Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. desember 1975. TÍMINN 7 gébé Rvik — Við Stokkseyri er rekið sérstætt heimili, sem nefn- ist Kumbaravogur. Það eru hjón- in Kristján Friðbergsson og Hanna Halldórsdóttir, sem þar búa ásamt börnum sinum. Þau hafa tekið að sér börn frá barna- verndunarnefndum, börn sem orðið hafa fyrir því að heimili þeirra hafa leyzt upp og foreldrar þeirra misst yfirráðarétt yfir þeim. — Yngsta barnið sem til okkar hefur komið var aðeins eins árs, en flest eru þau á aldrinum 8 til 12 ára þegar þau koma, sagði Kristján. Alis eru nú tuttugu börn á ýmsum aldri á vegum hjónanna i Kumbaravogi. Að mestu leyti hefur heimilið fjármagnað sig sjálft, þ.e. meö eigin starfsemi. Rikisstyrkur hefur verið að skornum skammti þau tiu ár sem þau hjón hafa starfrækt þetta heimili sitt, eða frá 50 til 125 þús- und krónur á ári og nefnist það byggingarstyrkur. Barna- verndarfélag Reykjavfkur færöi heimilinu nýlega hálfa milljón krónagjöfog var i þvi tilefni efnt til blaðamannafundar. Barnaverndarfélag Reykjavik- ur hefur árlegan merkjasöludag sinn fyrsta vetrardag, og selur þá einnig barnabókina Sólhvörf. — Agóðanum hefur ætið verið varið til starfsemi, sem gæti komið börnum að góðu, sagði formaður félagsins Sigurjón Björnsson, annað hvort til barnanna sjálfra, heimila eða stofnana sem þau búa á eða til fólks sem annast börn. Sagði Sigurjón að ágóöinn frá merkja- og bókasölunni i ár hefði orðið kr. 300 þúsund, en konur i félaginu hefðu bætt við kr. 200 þúsund, sem er ágóði af servi- ettusölu, en servietturnar hafa þær keypt erlendis frá á vægu verði og selt hér á landi. — Það er okkur sérstök ánægja, að geta lagt fram fé til þessa málefnis, sagði Sigurjón,— til þessa fólks sem hlúir að börnum, sem eiga við vandamál að striða og koma oft frá erfiðum aöstæðum. Gjaldkeri félagsins, Lára Sigurbjömsdóttir, afhenti siðan hjónunum i Kumbaravogi, Kristjáni og Hönnu, tvær ávisan- ir, að upphæð samtals hálf milljón kr, og sagði, að sér væri sönn ánægja og heiður að afhenda þeim féð. Kristján þakkaöi fyrir hönd þeirra hjóna, og sagði: „Okkur er sú viröing mikils virði sem félagið sýnir okkur, og fyrst og fremst þökkum við fyrir þann hug, sem hér liggur aö baki. Það er okkur ómetanlegur stuðningur að fá viðurkenningu sem þessa.” Kristján sagöi, er hann var spurður að þvi hvenær hann hefði fengið hugm'ynd að stofnun heimilis fyrir börn, að hann hefði verið á námskeiði I Danmörku þar sem málefni afbrotamanna hefðu verið tekin fyrir. Eftir að hann kom heim starfaði hann i Fangahjálpinni og komst þá að þvi, að það voru börnin, sem oft urðu fyrir mestu vandræðunum og vandamálunum, og þvi hefðu þau hjónin fengið hugmyndina að stofnun barnaheimilisins. Þá hugmynd fengu þau hjónin siðar, að gott væri fyrir börnin að eignast afa og ömmur, og byggðu Kristján, sem hann hefur alveg faliöeinum drengja sinna,sem er 14 ára og sér hann nú algjörlega um hænsnin. Annar drengur, sem er 16ára ermeðnokkra tugi fjár. sem hann á sjálfur og sér um að öllu leyti. „Svo rekum við elli- heimilið sjálf, og fyrir utan þær gjafirsem okkur berast, og rikis- styrkinn (!) þá sjáum við sjálf um að fjármagna starfsemina”, sögðu hjónin Kristján Friðbergs- son og Hanna Halldórsdóttir að lokum. Lítiö citt Söngflokkurinn LÍTIÐ EITT sendir nú frá sér aðra hljómplötu meö ellefu lögum, hvert öðru betra. Fyrsta hljómplata söngflokksins hefur selst í yfir 6000 eintök- um sem er mikil sala á hljómplötu á (slandi. Vinsældir söngflokksins munu sjálfsagt aukast með þessari hljómplötu því söngur, hljóðfæraleikur og gæði lagana eru með því bezta sem hér hefur heyrst. Fyrir þá sem unna góðri og Ijúfri tónlist er þessi hljómplata mikill fengur. Það skiftir ekki máli hvað þú ert gamall ef þú ert tónlistarunnandi mun þessi hljómplata gleðja þig og þína. Tilvalinn jólagjöf. FÁLKINN Hljómplötudeild Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24. Lára Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri Barnaverndarfélags Reykjavfkur, af- hendir Kristjáni Friðbergssyni og Hönnu Halldórsdóttur gjöfina. Tlmamynd: Róbert þvi nýtt hús, sem þau fluttu i með barnahópinn, og gerðu gamla húsið siðan að elliheimili, sem þau núreka. Þar er pláss fyrir 18 manns, en eins og er búa þar 11 aldraðar manneskjur, sem taka þátt i starfi hjónanna i Kumbara- vogi og sagði Kristján að þetta heföi gefizt betur en þau höfðu þorað að vona. — Þau hjón eiga sjálf tvo syni, sem nú eru komnir yfir tvitugt, og veita þeir foreldr- um sinum hjálp við heimilið, þeg- ar þeir eru ekki við nám. Þá sagði Kristján að Lions- klúbburinn Baldur, hefði verið þeim mjög hjálplegur viö að koma upp starfsaðstööu i Kumbaravogi og þar væri nú starfrækt pokagerö, kartöflupok- ar fyrir bændur og fleira, og ynni allt heimilisfólk við framleiðsl- una. „Krakkarnir vinna þvi heima á sumrin og þau yngstu, eða þau sem orðin eru 10 ára, vinna að hendi 1 1/2 klst. starf daglega annað hvort við heimilis- störf eða eitthvað annaö”, sagði Kristján. Hænsnarækt haföi BÓKÐFORLAGSBÓK GLNN SAGAN UM I! ‘ f) Orðsending frá Hita- veitu Reykjavíkur Vegna mikilla anna við lagningu húsa, verður ekki hægt að afgreiða nýjar beiðnirum áhleypingu á hús frá 19. des. n.k. til áramóta. Hitaveita Reykjavikur. W; r’-X' 8? - .*< § STEFAN INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON SKRÁÐI Auglýsing Vöruskoðunardeild tollgæslunnar i Reykjavik verður lokuð i dag, miðviku- daginn 17. desember, milli kl. 13—15, vegna jarðarfarar Sigurðar Sigurbjörns- sonar yfirtollvarðar. TOLLSTJÓRINN I REYKJAVÍK „Þá eru minningar Sfefáns Islandi komnar úf og verða án efa mörgum feginsfengur. Myndarleg bók, 240 drjúgar síður auk nafnaskrár, hljóm- plöfuskrár og fjölda Ijósmynda. Bókln gefur greinargott yfirlit yfir ferll Stefáns og er um leið auðug af skemmti- legum sögum og svipmyndum, bœSi frá útlöndum og frá söngferðum Stefáns helm til íslands.... hún er fróðleg sem œvi- saga, fjölbreytt og skemmtileg minninga- bók og skilur eftir minnisstœða mynd af glöðum dreng og góðum listamanni." — Helgi Skúli Kjartansson „Vissulega hefur samstarf þeirra Stefáns og Indriða verið þannig, að ávöxtur þess er bók, sem sæmir hinum þjóðinni undur kæra listamannl og lofar þá báða, sem þar hafa lagt hönd að verki." — Guðmundur G. Hagalin „Heimsfrægð er mikið hugtak. Að vinna ást þjóðar sinnar er varanlegri slgur. ... Saga Stefáns Islandi er eitt af þessum sjaldgæfu ævintýrum, sem verið hefur uppistaða þjóðardraumsins en svo sjaldan orðið veruleikí." — Kristján frá Djúpalæk Auglýsið í Tímanum ÁFRAM KUMBARAVOGSHEIMIUNU BERST HÖFÐINGLEG GJÖF Bókaforlag Odds Björnssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.