Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 8. janúar 1976. METSðlXJHAEKUlt Á ENSKU í VASABROTI f fyrir góúan maM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Viðræður leiðtoga Frakka og Marokkó aukin samskipti landanna Reuter/Rabat. Ahmed Osman, forsætisráðherra Marokkó, hélt til Parisar i gær i þriggja daga opinbera heimsókn. Þar mun hann eiga viðræður við Chirac, forsætisráðherra Frakklands, og d’Estaing Frakklandsforseta, sem kom i opinbera heimsókn lil Marokkó i mai sl. Skýrt hefur verið frá þvi af opinberri hálfu i Paris og Rabat, aö Hassan, konungur Marokkó, kæmi i opinbera heimsókn til Frakklands fyrir lok marzmán- aðar n.k. Veldur nafnið á Persaflóa stjórn- slitum? Reuter/Teheran. íranstjórn hefur hvatt sendiherra sina i sjö Arabalöndum heim til skrafs og ráðageröa vegna áforma þess- ara sjö landa um að skipta um nafn á Persaflóa og kalla hann Arabaflóa. Utanrikisráðherra irans Abass Ali Khlaatbari, sagði gær, að iransstjórn myndi endurskoða afstöðu sina til þeirra sjö rikja, sem hér ættu hlut að máli, ef af áformum þeirra yrði, og telja fréttaskýr- endur, aö til stjórnmálaslita kunni að koma, verði áformun- um hrundið i framkvæmd. Ekki er búizt við að irans- stjórn taki ákvörðun i máli þessu fyrr en að loknum viðræð- unum við sendiherrana. Meðal rikja, er hér eiga hlut að máli, eru Saudi-Arabia, Kuwait, irak og Oman. Viðræður Osrhans við franska stjórnmálamenn munu aðallega snúast um gagnkvæm samskipti landanna tveggja, einkanlega fjárhagsaðstoð Frakka við Marokkómenn, aðstoð á sviði tækni og menningarmála, en samskipti Frakka og Marokkó- manna á sviði menningarmála hafa verið mjög mikil sl. tvö ár. Auk framangreindra atriða, verður ástandið i Vestur-Sahara áreiðanlega á dagskrá fundanna, sérstaklega andstaða Alsirstjórn- ar gegn yfirráðum Marokkó- manna á þessu umdeilda land- svæði. Þá er og talið, að sam- skipti Marokkó og Efnahags- bandalags Evrópu muni bera á góma. Öryggisróð Sameinuðu þjóðanna: Israelsmenn ætla ekki að mæta til fundar á mánudag — þegar rætt verður um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Reuter/Telaviv. Talsmaður israelska utanrikisráðuneytis- ins sagðii gær, að sér væri ekki kunnugt um að Yigal Allon, utanrikisráðherra israels, hefði látið af þeirri ætlan sinni að sækja ekki fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þegar umræður fara fram i ráðinu n.k. mánudag um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. í viðtali við fréttamann við komuna til Washington i gær sagði Allon, að hann myndi ekki sækja fund öryggisráðsins á mánudaginn af siðferðilegum ástæðum. Ástæðan fyrir þvi, að fsraelar 'vilja ekki taka þátt I fundi ör- yggisráðsins er sú, að ætlunin er, að frelsissamtök Palestinu- araba, Plo, taki þátt i viðræðun- um. „Það hefur alls engin breyt- ing orðið á okkar stefnu,” sagði talsmaður utanrikisráðuneytis- ins i gær, ,,og við munum alls ekki taka þátt i störfum öryggisráðsins n.k. mánudag.” Ali og Coopman berjast í Puerto Rico í febrúar Reuter/New York. Tilkynnt var i New York i gær, að ákveðið hefði verið, að baráttan milli Muhamed Ali og Frakkans Jean Pierre Coopmans um heimsmeistara- titilinn i þungavigt færi fram i febrúarmánuði i Puerto Rico. Stjórnarsamstarfinu ó Italíu lokið VILJUM STJÓRN Á BREIÐARI GRUNDVELLI — segja sósíalistar, sem rufu stjórnarsamstarfið REUTER/Róm,— 1 gærkvöldi baðst rikisstjórn Aldo Morro, forsætisráðherra Italiu, lausn- ar, eftir að sósialistaflokkurinn hafði þá um morguninn til- kynnt, að hann hefði hætt þátt- töku i stjórnarsamstarfinu. Æðstu menn sósialistaflokks- ins komu saman til fundar i gær. Var stjórnin sökuð um að hafa engan gaum gefið að skoðunum og viðhorfum sósialista i efna- hagsmálum. Sósialistar hvöttu til þess, að mynduð yrði stjórn á breiðum grundvelli, sem væri sér með- vituð um hið alvarlega ástand i efnahagsmálum landsins og samvinnuþýðari við kommún- ista. Tindemann, forsætisráðherra Belgíu: Hvetur til aukinnar samvinnu EBE ríkja- á sviði efnahagsmála Reuter/Brussel. Leo Tindemann, forsætisráðherra Belgiu, hvatti markaðsnefnd Efnahagsbanda- Frakklandsforseti: Fordæmir hernaðar íhlutun erlendra ríkja í Angóla Reuter/Paris — Valcry Giscard d’Estaing Frakklandsforseti fordæmdi harðlega i gær ihlutun crlendra þjóða I Angóla. Forsetinn sagði á vikulegum ráðuneytisfundi, sem haldinn var i gær, að franska stjórnin fordæmdi þær vopnasendingar, sem borizt heföu til Angóla frá erlendum rikjum, ,,og enn al- varlegri augum litum við á, að erlendar hersvcitir skuli hafa verið sendar til að taka þátt i átökunum I Angóla,” sagði Frakklandsforseti. Hann sagði, að franska stjórnin kreföist þess, að endi verði bundinn á ófremdar- ástand þetta, þar sem háttalag sem þetta væri til þess fallið að auka á spennu og varanlega skiptingu i Afriku, og hefði auk þess eyðilagt hið friðsamlega andrúmsloft, sem rikt hefði. „Þetta er til þess fallið að girða fyrir frekari þróun i Afriku”, sagði Frakklandsfor- seti. Frakkar hafa ekki beinna pólitiskra hagsmuna að gæta i Angóla, en áreiðanlegar fréttir herma, að frönsk oliufélög hafi mikinn áhuga á þvi að leita eftir og framleiða oliu við Cabinda. lags Evrópu til þess I gær að hrinda i framkvæmd hugmynd- um um sameiginlega efnahags- og gjaldeyrisnefnd, jafnvel þó að slikt gæti leitt til þess, að einstaka meðlimir bandalagsins kynnu við það að falla i skuggann, eins og liann orðaði það. Tindemann, sem lét þetta álit sitt i ljós á blaðamannafundi i gærkvöldi er kynnt var skýrsla um framtið EBE, sagði, að fram- kvæmd hugmyndar þessarar væri alls ekki til þess fallin að flokka aðildarriki bandalagsins i eins konar gæðaflokka. Gert er ráð fyrir þvi, að þetta atriði skýrslunnar komi til með að valda miklum deilum, en að öðru leyti kemur fátt á óvart i henni. t skýrslunni er lagt til, að efld verði starfsemi þeirra stofnana markaðsnefndarinnar, sem nú eru við lýði, og að utanrikisstefna aðildarrikja Efnahagsbandalags- ins verði samræmd meira heldur en gert hefur verið hingað til. Tekið verði upp nánara samstarf um efnahagsleg tengsl aðildar- rikja við aðila utan bandalagsins og að stefna landanna i varnar- málum verði samræmd. Ætla Sýrlendingar að innlima Líbanon í ríki sitt? Reuter/Jerúsalem. Starfsmenn israelska utanrikisráðuncytisins neituðu algjörlega i gær að segja álit sitt á fréttum, sem að undan- förnu hafa birzt i dagblöðum i Ku- wait, um aö Sýrlendingar hyggist innlima Lfbanon i riki sitt, verði landinu skipt á milli múhameðs- trúarmanna og kristinna inanna, eins og oft hefur veriö lagt til i þvi skyni að binda enda á átökin í Libanon. Fréttin um þessi áform Sýrlendinga var höfð eftir utanrikisráðherra Sýrlands, Abdel-Halim Khaddam. israelsku embættismennirnir sögðu, að stjórn landsins hefði fyrir nokkru komizt að þeirri niðurstöðu, að verði miklar breytingar á stöðu Libanons, en ísraelar telja að slikt ógni öryggi rikis þeirra, verði gripið til viðeigandi ráðstafana af hálfu israelsku stjórnarinnar. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.