Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 17. desember 1975. Jón Heigason: STEINAR i BRAUÐINU. Smásögur. Skugg- sjá. Hafnarfirði, 1975. 128 bls. Heimildaþættir Jóns Helga- sonar eru löngu alkunnir og hafa notið vinsælda. Sumir gagnrýnendur áttu reyndar erfitt með að lita bækur af þessu tagi fyllilega réttu auga, þar sem þær voru hvorki skáldskap- ur i venjulegum skilningi né heldur ströng og þurrleg sagn- fræði. En þessi ritunaraðferð sem á sér hefð i landi hefur nú á ný rutt sér til rúms og öðlazt viðurkenningu. Enda er mála sannast, að Jón Helgason er höfundur, sem kann að segja sögu af mikilli iþrótt þegar hon- um tekst upp. Frásagnarhátt- urinn er skýr og traustlegur, málfar auðugt og svipmikið, og hann hefur oft reynzt fundvis á minnileg atvik og sérstæðar manngerðir. Bezt lánast honum þegar hann segir sérkennilega sögu af látleysi og hófsemd. Slik verður saga Páls Jónsson- ar, Orð skulu standa i meðför- um Jóns. Siðri er saga Jóhanns bera, Þrettán rifur ofan i hvatt: þar hyllist höfundurinn til að „dramatisera” efnivið sinn um of. En Jón Helgason hefur ekki látið sér nægja að stunda slika söguritun eina og nú kemur frá hendi hans önnur smásagna- bókin, Steinar i brauðinu. Hin fyrri, Maðkar I mysunni kom fyrir fimm árum. Þessi nýja bókber sama svip og hin fyrri. Smásögur Jóns einkennast, likt og önnur rit hans, af þróttmikl- um frásagnarhætti og kjam- góðu máli. Mannskilningur er ekki djúpur, persónulýsingar á ytra borði, sögurnar auðráðnar. Sögurnar i Steinum i brauðinu eru allar læsilegarog vel sagðar sem vænta mátti, en á hinn bóg- inn hvorki margslungnar né nýstárlegar að formi eða efni. Uppistaða sagnanna er ein- föld mannlifsmynd, oft skopleg, Vésteinn Lúðvíksson: EFTIRÞANKAR JÓHÖNNU. Iðunn, Reykjavik 1975. 206 bls. Fyrir fáum dögum var fjallað hér i blaðinu um nýja skáldsögu Jökuls Jakobssonar. Það er eftirtektarvert að fá i hendur þessa bók Vésteins Lúðviksson- ar um sömu mundir. Báðar eru þær samtiðarsögur úr Reykja- vik, báðar sagðar af konum og snúast eins og vænta má um skipti þeirra við karlmenn. Báð- ar eru þær reyfarakenndar að ýmsu leyti. En hér er mikill munur á: Jökull beitir galsa- kenndu, stundum farsalegu skopi sjálfum sér og lesandan- um til gamáns, saga hans er að verulegu leyti skemmtisaga, þó með alvarlegum undirtón sé. Hún fjallar um betri borgara, lifsþreytta konu i allsnægtum, sem leitar ævintýra með sam- bandi við hippastrák. Saga Vé- steins er sögð af konu, sem býr við erfið kjör og hefur mátt þola hverja auðrriýkinguna af ann- arri af hálfu umhverfisins, en samt tekizt að haida nokkurri mannlegri reisn. Og þessi saga er ekki samin af neinni léttúð. Hún er alvarlegt skáldverk, þótt á ytra borði sé hún næsta reyf- araleg. Af þessu leiðir, að það myndi veita ófullkomna mynd að rekja söguþráð þessa verks. Umgjörð sögunnar er sú að Jóhanna, fer- tug kona og tviskilin, situr ein heima nóttina eftir jarðarför Harðar og rifjar upp fyrir sér það sem geröist. Hún veit að það er altalað að hún hafi „hjálpað honum yfir mörkin”. Og i kirkj- unni verður hún að þola augna- ráð fólks sem horfir á hana með „ásökun, fyrirlitningu og hatri”. En hver muni skilja hana: „Já, helzt vildi ég geta sagt einhverjum alla söguna eða það sem ég kann af henni — og reyna að átta mig á henni um leið. Þvi öll er sagan miklu meira en það litla sem gerðist. Og öll sagan er flókin minnsta kosti langt frá þvi að vera eins einföld og sumir halda”. Þessari frásögn, sögu Jó- Heim í sveitina tilfinningasemi bregður einnig fyrir. Fyrsta sagan er að ýmsu leyti bezt, Hér andar guðs blær. Hún er einnig nokkuð sérkenni- leg að þvi leyti að „aðalpersón- an” kemur aldrei fram. Höfundi lánast með þessu bragði að gæða söguna dul, en þó setja myndina lesendum skýrt fyrir sjónir. Hér birtist nöturleg mannlýsing en e.t.v. er óþarft að láta manninn hafa mynd af Hitler uppi við. Og andstæður bónda og húsfreyju munu full- mikið stilfærðar. Fornmannaverk er kimileg saga af gamalli konu sem þrjózkast við i lengstu lög að yfirgefa jörðsina. Hún lætur sér ekki segjast þótt falazt sé eftir jörðinni til jafn brýnna nota og þeirra að reisa þar herstöð til að verja landið gegn kommúnist- um (þetta gerist i kalda strið- inu, sem reyndar stendur enn i vitundsumra manna). I þessari sögu, eins og viðar, teflir höf- undur fram ein'földu lifi I skauti náttúrunnar, upprunalegum verðmætum, gegn fyrirgangi og brölti samtiðarinnar.. Upphaf sögunnar gæti verið dæmi um viðhorf höfundar og frásagnar- hátt: „Fátt er fáfengilegra og marklausara en lif gamallar Jún Helgason. konu, sem hirist ein sins liðs úti á landsenda. Heimurinn er henni ekki stórt meira en bæjar- hlaðið, túnkraginn og f jaran, og það er þrjátiu ára striðið i veraldarsögu hennar, hvernig gengið hefur að þurrka móinn og koma heytuggunni i garð. Hún samneytir helzt engum, nema ef telja skal kúna, sem slæmir til hennar tungunni, þegar hún tuttlar hana á mál- um, og köttinn, sem eltir hana á mjúkum þófum kring um kotið. Kýrin og kötturinn, og fáeinar kindur kollóttar — það eru hennar sálufélagar. Guð sé oss næstur: Hvillkur armóður og læging! ” I lýsingu á heimi þéssarar konu, þar sem það var „stór- viðburður ársins að kýrin beiddi” felst ihaldssöm afstaða, vegsömun horfinnar veraldar. Sumir mundu kannski nefna sveitarómantik. Hún kemur einnig fram i stuttri sögu sem nefnist Að veizlulokum: For- stjórafrú i Reykjavik verður að samkvæmi loknu gripin óyndi, minnist æskudaga i sveitinni. Hún afklæðist samkvæmis- kjólnum og tinir af sér skartið: „Þarna lá það, prjálið og gyll- ingin, blekkingin og falsið — eftir stóð hún sjálf, ef eitthvað af henni var enn ósvikið.” Og frúin reynir að endurlifa bernsku sina skamma stund, klæðist gömlum kjól og gengur út I vornóttina . Hún sezt á bekk i biðskýli „og gómar hennar snurtu lyngið, sem óx fyrir norðan....”. Þetta er fallega AÐ BÍTA FRÁ SER hönnu og Harðar og samskipta þeirra, miðlar höfundur af miklu öryggi. Sagan er bundin við sjónarhorn Jóhönnu og frá- sagnarháttur hennar er trú- verðugur. Lesandinn fellst strax á að einmitt svona tali og hugsi þessi kona. Sögu hennar vindur fram með ýmsum tilfærslum i tima eins og gerist um minning- ar. Fyrst rifjar Jóhanna upp hvernig hún hittir Hörð „haustið 73”. Siðan minnist hún fyrstu funda þeirra löngu fyrr sem bregða ljósi á skapgerð þeirra beggja. Þá kemur forsaga eða baksvið hennar sjálfrar, stöðug afskiptasemi móður hennar og viðleitni til að móta Jóhönnu að sinni vild, og svo tvö misráðin hjónabönd, sem virðist stofnað til af misskilningi vorkunnsemi Jóhönnu i garð duglausra manna. 011 er þessi saga næsta nöturleg, en lesandinn trúir henni. Einkar haglega miðlár frá- sögnin smátt og smátt upplýs- ingum um Hörð. Eftir þvi sem á liður skýrist mynd hans, 1 raun- inni er hann ekki siður aðalper- sóna en Jóhanna. Hörður verður ljóslifandi. Veiklyndi hans og vanmáttur sem varnar honum þess að ryðja sér til rúms i þjóð- félagi samkeppninnar þótt hanp hafi fullan vilja til þess. Hann er ekki maður til „að bita þá sem bita hann”. Urræöi hans verður að velja dauða sinn vitandi vits. Með þvi einu að kveðja lifið get- ur hann sigrazt á þvi. I fram- vindu sögunnar verður þessi lausn eðlileg. Hér kemur margt fólk við sögu, flest gegnir eink- um þvi hlutverki að varpa ljósi á Hörð. Um leið sér lesandinn i svip meinleg örlög þessa fólks: allir eru þrúgaðir af umhverfi sinu og enginn getur I rauninni rétt öðrum hjálpárhönd, nema Jóhanna, sem á einungis þess kost að hjálpa þeim sem hún elskar til að deyja. Vésteinn Lúðvíksson. Sá heimur sem sagan lýsir er miskunnarlaus. Jóhanna þykist snemma verða þess áskynja, að „það er ekki ætlast til þess að maður sé manneskja i þessum djöfuls heimi”. En i sambandi hennar við Hörð vaknar tilfinn- ingalif hennar af svefni. I ljósi þess sýnir hún nánast ofur- mennska ást og ósingirni þegar hún hjálpar Herði yfir mörkin sem hann komst ekki óstuddur, Og hún iðrast einskis. Við útför- ina hugsar hun um „hvað það væri þrátt fyrir allt gaman fyrir mig, að Hörður skyldi frekar hafa leitað til min en þessa fólks, þegar verulega reið á. Já, ég var helzt á þvi að ég hefði reynst honum betur en allir aðr- ir til samans”. Þetta er óvenju- leg og djúpsæ ástarsaga. Eftirþankar Jóhönnu er þrengra verk en Gunnar og Kjartan, fyrri sjáldsaga Vé- steins Lúðvikssonar. Samfé- lagslýsing þessarar sögu er fá- um dráttum dregin og meira eftir skilið handa lesandanum til að ráða I og fylla. Lesendur Vésteins hefðu getað vænzt við- tækrar gagnrýninnar úttektar frá hendi hans. En þetta er ekki sagt til að láta i ljós vonbrigði með Eftirþanka Jóhönnu.Sagan er þegar alls er gætt heilsteypt- ara og listrænna verk en Gunn- ar og Kjartan. Vésteini Lúð- vikssyni hefur vaxið ásmegin sem rithöfundi. Hann veit greinilega fullvel hvað hann ætlar sér. Vésteinn Lúðviksson aðhyllist sósialrealisk sjónarmið i sagna- gerð sinni. Með sögunni af Gunnari og Kjartani hvarf hann að fullu frá þeim módern- isma sem brá fyrir i 1. bók hans, smásagansafninu Atta raddir úr pipulögn. Fróðleg til glöggvun- ar á viðhorfum hans er löng rit- gerð sem birtist i Timariti Máls og menningar 1970. Georg Lukacs og hnignun raunsæisins, þar sem hann gerir grein fyrir kenningum þessa ungverska bókmenntafræðings, hins á- hrifamesta af marxiskum gagn- rýnendum á þessári öld. En til- gangur Vésteins með þeirri rit- gerð er — að sjálfs hans sögn — ekki sá einn að kynna Lukacs, heldur einnig „að bregða ljósi yfir stöðu bókmennta i kapital- isku þjóðfélagi”. Með hliðsjón af þeim kröfum sem Vésteinn setur fram i rit- gerðinni um samfélagskrufn- ingu bókmennta hefur Helga Kress nú beint allharðri gagn- skrifuð og látlaus saga. Flugnaveiði er kunnugleg og einföld saga af viðskiptum fá- tækrar ekkju við okrara og svið- ing, næsta svipað efni og menn skrifuðu hvað mest um á kreppuárunum. Fégræðgi er einnig efnið i Fyrir mörgum milljónum.Kirkjugrið er býsna háðsk frásögn af sóknarnefnd- arformanni sem steypir undan hröfnum, sem gerðu sér hreiður við turn nýreistrar kirkju. Hér koma fyrir skýrar manngerðir. Tveir á stéttunumer gaman- saga af aflóga bónda, sem er svo umkomulaus orðinn að honum er ekki trúað fyrir meiru á bænum en gefa hænsnum. Þessu unir gamli maðurinn svo illa, að hann er kominn á fremsta hlunn að binda enda á lif sitt. Hann hefur náð sér i snærishönk og er farinn að gera sér i hugarlund búskaparhætti hinumegin þegar þeirri hugsun lýstur niður i koll hans að ef til vill myndi honum refsað fyrir að hafa fargað sér, og refsingin kynni þá að vera sú að hirða fiðurfénað. Það er annars ein- kennilegt, að umönnun hænsna skuli talin slik niðurlæging á voru landi a.m.k. i skáldskap. Þannig er einnig um hesta- manninn Guðmund kana i sögu Indriða G. Þorsteinssonar, Norðan við strið: Hann verður að snúast við pútur þegar herinn kemur. Enginn sem ánægju hefur af vel sögðum sögum þarf að verða svikinn af Steinum I brauðinu. Það er sjaldgæfari hæfileiki en ætla megi að kunna að segja sögu, ljóst og skipulega Smásögur Jóns Helgasonar eru varla annáð en aukageta á rit- ferli hans. Með heimildasögum sinum hefur hann unnið gott starf, vakið til lifs fyrri menn i landinu og gert þá nákomna mörgum islenzkum lesendum. Vonandi heldur hann þvi áfram. Af nógu mun að taka. Gunnar Stefánsson. rýni að Gunnari og Kjartani (Kvenlýsingar og raunsæi, Skirnir 1975). Segir hún þar að „hvað varði hlutverkaskiptingu kynja i þjóðfélaginu viðurkenni Vésteinn þá borgaralegu hug- myndafræði sem hann annars ræðst gegn. 1 bók hans er konum hvorki lýst i þjóðfélagslegu samhengi né sem hlutum i þjóð- félagsheild”. Fróðlegt væri að athuga Eftirþanka Jóhönnu i þessu ljósi. Þvi var hreyft i ritdómi um bókina á dögunum að með henni hefði höfundurinn orðið við kröfugerð um raunsæja kvenlýsingu, Jóhönnu væri þá lýst i „þjóöfélagslegu sam- hengi”, þótt þau orð séu reynd- ar nokkuð óljós. En samkvæmt skilgreiningu Helgu Kress virð- ist þó vafasamt að svo sé. Hún telur fram sem eitt einkenni á „karlveldismunstri i frásögn” að kvenpersónur séu fyrst. og fremst eða einvörðungu tengdar kynferðislegu samneyti við karlmenn. Svo er þvi háttað um Jóhönnu og að þessu leyti er lýsing hennar takmörkuð, Hitt er annað mál hvort hún er ó- sannari fyrir bragðið. Að minu viti er Jóhanna rauntrú persóna eins og hún kemur fyrir sjónir i verkinu. Nýjungin við sögu Vésteins Lúðvikssonar um Gunnar og Kjartan var ekki sizt fólgin I þvi hve hún var kunnugleg eða „gamaldags” i formi sinu. Menn litu á hana sem andóf gegn módernlskum aðferðum sem þá settu mestan svip á is- lenzkan prósaskáldskap. Ætlun höfundar var að hefja á ný til vegs sósialisk viðhorf i sagna- gerð sem stóðu i mestum blóma fyrir fjórum áratugum. Þeirri viðleitni er haldið áfram i Eftir- þönkum Jóhönnu.ef til vill ekki með jafn augljósum hætti, en nú birtist hún i samfelldara, stil- hreinna og vandaðra verki. Engu skal um það spáð hvort Vésteinn verður forgöngumaður nýs skeiðs gagnrýninnar sam- tiðarumfjöllunar i islenzkri sagnagerð. Allt um það er fáum íslenzkum höfundum meiri gaumur gefandi um þessar mundir. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.