undan- förnu, hafa Pólverjar fylgt Rússum skelegglega að mál- um og beitt áhrifum sinum til þess að fá þá stefnu sam- þykkta, sem þeir hafa beitt sér fyrir. Sama gildir um afstöð- una til Kinverja. Þetta hefur verið rússnesku valdhöfunum mikilsverður stuðningur. sök- um þess álits. sem Gierek hefur unnið sér. Bresjnef hef- ur þvi vel talið það ómaksins vert að heiðra Gierek með nærveru sinni á flokksþinginu. Þar voru lika mættir leiðtogar annarra kommúnistaflokka i Austur-Evrópu, og notuðu þeir tækifærið til þess að ræðast við um alþjóðamálin. Gierek var að sjálfsögðu endurkjörinn leiðtogi flokksins, og gildir það kjör til næstu fimm ára. Aliir aðrir, sem áttu sæti i flokks- stjórninni, voru endurkosnír. nema Frantiszek Szlachcic. en hann hefur verið talinn hugs- anlegur keppinautur Giereks og helzti talsmaður þess. að Pólland taki upp óháðari stefnu út á við. Eftir flokks- þingið er staða Giereks talin enn sterkari en áður. Hann nýtur vaxandi álits heima fyrir, og heimsókn Bresjnefs sýnir, að hann nýtur fulls stuðnings Rússa. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.