Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 8. janúar 1976. Blóðbankann vantar blóð eftir óvenjulöng jól SJ—Reykjavik—Það veröur oft blóöskortur hjá okkur eftir há- tíöir, sagöi Ólafur Jensson, for- stööumaöur Blóðbankans, i viö- tali viö Timann i gær. — Að þessu sinni voru óvenjulöng jól, þ.e.a.s. óvenju margir fridagar, og gekk þvi enn meira á birgð- irnar en ella. Af þessum sökum hefur hægzt á starfseminni hjá okkur, auk þess sem margar blóögjafasveitir okkar fara burt af borgarsvæðinu i jólaleyfi. Auk þess hafa samgöngutrufl- anir orðið til þess að tefja starf Blóöbankans, svo og vetrar- veikindi i blóðgjafasveitum og meöal starfsmanna. — Við þurfum að eiga blóð til aö geta fullnægt venjulegum þörfum, og auk þess vera við- búnir óvæntum uppákomum, sem ekki gera boð á undan sér. Og alltaf koma upp sjúkdómar' hjá mönnum, þar sem afar mik- il þörf er fyrir blóð. — Margir þættir hafa haft áhrif í þá átt að nú er blóðskortur i bankanum. Undanfarna daga höfum við auglýst eftir blóðgjöfum, og hef- ur fólk brugðizt vel við. Al- menningur hefur alltaf sýnt starfsemi Blóðbankans mikinn skilning. Ég er mjög þakklátur fyrir góð viðbrögð manna við auglýsingum okkar fyrr og sið- ar og vona, að samstarfið við al- menning verði jafngott á þessu ári og þeim liðnu. Róðstefna um verkmenntun Ingólfur Arnarson með ólögleg veiðarfæri UNDANFARIÐ hafa talsverðar umræöur átt sér stað um verk- menntun hér á landi. f þeim til- gangi aö vekja enn meiri áhuga á máfefninu, mikilvægi þess og nayðsyn úrbóta, hefur Stjórnun- arfélag lslands ákveðið að gang- ast fyrir ráöstefnu 16,—17. janúar nk. um efnið „Hvers vegna er verkmenntun vanmetin?” Ráöstefnan, sem haldin verður aö Hótel Loftleiöum, hefst kl. 15.00 föstudaginn 16. janúar. Ragnar Halldórsson formaður Stjórnunarfélags fslands, setur ráöstefnuna. Stefán Ólafur Jóns- son, deildarstjóri i menntamála- ráöuncytinu, flytur erindi, sem nefnist: Hvaö hefur verið gert i verkmenntunarmáium? Þá mun Friörik Sophusson framkvæmda- stjóri gefa yfirlit yfir helztu nám- skeiö, sem samtök atvinnuiifsins standa fyrir, en i lok dagskrár fyrri dags ráðstefnunnar munu aöilar úr mismunandi atvinnu- greinum gera grein fyrir viðhorf- um sinum varðandi breytingar i verkmenntunarmálunum. Laugardaginn 17. janúar hefst dagskráin kl. 9.30 með ræðu Steinars Steinssonar um þróun verkmenntunar i grannlöndun- um. Óskar Guðmundsson fjallar siðan um aðbúnað hins opinbera að verkmenntun. Hákon Torfason verkfræðingur fiytur yfirlit yfir stöðuna nú, en Guðmundur Einarsson verkfræðingur gerir grein fyrir tillögum iönfræðslu- laganefndar, sem skilaði áliti stuttu fyrir jól. Þá munu Baldur Guðlaugsson og Óskar Hallgrimsson fjalla um mikilvægi verkmenntunár og ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. 1 hádeginu flytur Vilhjálmur Hjálmarsson ávarp. Að loknum hádegisverði starfa umræðuhóp- ar, og að siðustu verða almennar umræður. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um efnið, og eru þeir beðnir um að skrá sig til jiátttöku I skrifstofu Stjórnunar- félagsins. Bæjarstjórn Garðabæjar á fyrsta fundinum. — Timamynd: Róbert. Áhugi ó að efla atvinnulífið Mó-Reykjavik — Fyrsti fundur bæjarstjórnar Garðabæjar var haldinn á þriöjudaginn. Sem kunnugt er fékk Garðahreppur kaupstaöarréttindi um siðustu áramót og heitir nú Garöabær. A fundinum voru skipulagsmál kaupstaðarins rædd, og endur- skoöaö aðalskipulag verður lagt fram siöar á árinu. Þá var ákveð- ið aö stofna lista- og menningar- sjóö i Garöabæ, og á hann aö fá árlegt framlag af fjárhagsáætlun bæjarins. Aukning hefur orðið á ibúafjölda Garöahrepps hin siöari ár og er ibúafjöidi Garðabæjar rúm 4000. Aö ineöaltali hefur ibúum-fjölgað um 7% á ári. Aö sögn Garöars Sigurgeirsson- ar, bæjarstjóra i Garðabæ, sækir mikill hluti ibúanna atvinnu sina útfyrirbæjarmörkin, en þar er þó vaxandi atvinnulif. Mikill áhugi er á að auka það sem mest. Aðal- lega er áhugi á léttum iðnaði. Stærstu atvinnufyrirtækin eru Vifilsstaðir og skipasmiðastöðin Stálvik, en einnig eru þar mörg fleiri fyrirtæki. Garðar sagði, að aðalkostir þess að fá kaupstaðarréttindi væru þau, aö þá heyrði sveitarfé- lagið beint undir félagsmálaráðu- neytið og sjálfstæði þess ykist. Einnig vænti hann þess, að aukin löggæzla fylgdi i kjölfarið. Þá þyrfti sveitarfélagið ekki lengur að greiöa gjöld til Kjósarsýslu, en á siðasta ári greiddi Garðahrepp- ur á þriðju millj. kr. til sýslunnar. Litil þjónusta kæmi hins vegar fyrir þessar greiðslur. í sumum sýslum landsins væru sýslunefnd- irnar mjög virkar og unnið væri að mörgum sameiginlegum mál- um fyrir sýslufélagið, sem öll sveitarfélögin nytu góös af. Þessu væri ekki til aö dreifa i Kjósar- sýslu. Hins vegar hefði Garða- hreppur átt góða samvinnu við nágrannasveitarfélög. SJ-Reykjávik. Halldór Hall- dórsson skipstjóri I Hafnarfirði var I gær kæröur til Sakadóms þar i bæ, eftir aö ólögleg veiðar- færi höfðu fundizt um borö I tog- aranum Ingólfi Arnarsyni, en hann var meö togarann f siðustu ferö. Blaðamaður hjá Dagblaðinu benti Landhelgisgæzlunni á, að skipið væri með ólöglegan bún- aö. Benedikt Guðmundsson eftirlitsmaður með búnaði veiö- arfæra brá viö og skoðaði vörp- ur togarans, sem lá i Reykja- vikurhöfn. Tvöfalt byröi var I annarri vörpunni, en hin var meö of litla og þarmeð ólöglega möskvastærö. „Þetta er eins og tvö troll, ööru smokrað inn i hitt,” sagöi Benedikt. ,,í gegn- um slika vörpu sleppur varla nokkur fiskur, hversu smár sem hann er.” Harmaði Benedikt, að I fyrstu skoðun eftirlits Landhelgisgæzl- unnar á nýbyrjuðu ári skyldi komast upp að islenzkir sjó- menn fremdu slik brot. Fullvist má telja að notkun veiðarfæra eins og þeirra sem hér er um aö ræöa, leiði til þess, að miklu magni af dauöum smáfiski sé hent fyrir borð. Benedikt kvaðst draga I efa að skipshöfninni heföi verið ljóst að möskvastærðin væri of litil, en að sjálfsögðu yrði skipstjórinn engu að siður gerður ábyrgur fyrir þvi. Hitt hlýtur öllum um borö að hafa veriö ljóst, að tvö- falda varpan var ólögleg. Hvar er nú samábyrgð Islenzkra sjó- manna gagnvart verndun fisk- stofnanna, sem nú eru I hættu? Vægar sektir liggja við brot- um einsog þeim, sem hér er um aö ræða. Ingólfur Arnarson er einn af togurum Bæjarútgerðar Reykjavikur. Togarinn fór aftur á veiðar I gær og er Grimur Jónsson skipstjóri I þessari ferð. Mál Halldórs Halldórssonar verður tekiö fyrir á næstunni. Veiðisvæðum skipt eftir veiðarfærum Sjávarútvegsráðuneytið hefur eins og á siðustu vetrarvertiðum sett reglugerð um skiptingu veiði- svæða eftir veiðarfærum. Er hér um að ræða sérstök veiðisvæði fyrir linu og net fyrir Suðvestur- landi, I Faxaflóa og á Breiðafirði, þar sem togveiðar eru bannaðar á tilgreindum tima, enn fremur eru i reglugerð þessari bannaðar netaveiðar i norðanverðum Faxaflóa og á Breiðafirði. Svæði þessi eru sýnd á meðfylgjandi korti, og þar má einnig sjá á hvaöa timum svæði þessi eru helguð umræddum veiðarfærum. Samkvæmt reglugerð þessari, sem að þessu sinni er sett sam- kvæmt sérstökum tillögum fisk- veiðilaganefndar, taka eftirfar- andi ákvæði gildi við birtingu reglugerðarinnar: 1. Til 16. mai 1976 eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á svæði út af Faxaflóa, sem markast af Iinu dreginni réttvisandi vestur frá Sand- geröisvita i punkt 64 gráður 02’ N og 23 gr. 42’0 V, þaðan i réttvis- andi noröur i punkt 64 gr. 20’0 N og 23 gr. 42’0 V, og þaðan i réttvis- andi austur. 2. A eftirgreindum svæðum eru netaveiðar bannaðar allt árið: a. I Faxaflóa innan linu, sem dregin er úr Þormóðsskeri i Gölt. b. A Breiðafirði innan linu, sem dregin er úr Skor um suðvestur- horn Selskers i Eyrarfjall við Grundarfjörð. Bann við togveiðum á linu og netasvæðinu fyrir Suðvesturlandi og á Breiðafirði tekur ekki gildi fyrr en 1. marz og 15. febrúar n.k. Verður gerð nánari grein fyrir þessum svæðum áður en togveiði- bann á þeim tekur gildi. 5KAÐ AILT Lííl®- |\V ; L » UNA OG Ní: i' i V -15/4 \ ÍJOKfíö v. FVfciR Nt-r4 UNA.OG Nfc'T / TH. i.V5 i i I -t™ NcT Í/CÍ-Í5/5 u ! sv VEIÐISVÆÐI FYRIR LÍNU OG NET 1976

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.