Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 13
Miövikudagur 17. desember 1975. TÍMINN 13 itíf, Iffl!! ml Hl,,! ðlf Sl.lllH.IIK., ófremdarástand Guðni ölversson á Kii'k jubæ ja rklaustri hefur sent blaðinu eftirfarandi: „1 annað skipti á tveimur mánuðum er læknislaust á Kirkjubæjarklaustri. Heilsugæzlu er þannig hagað þar, að héraðslæknirinn i Vik i Mýrdal kemur einn dag i viku, þegar fært er. Þannig hefur læknisþjónustan verið i allt haust, nema nóvember, en þá komu tveir nemar úr Háskóla tslands og voru i hálfan mánuð hvor. Er þjónusta þessi á allan háttófullnægjandi. Nægir þvi til sönnunar að benda á, að ekki er alltaf hlaupið að þvi að koma sjúklingum til Vikur eða ná i lækni austur. Það þarf ekki mjög slæmt veður til þess að Mýrdalssandur verði ófær vegna sandfoks, og ekki þarf að snjóa lengi áður en mikill hluti leiðarinnar verður ófær af þeim sökum. Þess vegna verður að telja framtaksleysi heilbrigðis- yfirvalda mjög vitavert i þessu efni. A Kirkjubæjarklaustri eru 114 börn i skóla. Um 75 þeirra er ekið miili heimila sinna og skólans og hafa nokkru sinnum orðið slys i þessum ferðum, fyrir utan þau óhöpp, sem verða i skólanum sjálfum á vetri hverjum. Heilbrigðisráðherra allrar þjóðarinnar ætti að spyrja sjálfan sig: Hvers eiga þessi börn að gjalda? Eiga þau að búa hér áfram við megnasta öryggisleysi eða eru úrbætur i sjónmáli? En það eru fleiri á heilsugæzlusvæðinu en skóla- börn. Hundruð manna búa dreift um sveitirnar, bæði ungir og gamlir. Þetta fólk á fyllsta rétt á að fá þá læknisþjónustu, sem þjóðfélagið á skilyrðislaust að láta hverjum þegna sinna i té. Þetta er hlutur, sem fólkið i sveitinni gerir sér mjög vel grein fyrir og hyggst sjálft vekja sofandi heilbrigðisyfir- völd af þeim drungalega dvala sem þau hafa fallið i. Fyrsta skref i þá átt, var fjölmennur borgarafundur sem haldinn var i félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Var fundur þessi haldinn að frumkvæði nokkurra manna i sveitinni. Framsöguerindi flutti Siggeir Björnsson vegaverk- stjóri og kom hann einmitt inn á þær erfiðu samgöngúr sem hér eru oft að vetri til og hann þekkir manna bezt. 1 fundarlok var kosin þriggja manna nefnd i þeim tilgangi að fara suður til Reykjavikur á fund landlæknis og heilbrigðisráðherra, i þeirri von að það mætti flýta fyrir komu læknis i héraðið. Sendir voru undirskriftalistar á hvern bæ i sveitinni, til að allir sem eirin gætu sýnt hug sinn i máli þessu. Eftirfarandi áskorun var samþykkt á fundinum og send yfirvöldum heilbrigðismála: „Almennur fundur haldinn á Kirkjubæjarklaustri 8. des. 1975, skorar á landlækni og heil- brigðisráðuneytið að vinna að þvi, að læknir verði sendur til starfa i Kirkjubæjarlæknis- hérað nú þegar. Fundurinn bendir á, að nú fari i hönd sá timi er vegasamband getur lokazt vegna snjóalaga og stár- viðra, svo útilokað verði að ná i lækni i fjarlægt hérað. Vegna vaxandi umferðar hefur slysahætta aukizt stórlega nú siðustu ár. Einnig leyfum við okkur að benda á heimavistar- skólann á Kirkjubæjarklaustri, en þar starfa um 120 manns. Fundurinn er einhuga um að gera allt sem i hans valdi stend- ur til að tryggja búsetu læknis hér.” Guðni ölversson, Kirkjubæjarklaustri. Hross í óskilum i Landmannahreppi, grá hryssa, eins til tveggja vetra, ómörkuð. Hreppstjórinn. 37 ára gamall maður vanur skepnuhirðingu og vélum óskar eftir starfi á góðu sveitaheimili. Upplýsingar i sima 19-200. Hjálpræðis- herinn: Hjálpum þeim að gleðja aðra -jólapottarnir setja svip sinn á miðbæinn i ATTATÍU ár hafa jólapottar hjálpræðishersins sett svip á mið- bæinn i Reykjavik fyrir jóiin, og rcyndar viöa um heim. Nú er jólapotturinn aftur kominn á sinn stað i miðbænum til söfnunar fjár handa fátækum. Ekki þarf að fjölyrða um starf Hjálpræðis- hersins, liðsmenn hans eru ávallt þar serh neyðin er stærst og þörf- in mest. Þó að við Islendingar búum i velferðarriki og hér riki almenn velmegun, er það samt svo, að nokkur hópur samborgara okkar hefur orðið útundan og liður skort af ýmsum ástæðum, og þessi fá- tækt er sár á jólunum. Hjálp- AAannránin — eftir Victor Canning Mannránin nefnist ný bók eftir Victor Canning, sem komin er út hjá Stafafelli. Fjallar sagan um rán á tveimur brezkum þing- mönnum, en fyrir þá er krafizt lausnargjald i óslipuðum demönt- um. Meðan lögreglan vinnur að þvi að reyna að upplýsa málið, hverfur einn af æðstu mönnum þjóðarinnar, og farið er fram á stórkostlegt lausnargjald. Enda þótt allar leiðir virðist lokaðar, finnst þó lausnin um siðir fyrir algera tilviljun. ræðisherinn hefur alltaf hjálpað þessu fólki, og nú gefst tækifæri til að sýna vilja sinn i verki með þvi að láta peninga i jólapott Hjálpræðishersins og hjálpa þeim til að gleðja aðra. Samband íslenzkra karla- kóra með námskeið fyrir söngmenn Samband islenzkra karlakóra hélt nýlega námskeið fyrir söng- menn úr karlakórum sunnan- lands. Þátttakendur voru 25 frá sex sunnlenzkum kórum. Tilgangur- inn með námskeiði þessu var að þjálfa nokkra söngmenn úr hverj- um kór til þess að þeir gætu siðan aðstoðað við söngkennslu nýliða i kórum þeirra, en erfitt hefur reynzt að fá hæfa kennara til starfa hjá hinum fjölmörgu kór- um i landinu. Kennsla fór fram á vegum Söngskólans i Reykjavik og voru kennarar þessir. RADDÞJALF- UN: Garðar Cortes, skólastjóri, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Már Magnússon og Sigriður Ella Magnúsdóttir. TÓNFRÆÐI: Þuriður Pálsdóttir. NÓTNALESTUR: Sigurður Markússon og KÓRSÖNGUR: Páll Pampichler Pálsson. Samband islenzkra karlakóra hyggst halda slik námskeið viðar á landinu og árlega framvegis, ef árangur gefur góða raun. Stjórn Sambandsins skipa: Þorsteinn R. Helgason, formað- ur, Ragnar Ingólfson, ritari og Haukur Þórðarson gjaldkeri. Við lækkum vöruverð 10% lækkun á nýlenduvörum em dæmi má nefna Alm. KRON Vörutegund verð verð Púðursykur 1/2 kg. 113.- 107.- Flórsykur 1/2 kg. 103.- 99.- Hveiti 5 Ibs 316.- 288.- Bl. grænmeti 1/1 ds. 222,- 198.- Gulr. og gr. baunir 1/2 ds.220.- 196.- Rauðkól 600 gr. 252.- 229.- Kocktail óvextir 1/1 ds. 318.- 265.- Perur 1/1 ds. 252.- 210.- Jarðarberjasulta 450 gr. 197.- 176.- Blóberjasulta 936 gr. 363.- 330.- Hunang 450 gr. 197.- 179.- Maggi súpur 100.- 89.- Royco súpur 48.- 44.- Cocoa Puffs 243.- 221,- Cornflakes 258,- 231.- Tekex Jacobs 104.- 93.- Kanill 150 gr. 400.- 357.- Vex uppþvottalögur 582.- 483.- Vex þvottaefni 677.- 607.- WC-pappir24 rl. 1.488.- 1.392.- KRON V/Norðurfell Breiðholti íslenzk liðsinni færeyskir fangelsis- dómar FYRIR nokkru voru fjórir Fær- eyingar dænidir i Þórshöfn fyrir áfengislagabrot, þar sem ts- Icndingar koma við sögu. Einn maðurinn hlaut sex mánaða fang- elsisdóm, annar þrjátiu daga og loks voru tveir sektaðir. Þessir menn höfðu hvað eftir annað orðið sér úti um skömmtunarseðil til áfengis- kaupa út á nöfn og gjaldstofuvott- orð annarra manna. En heimild til áfengiskaupa i Færeyjum er bundin þvi, aö menn skuldi ekki opinber gjöld. Það voru útlendingar sem veitt höfðu þessa fyrirgreiðslu, is- lenzkir og danskir ferðamenn og einnig einn Frakki. Reiðhjól — Þríhjól — Stignir bílar Universal með hjálparhjólum Raleigh Monaco Raleigh Jolly Jumbo Laasby 600 L Margar gerðir FÁST VÍÐA Sendum gegn póstkröfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.