Tíminn - 08.01.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 08.01.1976, Qupperneq 7
Fimmtudagur 8. janúar 1976. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn'. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar. í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:i Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, rslmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöals.træti 7, simi 2650Ö — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasUnÁ 19523. Verö^J lausasölu lir. 40.00. Askfiftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprentjr.IT' Skattamál atvinnu- fyrirtækja Ástæða er til að rifja það upp, þegar uggur við atvinnuleysi fer vaxandi, hve mikilvægt er hlut- verk atvinnufyrirtækjanna, hvort heldur sem þau eru rekin af samvinnufélögum eða einstaklingum. Atvinnuástandið byggist öðru fremur á þvi, hvernig atvinnufyrirtækin eru rekin og hvernig að þeim er búið af stjórnvöldum og lánastofnunum. Það er þvi kappsmál allra hygginna stjórnenda að reyna að hafa þessa hluti sem bezt i lagi. Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um stöðu atvinnufyrirtækjanna, m.a. skattamál . Af hálfu Alþýðubandalagsins varsútillaga flutt við afgreiðslu fjárlaganna, að tekjuskattur á atvinnu- fyrirtækjum yrði hækkaður um tvo milljarða króna. Jafnhliða gera þeir Alþýðubandalags- menn svo kröfur á hendur atvinnufyrirtækjunum um miklar kjarabætur. Óhætt er að segja, að at- vinnufyrirtækin yrðu litill varnargarður gegn at- vinnuleysi, ef farið væri að ráðum þeirra, sem nú stjórna Alþýðubandalaginu. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að atvinnufyrir- tækin greiði skatta svipað og aðrir skattgreiðend- ur. I þessu sambandi verður þó að gæta þess, að það er meginundirstaða heilbrigðs at- vinnurekstrar, að atvinnufyrirtækin styðjist að verulegu leyti við eigin fé og þurfi ekki að byggja nær eingöngu á lánsfé. Slikur atvinnurekstur verður allt of ótraustur og mikil hætta á, að hann staðni, en endurnýi ekki tæki eða bæti vinnubrögð i samræmi við breytta tima. Til þess að fullnægja kröfum um eðlilega endurnýjun er nauðsynlegt, að afskriftarreglur séu ekki of þröngar og hindri ekki nauðsynlega þróun og uppbyggingu. í þeim efnum er það lærdómsríkt, að iðnaður þeirra landa stendur nú völtustum fótum, þar sem tiltölulega minnst endurnýjun hefur átt sér stað. En jafn- hliða þvi, að þess sé gætt, að atvinnufyrirtækin geti byggt sig upp á eðlilegan hátt, þarf að gæta þess vel, að fé sé ekki dregið úr atvinnu- rekstrinum og sett i einkaneyzlu. Þessa hefur gætt allt of mikið hérlendis. Þar þarf traustari hömlur til að tryggja það, að það fjármagn, sem nýtur meira eða minna skattfrelsis vegna at- vinnurekstrar, sé ekki misnotað á þennan hátt. I málefnasamningi núverandi rikisstjórnar er mörkuð stefna i þessum málum, sem tvimælalaust er sanngjörn og eðlileg. Hún er i stuttu máli sú, að skattar á fyrirtækjum séu samræmdir þvi, sem viðgengst i nágrannalöndum okkar á þessu sviði. Það er eðlilegt, að islenzk fyrirtæki búi ekki við óhagstæðari skattakjör en erlend fyrirtæki, sem þau þurfa að keppa við. Hitt er heldur ekki sann- gjarnt gagnvart öðrum skattgreiðendum, að þau njóti meiri skatthlunninda en gerist og gengur i nágrannalöndum okkar. Allt skattakerfið er nú til endurskoðunar og þarfnast tvimælalaust margra breytinga frá þvi, sem nú er. Tekjuskatturinn á einstaklingum er orðinn næstum hreinn launamannaskattur, eins og Ólafur Jóhannesson benti nýlega á i sjónvarps- þætti. Ef þvi verður ekki breytt, skapast hér jarðvegur fyrir Glistrupisma. Skattaálögum verður að reyna að haga þannig, að þær gangi hvorki of nærri atvinnurekstrinum eða einstökum stéttum. -Þ.Þ. AAagnús Olafsson skrifar frá York: Árið 1975 reyndist Bretum óhagstætt Fáir vilja spá um komandi ár Elisabet ENGINN vafi leikur á, að 1975 reyndist i heild Bretlandi ákaflega óhagstætt ár. Ekki aðeins að góðar fréttir væru sjaldgæfar heldur einnig — með fáum undantekningum — litt afgerandi. Brezkur leið- angur kleif fyrstur allra ótroðna hlið Everest, Burton og Taylor giftust að nýju, sovézki verkalýðsleiðtoginn og fyrrum KGB stjórnandi Alexander Shelepin var rekinn heim úr ferð sinni til Bret- lands, en efnahagur þjóðar- innar skánaði litt við þá at- burði. IBRETLANDI er oft gott að fylgjast með helztu ræðum og athöfnum Elisabetar drottn- ingar, þvi þar kemur gjarnan fram hvað rikisstjórnin vill leggja áherzlu á i hvert skipti. Jákvæðasta frétt ársins var án efa frá 3. nóv., þegar drottningin setti af stað fyrstu oliudælurnar, sem þrýsta tæp- um tiu þúsund islenzkum krónum á sekúndu inn i brezka hagkerfið, og 1980 segja sér- fræðingar Bretland vera orðið oliuútflutningsriki. Olia kom einnig við sögu, þegar Fahd krónprins S-Arabiu snæddi hádegisverð með drottningunni i október og gerði stóra samninga við brezka ráðamenn og fyrir- tæki. En ekki átti einvaldur .Uganda, Idi Amin, upp á pall- borðið hjá Elisabetu drottn- ingu, sem neitaði honum um máltið, enda hafði Amin boðið sér sjálfur meðan stuðnings- ferð hans til aðskilnaðarsinna iSkotlandi og Wales stæði yfir. Þar að auki hafði hann áður hótaðbrezka lektomum Denis Hill llfláti, en utanrikisráð- herrann James Callaghan heimsótti Uganda og Hill hélt lifi, en ekki eignum. í jóladagsræðu drottningar- innar kom skýrt fram það atriði, sem hvað mest hefur verið i fréttum undanfarið misseri. Hér er um að ræða starfsemi hryðjuverkamanna IRA i Englandi sjálfu. Af ræð- unni má álita, að ný lög gegn hryðjuverkum séru væntanleg þegar þingið kemur úr jólafrii. Ljóst er þó, að dauðarefsing verður ekki tekin upp aftur, þvi að snöruna felldi þingið skömmu fyrir fri. Af drottningunni er það meir að segja frá, að þing- menn gáfu henni kauphækkun, en það fengu þeir einnig sjálf- ir, auk hermanna og háskóla- nema. Þeir siðastnefndu þing- uðu fyrir nokkru og komust að raun um hve bágborin kjör væru orðin. Nýjustu kröfurnar hljóða upp á svipuð laun og starfstúlka á sjúkrahúsi hefur eftir 47 stunda vinnuviku. HJA stjórnmálaflokkunum bar það helzt til tiðinda, að i febrúar völdu ihaldsmenn sér nýjan leiðtoga. Edward Heath, þáverandi formaður, stóð fyrst gegn m.a. kaþó- likkanum Hugh Fraser. Sá kom aftur fram i sviðsljósið seinna á árinu, þegar kona hans hljóp á brott með leik- ritahöfundi og IRA sprengdi bilinn hans. En hvorki Fraser né Heath fundu náð fyrir aug- um flokksins, heldur — á kvennaári — frú Margaret Thatcher. William Whitelaw studdi vin sinn Heath of lengi, og var þvi veikari i lokabar- áttunni fyrir vikið, þrátt fyrir fjölda mynda af Whitelaw i eldhúsinu við uppþvott. t herbúðum Verkamanna- flokksins rikti öllu friðsam- legra ástand, a.m.k. á yfir- borðinu. Wilson náði þvi tak- marki að hafa verið lengur brezkur forsætisráðherra en nokkur annar á 20. öldinni, þ.e. á friðartima. Einnig hefur Wilson styrkzt verulega i sessi. Hægrimenn hafa hljótt um sig siðan tilkynnt var, að forkólfur þeirra, ráðherrann Reginald Prentice (fer með málefni þróunarlandanna), yrði ekki tilnefndur aftur i þingmannssæti. Þá hefur A. Benn, sem þótti oft hávær, verið fluttur úr iðnaðarráð- herrastöðunni yfir i orkumál, og hefur siðan haft hljóðara um sig. REYNDAR má Benn þakka fyrir að vera ekki i sporum nú- verandi iðnaðarráðherra, Er- ics Varleys. Brezki stáliðnaðurinn, sem er að mestu leyti þjóðnýttur, tapar um 340 milljónum isl. kr. á dag, og framtiðarhorfur eru dökkar. Enn verr stendur bifreiða- iðnaðurinn, og þá helzt Chrysler-verksmiðjurnar, dótturfyrirtæki samnefnds bandarisks fyrirtækis. Virðist þvi hafa verið mjög slælega stjórnað, of litið framleitt þeg- ar eftirspurn var mikil, og öfugt. Leyland gæti lent i sömu erfiðleikunum, og stjórnendur Rolls-Royce hafa beðið um a.m.k. 100 millj. punda aðstoð. Þá má geta þess, að fram- tiðarhorfur Concorde-þotunn- ar brezk-frönsku eru allt ann- að en góðar. Kostnaður fór langt fram úr öllum áætlun- um, og söluhorfur eru slæmar. Leyfi fyrir Concorde til að lenda á Kennedy-flugvellinum i New York hefur enn ekkí fengizt, og mótstaða er öflug. Af öðrum brezk-frönskum samskiptum var helzt að frétta, að hætt hefur verið við allar áætlanir um Ermar- sundsgöngin, Frökkum til mikillar gremju. Barbara Castle heilbrigðis- málaráðherra hefur staðið i ströngum samningum við lækna á sjúkrahúsum. Lögðu þeir niður alla eftirvinnu, og skapaðist þegar mikið öng- þveiti á sjúkrahúsum. Náðu aðgerðirnar hámarki, þegar litil stúlka lézt af meiðslum. en sjúkrabifreiðin hafði ekið með hana milli sjúkrahúsa án árangurs. En skömmu fyrir jól var tilkynnt, að samkomu- lag hefði tekizt og aðgerðum læknanna hætt. Af öðru er það helzt að frétta, að verðbólgan situr við ► sama, eða um 26% á árs- grundvelli. Atvinnuleysi eykst enn, og er talan komin yfir 1 milljón og 200 þús. Þá spáir nýútkomin skýrsla OECD auknu atvinnuleysi 1976. Þorskastriðið virðist tapað. enda hafa bæði fjölmiðlar og almenningur aðra skoðun en ráðamenn, öfugt við fyrri þorskastrið. Jólinvoru heldur dimm, lit- ið um dýrðir, sérstaklega i London. Og fáir vilja segja til um komandi ár. Wilson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.