Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. janúar 1976. TÍMINN 13 O Landbúnaður hæð 163.900.000, sem sundur- liðast, sem hér segir: Til vinnslustöðva, þ.e. mjólkur- búa, slátur- og frystihúsa og reykhúss 15 lán, að fjárhæð kr. 77 milljónir. Til grasköggla og hey- kökuverksmiðja 5 lán að fjárhæð 29.500.000, til minkabúa 4 lán að fjárhæð 15.000.000, til fiskiræktar 4 lán, að fjárhæð 9 milljónir, til alifuglaræktar 3 lán, að fjárhæð kr. 3.200.000. Til Inndjúpsáætlun- ar og Hólsfjallaáætlunar kr. 19.700.000, til Ræktunarsambanda vegna þungavinnuvélakaupa 4 lán, að fjárhæð 7.500.000 og 1 lán til fóðurblöndunarfyrirtækis kr. 3.000.000. Véla- og verkfærakaup Arið 1975 voru fluttar inn mun færri vélar en árið áður, t.d. voru nú fluttar inn 460 dráttarvélar en 665 árið áður, og 384 sláttuvélar en 556 árið áður, einnig mun færri múgavélar og snúningsvélar en svipuð tala af heybindivélum og heyhleðsluvögnum. Fjárhagsafkoma land- búnaðarins A siðustu árum hefur f járhags- afkoma bænda batnað nokkuð, en mikið vantar þó á, að þeir fái þær tekjur, sem þeim ber lögum sam- kvæmt. Hagtiðindi sýna, að með- altekjur kvæntra bænda hafi ver- ið kr. 694 þúsund 1973, en kr. 969 þúsund 1974. Fyrra árið námu tekjur þeirra 79,3% af tekjum kvæntra karla i viðmiðunarstétt- unum, en 1974 75,9%. Hafði þvi bilið milli þessara stétta aukizt um 3,4% frá 1973—1974. Er það lakari útkoma en ég hafði búizt við. Enn liggja ekki fyrir tölur um tekjur bænda 1975 né heldur ann- arra starfshópa þjóðfélagsins. Samkvæmt niðurstöðum Bú- reikningastofu landbúnaðarins voru nettó fjölskyldutekjur 128 búreikningabænda af landbúnaði og annarri vinnu árið 1974 kr. 1.096.800. í þessari fjárhæð eru vinnutekjur við annað en land- búnað kr. 86 þúsund og auk þess vaxtatekjur af eign bænda, sem metnar eru kr. 224 þúsund, en þær er erfitt að meta vegna óraunhæfs mats á ýmsum eignum. Atvinnu- tekjur viðmiðunarátéttanna 1974 voru um kr. 1.287 þúsund og höfðu þvl búreikningabændur 85,2% miðað við tekjur viðmiðunar- stéttanna. En séu vextir af eigin fé búreikningabænda dregnir frá tekjum þeirra fá þeir aðeins um 68% af tekjum viðmiðunarstétt- anna 1974. Er þetta sama hlutfall og árið áður. Mikil verðhækkun varð á rekstrarvörum landbúnaðarins frá 1973 til 1974, en magn rekstr- arvara ýmist stóð i stað eða lækk- aði nokkuð. Meðaláburðarmagn á bú varð það sama 1974 og árið áður, en kjarnfóðurnotkun varð að magni til 9,5% minni 1974 en 1973. 1 krónutölu hækkaði áburð- urinn 43% og kjarnfóður sömu- leiðis. Vélakostnaður hækkaði um 44%, en framleiðslukostnaður hækkaði alls um 48% en fram- leiðslutekjur 52%. Fjölskyldulaun af landbúnaði hækkuðu um kr. 371 þúsund eða 58%. A síðustu 4 árum hefur meðal- búreikningsbúið stækkað um 107 ærgildi. Sú stækkun átti sér stað siðustu 3 árin, þ.e. 1972—1974, eftir aðárferði batnaði. Á þessum 4 árum hefur vinnustundum fækkað um 110 klst, eða 2% á búi að meðaltali, en vegna bústækk- unar hefur vinna á bústærðarein- ingu, ærgildi, lækkað úr 12,2 klst. i 9,5 klst. eða 22%. Slikt sýnir frá- bæra framför og glæsilega fram- leiðniaukningu, sem mun orsak- ast af aukinni tæknivæðingu, bættum bústofni, aukinni ræktunarmenningu og að fleiri bú v.erða hagkvæmari að stæðr miðað við aðstæður. Þótt meðalbúreikningabúið sé nokkru stærra en meðalbúið i landinu og framleiðniaukning bú- reikninga búsins án efa nokkru meiri en meðallandsbúsins, vegna þess að bændur, sem færa búreikninga, læra af þvi, hvernig hagkvæmast er að standa að bú- skapnum, þá er það staðreynd, að meðalbúið i landinu hefur stækk- að um, sem næst 60 ærgildi frá 1971 til 1974 og framleiðni aukizt að mun á siðustu árum. Atvinnuvegur i varnar- stöðu Þrátt fyrir hinar miklu fram- farir i landbúnaði þjóðarinnar á siðustu árum og áratugum, sem leitt hefur til siaukinnar hag- kvæmni I búskapnum og ótrúlega mikillar framleiðniaukningar, jafnvel meiri en hjá flestum öðr- um atvinnugreinum þjóðarinnar, er landbúnaðurinn og bændastétt- in nú komin i varnarstöðu. Þvi valda hinar skefjalausu árásir, sem landbúnaðurinn hefur orðið fyrir siðustu misserin, sérstak- lega i dagblaðinu Visi. Þetta eru þær ósvifnustu árásir, sem nokk- ur stétt eða atvinnuvegur hér á landi hefur orðið fyrir, a.m.k. i minni núlifandi manna. Meira að segja hefur þvi verið haldið fram, að réttast væri að leggja niður landbúnað hér á landi, að mestu eða öllu leyti, þ.e. útrýma bænda- stéttinni, flytja inn búvörur i stað þess að framleiða þær hér á landi og finna atvinnu handa þeim, sem landbúnað stunda nú, við stór- virkjanir orkulinda þjóðarinnar og hjá stóriðjufyrirtækjum, er- lendum eða hálferlendum, sem fengjusttil að kaupa islenzku ork- una til að mala sér gull. Ég hef að mestu leitt þessar og aðrar árásir á landbúnaðinn hjá mér, en þar hefur mér ef til vill skjátlast. Ftrir ári siðan i yfirliti um landbúnaðinn 1974 vék ég þó að þessum ádeilum á landbúnað- inn og sýndi fram á, að hér væri ekki um að ræða firrur eða fá- fræði örfárra einstaklinga, sem langaði til að láta ljós sitt skina, þar eð ritstjóra annars dagblaðs fjölmennasta stjórnmálaflokks landsins væri átölulaust leyft að halda þessum stöðugu árásum á landbúnaðinn uppi i leiðurum blaðsins, sem væru efnislega lesnir upp fyrir alla þjóðina i rikisútvarpinu. Eftir þetta svar mitt gegn margnefndum árásum varð ég var þekklætis margra bænda og velunnara landbúnaðarins og voru þær þakkir óháðar stjórn- málaskoðunum þeirra, sem hlut áttu að máli. En eftir þetta tóku tvö dagblöð — Timinn og Morgun- blaðið, og mörg landsmálablöðin upp skelegga vörn fyrir landbún- aðinn, en áfram hélt Visir árásum sinum og siztaf minni óbilgirni en áður. Bændur voru kallaðir sér- staklega ósvifinn þrýstihópur o.s.frv. En er nokkuð leið á árið og blaðafulltrúi bændasamtak- anna, formaður Stéttarsambands bænda, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, Ingólfur Jónsson, auk margra bænda, blaðamanna og velunnara landbúnaðarins höfðu tekið upp vörn fyrir landbúnað- inn, fundu sumir af aðstandend- um Visis, að málstaður þeirra væri ógiftusamlegur, óvinsæll og rangur. Leiddi það til hörkuátaka milli þrýstihópa sérhyggju- manna, sem að blaðinu stóðu, sem endaði með þvi, að þeir sprengdu blaðið eftir að þeir höfðu árangurslaust reynt að fórna ritstjóranum, Jónasi Kristjánssyni, sem syndasel, sem einn ætti sök á mðskrifum blaðs- ins um landbúnaðinn. En þótt Vi'sir springi og afsprengið, Dag- blaðið risi upp með miklum krafti, linnti ekki ádeilum á land- búnaðinn sérstaklega þó i Dag- blaðinu. Hér er ekki rúm til að svara þeim ádeilum eða ræða af- leiðingar þessara skrifa til nokk- urrar hlitar, en ég vil leyfa mér að taka hér upp nokkrar setning- ar úr viðtali við bændaöldunginn, Sigurjón Sigurðsson i Raftholti i Rangárvallasýslu, sem birtist i blaðinu Suðurland i desember sl. Blaðamaðurinn, Sigurður Ósk- arsson á Hellu, segir við Sigur- jón: „Nokkuð hefur verið rætt og ritað um landbúnaðinn, m.a. komið fram hugmyndir um að flytja inn landbúnaðarafurðir i stórum stil. Hvað vilt þú segja um það mál?” Sigurjón svarar: „Égervaxinn upp úr þvi að vilja ræða slfk mál. Það ætti að vera fyrir neðan virð- ingu hvers sæmilega vitiborins Isl. að tala um að flytja inn landbúnaðarafurðir, sem við get- um framleitt sjálfir. Við megum ekki villast á gjaldeyri og inn- lendum seðlum. Ef við kaupum það, sem við ekki þörfnumst, þá vantar okkur fyrr en varir fjár- muni til að kaupa það, sem við getum ekki án verið. Við verðum að gæta þess að lifa af landinu sjálfu.af fiskimiðunum meðtöldum og starfsþekkingu fólksins i landinu, að svo miklu leyti, sem það nær til.” Undir þessi orð hins lifsreynda bændaöldungs tek ég, og það munu allir sanngjarnir og rétt- sýnir þegnar þjóðarinnar gera, hvort sem lifsafkoma þeirra byggist beint eða óbeint á land- búnaði eða ekki. En hvað hafa^bændur til sakar unnið til þess að verða fyrir þess- um árásum? Þeir árásaraðilar, sem reyna að vera málefnaleg- astir segja, að landbúnaðurinn sé skattborgurum of dýr, of háar fjárhæðir úr rikissjóði séu notað- ar til að verðbæta búvörur og til að greiða niður verð á sumum bú- vörutegundum á innlendum markaði. Niðurgreiðslurnar eru þó af öllum, sem einhverja dóm- greind hafa, viðurkenndar hag- stjórnartæki, en ekki framlög til landbúnaðar. Enda þótt útflutn- ingsbæturnar séu mikið mál i fljótu bragði séð, þá er það ekki aðalástæðan fyrir árásunum á landbúnaðinn, heldur hitt, að ýmsir þrýstihópar i þjóðfélaginu öfunda bændur af þvi, að þeir fái of stóra sneið af þjóðarkökunni. Svo hljóti að vera, af þvi að þeir heyrast aldrei berja lóminn, hóta verkföllum eða gera þjóðfélaginu einhvern óskunda, heldur vinna æðrulaust að framleiðslunni, hvernig sem árar og hvað sem á dynur. Þeir þurfi ekki einu sinni að berjast með offorsi og látum til að fá hækkun á framieiðsluvör- um sinum. En þetta er ekki sök bænda, heldur ávöxtur félags- hyggju þeirra og sanngirni og þess menningararfs að meta meira þjóðarhag og frið við allar stéttir, en þótt þeir með illindum gætu um stundarsakir skarað meiri eld að sinni köku. Fyrir 30 árum stóð hlutur bænda höllum fæti. Þá mynduðu þeir með sér stéttarsamband, sem eins og önnur stéttarfélög hafði auðvitað þvi hlutverki að gegna að gæta hagsmuna bænda- stéttarinnar, en Búnaðarfélag ís- landshélt áfram einsog áður með góðum árangri að leiðbeina bændum um hverskonar tækni- legar nýjungar, þurrkun og rækt- un landsins, kynbætur búfjár, bætta fóðrun þess o.s.frv. Fjárhagsleg afkoma bænda á hverjum tima fer að sjálfsögðu eftir þvi verði, sem þeir fá fyrir framleiðsluvörur sinar. Enda þótt hagsmunir hins venjulega launþega og einyrkja- eða fjöl- skyldubóndans fari mjög saman, þar eð þessar stéttir lifa á af- rakstri vinnu sinnar, þá rekast hagsmunir þeirra i fljótu bragði á, að þvi leyti, að launþegar, eins og aðrir neytendur, óska þess að fá matvörur fyrir sem allra lægst verð, en bændur eru lika neytend- ur sömu matvöru og launþegar. Hinum kjörnu forvigismönnum Stéttarsambands bænda var i upphafi ljóst, að verðlagsmálin voru mál málanna, bæði fyrir bændur sjálfa og þjóðfélagið i heild. Þeir sáu þvf nauðsyn þess, að sett yrði réttlát löggjöf um þessi mál, þar sem réttur beggja væri tryggður. Það tókst. Lög- gjafinn skildi gildi málsins og fann, að bændur ætluðu sér ekki óeðlilega stóran hlut. Lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins frá 1947 bera þessu ljóst vitni. Gildi þeirra byggist á nokkrum grundvallaratriðum. Þau helztu voru að verðlag búvöru átti að tryggja bændum sambærilegar vinnutekjur við vissar launastétt- ir þjóðfélagsins, sem erfiða með huga og hönd. Verðlag búvöru skyldi ákveðið af 6 manna-nefnd, er væri þann veg skipuð, að helm- ingur nefndarmanna væri valinn af samtökum bænda, en hinn helmingurinn af samtökum neyt- enda, Næðist ekki samkomulag skæri gerðardómur úr, þar sem hvor aðili átti sinn fulitrúa, en hagstofustjóri, hlutlaus embætt- ismaður, væri oddamaður. Þessu ákvæði hefur siðan verið breytt á þann veg að oddamaður er nú skipaður af hæstarétti, ef aðilar koma sér ekki saman um odda- mann. Um þær mundir er þessi löggjöf var sett, var fremur skorturá búvöru til neyzlu innan- lands, en að afgangur væri til út- flutnings, nema af ull, gærum og húðum, sem þá var að mestu leyti flutt út árlega. Samt mátti búast ■ við, að framleiðsla búvöru kynni að aukast svo að flytja þyrfti eitt- hvaðaf henni út og ekki væri vist, að fyrir þá vöru—fengist fram- leiðslukostnaðarverð. Til að mæta sliku að einhverju eða öllu leyti var i lögunum ákvæði, er heimilaði hækkun á vöruverði innanlands til að leggja i verð- jöfnunarsjóðs er nota mætti til að verðbæta útflutta búvöru ef ekki fengizt fyrir hana framleiðslu- kostnaðarverð. Af sliku fyrir- komulagi var góð reynsla frá kjötsölulögunum frá 1934. Vegna álags þessa verðjöfnunargjalds gat dregið úr sölu innanlands og það orðiðbændum til skaða. Slikt urðu fulltrúar bænda að meta hverju sinni. Þegar þessu ákvæði varbeittseint á sjötta áratugnum olli það úlfaþyt hjá sumum neyt- endasamtökum og höfðað var mál á hendur Framleiðsluráði til að fá verðjöfnunargjaldið dæmt ólögmæt. Dómur féll á þann veg, að fullur lagalegur réttur hafi verið til að leggjaá nefnt verð- jöfnunargjald. En launþegasam- tökin sættu sig ekki við þennan dóm, og þegar Alþýðuflokkurinn fór með völdin 1959 var þetta á- kvæði numið úr gildi. Bændur stóðu þá varnarlausir gegn þeim áföllum, sem kynnu að leiða af þvi, ef flytja þyrfti út búvöru á lægra verði en kostaði að fram- leiða hana, en við sliku mátti bú- ast vegna verðbólguþróunar hér. Or þessu var bætt i byrjun við- reisnarstjórnartimabilsins. 1 fullusamráði við Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð land- búnaðarins breytti Alþingi Fram- leiðsluráðslögunum þannig, að heimila að rikissjóður greiddi út- flutningsbætur á útflutta búvöru, ef með þyrfti, en þó aldrei hærri fjárhæð árlega en sem næmi 10% af verðmæti búvöru til bænda á viðkomandi verðlagsári. Jafn- framterbændum lögðsú skylda á herðar, að fullnægja þörfum inn- lenda markaðarins fyrir þær bú- vörutegundir, sem hægt er með góðu móti að framleiða hér á landi. Þetta ákvæði var i senn réttlátt og gagnlegt, bæði bænd- um og þjóðarheildinni. Vegna legu og náttúru landsins verða ó- umflýjanlega verulegar sveiflur á búvöruframleiðslu frá ári til árs og einnig árstimasveiflur á mjólkurframleiðslunni. Siðan þetta ákvæði gekk I gildi hafa bændur jafnan framleitt nægilegt magn af mjólkurvörum og kjöti, en þvinær aldrei meira umfram innlendar þarfir en að 10% verð- uppbótarákvæðið tryggði þeim sama verð fyrir það, sem út var flutt, og það, sem selt var innan- lands. Hið eina, sem ef til vill má með rétti gagnrýna, er að ekki skuli með beinum lagaákvæðum tryggt, að bændur hljóti ætið að auka helzt þá framleiðslu, sem gefur hagkvæmast verð á erlend- um markaði, þótt þeir hafi lengst af gert það, þ.e. með þvi að auka framleiðslu sauðfjárafurða, fremur en annarra búgreina. Frá sjónarmiði bænda má gagnrýna það, að þeir fá aldrei hækkun á launatekjum sinum fyrr en nokkru eftir að aðrar stéttir hafa með samningum eða verkföllum fengið launahækkan- ir. Búvöruverð getur lögum sam- kvæmt breytzt ársfjórðungslega og á verðbólgutfmum jafnan til hækkunar. Hafi t.d. orðið miklar kauphækkanir hjá viðmiðunar- stéttunum, gætir þess i verðlagi búvöru, þ.e. bændur fá sin laun hækkuð I sama hlutfalli og við- miðunarstéttirnar, þótt þeir i raun fái ætið lægstu meðalvinnu- tekjur allra vinnandi stétta. Þó má ekki skilja það svo, að allir bændur séu tekjulágir, sumir þeirra hafa tekjur á við vel laun- aða embættismenn, en margir aðrir bændur fá mjög litlar tekj- ur. Nú á siðustu árum heyrast háværar raddir um, að nauðsyn sé að rjúfa sambandið milli kaup- gjalds og verðlags. Þetta er hin lúmskasta árás á bændastéttina, sem fram hefur komið, og þýðir hreint út sagt. að vinnutekjur bænda eigi ekki að hækka þótt launannarrastétta hækki og væri þetta útfært um nokkurt skeið þýddi það, að bændur ættu að þræla fyrir sáralitil laun við mat- vælaframleiðslu handa þjóð með sihækkandi launatekjur. Þótt bændur séu hógværasta og ábyrg- asta stétt þjóðarinnar og óski eftir vinsamlegum samskiptum við allar stéttir, láta þeir ekki bjóða sér það átakalaust, að þeir verði sviptir þeim rétti að fá hækkuð laun fyrir störf sin, eftir að allir þrýstihópar þjóðarinnar hafa knúið fram launahækkanir fyrir sig. Nóg er að vera alltaf siðastur til að fá launabæturnar. 1 þessum efnum treysta bændur samtökum sinum og Fram- leiðsluráði að vera vel á verði og láta á sér brjóta ef rrieö þarf. Bændur munu, hvohki nú né endranær ganga á undan með kröfur.en þeir gera það, sem þeir geta, til þess að láta ekki brjóta á sér lagalegan eða siðferðilegan rétt. Afleiðingar árása á landbúnaðinn Sumir hafa haldið þvi fram, að ástæðulaust sé fyrir bændur. fulltrúa þeirra og velunnara, að hafa áhyggjur út af ádeilum á landbúnaðinn eins og fram hafa komið i Visi og Dagblaðinu siðustu misserin og i Alþýðublað- inu öðru hvoru árum saman. Sliku þurfi ekki að svara, af þvi að þessi skrif hafi engin áhrif, skynsamir menn finni, að þetta sé aðeins gaspur og óraunsær áróð- ur. Af biturri reynslu get ég þvi miður ekki verið á sama máli. Fjölmiðlarnir hafa gifurleg áhrif á skoðanamyndun fólks einkum um þau málefni, sem neytendur fjölmiðlanna skortir þekkingu á af eigin raun. Við sjáum þetta bezt með þvi að athuga, hvaða áhrif skógræktarstjöri hefur haft á skoðanir þess hluta þjóðarinn- ar, sem ekki þekkir búskap af eigin raun. Með ósvifnum, ósönn- um og óvisindalegum áróðri gegn sauðkindinni á 40 ára starfsaldri, hefur þessum embættismanni Frh. á bls. 15 BÍLALEIGAN EKILL Ford Bronco Land-Rover Cherokee Blazer Fíat VW-fólksbílarj Nýtt vetrarverð. SÍMAR: 28340-37199 Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin DATSUN _ 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental « qa ao Sendum imvAmy2 ef þig Nantar bíl Til að komast uppi sveit.út á land eðathinn enda borgarinnar þá hringdu i okkur 4.1 r,\n j sn LOFTLEIDIR BÍLALEIGA SursubUdgiliiKlai! CAR RENTAL ^21190 AAdlmsteypumaður Landssmiðjan óskar eftir að ráða málm- steypimann Upplýsingar á skrifstofunni, simi 20680.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.